Morgunblaðið - 29.04.2001, Page 12
12 SUNNUDAGUR 29. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ
S
KÝRSLA mannréttinda-
nefndarinnar skiptist í
nokkra meginkafla, fjallað
er um pyndingar í fangels-
um og ástand þeirra stofn-
ana, misbrest á því að menn fái eðli-
lega og sanngjarna málsmeðferð fyrir
dómstólum og raktar ástæður þessa,
ólöglegar handtökur og frelsissvipting
án þess að síðan sé frekar aðhafst.
Einnig er kafli um trúfrelsi, frelsi til
friðsamlegra mótmælafunda og sam-
kunda og langur kafli er um rit- og
tjáningarfrelsi.
Augljóst er af lestri skýrslunnar að
mörgu er ábótavant í öllum þessum
málum í landinu en á hinn bóginn hlýt-
ur að teljast eftirtektarvert að slík
skýrsla er í fyrsta lagi tekin saman og í
öðru lagi birt. Þó svo að samkvæmt
stjórnarskrá sé lýðræði í landinu er
það enn í reifum og töluvert fjarskylt
því sem mundi teljast lýðræði á Vest-
urlöndum.
Tekið er fram að engir pólitískir
fangar sitji í fangelsum í Jemen og hafi
forsetinn gefið út tilskipun þess efnis
eftir lok borgarastyrjaldarinnar í
landinu árið 1994. Ýmsar erlendar
mannréttindastofnanir og samtök
hafa dregið í efa sannleiksgildi þeirrar
fullyrðingar og fært rök fyrir máli
sínu. Á það treysti ég mér ekki til að
leggja dóm í þessari samantekt.
Pyndingar og ómannúðlegar
refsingar í fangelsum
Þrátt fyrir að stjórnarskrá Jemens
fordæmi pyndingar og refsingar í
fangelsum fer því fjarri að slíku sé
hlítt og viðurkennt er einnig að við-
komandi yfirvöld beiti harkalegum að-
gerðum við handtökur, menn séu sett-
ir í hlekki í klefum sínum og við
yfirheyrslur gerist mjög oft að fangar
séu pyndaðir.
Stjórnvöld hafa svarað því svo til að
ástæða þessa sé oft sú að starfsmenn
fangelsa séu yfirleitt ólæsir og alger-
lega ómenntaðir, hafi ekki hlotið þjálf-
un til að starfa með föngum og verði að
ráða bót á þessu án þess þó það sé skil-
greint nánar nema hvað bent er á lág
laun sem laði ekki að hæfa starfsmenn.
Einnig er vísað til þess að þar sem
ekki megi höfða mál og sækja til saka
opinbera starfsmenn svífist öryggis-
sveitir einskis og ósvífni þeirra sé for-
kastanleg. Iðulega hefur verið sótt um
undanþágu til að höfða mál á hendur
opinberum starfsmönnum vegna mis-
gjörða af einu tagi eða öðru en fram að
þessu hefur viðkomandi dómari hafn-
að slíkum beiðnum.
Tekin eru ýmis dæmi og skulu tilgreind fáein:
Í ágústmánuði sl. lést kvenfangi í Al Udain
fangelsi í Ibbhéraði. Fjölskylda stúlkunnar hélt
því fram að hún hefði verið pynduð til að játa á
sig ósiðsamlega hegðun með karlmanni. Yfir-
maður fangelsisins lét fara fram krufningu og
kom í ljós að stúlkan hafði verið barnshafandi.
Þar sem hún hafði setið í fangelsi lengur en
þungun hennar var framgengin var ljóst að hún
hafði orðið ólétt innan fangelsismúranna. Ekki
þótti sannað að hún hefði verið þvinguð til þess
og staðhæft að hún hefði látist af barnsförum og
barnið sömuleiðis. Fjölskyldunni var neitað um
að frekari rannsókn færi fram.
Í apríl 1999 var karlmaður í Sanaa handtek-
inn og gefið að sök að hafa verið meðlimur í
bófaflokki sem stundaði rán og gripdeildir.
Maðurinn var í fangelsi í tvo mánuði án þess að
mál væri höfðað á hendur honum og fangels-
isstarfsmenn pynduðu hann við yfirheyrslur
meðal annars með því að setja logandi sígar-
ettur á viðkvæma líkamshluta. Að tveimur mán-
uðum liðnum var manninum sleppt og ekkert
frekar gert í málinu og honum var neitað um
réttarhöld til að sanna sakleysi sitt.
Fyrir ári var 31 handtekinn og mennirnir
sakaðir um undirróðursstarfsemi. Við réttar-
höld héldu allir sakborningar því fram að þeir
hefðu játað vegna þess að þeir hefðu sætt pynd-
ingum. Lögmenn þeirra kröfðust frekari rann-
sóknar en dómari hafnaði beiðninni og síðar
voru þrír mannanna dæmdir til dauða en hinir
fengu sex til tíu ára fangelsisdóma.
Aðbúnaður í fangelsum þykir yfirleitt fyrir
neðan allar hellur, þar er sjaldnast nein hrein-
lætisaðstaða, margir eru hafðir saman í litlum
klefum og fangar verða að treysta á fjölskyldur
sínar til að fá mat. Veikist fangi er hann yfirleitt
það langt leiddur þegar og ef hann er færður á
spítala að hann deyr. Allmargir fangar deyja ár
hvert í fangelsum án þess að fjölskyldum þeirra
séu gefnar neinar skýringar og líkin eru oft illa
útleikin þegar fjölskyldur fá þau til greftrunar.
Bera vott um barsmíðar og aðrar pyndingar.
Ástand í málum kvenfanga er snöggtum
verra því konur eru yfirleitt settar í fangelsi
vegna siðferðisafbrota og eignast einatt börn í
fangelsinu. Þar sem fjölskylda stúlknanna er
niðurbrotin af skömm yfir framferði dætranna
fá fæstar þessara stúlkna aðstoð frá fjölskyld-
um sínum og ekki er vitað hvað margar stúlkur
deyja í jemenskum fangelsum af vannæringu
og/eða barnsförum.
Kvennasamtök Jemens hafa reynt að beita
sér í þessu máli en það hefur reynst erfitt vegna
þess hve fjölskyldur stúlknanna sem í hlut eiga
eru tregar til samvinnu og kæra sig ekki um að
koma þeim til hjálpar.
Sakborningum neitað um réttarhöld
Samkvæmt stjórnarskránni á hver maður
sem sakaður er um saknæmt athæfi rétt á því að
mál hans fái sanngjarna málsmeðferð fyrir
dómstólum. En samkvæmt skýrslunni vantar
mikið á að svo sé.
Tíunduð eru ótal dæmi þessa efnis og margir
sitja í fangelsum í nokkur ár án þess að mál
þeirra sé tekið fyrir. Stundum er sakborningum
sleppt án nánari skýringa eða þeir fá dóma án
þess að lögmenn fái að koma að málinu.
Þá eru ólöglegar handtökur algengar og gild-
ir hið sama þar. Það svar hefur verið gefið í
þessum tilvikum að vegna þess hve dómarar
hafi lág laun þiggi þeir oft mútur og geti því
neitað eða játað að efna til réttarhalda nánast að
eigin geðþótta. Ættflokkahöfðingjar sem eru
valdamiklir í Jemen hóta oft dómurum öllu illu
ef þeir láti lausan sakborning sem þeir vilja að
sitji áfram í fangelsi og lætur dómari í flestum
tilvikum undan þeim þrýstingi. Nefnd eru nokk-
ur dæmi um að dómari hafi hvorki viljað mútur
né látið segjast þrátt fyrir hótanir og hefur hann
þá yfirleitt orðið fyrir árásum og nokkrir hafa
verið drepnir. Í þeim málum hefur síðan ekki
frekar verið aðhafst.
Tekið er fram að þótt menn séu dómarar sé
menntun þeirra oft mjög lítil og þeir hafi óeðli-
leg tengsl við stjórnvöld.
Erlend samtök hafa reynt að koma á umbót-
um í þessu sem ýmsu öðru og segir í skýrslunni
að stjórnvöld séu öll af vilja gerð til samvinnu og
dómsmálaráðuneytið hafi sýnt við-
leitni en lítið mjakist þó. Jafnskjótt og
hinir erlendu sérfræðingar séu horfnir
af vettvangi fari allt í sama farið á ný.
Trúfrelsismál eru viðkvæm
Svo enn sé vitnað til stjórnarskrár
er þar gert ráð fyrir trúfrelsi þó svo að
íslam sé ríkistrú í Jemen. Sagt er að
stjórnvöld reyni að virða aðra trú en
samt séu ákveðnar hömlur. Sam-
kvæmt íslam er það hin eina rétta trú
en Jemen hefur nú stjórnmálasam-
band við Páfagarð og hefur heitið að
virða rétt kristinna þegna.
Málum er svo háttað hér í landi að
þeir tiltölulega fáu sem eru ekki músl-
ímar eru útlendingar sem búa hér um
lengri eða skemmri tíma og hafa ekki
lagt sig að ráði eftir að hér séu reistar
kirkjur eða aðrar trúarlegar stofnanir.
Í Sanaa er samkomusalur þar sem
kristnir menn mega halda samkomur
ef ekki er haft mjög hátt um það og
ekki er leyft að auglýsa kirkjulegar at-
hafnir.
Í Jemen er enn gyðingasamfélag
eins og alkunna er en aðeins á ákveðn-
um svæðum norður í landi. Þeir hafa
sín bænahús þar og er ekki talið í
skýrslunni að þeir séu áreittir. Þeir
séu þó minnihlutahópur og mannrétt-
indi þeirra fyrir borð borin í ýmsu,
meðal annars til opinberra embætta
og nokkurra tiltekinna starfsgreina.
Þá gegna jemenskir gyðingar ekki
herþjónustu í landinu og hafa ekki síð-
ustu áratugi sóst eftir því svo vitað sé.
Nýlegt dæmi um gyðing, sem
reyndi að bjóða sig fram í bæjar- og
sveitarstjórnarkosningum hér og sagt
var frá í Morgunblaðinu, er tekið sem
dæmi um að gyðingar séu annars
flokks þegnar í Jemen og það sé rangt
samkvæmt stjórnarskrá.
Gyðingurinn umtalaði lést á dögun-
um og sagt að það hafi verið slys og út
af fyrir sig ekki talin ástæða til að
draga það í efa.
Ekki má gagnrýna
forseta og ríkisstjórn
Ekki er tekið fram hvort þetta er
ákvæði í stjórnarskrá en vitað að þetta
er mál sem ekki er rætt hér. Þó er sagt
í skýrslunni að í forsetakosningum
fyrir nokkrum árum hafi frambjóð-
andi að nafni Ali Abdullah Saleh feng-
ið að koma fram í sjónvarpi og útvarpi,
skrifa greinar í blöð og þess háttar en
hann hafi aldrei gagnrýnt forsetann
beinlínis.
Forsetinn hefur setið við völd síðan
1978. Hann er einráður og hefur um
sig hirð traustra fylgismanna. Í reynd er hann
afar fjarlægur þjóðinni þótt alls staðar blasi við
myndir af honum. Samtímis því að efnahagur
Jemens hefur versnað til mikilla muna hefur
auður forsetans á einhvern hátt aukist svo að
hann telst nú meðal tíu ríkustu manna í þessum
heimshluta og kannski víðar.
Rétt en kannski óþarft er að taka fram að
þessi kafli um forseta og ríkisstjórn er ekki tek-
inn úr skýrslunni. Þar er mjög gætilega vikið að
málinu en undravert þó að þar leyfir nefndin sér
að gefa fyllilega í skyn að ekki sé allt með felldu.
Frelsi til fundahalda
er takmarkað
Nokkrum sinnum hefur komið til fjöldamót-
mæla vegna hækkana á verðlagi og þess háttar.
Þessi mótmæli hafa verið bæld niður með mikilli
hörku segir í skýrslunni og mótmælendur mátt
sæta því að vera fangelsaðir alltaf annað kastið í
langan tíma á eftir. Ryðjast þá öryggissveitir
inn á heimili og grípa menn og aldrei hefur sá
sem í hlut á fengið að höfða mál vegna áreitis
eða harðræðis öryggissveita.
Friðsamleg mótmæli og fundir eru í marg-
nefndri stjórnarská en að mati skýrsluhöfunda
staðlausir stafir. Einu mótmælin sem leyfð eru
án þess að til eftirmála komi eru um framferði
Ísraela í Palestínu. Einnig eru leyfðir fundir til
mótmæla ef loftárásir eru gerðar á Írak eða
annað það kemur upp á sem beinlínis fellur í
kramið hjá stjórnvöldum.
Ritfrelsi furðanlega mikið
Áður hefur verið í grein héðan vikið að prent-
frelsi og er ekki ástæða til að endurtaka það
sem þar kom fram enda ber því um margt sam-
an við það sem fram kemur í skýrslunni.
Ákveðna efnisþætti má ekki skrifa um og ef það
er gert þá verður að viðhafna mikla varfærni og
skrifa það án þess að skrifa það.
Margir blaða- og fréttamenn sæta áreiti,
tímabundnum handtökum og útgáfa blaða er
stöðvuð ef þurfa þykir. Samt er ástæða til að
ætla að ritfrelsi sé kannski sá þáttur sem er
hvað skást á vegi staddur hér og sést meðal ann-
ars á því að skýrslan er birt opinberlega. Eini
hængurinn á því segja svo talsmenn aukinna
mannréttinda að það er lítið gagn að því að birta
skýrslu þegar innan við helmingur landsmanna
er fær um að lesa hana.
Mannréttindanefnd Jemen birtir skýrslu
Víða pottur
brotinn í mann-
réttindamálum
Nýlega var birt skýrsla mannréttindanefndar Jemens,
þar sem vikið er að ýmsum atriðum um ástand þessara
mála í landinu, og er sumt ófagurt. Jóhanna Kristjóns-
dóttir gluggaði í skýrsluna og stiklar á nokkrum þáttum
í eftirfarandi grein.
Réttindi kvenna eiga oft undir högg að sækja í Jemen. Hér má sjá Sameera Albahali, forseta jemensku kvenna-
samtakanna, og Toghreed Shiaab, sem einnig starfar með þeim.