Morgunblaðið - 29.04.2001, Síða 14

Morgunblaðið - 29.04.2001, Síða 14
LISTIR 14 SUNNUDAGUR 29. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ L JÓSMYNDUN er það nýjasta í núlist- um. Í það minnsta á listmarkaðnum, eða svo segja okkur blaðamenn stór- blaða vestanhafs. Undarleg staðhæfing um miðil sem hefur jafn lengi verið til taks, jafnt fyrir listamenn sem almenning, en þetta er þó langt í frá í fyrsta sinn sem slíkar fullyrðingar um kraftbirt- ingu ljósmyndarinnar ber fyrir aug- un. Síðustu árin hefur iðulega verið að fást hærra verð fyrir ljósmyndir en fyrir samtímaverk unnin í aðra miðla og það er í samræmi við þró- unina á uppboðum og í sýning- arsölum. Ég minnist þess að fyrir einum sjö, átta árum vakti það at- hygli í New York, þar sem galleríin þykja gefa vís- bendingu um hvað efst er á baugi í myndlist samtímans, að þegar haustsýn- ingalotan hófst voru ljósmyndir eða ljósmyndatengd verk í meira en helmingi sýningarsal- anna. Og þá á ég við verk unnin á hefðbundinn hátt sem óhefðbundinn; heimildaljósmyndir, svarthvítar myndir og litmyndir, myndir sem bú- ið var að breyta í tölvum eða myndir unnar nákvæmnislega eftir stórum filmum. Fjölbreytileikinn innan þessa sviðs er gífurlegur um þessar mundir og sífellt fleiri listamenn og listnemar finnar hugmyndum sínum og tjáningu leið í þeim breiða farvegi sem ljósmyndun er í dag. En það eru ekki bara þeir sem skapa sem hafa áhuga á miðlinum, áhuginn er líka hjá listunnendum, þeim sem sækja sýningar og vilja sjá hvað listamenn í dag hafa fram að færa – og vilja prýða hýbýli sín með myndlist. Undanfarin ár hefur til dæmis varla sést inn á bandarískt heimili í þarlendum kvikmyndum án þess að þar séu ljósmyndir á veggj- um; gjarnan svarthvítar myndir og formhreinar. Ljósmyndin hefur fyrir löngu náð þeim sessi að vera einungis einn margra miðla sem standa listamönn- um til boða; það sem vitaskuld skiptir máli er hvað þeir gera með miðilinn. Öll myndverk byggjast á sömu þremur eigindunum. Í fyrsta lagi er það hefðin, það er hvernig miðillinn hefur verið nýttur áður og hverjir eru þekktir möguleikar hans. Í öðru lagi myndefnið, og loks sá sem skap- ar myndina. Í öllum formum mynd- sköpunar kemur þetta þrennt við sögu. Stundum er sagt að hefð-bundnar fréttaljósmyndirséu dæmi um það hvar hefðog myndefni komi saman, skapari myndarinnar skipti ekki máli. Hann sé „bara“ fagmaður sem staddur sé á staðnum og ýti á takka. En myndir teknar á slíkan hátt verða seint áhugaverðar, fyrir utan að ekki er hægt að mynda atburð á full- komlega hlutlægan, eða hlutlausan hátt; bara innrömmunin ein felur í sér persónulegt val ljósmyndarans. Aðrar ljósmyndir geta verið óhlut- bundnari, verið leikur listamanns sem velur að sýna abstrakt form sem segja enga sögu; þar koma aðallega til hefðin og skaparinn. Eftir því sem meira finnst fyrir þessum skapara, eða höfundi myndarinnar, verður myndverkið iðulega áhugaverðara. Við viljum sjá að höfundurinn hafi eitthvað fram að færa, finna fyrir honum bak við verkið. Og það er að mínu mati einnig mikill kostur við fréttaljósmyndir að höfundurinn sé áþreifanlegur; að áhorfandinn geti skynjað að hugsandi maður rammar inn myndina; hann velur af ein- hverjum sökum að sýna atburðinn á ákveðinn hátt og það bætir myndina ef hann leggur sig fram um að gera það á ferskan og persónulegan hátt. Þetta sem ég kalla ferska og per- sónulega nálgun á hefð og myndefni, er vitaskuld það sem getur gert myndverk áhugaverð. Þannig horf- um við á mynd Andreas Gursky af knattspyrnuleik, sem birtist á forsíðu Lesbókar fyrir skemmstu. Við sjáum daglega urmul myndramma af knatt- spyrnumönnum; í ljósmyndum og í sjónvarpi, en Gursky nær að fanga athyglina með því að sýna okkur sitt einstaka og óvenjulega sjónarhorn. Hann horfir ofan á völlinn: grænt teppi, ótrúlega víðáttumikið, og á því nokkrir menn hér og þar. Einfalt en snjallt. Ný sýn – meira að segja lag- færð í tölvu. Ekki er síður áhrifamik- ið að sjá frummyndina, hátt í tveggja metra háa. Annar maður sem sýndi íþrótt í fersku ljósi en tók hraðann og kraftinn inn í myndina í orðsins fyllstu merkingu, var Bandaríkja- maðurinn Garry Winogrand sem náði inn á sömu myndina frá hlið- arlínunni öllum leikmönnum ruðn- ingsliðs. Sumir þeirra lentu reyndar á listamanninum, hann slasaðist eitt- hvað – en myndin er einstök. Ljósmyndir eru samt ekkieinstakar í þeim skilningiað það má gera þær í upp-lagi, og þessvegna fjöl- falda út í hið óendanlega. Þessi stað- reynd hefur haft áhrif á markaðsvægi þeirra; ljósmyndir hafa gjarnan verið flokkaðar hvað verð snertir með fjölfaldanlegri grafík. En nú segja fréttir okkur að þetta sé að breytast, að svo virðist vera að kaup- endur séu orðnir tilbúnir að greiða fyrir gæði viðurkenndra listamanna sem vinna með ljósmyndamiðilinn og láti upplagsmöguleikana ekki trufla sig. Á síðustu tveimur árum hafa menn getað fylgst með síhækkandi verði ljósmynda hjá uppboðshúsum austan hafs sem vestan. Og það gerðist í fyrsta sinn á síðasta ári að ljósmyndir voru dýrustu samtímaverkin á upp- boðum í New York; dýrari en til að mynda málverk og þrívíð verk. Dag- blaðið New York Times greindi ný- verið frá því að enginn bás á Armory sýningunni, þar sem kynntir eru nýj- ustu straumar í samtímalist heims- ins, virtist með á nótunum nema þar væru einn eða tveir ljósmyndarar. Og á þúsaldarmótum hefði athyglin í borginni beinst að ljósmyndum í meiri mæli en nokkru sinni fyrr. Ég upplifði það sterkt þar í borg í vik- unni sem leið, þar sem tvö af stærstu listasöfnunum, MoMA og Whitney, eru hvort með sína stóru yfirlitssýn- inguna á samtímaljósmyndurum – á fyrrnefndum Gursky og Kenneth Jo- sepsson. Þriðja safnið, risinn Met- ropolitan, bregður upp heillandi yf- irliti yfir listsköpun í hollensku borginni Delft í gegnum aldirnar, þar sem meistari Vermeer rís hæst. Í september síðastliðnum var greint frá því að prent af „Glertári“ Man Rays, frá 1932-33, hefði verið selt einkasafnara á mun hærri upp- hæð en eina milljón dala; það gæti þýtt meira en hundrað milljónir króna. Einungis þremur árum áður hafði annað prent af „Glertárinu“ slegið sölumet fyrir ljósmynd þegar það seldist hjá Sothebys fyrir um 25 milljónir króna. Fyrrnefnd metsala fékk virtan gallerista, Howard Greenberg, til að segja að verðbilið milli merkra ljósmynda og merkra verka í öðrum miðlum væri að hverfa. Þessi áhugi á ljósmyndaverkum fór ekki á milli mála á uppboðum á samtímalist í New York á síðasta ári. Tröllvaxin, tölvuunnin litprent eftir unga Þjóðverja voru hvað mest áber- andi. „Pantheon, Róm“, eftir Thomas Struth seldist á rúmar 25 milljónir króna en verkið er 240 x 180 sm að stærð. „Prada II“ eftir Andreas Gursky, mynd sem er þriggja metra breið, fór á sama verði. Og þótt ljós- myndirnar séu ekki í yfirstærðum þá geta þær kostað sitt, í það minnsta ef listamaðurinn er Cindy Sherman. „Án titils númer 209“, sjálfsmynd í lit frá 1989, fór á 25 milljónir og „Án tit- ils númer 92“, frá 1982, á 24 milljónir, sem gerir Sherman að einum dýrasta listamanni Bandaríkjanna, sama í hvaða miðli unnið er. Engir ljós- myndarar hafa áður notið viðlíka jafnræðis við málara, hvað sölu- andvirði verka snertir, og þau Sherman, Struth og Gursky. Öll þessi verk eru til í fleiri en einu eintaki; af þeim eru til afbrigði eða þau gerð í nokkrum tölusettum ein- tökum. Þetta kann að segja okkur að markaðurinn fyrir dýra samtímalist hefur sætt sig við fjölföldunareig- inleika ljósmyndunar; eða að kaup- endur geti horft fram hjá þeirri ef til vill óþægilegu staðreynd þegar um einstök verk er að ræða. Þessi mikla verðhækkun á ljós- myndum nær ekki eingöngu til verka samtímamanna heldur líka ljós- mynda 19. aldar, en frá fyrstu ára- tugum ljósmyndunarinnar sjáum við iðulega einhver fegurstu og merk- ustu verk sem unnin hafa verið í mið- ilinn. Vert er að geta uppboðs mynda úr eigu Jammes hjónanna frönsku fyrir tveimur árum. Hjónin höfðu safnað verkum franskra frumherja eins og Le Gray, Le Secq og Baldus. Safn þeirra var stórmerkilegt en fáir höfðu samt búist við viðlíka sölu og átti sér stað. Mynd eftir Le Gray frá 1855 – en bestu ljósmyndir hans eru eitthvað það undursamlegasta sem ég hef séð í myndlistinni – seldist á 80 milljónir króna. Á uppboðinu seldust myndirnar 265 á um það bil 1.200 milljónir og blaðamaður Herald Tribune staðhæfði að þetta hafi „verið einn þeirra sögulegu daga, þegar einstök sala leiðir í ljós þá stað- reynd að meiriháttar breytingar í menningarlegum skilningi hafa átt sér stað.“ En á sama tíma og milljónireru greiddar fyrir ljós-myndir í stórborgumheimsins, þá njótum við Íslendingar – og ekki hvað síst við ljósmyndarar – þeirrar staðreyndar að það kemur af og til fyrir að við fáum að sjá hér heima merkilega hluti annars staðar frá. Þannig er því til dæmis varið með sýninguna á myndum Henri Cartier-Bressons sem nú stendur yfir í Listasafni Ak- ureyrar og kemur í júní í Ljós- myndasafn Reykjavíkur. Af slíkum upplifunum mega menn ekki missa. Hinsvegar er óþarfi að gera sér grillu út af því að ljósmyndir seljist ekki hér. Það þarf ekki að fara á mörg listamunauppboð eða sölugallerí í Reykjavík í von um að finna þar merkar ljósmyndir: þær sjást þar einfaldlega aldrei. Myndir eftir ís- lenska meistara í miðlinum, hvort sem þeir heita Eymundsson, Sigríður Zoëga, Magnús Ólafsson, Kaldal – eða bara einhver hinna yngri – þær sitja í geymslum safnanna eða í al- búmum einhvers staðar. Sjálfsagt verðlausar með öllu. Er ljósmyndin það nýjasta? AF LISTUM Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is Prent af „Glertári“ eftir Man Ray, frá 1932, seldist nýverið fyrir meira en eina milljón dala. STÓRSVEIT Tónmenntaskóla Reykjavíkur heldur tónleika í Ís- lensku óperunni við Ingólfsstræti í dag, sunnudag, kl. 14. Sveitin er skipuð 17 hljóðfæraleikurum á aldrinum 14–18 ára. Efnisskrá er fjölbreytt, en meðal annars verða leikin lög sem verið hafa á efnisskrá stórsveitar Count Basies og verk eftir Bob Mintzer og Maríu Schnei- der, en þau eru á meðal virtustu nú- lifandi höfunda stórsveitatónlistar. Stjórnandi stórsveitarinnar er Sig- urður Flosason saxófónleikari. Gestir á tónleikunum verða Jóel Pálsson saxófónleikari og Samúel J. Samúelsson básúnuleikari, en þeir eru báðir fyrrverandi nemendur Tónmenntaskólans og fyrrverandi meðlimir í hljómsveitinni. Þess má geta að Sigurður Flosason var einn- ig nemandi í Tónmenntaskólanum. Finnur Ragnarsson básúnuleik- ari hefur starfaði með Stórsveitinni í mörg ár. Hann útskrifaðist úr Tónmenntaskólanum fyrir nokkr- um árum, en er nú kominn til liðs við Stórsveitina aftur. „Þetta verður bigband músík, fönk og latin og auðvitað swing standardar og mikill fjölbreytni“, segir Finnur. Aðspurður segir hann mikla grósku í þessari tegund tón- listar, og auk þessarar hljómsveitar séu stórsveitir starfræktar í Tón- listarskóla FÍH og í Keflavík, auk Stórsveitar Reykjavíkur, en þangað sækja margir fyrrverandi nem- endur Stórsveitar Tónmenntaskól- ans. „Ég er mest í djassinum þessa dagana og spila líka með annarri stórsveit og djassgrúppu í FÍH. Ég tek sóló í Latin Mambo á tónleik- unum á sunnudaginn; það er mikil upplifun að spila með svona stór- sveit og mikill kraftur sem er til staðar.“ Stórsveit Tónmenntaskóla Reykjavíkur leikur í Íslensku óperunni „Mikil upplifun að spila með stórsveit“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.