Morgunblaðið - 29.04.2001, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 29.04.2001, Qupperneq 18
LISTIR 18 SUNNUDAGUR 29. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ UPPFÆRSLA leikritsinser lokaáfanginn í námiútskriftarárgangs leik-listardeildar Listahá- skóla Íslands. Hópurinn, sem skipar Nemendaleikhúsið þetta árið, hefur þegar sett upp tvær sýningar í vetur, þ.e. Ofviðrið eftir Shakespeare undir leikstjórn Rúnars Guðbrandssonar og Stræti eftir Jim Cartwright í leik- stjórn Ingólfs Níelsar Árnasonar. Fyrir útskriftarsýninguna leitaði Nemendaleikhúsið samstarfs við Hafnarfjarðarleikhúsið, og fyrir val- inu varð eitt af sígildum verkum leik- bókmenntanna, Platanov eftir Tsjékhov. Hópurinn var önnum kafinn við undirbúning þegar blaðamann bar að garði og náði hann tali af þeim Hilmari Jónssyni leikstjóra og Er- ling Jóhannessyni sem er gestaleik- ari í verkinu, en báðir hafa þeir starf- að við Hafnarfjarðarleikhúsið um árabil. Hilmar segir að aðstandend- ur Hafnarfjarðarleikhússins og nem- endaleikhópurinn hafi í raun setið við sama borð þegar undirbúnings- vinnan hófst. „Það var efnt til sam- starfsins með skömmum fyrirvara, þannig að við byrjuðum alveg frá grunni í samvinnunni. Vinnan hefur hins vegar gengið mjög vel, og allir hafa lagst á eitt að skapa þá heild sem sýningin er. Enda má segja að þegar unnið er með hópi af ferskum og duglegum krökkum þá séu engin takmörk fyrir því sem hægt er að gera. Krafturinn og bjartsýnin er svo mikill, en um leið liggur svo mik- ið undir hjá þessum krökkum. Þau standa á tímamótum og tilfinning- arnar eru því miklar. Þetta er nokk- uð sem skilar sér inn í uppsetn- inguna, sem er mjög kraftmikil og uppfull af gleði.“ Erling tekur undir þetta og bendir á að kjöraðstæður fyrir listsköpun hljóti að vera þær, þegar reyndir at- vinnumenn og nýir og ferskir hug- sjónamenn mætast. „Með reynslunni kemur einnig ákveðinn vani, þannig að þegar maður hefur starfað við leikhúsið í mörg ár, vill þessi frum- kraftur gleymast,“ segir hann. „Já,“ bætir Hilmar við, „að vinna með nemendaleikhópi eins og þessum er því eins og að taka yngingarlyf.“ Útskriftarhóp Nemendaleikhúss- ins skipa þau Elma Lísa Gunnars- dóttir, Gísli Örn Garðarsson, Björn Hlynur Haraldsson, Nína Dögg Fil- ippusdóttir, Víkingur Kristjánsson, Kristjana Skúladóttir, Björgvin Franz Gíslason og Lára Sveinsdótt- ir. Auk þess leikur Erling Jóhann- esson í uppfærslunni og leikstjóri er Hilmar Jónsson eins og fram hefur komið, en Björk Jakobsdóttir er að- stoðarleikstjóri. Leikmynd verksins annaðist Finnur Arnar Arnarsson, búningahönnuður er Þórunn E. Sveinsdóttir og Ásta Hafþórsdóttir sá um gervi. Hljóðmynd annaðist Margrét Örnólfsdóttir og ljósameist- ari er Egill Ingibergsson. Platanov er fyrsta verk Antons Tsjékhovs sem hann þó lauk aldrei við. Eftir lát hans fannst handritið sem telur nokkuð hundruð síður í bankahólfi. Í uppfærslu kallar leik- ritið því á umtalsverða styttingu og túlkun, enda hefur það verið sett upp í ólíkum leikgerðum gegnum tíðina. Hér er stuðst við leikgerðir Péturs Einarssonar og Kjartans Ragnars- sonar en auk þess hafa aðstandendur sýningarinnar mótað hana ennfrem- ur. „Við tökum okkur dálítið „skemmtanaleyfi“ í uppfærslunni. Við höfum í raun verið að leika okkur dálítið með verkið, og verið í því að hafa gaman af því,“ segir Hilmar. „Í þessari leikgerð eru eldri persónur verksins felldar út, þannig að það á sérstaklega vel við þennan unga hóp nemenda, sem þekkir svo vel þann tilfinningaheim sem persónurnar fara í gegnum. Reyndar eru persón- ur Tsjékhovs svo margþættar, að þær gætu alveg eins verið til í nú- tímanum.“ Í leikritinu segir frá hópi fólks sem hittist að vori á óðalssetri til að gera sér glaðan dag og fagna komandi sumri. Eins og vænta má á þessum árstíma fer tilhugalífið að gera vart við sig, en áður en dagur rís hefur samkoman tekið nokkuð óvænta stefnu og hinir virðulegu gestir farið um víðan völl í tilfinninga- og til- hugalífi, þar sem holdið er sá mönd- ull sem allt snýst um. Leikritið er þannig uppfullt af galsa og ævintýra- leika. „Þetta er eins konar Jóns- messunótt. Fólk kemur saman og ruglast dálítið í ríminu í hita nætur- innar,“ segir Hilmar og lofar áhorf- endum góðri skemmtun á komandi sýningum í Hafnarfjarðarleikhús- inu. Eins konar Jónsmessunótt Í gærkvöldi frumsýndi útskriftarárgangur leiklistardeildar Listaháskóla Íslands leikritið Platanov eftir Anton Tsjékhov í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Heiða Jóhannsdóttir leit inn meðan undirbúningur stóð sem hæst. Morgunblaðið/Þorkell Sjarmörinn Platanov (Gísli Örn Garðarsson) heillar Önnu Petrovnu (Kristjana Skúladóttir) upp úr skónum í Hafnarfjarðarleikhúsinu. LEIKRITIÐ heitir á frum-málinu The Vagina Mono-logues og er eftir bandrískaleikskáldið Eve Ensler. Verkið hefur vakið gríðarlega athygli í Bandaríkjunum og Evrópu, og hef- ur víða verið tekið til sýninga. Í leik- ritinu fjallar höfundurinn um viðhorf til kvenna og reynslu kvenna af eigin kynferði. Sjónarhorn verksins er hins vegar mjög óvenjulegt, en það beinist að kynfærum kvenna. Verkið saman- stendur af svokölluðum „píkusög- um“, nokkurs konar frásögnum og eintölum sem byggð eru á viðtölum sem höfundurinn tók við yfir 200 kon- ur. Í gegnum þessar „píkusögur“, sem bæði lýsa raunverulegum at- burðum og vangaveltum höfundarins, er fjallað um allt frá smáatriðum er varða kynvitund kvenna, til ofbeldis gegn konum og fordómafullra hug- mynda um „kvenleikann“. Óhætt er að segja að verkið veki áhorfandann til umhugsunar svo um munar, því enda þótt sjónarhornið beinist að kynfærum konunnar, nær höfundurinn að sprengja umræðuna út í mun víðara samhengi, sem renn- ur smám saman upp fyrir áhorfand- anum. Eftir að hafa séð verkið á æf- ingu, settist blaðamaður niður með leikstjóra verksins, Sigrúnu Eddu Björnsdóttur, og leikkonunum þrem- ur, þeim Halldóru Geirharðsdóttur, Jóhönnu Vigdísi Arnardóttur og Sól- eyju Elíasdóttur og spurði þær um reynslu þeirra af því að setja upp svo óvenjulegt verk. Þegar viðmælend- urnir eru spurðir um þeirra eigin við- horf til verksins verður Halldóra Geirharðsdóttir fyrst til svara: „Það besta sem hendir mann sem leikara er að fá verk í hendurnar sem manni finnst eiga brýnt erindi við fólk. Þannig finnur maður tilgang með starfi sínu og verður þess heið- urs aðnjótandi að taka þátt í ein- hverju mikilvægu sem vekur sam- félagið.“ Hinar taka heilshugar undir þetta sjónarmið. Sóley bendir í fram- haldi á að verkið sé í raun mjög póli- tískt, þar sem það veki fólk til um- hugsunar um stöðu konunnar víða um heim. „Staða konunnar kristallast nefnilega í viðhorfi samfélagsins til kynfæra hennar, þ.e.a.s. píkunnar,“ bætir Sigrún Edda þá við. „Um hana ríkir bannhelgi, það má í raun ekki tala um hana, eða segja þetta orð, píka. En það er í raun varla til það orð yfir kynfæri konunnar, sem ekki er neikvætt eða niðrandi. Í leikritinu er verið að vinna gegn þessari bann- helgi, með því að tala um píkuna, því í þeim fordómum sem samfélagið hef- ur í garð hennar viðhaldast fordómar í garð konunnar.“ Sóley segir kafla í leikritinu þar sem sagt er frá umskurði á konum, t.d. lýsa mjög vel hvernig konunni er haldið niðri með því að ráðast beint á kynfæri hennar. „Þetta sjáum við einnig í því þegar nauðganir eru not- aðar markvisst sem vopn í stríði.“ Í leikritinu er bent á að kúgunin birtist ekki aðeins í þeim löndum þar sem umskurðir á konum tíðkast, eða í stríðshrjáðri Bosníu, heldur einnig á Vesturlöndum, þar sem kúgunin birt- ist í allt frá heimilisofbeldi til „Shock- up“ sokkabuxna og „g-string“ nær- buxna. „Við höldum kannski að við búum í frjálsu samfélagi, en svo er einfaldlega ekki. Einhvers staðar verðum við að byrja að vinna gegn þessu, og mikilvægt skref er að konur segi – hingað og ekki lengra.“ Jóhanna Vigdís bendir einnig á að sjálfar eigi konur mjög erfitt með að segja orðið „píka“ og í leikritinu sé ráðist að rótum þessa viðhorfs. „Áður en leikritið byrjar finnst þér píka vera eitthvað ljótt og ögrandi en þeg- ar því lýkur hefur viðhorfið breyst í átt til virðingar og umfram allt meiri skilnings og þekkingar,“ segir hún. „Umræður kvenna á milli fara ekki einu sinni svona djúpt. Í þessu verki kynnumst við viðhorfum kvenna og hlutum sem við vissum ekki einu sinni að væru til,“ bætir Sigrún Edda við. Viðmælendurnir benda á að leik- ritið spanni ákaflega vítt svið og veki allt frá hlátri og kátínu viðbjóð, jafn- vel sorg með áhorfandanum. Að- spurðar segja þær að sjálfar hafi þær farið í gegnum allan skalann meðan á æfingaferlinu stóð. „Við erum búnar að hlæja og gráta, og hreinlega kafa ofan í hlutina,“ segir Jóhanna Vigdís. „Þetta er mjög hreinskilið verk, og flutningurinn býður ekki upp á að leikarinn feli sig á bak við einhverjar persónur. En verkið er bara svo vel skrifað og nálgast efnið af svo mikilli virðingu, að það gerir okkur auðveld- ara fyrir.“ Hefur stofnað öflug samtök Sigrún Edda segir að hluti af und- irbúningnum, hafi verið að lesa og horfa á ýmis konar efni sem tengist þessum málum. „Við horfðum t.d. á viðtöl við höfundinn, Eve Ensler, en hún hefur stofnað öflug samtök sem berjast á móti ofbeldi gegn konum í heiminum. Þar og víðar komu fram upplýsingar, sem hjálpuðu okkur að gera okkur grein fyrir þeirri alvöru sem liggur að baki verkinu. Ég held að það hafi fyllt okkur miklum eld- móði, sem hefur nýst okkur við flutn- inginn.“ Þær Sigrún Edda, Halldóra, Jó- hanna Vigdís og Sóley ræða að lokum þá spurningu hvort rétt sé að fara með börn á sýninguna. „Í verkinu kemur fram umræða sem er mjög mikilvæg hverri stúlku, ekki síst til þess að fyrirbyggja að þær ranghug- myndir sem birtast alls staðar í sam- félaginu, nái að hreiðra um sig,“ segir Halldóra. Sóley bendir á hinn bóginn á að í leikritinu heyrist hryllilegar reynslusögur sem gætu komið illa við barnssálina. „Það eru aðrir þættir leikritsins sem ég vil endilega að dæt- ur mínar heyri, og það er umræða sem þyrfti að vera til staðar í skól- unum.“ Hópurinn er hins vegar sammála um það að hvert það foreldri sem fer með barn sitt á sýninguna, verði að setjast niður með barninu eftir sýn- inguna og ræða um það sem bar á góma. „Leikritið er líka mjög áhuga- vert fyrir karlmenn, nú og pör. Vina- fólk mitt sem sá verkið á æfingu sagði eftir á að það hefði verið mjög „hress- andi“,“ segir Sóley. Píkusögur verða sem fyrr segir frumsýndar í kvöld kl. 20, en sýning- ar fara fram í sal á þriðju hæð Borg- arleikhússins. Þýðandi verksins er Ingunn Ásdísardóttir. Axel Hallkell sér um leikmynd og búninga. Ólafur Örn Thoroddsen sér um hljóð og Ög- mundur Þór Jóhannesson annast lýs- ingu. Morgunblaðið/Kristinn Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Halldóra Geirharðsdóttir og Sóley Elíasdóttir segja Píkusögur. Leikrit sem vekur fólk til umhugsunar Píkusögur heitir leikrit sem frumsýnt verð- ur í Borgarleikhúsinu í kvöld kl. 20. Heiða Jóhannsdóttir leit inn á æfingu og ræddi við flytjendur og leikstjóra þessa óvenjulega verks. heida@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.