Morgunblaðið - 29.04.2001, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.04.2001, Blaðsíða 16
LISTIR 16 SUNNUDAGUR 29. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ STUNDUM er eins og íslenskum listamönnum finnist sem þjóðin sé að glata sjálfri sér, eða þannig hljómar að minnsta kosti þörf þeirra fyrir áminna okkur um barnið sem við göngum með hið innra og forsómum jafnan í dagsins önn. Á meðan fransk-bandaríska listakonan Louise Bourgeois hrópar á sjálfa sig: Hve- nær ætlarðu eiginlega að verða full- orðin, manneskja? – spyrja íslenskir listamenn: Hvenær ætlarðu að fara að sinna barninu í þér, maður? Það skal tekið fram að undirrit- aður var aðeins vitni að fáeinum af þeim fjölmörgu gjörningum sem bít- ast um athygli áhorfenda á Gjörn- ingavikunni í safninu, en henni lýkur senn. Það sem gjörningarnir áttu þó sameiginlegt var að þeir fjölluðu um minnið, tímann og afturhvarf til lið- innar tíðar þegar klukkan stóð kyrr og hægt var að dvelja við hlutina í ró og næði og spá í allt mögulegt milli himins og jarðar. Hljómi þetta sakn- aðarkennt er eins víst að engri slíkri tilfinningu var til að dreifa á löngum gjörningi Kristins G. Harðarsonar í gryfju Nýlistasafnsins síðastliðið fimmtudagskvöld. Það þarf vart að taka það fram að Kristinn er meðal okkar allra mestu ólíkindatóla innan myndlistarinnar, ófyrirséður og öllu óháður, en þó ætíð sjálfum sér líkur. Sem fullorð- inn maður getur hann enn leikið sér eins og barn, án þess að leika sig barn. Heimatilbúið brúðuleikhús hans, sem er risastór og flókinn pakki af senum og pappírslandslagi með akbrautum og akurlendi innan um úthverfaból og garðstíga, er eitt- hvert einfaldasta svar sem hægt er að hugsa sér við Simpsons og South Park. Það er ekki svo að Kristinn sé að keppa við hinar vinsælu teikni- myndasyrpur til þess er hann of af- slappaður og sjálfum sér nógur. En sögur hans úr úthverfinu eru meir en einnar messu virði, svo frábærlega tekst honum að halda áhorfendum föngnum þó svo að ekkert í brúðu- leikhúsi hans virðist æft í þaula. Komnar á sjónvarpsskjáinn verða þessar einföldu sögur – Mamma, pabbi, börn og bíll – jafnvel enn skemmtilegri. Þá var Árni Ingólfsson kærkomin viðbót við Kristin Guðbrand, svo lengi hefur hann verið fjarri punkt- ljósinu. Árni las upp skissur og minnispunkta frá liðnum áratugum svo úr varð opinn og sjálfsprottinn ljóðabálkur með tilvísunum í allar þær hugmyndir – framkvæmdar og óframkvæmdar – sem rignt höfðu í hugskoti hans og komist á pappír sem einföld merki og punktar til áminningar. Árni sýndi fram á það að ekkert tekur frumgerðinni fram um slagkraft, þótt hægt sé að slípa endalaust. Í hinu ósjálfráða og hend- ingarkennda býr galdurinn sem alla listamenn dreymir um að endurtaka en vita að er vonlaust því töfrunum verður ekki stýrt. Út um allt safnið eru minni um gjörninga fyrri tíðar, myndbands- upptökur af því sem fram fer þessa viku og verksummerki um gjörninga serm haldið er fram frá degi til dags. Gerla er þar mætt til leiks eftir langt hlé og athafnar sig í forsal Nýlista- safnsins með gróðurmold sem hún han7dleikur og umbreytir í anda Prédikarans, sem segir okkur að hver athöfn og hver hending eigi sér sinn tíma. Í hangsinu svokallaða saumar hún út sex hringlaga dúka og bætir við þá hvern dag á ákveðnum tíma. Einnig má sjá Gunnhildi Hauks- dóttur puða sig sveitta með grjót- hnullunga sem hún safnar saman í vörðu. Myndbandsvélin fylgir henni eftir út og inn, upp og niður stiga og skrásetur gaumgæfilega þrælavinnu hennar sem endar í afreki sem sjá má í hangsinu. Margt annað mætti upp telja sem fengur er í þótt ef til vill sakni maður þeirrar tegundar gjörninga sem byggja á sterkari og dýpri gagnrýni á hin aðskiljanlegu mynstur íslensks þjóðfélags. Miðað við aðrar þjóðir sleppum við í draumalandinu alltaf svo vel því list- ræn gegnumlýsing fyrirfinnst auð- vitað hvergi í paradís. En auðvitað er þetta ranglátt því enn eru eftir spennandi dagar með mörgum af okkar fremstu listamönnum á þessu sviði. Morgunblaðið/Halldór Björn Runólfsson Kristinn G. Harðarson smíðar og sníður úthverfi æskuminna sinna í gryfju Nýlistasafnsins. Svo nærri hjartanu MYNDLIST N ý l i s t a s a f n i ð , V a t n s s t í g Frá 21. til 28. apríl. GJÖRNINGAR ÝMSIR LISTAMENN Halldór Björn Runólfsson VERKIÐ Heysátur, síðustu geislar sólar eftir franska impressionist- ann Claude Monet verður selt á uppboði hjá Sotheby’s í London í lok júnímánaðar. Myndin hefur ekki verið sýnd opinberlega frá því 1895 en áætlað söluverð verks- ins er á milli 5 og 7 milljónir punda, eða einar 800 milljónir króna. Reuters Heysátur Monets á uppboð DJASSTRÍÓ Árna Heiðars leikur valda djasshúsganga á vínhúsinu Sirkús Klapparstíg í kvöld, sunnudagskvöld, kl. 22. Tríóið skipa auk Árna sem spilar á píanó, Valdimar Kol- beinn á kontrabassa og Matthías Hemstock á tromm- ur. Djasstríó Árna Heið- ars á Sirkús LEIKRIT Árna Ib- sen, Himnaríki, verð- ur frumsýnt í borg- arleikhúsinu í Kaposvár í Ungverja- landi hinn 3. maí. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskt leikrit er tekið til sýninga af ungversku leikhúsi. Kaposvár er næst- stærsta borg Ung- verjalands og borgar- leikhúsið þar eitt hið virtasta í landinu. Leikhúsið byggir á gömlum merg og er byggingin sjálf frá tímum austurrísk-ungverska keis- aradæmisins. „Þetta er eitt þessara gömlu keisaralegu leikhúsa í Mið- Evrópu og nýtur virðingar langt út fyrir landamæri Ungverjalands,“ segir Árni. Hann kveðst að vonum ánægður með að Ungverjarnir hafi viljað sviðsetja Himnaríki og segir að fyrsta frækorninu hafi verið sáð á leiklistarhátíðinni í Bonn fyrir þremur árum þegar Hafnarfjarð- arleikhúsið sýndi verkið þar fyrir Íslands hönd. „Þá komu Ungverjarnir til mín og höfðu áhuga á verkinu. Það hefur svo tekið þenn- an tíma að finna rétt- an stað og tíma,“ seg- ir Árni. Himnaríki hefur farið víða á þeim sex árum sem liðin eru frá frumsýn- ingunni í Hafnarfirði en sýningin í Ung- verjalandi mun vera sú tíunda utan Ís- lands. Sýningin er einnig frábrugðin hin- um fyrri að því leyti að leikstjórarnir eru tveir en ekki einn eins og jafnan er venjan. „Leikritið gerist samtímis bæði úti og inni, bæði fyrir og eftir hlé, og Ungverjarnir ákváðu að láta einn leikstjóra stýra innihlutanum og annan leikstýra útihlutanum. Það verður forvitnilegt að sjá hvernig þetta tekst hjá þeim,“ segir Árni að lokum en hann er á förum til að vera viðstaddur frumsýninguna í Kaposvár. Himnaríki í Ungverjalandi Árni Ibsen GÍTARLEIKARARNIR Ómar Ein- arsson og Jakob Hagedorn leika djass á klassíska gítara í Ozio við Lækjargötu í kvöld, sunnudags- kvöld, kl. 21.30. Efnisskráin er að mestu byggð á ljúfum Bossanova- og Latin-lögum. Miðaverð er 600 kr. Sunnudags- djass á Ozio KVÖLDVÖKUKÓRINN og Kvennakórinn Glæður halda tónleika í Háteigskirkju í dag, sunnudag, kl. 17. Flutt verða m.a. valin íslensk og erlend vor- og sumarlög. Þá verður ein- og tvísöngur. Sumarlög í Háteigskirkju
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.