Morgunblaðið - 29.04.2001, Qupperneq 17
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. APRÍL 2001 17
Heimsferðir opna þér leiðina til Ítalíu á
verði sem hefur aldrei sést fyrr á Íslandi.
Vikulegt flug alla föstudaga til Mílanó, þessarar háborgar lista og tísku í
heiminum. Hér kynnist þú listaverkum Leonardo da Vinci, Scala-óperunni
með frægustu listamönnum heimsins, hinum fræga miðbæ þar sem
Duomo-dómkirkjan gnæfir yfir, hinni frægu verslunargötu Galeria Vittorio
Emanuele II, ráðhúsinu, glæsilegustu verslunum heimsins, listasöfnum og
nýtur lífsins í þessu menningarhjarta Evrópu.
Beint flug föstudaga
- engin millilending
Mílanó
í sumar
frá 22.720 kr.
Verð kr. 22.720
Verð á mann m.v. hjón með 2 börn,
2-11 ára.
Skattar, kr. 2.495 fyrir fullorðinn, kr.
1.810 fyrir barn, innifaldir.
Ekki er öruggt að lægsta fargjald sé
til í öllum brottförum.
Verð kr. 23.520
Flugsæti fyrir fullorðinn.
Verð kr. 26.015 með sköttum.
Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is
Flugsæti
Flug og bíll
Flug og hótel
TÓNLISTARDEILD
verður stofnuð við Listahá-
skóla Íslands næsta haust.
Frestur til að sækja um
nám við deildina er til
mánudagsins 30. apríl. Nú
þegar hafa störf deildar-
forseta og kennara við
deildina verið auglýst og
segist Hjálmar H. Ragn-
arsson rektor reikna með
að búið verði að ganga frá
ráðningum við deildina í
júní. „Umsækjendur um
kennslustöður við tónlist-
ardeildina eru orðnir 78 og
meðal þeirra eru margir af
bestu tónlistarmönnum
þjóðarinnar, framúrskar-
andi listamenn á öllum
sviðum tónlistar,“ segir
Hjálmar. Inntökupróf fyrir
væntanlega nemendur
verða haldin um miðjan
maí og geta allir þreytt
þau svo framarlega sem
þeir hafa lokið tilskildu
framhaldsnámi í tónlistar-
grein sinni.
Allir geta sótt um
Hjálmar segir að for-
sendur stofnunar tónlistar-
deildarinnar séu nokkuð
frábrugðnar leiklistardeild
og myndlistardeild þar
sem fyrir voru ríkisreknir
skólar í bæði leiklist og myndlist.
„Listaháskólinn tók þá skóla yfir
ásamt nemendum sem komnir voru
misjafnlega langt áleiðis í námi
sínu. Tónlistardeildin tekur að
nokkru leyti við hlutverki Tónlist-
arskóla Reykjavíkur en hann verð-
ur ekki lagður niður heldur rekinn
áfram í breyttri mynd. Um leið og
kennslan færist upp á háskólastig
tekur ríkið við henni af Reykjavík-
urborg þannig að kerfisbreytingin
er viðameiri en í hinum tilfellun-
um. Ég vil jafnframt leggja
áherslu á að nemendur annarra
tónlistarskóla á framhaldsskóla-
stigi geta sótt um inngöngu í tón-
listardeildina þar sem við erum
ekki að taka við neinum nemend-
um Tónlistarskóla Reykjavíkur.
Allir verða að þreyta inntökupróf
og allir byrja nám á 1. ári,“ segir
Hjálmar.
Tvær námsbrautir
Með stofnun deildarinnar verða
fjórar deildir starfandi við Listahá-
skóla Íslands næsta haust: Mynd-
listardeild, leiklistardeild, hönnun-
ardeild auk tónlistardeildar.
Í upphafi verður boðið upp á
nám við tónlistardeildina til fyrstu
háskólagráðu, „bachelors“ á tveim-
ur brautum, hljóðfæraleik og söng
með aðaláherslu á flutning og túlk-
un tónlistar, og tónsmíðar og
fræðigreinar þar sem áhersla verð-
ur á nýsköpun og fræðinám. Stefnt
er að því að nemendur sem þess
óska geti tekið kennaranám sem
aukagrein á 2. og 3. ári.
Að sögn Hjálmars verður námið
byggt þannig upp að allir nem-
endur fá einkatíma í aðalgrein
sinni. „Sérstök áhersla verður lögð
á hvers konar samspil og nem-
endur verða hvattir til sjálfstæðra
vinnubragða, s.s. að stofna og hafa
umsjón með eigin hljóðfærahópi,
„fjöllistahópi“. Í Listaháskólanum
er lögð áhersla á erlent samstarf,
fjöldi erlendra gestakennara sækir
skólann heim og veitir nemendum
innsýn í alþjóðlega strauma í list-
um. Þá gefst nemendum tækifæri
til nemendaskipta við samskipta-
skóla Listaháskóla Íslands í Evr-
ópu.“
Í Listaháskóla Íslands
skiptist hvert skólaár í tvö
misseri með 15 kennsluvik-
um. Í samræmi við skipu-
lag í öðrum deildum skól-
ans er hvoru misseri deilt í
þrjú fimm vikna tímabil.
Hvert námskeið getur
spannað eitt tímabil eða
fleiri. „Með þessu móti
gefst möguleiki á samstarfi
milli deilda, nemendur fá
tækifæri til að velja fög úr
öðrum listgreinum og
sveigjanleiki skapast til
þess að færa til áherslur í
náminu. Þá gefast tækifæri
til styttri námskeiða og
möguleikar á margbreyti-
legum vinnusmiðjum. Allt
leiðir þetta til fjölbreyttara
náms og aukinna mögu-
leika fyrir nemandann að
sníða námið eftir sínum
þörfum,“ segir Hjálmar og
bætir því við að þótt smátt
sé byrjað trúi hann því
staðfastlega að þetta marki
upphafið að stórri og öfl-
ugri tónlistardeild Listahá-
skólans.
Skipting námsgreina
eftir vægi
Námsgreinarnar skipt-
ast þannig að á fyrsta ári
vega aðalgrein og tengdar
námsgreinar 45%, tónheyrn og
fræðigreinar 45% og valgreinar
10%. Á öðru ári eykst sérhæfing
og vægi fræðigreina minnkar. Á
þriðja ári tengjast öll fögin að-
algreininni eða sérvalinni auka-
grein og lýkur náminu með loka-
verkefni sem felur í sér flutning á
hljómleikum og lokaritgerð.
Á fyrsta ári tónlistardeildar
verður nám í fræðigreinum að
miklu leyti samþætt. Ein þeirra er
notkun stafrænna tónlistarmiðla. Á
fyrri önn verður farið yfir helstu
tónlistarforrit til nótnaritunar, tón-
sköpunar og tónflutnings með aðal-
áherslu á MIDI-tækni, og á seinni
önn farið í undirstöðuatriði Audio-
tækni og kennt að taka upp hljóð-
skrár, snyrta þær til og koma fyrir
á Netinu. Stefnt er að gerð staf-
rænnar „möppu“ í lok tímabilsins.
„Ég hef fulla trú á að við getum
hafið starf tónlistardeildarinnar í
haust með 25 hæfileikaríkum nem-
endum og fremstu tónlistarkenn-
urum landsins,“ segir Hjálmar H.
Ragnarsson, rektor Listaháskóla
Íslands.
Listaháskóli Íslands færir út kvíarnar í haust
„Upphaf öflugrar
tónlistardeildar“
Hjálmar H. Ragnarsson, rektor LHÍ.
Morgunblaðið/Jim Smart