Morgunblaðið - 29.04.2001, Side 10

Morgunblaðið - 29.04.2001, Side 10
10 SUNNUDAGUR 29. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ M EÐAL helstu áfanga sem Davíð Oddsson forsætisráð- herra telur standa upp úr á tíu ára ferli sínum sem for- sætisráðherra eru til dæmis minnkandi ríkisafskipti, nýjar leikreglur sem takmarka vald stjórnmálamanna, að rennt hafi verið fleiri stoðum undir atvinnulífið, frelsi aukið í gengis- og gjaldeyrismálum, upplýsingalög, sterkari hlutabréfamarkaður og einkavæðing ríkisfyrirtækja. Davíð fjallar nánar um þessa áfanga í við- tali við Morgunblaðið en í upphafi samtalsins tekur hann skýrt fram að hann geti auðvitað ekki þakkað sjálfum sér allt sem kunni að hafa verið afrekað á þessum ferli: „Þegar litið er til baka til tíu ára hafa að sjálfsögðu margir aðrir komið við sögu og aðrir ráðherrar hafa átt hlut að máli. Þeir hafa hver og einn borið hitann og þungann af málaflokkum sínum og aðgerðum þar og hrint umbótum í framkvæmd þótt þær hafi gerst á þessum árum sem ég hef verið í for- sæti ríkisstjórnarinnar,“ segir hann og bend- ir á að á þessum tíma sé ráðherrahópurinn orðinn kringum 25 manns og hann vilji ekki eigna sér verk annarra á þessum sviðum. Gamaldags úrræði „Þegar horft er til ástandsins eins og það var ríkti hér kyrrstaða og úrræðin sem beitt var voru að mínu mati óneitanlega gam- aldags. Það voru miðstýringar- og foræðis- úrræði með millifærslum og bjargráðasjóð- um sem voru til þess fallin að draga úr sviða í sárunum en gerðu illt verra þegar til lengri tíma var litið. Við byrjuðum á að koma okk- ur út úr þessu og það hefur skipt miklu máli. Ég man að andstæðingar mínir á þingi og víðar reyndu að gefa fyrstu ríkisstjórninni sérstakan stimpil, „þetta kemur mér ekki við“-stimpilinn. Ef fyrirtæki voru í erfiðleik- um var bent á að viðbrögð mín væru helst þessi að vandi þeirra kæmi mér ekki við. Skoðun mín var aftur á móti sú að nota ekki almannafé til að hjálpa þesssu fyrirtækinu eða hinu eftir vali stjórnmálamanna. Slík við- horf þýddu einfaldlega að fyrirtæki í sumum greinum gátu setið uppi með lélega stjórn- endur í áraraðir. Það þýddi bara að þeir reyndu að fara fram á breytingar á gengi eða meiri styrki ef illa gekk en litu ekki í eigin barm. Ég held að þessi breyting hafi verið mjög þýðingarmikil og hún tókst á endanum,“ segir Davíð og telur að á þessu sviði hafi orðið mikil hugarfarsbreyting hjá fyrirtækjastjórnendum. Hann rifjar upp að í starfsáætlun fyrstu ríkisstjórnar sinnar hafi verið sett inn ákvæði um að hagkerfinu yrði breytt í nú- tímahorf og það losað úr viðjum pólitískrar ofstjórnar. „Það er stundum sagt að stjórn- málamenn geti notað sömu loforðin aftur og aftur en þetta þætti skrýtið loforð í dag sem við settum í fyrstu starfsáætlun okkar. Þessi setning hljómaði ekki skrýtin þá því að þetta var veruleikinn sem menn bjuggu við.“ Dav- íð segir að í kjölfarið hafi hagkerfið allt verið opnað meira, valfrelsi manna aukið og menn réðu sínum málum sjálfir til að kaupa gjald- eyri eins og þeir gátu ráðið við persónulega og staðið undir en því hafi áður öllu verið stýrt mikið. „Gengismál og gjaldeyrisvið- skipti hafa því verið með allt öðrum brag en áður var og má segja að lokaskrefið hafi ver- ið stigið með frumvarpi til laga um Seðla- bankann sem nú liggur fyrir Alþingi og verð- ur vonandi afgreitt á þessu vori.“ Ráðist á skuldahalann Davíð gerði einnig skuldir ríkisins að um- talsefni og sagði að strax á fyrstu árunum hefði verið stefnt að því að snúa þeirri þróun við og nú færu þær minnkandi. Hann sagði þjóðarskuldir hins vegar vaxa vegna við- skiptahalla og einkaneyslu, lána sem aðrir aðilar tækju en ríkið, fyrirtæki, einstaklingar og bankar. Þá nefndi Davíð að ýmsar leik- reglur í þjóðfélaginu hefðu breyst, ekki að- eins í peningamálum heldur til dæmis varð- andi aðskilnað dómsvalds og framkvæmdavalds, stjórnsýslan hefði verið bundin í lög og settar leikreglur sem tak- mörkuðu vald stjórnmálamanna. Hann nefndi einnig upplýsingalögin og sagði þau þegar hafa sannað gildi sitt. Óðum færi fækkandi úrskurðum vegna ágreinings þar sem stjórnvöld væru að læra að fara eftir þessum lögum og laga sig að breyttum kröf- um sem komið hafa í kjölfar lagasetning- arinnar. „Þetta er dæmi um breyttar leik- reglur og aðhald með stjórnvöldum sem hefur náðst.“ Þá nefndi forsætisráðherra atvinnumálin. „Atvinnuöryggi hefur verið allgott mestallan þennan tíma en það var atvinnuleysi í byrj- un. Með því að styrkja efnahaginn eins og gert hefur verið má segja að þetta hafi verið áratugur þar sem föstum stoðum var rennt undir íslenskt efnahagskerfi. Með því var tryggt að hér yrði öflugt velferðarkerfi sem yrði ekki rekið á lánum eins og segja má að gert hafi verið fram að því. Ýmsar aðrar þjóðir hafa verið í vandræðum í þessum efn- um.“ Nýjar tekjur með þekkingariðnaði Hvaða stoðum hefur einkum tekist að renna undir atvinnulífið? „Það hefur meðal annars orðið sú gjör- breyting að alls konar þekkingariðnaður gef- ur okkur mjög miklar útflutningstekjur sem ekki voru fyrir hendi áður. Allt frá árinu 1995 hafa þær vaxið mjög hratt og menn hafa miklu betra svigrúm til þess að afla sér lánsfjár, bæði innanlands og erlendis, og geta verið á erlendum mörkuðum af því að gjaldeyrisstefnunni var breytt og gjaldeyr- isverslun gefin frjáls. Ekki er vafi á að þetta allt hefur skilað Íslendingum miklu og á von- andi enn eftir að vaxa.“ Þá nefnir ráðherra að fjárfestingar í iðnaði hafi farið vaxandi á nýjan leik með stækkun járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga og tilkomu Norðuráls og verið er að und- irbúa ný verkefni á Austurlandi þótt ekki sjái enn fyrir endann á því. „Í þessu sam- hengi er rétt að menn átti sig á að umhverf- isvernd hefur fengið alveg nýjan hljómgrunn og áhugi á umhverfinu er orðinn miklu meiri en var fyrir fáeinum árum. Miklu betur er nú hugað að þessum þáttum í tengslum við allar framkvæmdir og kannski fara menn út í ákveðnar öfgar í því. Þetta er ýmist í ökkla eða eyra hjá okkur og þyrfti kannski stund- um að fara milliveg. En ríkisvaldið hefur fylgt þessum aukna áhuga eftir og það hefur vakið athygli út fyrir landsteinana,“ segir Davíð og vísar þar til nýlegra verðlauna bandarísku umhverfissamtakanna Global Green USA sem ríkisstjórnin hlaut fyrir stefnu sína í orkumálum. „Þeir aðilar sem mestan áhuga hafa á þessum málum og eru óvilhallir dómarar í okkar tilfelli veita okkur æðstu viðurkenningu sína og ég finn ekki annað en að staða Íslands í umheiminum sé sterk og skýr. Við erum fámenn þjóð en engu að síður er hlustað þegar við tölum ef það er af skynsemi og hægversku en ekki með neinum rembingi,“ segir ráðherra. Einkavæðing var bannorð „Enn má nefna breytingar á sviði einka- væðingar en einkavæðing var bannorð og skammaryrði í upphafi þessa ferils en nú tala allir flokkar um hana í mismiklum mæli. Þeir lýsa ekki andstöðu við einkavæðingu, sumir flokkanna útiloka vissa þætti en áður var hún fordæmd algjörlega. Þetta er því gjörbreyting. Með einkavæðingunni var hlutabréfamarkaðurinn styrktur en hann var mjög fábreyttur áður en ríkisfyrirtækin fóru á markað. Hann var alltof lítill áður og þess vegna óvirkur. Hlutabréfamarkaðurinn er kannski of lítill ennþá en hefur stækkað verulega og mun stækka enn meira, meðal annars fyrir atbeina ríkisins.“ Davíð segir að þátttaka Íslands í alþjóð- legu samstarfi hafi einnig aukist verulega. Hún sé stundum umdeild en sendiráðum hafi fjölgað, þátttaka landsins í alþjóðastofnunum aukist og landið varð aðili að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. „Sá samn- ingur hefur ótvíræða kosti þótt hann sé ekki gallalaus, það varð að taka gallana með kost- unum. Samningurinn hefur til dæmis auð- veldað okkur slaginn við þensluna með ein- faldari tilfærslu fólks á vinnumarkaði sem er auk þess handhægt og auðvelt fyrir útflutn- ingsgreinar okkar. Meginhluta þessa tímabils höfum við búið við slíkan stöðugleika í efnahagslífinu að menn hafa getað gert áætlanir í fyrirtækjum sínum og á heimilum sínum svipað og gerist í öðrum löndum. Þetta var afar erfitt fyrir fólk áður. Ef menn geta gert markvissar áætlanir í megindráttum er líklegt að það verk sem ráðist er í sé af einhverju viti en ekki óráð eins og stundum vildi verða þegar enginn vissi hvort hann hafði fast land undir fótum eða ekki.“ Forsætisráðherra minnir á að ríkið hafi losað sig út úr ýmsum rekstri, losað sig við stofnanir á borð við húsameistara, Skipaút- gerðina, Framkvæmdasjóð og aðra hliðstæða sjóði. „Þannig rekur ríkið ekki lengur starf- semi sem því er alls ekki ætlað að reka og um leið og ég nefni þessa sjóði má minna á Lánasjóð íslenskra námsmanna sem stóð á brauðfótum þegar við komum að málum en er nú kominn á fastan og öruggan grunn og námsmenn þurfa ekki að óttast að sjóðurinn verði gjaldþrota.“ Umbætur í skóla- og vegamálum Davíð sagði sjávarútvegsmál mikið hafa verið rædd allan þennan tíma og lengi staðið deilur um leiðir í fiskveiðistjórn. „Ég held að það megi fullyrða að þótt deilum í þessum málaflokki ljúki kannski aldrei hjá þjóð þar sem sjávarútvegurinn skiptir svo miklu máli er sáttatónninn þó sjálfsagt meiri í um- ræðunni nú en um langt skeið. Menn hafa teygt sig í átt til samkomulags, kannski um- fram ýtrustu sannfæringu sína, til þess að koma þeim illindum sem einkenndu þessa mikilvægu grein út úr heiminum. Það hefur að nokkru tekist þótt við höfum ekki náð landi ennþá en við sjáum til lands í þessum efnum og það er mikilvægt. Þá hafa verið gerðar miklar umbætur í grunnskólum og framhaldsskólum, verkefni sveitarfélaga hafa verið aukin eins og lofað var og valdið flutt nær fólkinu. Ríkið hefur stuðlað að fækkun sveitarfélaga til þess að þau eflist og geti valdið verkefnum sínum og þannig mætti lengi telja.“ Framkvæmdir hafa einnig verið miklar í Íslenskt skattkerfi verði aðdráttarafl Davíð Oddsson hefur á morgun, 30. apríl, setið lengur en nokkur annar samfellt í embætti forsætisráðherra eða tíu ár. Hann segir ýmislegt ennþá vera ógert og vill vinna að breytingum á skattkerfinu á næstu tveimur árum. Jóhannes Tómasson ræddi við forsætisráðherra í vikunni í tilefni þessara tímamóta. Morgunblaðið/Golli Davíð Oddsson forsætisráðherra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.