Morgunblaðið - 29.04.2001, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 29.04.2001, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 29. APRÍL 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK. V i ð s k i p t a h u g b ú n a ð u r á h e i m s m æ l i k v a r ð a Borgar túni 37 Sími 569 7700W W W. N Y H E R J I . I S LÁTTU ÞÉR LÍÐA VEL ÞAÐ er ekki bara mannfólkið sem fagnar sumrinu, hreindýrin gera það einnig enda gras farið að grænka og meira æti að finna fyrir þessi fallegu dýr, sem halda sig aðallega á hálendi Austurlands. Hreindýr voru flutt til Íslands á síðari hluta 18. aldar, en upphaflega átti að rækta þau og nýta í landbúnað, en af því varð ekki og hafa þau lifað villt síðan. Talið er að hreindýrastofninn á Íslandi sé um 3.500 dýr og yfir vetr- artímann halda þau sig á heiðarlöndum, en þegar hart er í ári færa þau sig niður á láglendið. Á Íslandi eru hreindýrin veidd, enda þykir hreindýrakjöt góður matur. Veiðitímabilið stendur nú frá 1. ágúst til 15. september og er heimilt að veiða allt að 446 hreindýr á tímabilinu. Morgunblaðið/RAX Hreindýr í leit að æti SÖLUFÉLAG garðyrkjumanna, SFG, hefur kært til áfrýjunarnefndar samkeppnismála þá ákvörð- un samkeppnisráðs frá 30. mars sl. að SFG, Ágæti og Mata hafi stundað ólöglegt samráð og sam- keppnishömlur á grænmetis-, kartöflu- og ávaxta- markaðnum. Í kærunni eru lagðar fram tvær kröfur. Að- alkrafan er sú að ákvörðunin verði felld úr gildi en til vara að 40 milljóna króna sekt, sem SFG var gert að greiða, verði breytt, hún felld niður eða stórlega lækkuð. Í kærunni, sem Sigurður G. Guð- jónsson, lögmaður SFG, skrifar, er talað um sekt- ina sem „óhóflega og rakalausa“, að með 40 millj- óna sekt sé verið að hengja bakara fyrir smið og vísað þar til þess að samkeppnisyfirvöld hafi látið afskiptalausa samþjöppun eignarhalds í smásölu- verslun. Þrjár af sex tegundum lækkað á tímabilinu Í kærunni eru margvíslegar ástæður raktar fyr- ir því að SFG fer fram á ógildingu ákvörðunar samkeppnisráðs. Lögmaður SFG segir verulega annmarka vera á málsmeðferð samkeppnisyfir- valda og að brotið hafi verið á andmælarétti SFG, m.a. með því að neita að þýða enskuslettur í frum- athugun Samkeppnisstofnunar og hafna kröfu SFG um munnlegan málflutning fyrir samkeppn- isráði. Frumathugunin er sögð efnislega röng í veigamiklum atriðum og „stórfurðulegt plagg“. Í tengslum við kæruna hefur SFG beðið Bænda- samtökin að bera saman heildsöluverð nokkurra tegunda grænmetis, innflutts og íslensks, frá félaginu við þróun neysluvísitölunnar fyrir tíma- bilið 1995–2000. Þar kemur í ljós að þrjár af sex tegundum hafa lækkað í heildsölu á tímabilinu, þ.e. hvítkál, sveppir og agúrkur, og tómatar og bananar hækkað minna en neysluvísitalan á sama tíma. Heildsöluverð á íslenskri grænni papriku hækkaði um 18,2% meðan vísitalan hækkaði um 15%. SFG kærir ákvörðun samkeppnisráðs til áfrýjunarnefndar samkeppnismála Ákvörðun verði ógilt og sekt felld niður  Ákvörðun/20–24 TÍU ár verða á morgun liðin frá því Davíð Oddsson forsætisráðherra tók fyrst við því embætti og hefur hann gegnt embættinu samfellt lengur en aðrir forsætisráðherrar. Hermann Jónasson kemur næstur en hann var forsætisráðherra samfellt í 7 ár, 9 mánuði og 19 daga en alls gegndi hann embættinu í 10 ár og tvo mánuði og 19 daga. Davíð Oddsson hefur myndað þrjár ríkisstjórnir á ferli sínum, þá fyrstu mynduðu sjálfstæðismenn með Al- þýðuflokksmönnum árið 1991 en hin- ar tvær, árið 1995 og 1999, myndaði Davíð með Framsóknarflokknum. Í samtali við Morgunblaðið í dag rifjar hann upp helstu áfangana á þessum 10 árum og telur meðal þess sem stendur uppúr vera aðgerðir til að draga úr ríkisafskiptum og tak- marka vald stjórnmálamanna, tekist hafi að renna fleiri stoðum undir at- vinnulífið, sett hafi verið upplýsinga- lög og ríkisfyrirtæki verið einkavædd. Forsætisráðherra segist þó ekki geta þakkað sjálfum sér það sem kunni að hafa verið afrekað á ferlinum, aðrir ráðherrar hafi hver um sig borið hit- ann og þungann af málaflokki sínum og hrint umbótum í framkvæmd. Davíð Oddsson segir ýmislegt ógert og meðal þess sem hann vilji stuðla að sé lækkun á sköttum fyr- irtækja á næstu einu til tveimur ár- um. „Þar er ég til dæmis að tala um að fara með skattinn í 15% og ég hef sterka sannfæringu um að við mynd- um laða til landsins mörg fyrirtæki sem eru skráð annars staðar en eru óróleg vegna þess að stjórnarfar og starfsumhverfi er þar ekki nógu öruggt.“ Davíð Oddsson forsætisráðherra Hefur setið lengst allra samfellt í embættinu  Skattkerfið verði/10–11 UNDIRBÚNINGUR stendur nú yfir fyrir tökur á Veðmálinu, fyrstu leiknu kvikmyndinni í fullri lengd sem gerð er fyrir íslenskt fjármagn af Íslendingum í Hollywood. Höf- undur handrits og leikstjóri er Sig- urbjörn Aðalsteinsson en framleið- andi Friðrik Þór Friðriksson. Aðalkvenhlutverkið leikur Kristín Gísladóttir, sem jafnframt stýrir framleiðslunni, og íslenskir kvik- myndagerðarmenn skipa helstu lykilstöður. Myndin verður tekin á ensku og heitir á því tungumáli The Wager. Hún er, að sögn Sigurbjörns, „gam- ansöm ástarsaga um léttgeggjaða kvikmyndagerðarmenn í Holly- wood“, fjallar um veðmál tveggja kvikmyndaframleiðenda og tog- streitu, ástar- og tilfinningaflækjur því samfara. Verið er að ráða í önn- ur helstu hlutverk en umsóknir hafa borist frá um 1.200 leikurum. Tökur eiga að hefjast í júní. Kostn- aðaráætlun um tökur Veðmálsins nemur aðeins um 100 þúsund doll- urum eða tæplega 10 millj. króna. Í samtali við Sigurbjörn og Krist- ínu í Morgunblaðinu í dag segir Sigurbjörn m.a. um tildrög þessa óvenjulega verkefnis: „Eina nóttina dreymdi mig að Friðrik Þór Frið- riksson kæmi til mín og bæði mig um að gera bíómynd á þremur dög- um...“ Friðrik Þór segir Morgunblaðinu að þessi draumur hafi átt sinn þátt í að hann sló til að fjármagna mynd- ina. Fyrsta íslenska Hollywood-myndin  Veðjað/B26 ♦ ♦ ♦ LÖGREGLUNNI í Borgarnesi var tilkynnt um innbrot í átta sumarbú- staði í Svarfhólsskógi í Svínadal í gær. Að sögn lögreglu er talið að inn- brotin hafi átt sér stað í vikunni, en ýmsum verðmætum var stolið úr bú- stöðunum. Það kom hins vegar ekki í ljós fyrr en í fyrradag þegar fólk kom til helgardvalar í bústöðunum, að brotist hafði verið inn í þá. Að sögn lögreglu eyðilögðu inn- brotsþjófarnir ekki mikið inni í bú- stöðunum. Brotist inn í átta sumarbústaði Svínadalur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.