Morgunblaðið - 29.04.2001, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 29.04.2001, Qupperneq 6
ERLENT 6 SUNNUDAGUR 29. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ FRÍVERSLUNARSVÆÐIAmeríkuríkja (FTAA)mun ná til 34 landa meðum 800 milljónir íbúa. Heildarársframleiðsla þeirra á vörum og þjónustu nálgast 12 þús- und milljarða dollara og er um að ræða mun stærri einingu en Evr- ópusambandið. Gert er ráð fyrir að viðræðum um afnám tolla og ann- arra viðskiptahindrana verði lokið fyrir 1. janúar 2005 og að samning- urinn gangi í gildi fyrir lok þess árs. Öllum lýðræðisríkjum Norður- og Suður-Ameríku er boðin þátttaka og í stefnuyfirlýsingu fundarins kemur það einnig fram að „ólýð- ræðislegar stjórnarfarsbreytingar“ geti komið í veg fyrir aðild. Kúba er eina ríkið sem nú er útilokað frá þátttöku á þessum grundvelli, enda var Fidel Castro ekki boðið til Kan- ada á þeirri forsendu að hann væri ekki lýðræðislega kjörinn. Bilið milli ríkra og fátækra er mikið á svæðinu og í lokayfirlýsingu fundarins skuldbinda leiðtogar landanna sig til þess að minnka fjölda þegna sem búa undir fá- tækramörkum um helming fyrir 2015. Því er einnig heitið að stefnt skuli að „jafnvægi milli efna- hagsþróunar, þjóðfélagsþróunar og náttúruverndar“ og er þar talið að verið sé að koma til móts við and- stæðinga hnattvæðingar. En andstæðingar frjálsrar versl- unar mættu öflugir til leiks í Queb- ec. Mótmæli af þessu tagi virðast orðin fylgihlutur stærri leiðtoga- funda, en menn deila um árangur aðgerðanna. Andmælendum tókst þó að riðla dagskrá á fyrsta degi fundahaldanna, en ekki sjálfum leiðtogafundinum sem fór fram sl. sunnudag. Að sögn þátttakenda í fundahöldunum er það óttinn við neikvæð viðbrögð verkalýðsfélaga og náttúruverndarsamtaka heima fyrir sem stjórnar því að þessir málaflokkar fái aukna athygli, ekki aðgerðir öfgafullra stjórnleysingja. Til að flýta fyrir framgangi frí- verslunarsamningsins hafa síðan Alþjóðabankinn og Þróunarbanki Ameríkuríkja lofað umtalsverðri fjárhæð til að styrkja stoðir lýðræð- is í Ameríkuríkjum og undirbúa þar með frjáls viðskipti milli landanna. Hverjir hagnast mest? Stuðningsmenn frjálsrar verslun- ar og aukinnar hnattvæðingar telja að samningurinn muni gagnast öll- um er fram líða stundir, þar sem vaxandi frjálsræði muni auka við- skipti og fjárfestingu, skapa ný störf, lækka vöruverð og hafa já- kvæð áhrif á hagvöxt. Bush sagðist í fundarlok vera „ánægður með stað- festingu fundarins á ríkjandi sam- kennd um það að tryggja framgang lýðræðis og frjálsrar verslunar á þessu heimshveli“. Í hans huga eru þessir þættir forsendur bættra lífs- kjara fyrir alla íbúa svæðisins. For- setinn talaði líka um nauðsyn þess að taka tillit til sjónarmiða um- hverfisverndar og vinnulöggjafar, en tilkynnti síðar að „samningarnir snúast fyrst og fremst um viðskipti og eiga ekki að innihalda ákvæði sem hamla gegn frjálsri verslun“. Bush verður þó að vera varkár í tali ef hann ætlar ekki að styggja þau öfl sem í auknum mæli krefjast þess að efnahagsþróun sé samofin frekari þjóðfélagsþróun og náttúru- vernd. Margir andstæðingar auk- innar hnattvæðingar telja að stór fjölþjóðafyrirtæki, sem og ríku löndin, muni hagnast mest á frí- verslunarsamningum sem þessum, því þau séu í þeirri aðstöðu að geta nýtt sér tækifærin á kostnað þeirra smáu. Risafyrirtækin muni sjái sér leik á borði að flytja framleiðslu sína þangað sem laun séu lægst, vinnuvernd takmörkuð sem og aðr- ar reglur og opinber afskipti. Ekki eru heldur öll Ameríkuríkin jafn áköf í málinu. Brasilía er stærsta hagkerfi Suður-Ameríku og þar hafa menn áhyggjur af hömlu- lausri samkeppni frá Bandaríkjun- um á meðan landbúnaðarfram- leiðsla og önnur vara frá Brasilíu muni ekki njóta sömu fríðinda á Bandaríkjamarkaði. Hugo Chavez, forseti Venesúela, gekk enn lengra og neitaði að gangast undir tilsett tímamörk árið 2005. Því til andmæla benda stuðnings- menn á jákvæðar afleiðingar Frí- verslunarsamnings Bandaríkjanna, Kanada og Mexíkó (NAFTA) og tala um að FTAA verði eins og víta- mínsprauta fyrir hagkerfi landanna, en fyrirliggjandi drög að FTAA eru að stórum hluta byggð á NAFTA- samningnum. Stjórnarerindrekar tala líka um að FTAA sé nokkurs konar framlegð á ávinningnum af NAFTA til allra ríkjanna. NAFTA að leiðarljósi NAFTA er af flestum talið hafa náð góðum árangri. Verslun milli landanna þriggja hefur aukist stöð- ugt frá því að samningurinn tók gildi og upplýsingar frá Þróunar- banka Ameríkuríkja sýna tvöföldun á milliríkjaviðskiptum frá 1994 til 2000. Sem dæmi um óþarfa áhyggj- ur má nefna að húsgagnaframleið- endur í Kanada óttuðust ójafna samkeppni við stóru bandarísku fyrirtækin, en reyndin hefur verið sú að framleiðsla þeirra hefur feng- ið góðar viðtökur á sérmörkuðum í Bandaríkjunum. Viðskiptafulltrúi Bandaríkjanna, Robert B. Zoellick, sagði fyrir fund- inn í Kanada að á fyrstu fimm árum samningsins hafi fjöldi nýrra starfa orðið til í öllum löndunum. Hann benti á að í Mexíkó hafi skapast 2,2 milljónir starfa, sem er 22 prósent aukning, í Kanada juk- ust atvinnutækifæri um 10 prósent eða 1,3 milljónir starfa og í Banda- ríkjunum nemur aukningin 7 pró- sentum, sem samsvarar 13 milljón nýjum störfum. Zoellick útilokar ekki neitt og leggur áherslu á að tvíhliða viðræð- um um viðskiptasamninga, eins og eru í gangi við Chile, verði haldið áfram. Hann vill líka hvetja þjóðir áfram og umbuna þeim sem t.d. taka sig á og bæta umhverfið og að- búnað verkamanna í stað þess að setja refsiákvæði inn í samninginn. Tekið verður upp það nýmæli að birta uppkastið að samningnum í heild á Netinu þannig að almenn- ingur geti auðveldlega nálgast það. Að sögn embættismanna er þetta gert til þess að svipta hulunni af samningagerðinni og stuðla að upp- lýstri umræðu. Á brattann að sækja á Bandaríkjaþingi Þrátt fyrir nokkuð gott gengi í Quebec þarf Bush að sannfæra Bandaríkjaþing um ágæti þess að fá fullt umboð til áframhaldandi samn- ingaviðræðna. Í því felst að þingið getur ekki breytt samningnum eftir á, en margir úr röðum demókrata eru hikandi við að gefa forsetanum svo mikið vald, þeir tóku til að mynda þátt í að neita Bill Clinton um slíkt umboð. Að baki standa öfl- ugir þrýstihópar og þá sérstaklega innan verkalýðshreyfingarinnar, sem sjá fyrir sér að fjöldi starfa muni hugsanlega flytjast úr landi. Án þessarar heimildar verður erfitt fyrir Bandaríkjastjórn að koma samningaviðræðunum á fullt skrið og telja önnur lönd á að skrifa undir. Bush er engu að síður bjart- sýnn og háttsettur embættismaður í Hvíta húsinu sagði í samtali, að forsetinn væri reiðubúinn að vinna með þinginu til að fá heimildina og að hann væri sannfærður um að það tækist fyrir árslok. 100 daga tímamót 29. apríl Það er löngu orðin hefð í banda- rískum stjórnmálum að staldra við eftir 100 daga forseta í embætti, sjá hvað hefur áunnist, meta stöðuna og spá í framhaldið. Nánustu sam- starfsmenn Bush reyndu af fyllsta megni að draga úr væntingum fyrir þennan dag, sem er auðvitað svolít- ið handahófskenndur, en gáfust loks upp og forsetinn veitti fjölmörg viðtöl í vikunni sem leið. Í þeim bar margt á góma og sumt ekki alveg eins og til stóð, sbr. ummæli Bush um varnir Tævans. Sjálfur lagði hann mesta áherslu á skattalækk- anir og úrbætur í menntamálum, en frumvörp varðandi þessa mála- flokka liggja fyrir þinginu. Síðan mun forsetinn bjóða þingmönnum og mökum þeirrra til hádegisverðar til að minnast dagsins, en tilgang- urinn er að sýna fram á góða sam- vinnu þeirra á milli. Að mörgu leyti er Bush einn reynsluminnsti forseti Bandaríkj- anna á seinni tímum. Engu að síður virðist almenningur sæmilega sátt- ur við störf hans. Samkvæmt skoð- anakönnun dagblaðsins Washington Post, sem birt var sl. þriðjudag, eru 63 prósent svarenda ánægðir með forsetann, sem er 4 prósentum hærra en Clinton fékk á sama tíma árið 1993, en nokkuð lægra en faðir hans (71 prósent) og Ronald Reag- an (73 prósent) fengu á sambæri- legum tímamótum. Af einstökum málaflokkum nýtur Bush mestrar hylli fyrir framgang í utanríkismálum, en þar eru 62 pró- sent svarenda ánægðir með störf hans, hins vegar dala tölurnar niður í 47 prósent er umhverfismál ber á góma. Þetta ætti ekki að koma á óvart, en það veldur repúblikönum sjálf- sagt einhverjum áhyggjum að ekki nema rétt um helmingur aðspurðra styður fyrirhugaðar skattalækkanir forsetans, enda virðist svo komið að hann þurfi að sætta sig við mála- miðlun um minni lækkanir til að þær nái fram að ganga á þinginu. Eins virðist sem forsetinn muni þurfa að gefa eitthvað eftir í menntamálum, en demókratar vilja auka útgjöld umfram það sem for- setinn leggur til og taka þvert fyrir ríkisfjárframlög svo að nemendur geti sótt einkaskóla. Engu að síður eru frumvörpin á góðu róli og þrátt fyrir eftirgjöf getur Hvíta húsið að öllum líkindum hrósað umtalsverð- um sigri þegar upp er staðið. Bandaríkjamenn eru ánægðir með það hvernig Bush tók á deil- unum við Kína út af njósnavélinni svokölluðu. Forsetinn hefur líka verið iðinn við að taka á móti erlendum leiðtog- um í Hvíta húsinu, enda slíkar kurt- eisisheimsóknir vel til þess fallnar að sýna hann sem leiðtoga þjóðar- innar. Áhugi Bush á málefnum Amer- íkuríkja stendur upp úr. Að sögn viðstaddra náði hann vel til leiðtoga rómönsku Ameríku á fundunum í Quebec-borg, bæði með því að sýna víðtæka þekkingu á málefnum landa þeirra og einnig á persónu- legum nótum, þar sem hann hikar ekki við að sletta spænsku. Óform- legur stíll hans virðist brjóta ísinn og framhaldið auðvelt eftir því. Nú er bara að sjá hvort persónutöfrar hans duga til þess að afla Fríversl- unarsvæði Ameríkuríkja frekari stuðnings. Bush Bandaríkjaforseti hyggst beita sér ákaft fyrir frjálsum viðskiptum Fríverslun á vestur- hveli jarðar George W. Bush Bandaríkjaforseti hefur í mörgu að snúast þessa dagana. Fyrstu hundrað dagar hans í starfi eru að baki, en þau tímamót eru oft notuð í Bandaríkjunum til að meta stöðu forsetans. Um síðustu helgi hétu 34 leiðtogar Ameríkuríkja því á fundi í Kanada að stefna að myndun fríversl- unarsvæðis í ársbyrjun 2005. Margrét Björgúlfsdóttir ræddi við starfsmenn Hvíta hússins um framgang mála. Reuters George W. Bush Bandaríkjaforseti (t.h.) og forseti Mexíkó, Vicente Fox (t.v.) ásamt Jean Chretien, forsætisráð- herra Kanada, á fundinum í Quebec fyrir skömmu. Bush þótti ganga vel að ræða við leiðtogana sem flestir eru frá spænskumálandi löndum en hann kann sjálfur nokkuð fyrir sér í þeirri tungu. BAKSVIÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.