Morgunblaðið - 29.04.2001, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 29.04.2001, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. APRÍL 2001 11 vegamálum, að sögn Davíðs, og sagði hann það merkilegt í ljósi erlendra skulda lands- ins og mikilla afborgana af lánum. „Það hef- ur sennilega ekki á nokkrum öðrum áratug verið meira um vegaframkvæmdir í landinu. Hringvegurinn er nánast allur að verða upp- byggður og merkar framkvæmdir og um- deildar verið keyrðar í gegn eins og Hval- fjarðargöngin. Það eru kannski margir búnir að gleyma því að það var deilt mjög um hvort ráðast skyldi í gerð ganganna og með þessari fjármögnunaraðferð en nú held ég að enginn vildi vera án þess mannvirkis eða að- ferðarinnar sem var notuð. Síðan vildi ég gjarnan minnast á að við höfum bætt mjög allan aðbúnað og umhverfi allrar æðstu stjórnar ríkisins þótt það sé kannski ekki stórmál. Í því sambandi má nefna nýtt hús Hæstaréttar, forsetaembætt- ið, nýtt skrifstofuhús, forsætisráðuneytið er með allt öðrum brag en verið hefur, ráð- herrabústaðurinn hefur verið gerður upp, gamla safnahúsinu við Hverfisgötu verið sýnd viðeigandi virðing og það gert að þjóð- menningarhúsi og allt eru þetta miklar breytingar og ánægjulegar,“ sagði Davíð. Hann vék síðan aftur að umskiptunum í efnahagslífinu á ríkisstjórnarárum sínum. „Þeim hefur fylgt að kaupmáttur almenn- ings hefur vaxið verulega og ég held að kjör- in hafi ekki aðeins orðið betri heldur einnig sanngjarnari. Mönnum hefur tekist á þessu tímabili að bæta kjör þeirra lægst launuðu mest sem menn höfðu klifað á í samnings- gerð áratugum saman og aldrei var vitað hvort menn meintu það í raun, en nú hefur það tekist og það er jákvætt. Kjör þeirra sem verða að reiða sig á stuðning hins opinbera hafa batnað líka þótt gera megi enn betur á því sviði.“ Einstaklingurinn fær fleiri tækifæri „Uppúr stendur að einstaklingurinn hefur nú miklu meiri tækifæri en áður og meira svigrúm. Völd stjórnmálamanna hafa á þess- um tíu árum farið minnkandi og tök þeirra á bankakerfinu eru að verða engin. Þeir sinna nú frekar því sem þeir eiga að sinna, að skapa heilbrigðar leikreglur og örvandi um- hverfi fyrir fólk og fyrirtæki. Skattar á fyr- irtæki hafa verið lækkaðir, aðstöðugjöldin sem voru illa liðin voru lögð af og aðrir skattar lækkaðir og skattar einstaklinga sömuleiðis. Frekari áform eru einnig uppi í þessum efnum eins og fram hefur komið og er góð samstaða um það milli núverandi stjórnarflokka að finna færar og heppilegar leiðir.“ En hvað er framundan og ógert? „Það er margt framundan og margt ógert. Ég hef mestan áhuga á því núna að gera skattkerfið þannig að það verði aðdráttarafl, að hér verði hagfelldara skattkerfi en víða annars staðar þrátt fyrir öflugt velferðar- kerfi sem við verðum að standa undir. Ég held að þetta eigi hvort tveggja að geta farið saman. Ég vil lækka skatta á fyrirtækjum þannig að erlend fyrirtæki skrái sig á Íslandi og séu með starfsemi sína hér því ég er sannfærður um að við getum haft af slíku miklar tekjur. Þar er ég til dæmis að tala um að fara með skattinn í 15% og ég hef sterka sannfæringu um að við myndum laða til landsins mörg fyrirtæki sem eru skráð annars staðar en eru óróleg vegna þess að stjórnarfar og starfsumhverfi er þar ekki nógu öruggt. Við eigum nóg af vel menntuðu fólki og landið nýtur virðingar. Með þessu vil ég hætta að klæðskera- sauma skattareglur fyrir stórfyrirtæki sem koma til landsins, eins og álfyrirtæki, heldur tryggja að íslensk og erlend fyrirtæki búi við hagstæðustu skattakjör sem völ er á í heim- inum. Ég er sannfærður um að þetta yrði ekki gert á kostnað einstaklinganna heldur myndi þvert á móti skapa tekjur sem leiddi til þess að við gætum lækkað skatta á ein- staklinga umfram það sem við höfum þegar gert,“ segir Davíð. Hann kveðst horfa til þess að koma þessu í framkvæmd innan eins eða tveggja ára. Hann telur ekki þurfa mikla eða kostnaðarsama kynningu í þessum efn- um því að með síauknum tengslum, öflugri utanríkisþjónstu og góðri stöðu landsins á aþjóðavísu muni slík aðgerð spyrjast hratt og vel út. Byggðamálin gengið hægt En hvað hefði forsætisráðherra viljað sjá takast betur á þessum 10 ára ferli? „Það er kannski hægt að benda á eitt og annað sem miðað hefur hægar en ætlunin var. Þekkt dæmi á þessu sviði eru byggða- málin en ég tel þó að þar hafi tekist að draga úr mesta sársaukanum vegna fólksflótta af landsbyggðinni og stuðla að meiri sátt í um- ræðunni milli þéttbýlis og dreifbýlis. Menn hafa ekki ráðið við þessa þróun og kannski var það alls ekki hægt þótt um það hafi verið væntingar. Við erum líka að slást við viðskiptahallann sem ég held að muni fara mjög minnkandi á þessu ári og það verður hann að gera á þessu og næsta ári ef hann á ekki að verða skeinuhættur. Það er kannski að sumu leyti verkefni annarra en ríkisvaldsins en það má stuðla að minnkun hans með almennum að- gerðum eins og að gefa færi á auknum sparnaði með einkavæðingu og hallalausum rekstri á ríkisbúskapnum. Það tekur tíma að ná tökum á þessu en mætti hafa gengið bet- ur. Þá hefur okkur ekki miðað nægilega varðandi festu í virkjanamálum sem hafa gengið hægar en við vildum. Ég get rifjað upp að stóriðja á Keilisnesi fór fyrir lítið eft- ir mikinn undirbúning og mikla vinnu og Landsvirkjun og þar áður Rafmagnsveitur ríkisins hafa lagt í mikinn kostnað vegna Fljótsdals en kannski er ekki stór skaði skeður þótt þessi mál gangi hægar en ella.“ Telurðu einhvern vafa á að virkjana- og stóriðjuáformin á Austurlandi nái fram að ganga? „Ég vona að það gangi allt vel en þar er margt ófrágengið og lokaorðin hafa ekki ver- ið sögð. Mér sýnist þó að ekki sé óyfirstíg- anlegur ágreiningur um meginmálin og þá er kannski bara spurning um viljann. Þetta verður gífurleg fjárfesting og það þarf sterk- an og öflugan vilja til þess að stíga þetta skref.“ Varðandi umhverfismálin segir Davíð að menn hafi endurskoðað fyrri hugmyndir um auðnýtanlega orku út frá nýjum viðhorfum í umhverfismálum en hann telur að meirihluti þjóðarinnar vilji nýta og njóta hvors tveggja, náttúrunnar og þeirra lífsgæða sem virkjanir og atvinna sem af henni leiðir færir okkur. „Ég tel að Kárahnjúkavirkjun geti orðið um- hverfislega væn fyrir margra hluta sakir en þeir sem vilja allt óbreytt um aldur og ævi munu ekki taka undir það.“ En hvernig hefur forsætisráðherra lagt sig eftir að fylgjast með því sem er til um- ræðu í þjóðfélaginu og almenningsálitinu? „Ég geng um borgina og fer mikið í búðir, helst matvörubúðir, og heyri í fólki víða. Það er ekki alltaf gaman að standa í röð við kass- ann og vera með á bakinu erfiðleika vegna tveggja mánaða kennaraverkfalls, öryrkja- málsins, verkfalls sjómanna eða annarra erf- iðra mála en ég heyri bæði jákvæðar og nei- kvæðar raddir. Þá er þingflokkur okkar stór og mikið á ferðinni og ég á marga kunningja og vini sem ég ræði mikið við þannig að ég tel mig hafa á hverjum tíma nokkuð góða til- finningu fyrir því sem er að gerast í þjóð- félaginu. Þá er fjölmiðlunin líka orðin mjög opin og mikil og málfrelsi er hvergi meira en hjá okkur. Ég tek drjúgan tíma í að fara yfir það sem er í fjölmiðlum og tel mig því fylgj- ast nokkuð vel með á flestum sviðum.“ Lítið starfsöryggi hjá þingmönnum Nokkuð hefur verið um að þingmenn og ráðherrar hafi horfið til annarra starfa áður en kjörtímabili þeirra lauk og kannski meira í seinni tíð. Er þetta þróun sem er ráðherra að skapi? „Það er kannski ekki beinlínis skylt að ljúka kjörtímabilinu þótt menn séu kjörnir til fjögurra ára en oft kemur það á daginn að atvinnuöryggi þingmanna er harla lítið. Því er ekki undarlegt að þeir grípi tækifæri sem þeim gefast þótt kjörtímabili sé ekki lokið. Þá er starf þingmannsins kannski ekki eins eftirsóknarvert og það var á árum áður, völdin hafa færst á fleiri hendur og áhrif stjórnmálamanna fara minnkandi. Ungt fólk vill eðlilega horfa mjög til kjara og starfsum- hverfis og hvernig fjölskyldan kemur við sögu þegar það velur sér lífsstarf. Þar hlýtur starfsöryggi að skipta fólk miklu máli. Hluti af besta fólkinu sækist ekki lengur eftir stjórnmálastörfum þar sem þessar aðstæður hafa breyst. Ég átta mig ekki á því hvernig snúa má þessari þróun við en kannski þarf að huga betur að þessu starfsumhverfi og aðstæðum öllum til að gera starf stjórnmála- mannsins eftirsóknarverðara.“ Tíu ár liðin, verða þau önnur tíu? „Nei, það er nokkuð víst, en ég hef aldrei gert áætlanir í þessa veru og raunar var fyrstu ríkisstjórninni ekki spáð lengra lífi en nokkurra mánaða. En þessu kjörtímabili er ekki nærri lokið og ýmis verkefni framundan eins og ég hef nefnt hér.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Fyrstu ríkisstjórn sína myndaði Davíð Oddsson 30. apríl 1991 með Alþýðuflokknum. Frá vinstri: Jón Sigurðsson, Sighvatur Björgvinsson, Halldór Blöndal, Eiður Guðnason, Davíð Oddsson, Vigdís Finnbogadóttir, Jón Baldvin Hannibalsson, Friðrik Sophusson, Jóhanna Sigurðardóttir, Ólafur G. Einarsson og Þorsteinn Pálsson. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Aðra ríkisstjórnina myndaði Davíð Oddsson vorið 1995 með Framsóknarflokki. Frá vinstri: Páll Pétursson, Halldór Blöndal, Friðrik Sophusson, Björn Bjarnason, Davíð Oddson, Vig- dís Finnbogadóttir, Halldór Ásgrímsson, Finnur Ingólfsson, Guðmundur Bjarnason, Ingi- björg Pálmadóttir og Þorsteinn Pálsson. Þriðja ríkisstjórnin var síðan mynduð í maí 1999. Frá vinstri: Sólveig Pétursdóttir, Páll Pétursson, Guðni Ágústsson, Finnur Ingólfsson, Árni M. Mathiesen, Davíð Oddsson, Ólafur Ragnar Grímsson, Halldór Ásgrímsson, Björn Bjarnason, Geir H. Haarde, Ingibjörg Pálma- dóttir, Siv Friðleifsdóttir og Sturla Böðvarsson. DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra hefur setið lengst allra íslenskra forsætisráð- herra samfellt á forsætisráðherrastóli eða í 10 ár. Hann hefur verið forsætisráðherra í þremur stjórnum. Með Alþýðuflokki frá 1991 til 1995 og með Framsóknarflokki frá 1995 til 1999 og frá 1999 til dagsins í dag. Hermann Jónasson kemur næstur og var samfellt forsætisráðherra í 7 ár, 9 mánuði og 19 daga. Bjarni Benediktsson kemur þar á eftir og var samfellt forsætis- ráðherra í 6 ár, 7 mánuði og 26 daga. Á eftir Bjarna kemur síðan Jón Magnússon og var hann forsætisráðherra í 5 ár, 2 mánuði og 3 daga. Ef tekið er saman hversu lengi hver for- sætisráherra hefur samtals setið í for- sætisráðherraembætti á Davíð ekki ennþá vinninginn því Hermann Jónasson var samanlagt forsætisráðherra í 10 ár, 2 mán- uði og 19 daga. Hann var forsætisráðherra fyrir hönd Framsóknarflokks í þremur stjórnum. Með Alþýðuflokki á árunum 1934 til 1938, í minnihlutastjórn Fram- sóknarflokks frá árinu 1938 til 1939, í sam- steypustjórn með Sjálfstæðisflokki og Al- þýðuflokki frá 1939 til 1941 og frá 1941 til 1942 og að síðustu í samsteypustjórn með Alþýðubandlagi og Alþýðuflokki frá 1956 til 1958. Næstur í röðinni kemur Ólafur Thors og sat hann 9 ár, 8 mánuði og 13 daga í for- sætisráðherraembætti í sex stjórnum á árabilinu frá 1942 til 1963. Á eftir Ólafi koma Bjarni Benediktsson í forsætisráð- herrastóli í 7 ár, 11 mánuði og 13 daga, Jón Magnússon í forsætisráðherrastóli í 7 ár, 5 mánuði og 4 daga, Steingrímur Her- mannsson í forsætisráðherrastóli í 6 ár, 7 mánuði og 15 daga og Ólafur Jóhannesson í forsætisráðherrastóli í 4 ár, 2 mánuði og 28 daga. Forsætisráðherra í 10 ár samfleytt

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.