Morgunblaðið - 29.04.2001, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. APRÍL 2001 13
Hátíðir vorsins 4.-13. júní í
Salzburg, Vín, Prag, Bayreuth
Listkynningarferð í sérflokki með leið-
sögn Ingólfs Guðbrandssonar um borgir
sem geyma perlur menningar Mið-Evr-
ópu. Rétti tíminn til að njóta hins besta í
ilmandi fegurð vorsins og listar mestu
snillinga heimsins. Yndisfögur Salzburg
Mozarts, vordýrðin í Vín, þar sem tónlistin
ómar úr hverju horni. Vínaróperan flytur
Don Giovanni og Aidu, Volksoper Kátu
ekkjuna, Mozart-tónleikar í Schönbrunn-
höll og frægar hljómsveitir og einsöngvarar
í Musikverein, besta hljómleikasal heims, og
í Konzerthalle, svo að eitthvað sé nefnt. Torg
og götur taka undir fögnuð vorsins og endur-
óma kliðinn frá kaffihúsum og iðandi mann-
lífi að njóta lífsins.
PRAG skartar sín fegursta og við búum í
hjarta borgarinnar á Ambassador-hótelinu við
sjálft Venseslás-torg, þar sem allt er í göngu-
færi. Tosca eftir Puccini í ríkisóperunni, bestu
söngvarar í Stone Bell, alls staðar gleði og hríf-
andi fegurð. Síðasti áfanginn borg óperujöfurs-
ins Richards Wagner, BAYREUTH, áður en
flogið er heim frá Frankfurt
Enn nokkur sæti laus,
en síðasti pöntunardagur
er á morgun mánud. 30. apríl.
Ferð sem er gulls ígildi á gjafverði.
Austurstræti 17, 4. hæð, 101 Reykjavík, sími 562 0400, fax 562 6564,
netfang: prima@heimsklubbur.is, heimasíða: http://www.heimsklubbur.is
Pöntunarsími
5
5
6 20 400
Þjóðarbókhlaðan
Myndir af Maríusögu, útsaumaðar
smámyndir, eftir Elsu E. Guðjóns-
son lýkur á mánudag. Á sýningunni
eru átján útsaumaðar smámyndir
ásamt frumsömdum vísum sem skír-
skota til sögu hinnar helgu meyjar
eins og hún er sögð í Maríu sögu, ís-
lenskri helgisögu frá 13. öld.
Sýningu lýkur
GRADUALE nobili-kórinn, undir
stjórn Jóns Stefánssonar, heldur
tónleika í Langholtskirkju í kvöld,
sunnudagskvöld, kl. 20. Kórinn
hreppti önnur verðlaun í keppni evr-
ópskra æskukóra í Danmörku á dög-
unum og flytur sömu efnisskrá og
hann flutti þar.
Graduale nobili
á tónleikum
LISTHÁSKÓLI Íslands býður nú í
fyrsta sinn nám í kennslufræði til
kennsluréttinda. Námið er einkum
ætlað verðandi listgreinakennurum í
efstu bekkjum grunnskóla, fram-
haldsskólum og kennurum við lista-
skóla. Umsóknarfrestur rennur út 3.
maí.
Sérstök áhersla er lögð á stöðu og
þróun viðkomandi listgreinar sem
kennslugreinar og menntunarhlut-
verk hennar. Námskeið er varða sér-
greinarnar myndlist og hönnun eru
kennd við skólann en námskeið í al-
mennri kennslufræði og uppeldis- og
sálfræðigreinum sækja nemendur
hjá Framhaldsskólaskor Kenn-
araháskóla Íslands. Háskólapróf í
listgrein eða listfræði er sá grunnur
sem nemendur í kennaranámi við
Listaháskóla Íslands byggja á. Við
mat á umsóknum er tekið tillit til
námsárangurs og starfsreynslu auk
meðmæla og greinargerðar.
Nám í kennslu-
fræði í LÍ
GUNNAR Björnsson sellóleikari og
Haukur Guðlaugsson orgelleikari
halda tónleika í Hvammstanga-
kirkju í dag, sunnudag, kl. 17. Flutt
verða verk eftir Clérambault,
Lefébure-Vély, J.S. Bach, Max Reg-
er, Georg Goltermann, Sigvalda
Kaldalóns og fleiri. Þá verður
fjallað um nokkra höfundanna og
verk þeirra.
Tónleikarnir eru samstarfsverk-
efni Félags íslenskra tónlistar-
manna og Tónlistarfélags Vestur-
Húnavatnssýslu, en auk þess styrkt-
ir af Menningarsjóði félagsheimila.
Selló- og org-
eltónleikar
á Hvamms-
tanga
Gunnar Björnsson og
Haukur Guðlaugsson.
Morgunblaðið/Golli
„ÍSLAND hefur eitthvað með ís-
lendingasögur, náttúru og hesta að
gera, að því er maður hélt. En eftir
að hafa lesið 101 Reykjavík er mað-
ur margs vísari,“ segir gagnrýn-
andi danska dagblaðsins Berl-
ingske Tidende í umfjöllun sinni
um danska þýðingu á bók Hall-
gríms Helgasonar.
Berlingske Tidende vísar því
næst til íslenska næturlífsins og
tölvu- og sjónvarpsvæðingar lands-
manna áður en söguþræði 101
Reykjavík er lýst ýtarlega. Bókin
fellur gagnrýnanda blaðsins vel í
geð og segir hann orðaflauminn
sem hana einkennir sérlega orku-
ríkan. „Það er trú Hallgríms að
skáldsagan eigi að ná fram hraða
fjölmiðlaheimsins sem við búum
við. Hún á ekki að vera hæg og
veita lesandanum tækifæri á að
hugsa til baka. Bókin er þess í stað
orkumikið uppgjör við hægar orð-
ræður,“ segir gagnrýnandinn. 101
Reykjavík sé skemmtileg lesning
þótt svo mikið gangi á að á köflum
eigi lesandinn erfitt með að fylgjast
með. Hvetur Berlingske Tidende
Dani því næst til þess að baða sig í
orðaflaumi Hallgríms. „Þetta er
sterkur orðstraumur en vel skrif-
aður, úthugsaður og háðið hár-
beitt. Þarna er vel að verki staðið.“
101 Reykjavík að mati Berlingske Tidende
Orðagos frá Hallgrími
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦
Taska
aðeins 1.800 kr.
NETVERSLUN Á mbl.is
7 vikna námskeið í HATHA-YOGA
frá 2. maí til 16. júní.
Áhersla er lögð á fimm þætti:
RÉTT SLÖKUN losar um spennu í vöðvum, róar og kyrrir
hugann.
LÍKAMLEG ÁREYNSLA Í ÆFINGUM. Þá styrkjum við
vöðva, liðbönd, liðamót, mýkjum hrygginn og örvum
blóðrás.
RÉTT ÖNDUN þýðir að anda djúpt og vel.
RÉTT FÆÐI sem stjórnast af hófsemi og fjölbreytni.
JÁKVÆTT HUGARFAR. Að beina huganum jákvætt að
verkefnum dagsins strax að morgni.
Byrjendatímar og fyrir vana yogaiðkendur.
Sértímar fyrir barnshafandi konur.
Yogastöðin Heilsubót
Síðumúla 15, sími 588 5711