Morgunblaðið - 29.04.2001, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 29.04.2001, Qupperneq 20
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. APRÍL 2001 21 um tungumálum einkum ensku í tíma og ótíma í frumathuguninni ( sjá hér til dæmis bls. 55, 56, 57 58 og 59) og var krafist íslenskrar þýðingar á þessum efnisþáttum frumathugunar- innar. Þann 25. október 2000 barst bréf frá Samkeppnisstofnun, þar sem því var lýst yfir, að stofnunin teldi það ekki í sínum verkahring að efna til þýðinga á þeim heimildum, sem hún að stórum hluta byggði á og vísaði til í frumathuguninni. Þessi afstaða Samkeppnisstofnunar er auðvitað al- röng. Íslensk stjórnvöld, jafnvel þau sem fást við samkeppnisrétt, verða að beygja sig undir það að stjórn- sýslumálið er íslenska. Þau verða því að leggja fram íslenskar þýðingar á gögnum eða réttarheimildum, sem ætlast er til að íslenskir aðilar teljist bundnir af eða taki afstöðu til að ein- hverju leyti. Aðild Íslands að hinum svokallaða EES-samningi hefur ekki svipt þegna landsins þeim rétti að ís- lensk stjórnvöld leggi mál sín fyrir þá á íslensku og geri þeim grein fyrir efni gildandi réttarreglna eða viður- kenndra réttarheimilda á íslensku. Stjórnsýslumálið samkvæmt stjórn- sýslulögum er líkt og þingmálið sam- kvæmt réttarfarslögum íslenska en ekki enska eða önnur erlend tungu- mál. Íslensk stjórnvöld verða því að nota íslenska tungu gagnvart Íslend- ingum líkt og þeim er t.d. skylt að nota Norðurlandamálin gagnvart Norðurlandabúum, sem ákvarðanir þeirra beinast að sbr., Norðurlanda- samningi um rétt norrænna ríkis- borgara til að nota eigin tungu í öðru norrænu landi. Með því að neita þýð- ingu á þeim hluta frumathugunar- innar, sem er á ensku eða öðrum er- lendum tungumálum, hefur Samkeppnisstofnun í raun gert kær- anda ómögulegt að neyta andmæla- réttar að hluta. Breytir í því sam- bandi engu, hvort lögmaður kæranda eða aðrir lögmenn hér á landi kunni að geta þýtt þann hluta frumathugunarinnar, sem er á er- lendum tungumálum, yfir á íslensku, þar sem engin vissa er fyrir því að sú þýðing sé sama efnis og löggilt og op- inber þýðing textans. Þetta eitt gerir það að verkum að brotið hefur verið gegn lögmæltum andmælarétti kær- anda og því ber áfrýjunarnefnd sam- keppnismála að taka aðalkröfu kær- anda til greina og ógilda hina kærðu ákvörðun. Samkeppnisstofnun og/eða sam- keppnisráð geta ekki borið því við að stofnunin hafi ekki fjárhagslegt bol- magn til að leggja mál sín fyrir á ís- lensku og starfa í samræmi við ís- lenskan rétt. Frumathugun Samkeppnisstofn- unar er, auk þess að vera efnislega röng í veigamiklum atriðum, stór- furðulegt plagg. Í því sambandi skal sérstaklega bent á VIII. kafla sem ber yfirskriftina ,,Hugsanleg viður- lög“. Þar fara starfsmenn Sam- keppnisstofnunar að velta sér upp úr hugsanlegum viðurlögum á hendur kæranda vegna meintra brota, sem hvergi nærri eru þó fullrannsökuð. Er þetta í raun óskiljanlegt þar sem Samkeppnisstofnun fer ekki með neitt sektarvald samkvæmt sam- keppnislögum heldur samkeppnis- ráð sbr. XIII. kafla samkeppnislaga nr. 8/1993. Forsvarsmönnum kær- anda er ekki ljóst hvaða tilgangi þessi umfjöllun þjónar. Hlutverk Samkeppnisstofnunar er að rann- saka mál sem til kasta stofnunarinn- ar koma og leggja gögn um þá rann- sókn fyrir Samkeppnisráð, sem fer með ákvörðunarvaldið. Þann 1. nóvember 2000 áttu tveir af starfsmönnum Samkeppnisstofn- unar fund með framkvæmdastjóra kæranda á starfsstöð hans, þar sem að einhverju leyti var farið yfir málið. Í framhaldi af þeim fundi barst enn ein fyrirspurnin, nú um tölvupóst. Þessari ósk var í raun hafnað, enda afar kostnaðarsöm fyrir kæranda og annað lagt til af hans hálfu. Ekkert heyrðist frá Samkeppnisstofnun en til að mæta að einhverju leyti kröfum Samkeppnisstofnunar var stofnun- inni sent bréf þann 11. desember 2000 með nokkrum útreikningum, er vörðuðu fyrirspurnina. Engin svör eða athugasemdir hafa borist frá Samkeppnisstofnun varðandi þessa útreikninga. Hins vegar leitaði Sam- keppnisstofnun í byrjun janúar 2001 til formanns samtaka kartöflufram- leiðenda og óskaði upplýsinga með þeim hughreystandi orðum að ekki yrði vitnað til heimildarmanna. Hér virðist stofnunin vera komin í ein- hvers konar lögregluleik, heitir mönnum nafnleynd, ef þeir upplýsi stofnunina um atriði sem nota má við rannsókn og ákvörðunartöku í mál- um. Þetta er næsta undarlegt hátt- arlag og ekki í nokkru samræmi við góða stjórnsýsluhætti. Sérstaklega þegar horft er til þess að starfsmönn- um Samkeppnisstofnunar hefur staðið til boða að ganga í öll gögn kæranda á eigin kostnað með eigin starfsliði svo stofnunin geti sinnt rannsóknarskyldu sinni og þurfi ekki að beita mati um atriði eins og þróun verðs í heildsölu á ávöxtum og græn- meti. Kærandi reyndi ítrekað að fá upp- lýst hjá Samkeppnisstofnun hvenær vænta mætti niðurstöðu í máli hans og hvort ekki mætti ljúka því með sátt. Jafnframt setti kærandi fram þá kröfu að fá að flytja mál sitt fyrir samkeppnisráði, ef ekki yrði af sátt. Á allt þetta var blásið ýmist af starfs- mönnum Samkeppnisstofnunar á fundum með forsvarsmönnum kær- anda eða í bréfum frá Samkeppnis- stofnun. Þannig var kæranda til- kynnt þann 12. mars 2001 að samkeppnisráð hefði á fundi sínum þá hafnað kröfu hans um munnlegan málflutning fyrir samkeppnisráði. Með því var tvímælalaust brotið gegn andmælarétti kæranda. Bendir kærandi í því sambandi á að eftir framlagningu svokallaðrar frumat- hugunar þann 29. ágúst 2000 hafi far- ið fram víðtæk gagnaöflun af hálfu Samkeppnisstofnunar, sem kærandi vissi fyrst um, þegar hann fékk bréf Samkeppnisstofnunar dags. 28. febrúar 2001. Með bréfi dags., 5. mars 2001 krafðist kærandi ljósrita allra þeirra gagna sem stofnunin hafði aflað eftir birtingu frumathug- unarinnar. Við þessu erindi brást Samkeppnisstofnun ekki fyrr en 19. mars 2001, en þá hafði beiðnin verið ítrekuð með bréfi dags., 13. mars 2001. Kærandi átti þess því aldrei kost að tjá sig formlega um þessi gögn og þýðingu þeirra fyrir mál samkeppnisyfirvalda gagnvart hon- um. Vinnulag Samkeppnisstofnunar og samkeppnisráðs, sem að framan var lýst, felur í sér gróft brot á and- mælarétti kæranda samkvæmt 13. gr. stjórnsýslulaga. En í andmæla- réttinum felst m.a., að málsaðili á að eiga kost á því að gæta réttar síns og hagsmuna með því að kynna sér gögn máls, tjá sig um efni máls og framkomnar upplýsingar í því og koma að frekari upplýsingum um málsatvik áður en stjórnvald tekur ákvörðun í máli hans. Frá þessu er ekki hægt að víkja þegar til álita kemur af hálfu stjórnvaldsins, sem með ákvörðunarvaldið fer, að beita refsikenndum viðurlögum. Þegar svo hagar til ber að gera málsaðila ná- kvæma grein fyrir því hvaða sakir eru á hann bornar, hvaða gögn liggi fyrir í málinu, veita honum aðgang að þeim og hæfilegan tíma til að kynna sér þau og koma að andmælum. Frumathugun Samkeppnisstofnunar þjónaði ekki þessum tilgangi, enda tilgangurinn með henni að auðvelda kæranda að nýta sér andmælarétt hans þegar málið kæmi til ákvörð- unar hjá samkeppnisráði. Eins og að framan hefur verið rak- ið er meðferð máls þess, sem hófst með húsleit Samkeppnisstofnunar hjá kæranda þann 24. september 1999 öll í skötulíki og ekki í nokkru samræmi við vandaða stjórnsýslu- hætti. Strax eftir húsleitina hafði Samkeppnisstofnun undir höndum öll þau gögn, sem samkeppnisráð tel- ur sanna ólöglegt samráð kæranda, Ágætis hf., og Mata ehf. Verður að ætla að Georg Ólafsson, forstjóri Samkeppnisstofnunar, Guðmundur Sigurðsson yfirviðskiptafræðingur Samkeppnisstofnunar, og Ásgeir Einarsson, yfirlögfræðingur Sam- keppnisstofnunar, hafi gert ráðs- mönnum grein fyrir gögnum þessum á 131. fundi ráðsins 1. október 1999. Í ljósi þessa samrýmist það varla málshraðareglu 9. gr. stjórnsýslu- laga að það hafi tekið samkeppnisráð rúmlega meðgöngutíma fíls að taka ákvörðun í málinu. Í raun má segja að samkeppnisyfirvöld hafi með slæ- legum vinnubrögðum við rannsókn þessa máls stuðlað að og viðhaldi enn því, sem þau í ákvörðun sinni kalla samsæri gagnvart neytendum. Ekki hefur þess orðið vart að ákvörðun samkeppnisyfirvalda gagnvart kær- anda hafi leitt til lækkunar á verði vöru hans í smásölu frá og með 3. apríl sl., er ákvörðunin var birt. Gef- ur það til kynna að hátt verð á ávöxt- um, grænmeti og garðávöxtum stafi af álagningu smásöluverslana, sem samkeppnisyfirvöld höfðu ekki dug í sér til að rannsaka samtímis því sem málefni kæranda voru til rannsókn- ar. Rannsóknin og ákvörðunin byggð á henni er því ekki marktæk. Þá verður og að benda á að samkeppn- isyfirvöld sáu ekki allan þann tíma, sem mál kæranda var til meðferðar hjá þeim, minnstu ástæðu til að gera nokkrar athugasemdir við starfsemi kæranda eða annarra félaga í sömu grein, sem einnig var verið að rann- saka. Allt frumkvæði í þá veru að ná fram breytingum á starfsemi kær- anda kom frá forsvarsmönnum hans, sem töluðu fyrir daufum eyrum starfsmanna Samkeppnisstofnunar allt frá því í júlí 1999 fram til loka febrúar 2001. Þá var eins og kviknaði á perunni hjá samkeppnisyfirvöld- um. Kannski vegna þess að þá voru starfsmenn stofnunarinnar búnir að komast að raun um að hátt verðlag á ávöxtum og grænmeti hér á landi verður ekki rakið til kæranda og starfsaðferða hans eða annarra, sem dreifa eða selja ávexti, grænmeti og garðávexti í heildsölu. Þegar þau gögn, sem búa að baki hinni 136 blaðsíðna löngu ákvörðun eru skoðuð kemur í ljós, að sam- keppnisráð hefur tekið mál þetta í það minnsta 7 sinnum fyrir á fundum sínum frá 1. október 1999 til 30. mars 2001. Af fundargerðum þessara funda verður ráðið að samkeppnis- ráð hefur ekki tekið sjálfstæða ákvörðun í þessu máli heldur aðeins kvittað upp á greinargerð starfs- manna Samkeppnisstofnunar, sem fjölmenntu jafnan á fundi ráðsins og fluttu mál gegn kæranda fyrir ráðinu. Meðal fundarmanna voru yf- irlögfræðingur og yfirviðskiptafræð- ingur Samkeppnisstofnunar, þeir Ásgeir Einarsson og Guðmundur Sigurðsson. Ekki var neinum full- trúa kæranda boðið að sitja þessa fundi heldur var kröfu þar um þvert á móti hafnað, eins og fyrr er vikið að. Fundargerðir samkeppnisráðs eru fáorðar um efni funda ráðsins og afstöðu einstakra ráðsmanna til þessa máls. Vel má vera að ráðsmenn telji þetta fullnægjandi upplýsingar um meðferð málsins fyrir samkeppn- isráði. Af hálfu kæranda er svo ekki talið vera. Hvorki í fundargerðunum né ákvörðuninni sjálfri kemur fram á hvaða gögnum hún er byggð eða hvaða gögn hafi legið fyrir sam- keppnisráði þegar ákvörðunin var tekin. Engin gögn virðast hafa verið merkt um framlagningu þeirra í samkeppnisráði við meðferð málsins, sem þó verður að telja nauðsynlegt til að tryggja áreiðanlega og trúverð- uga stjórnsýslu. Þetta er alvarlegur galli á meðferð málsins, því að engin vissa er fyrir því að ráðsmenn hafi séð nema einhvern hluta af þeim gögnum sem með réttu lagi ættu að liggja til grundvallar niðurstöðu í málinu. Ekki verður heldur séð að alla málsmeðferðina hafi samkeppn- isráð verið eins skipað sbr. annars vegar fundargerð 131. og 140. fundar en þá tekur þátt í meðferð málsins Ólafur Björnsson sem síðar hverfur af vettvangi sbr., fundargerðir 146., 160.,162., og 165. fundar. Þessi annmarki á málsmeðferðinni er sérlega alvarlegur vegna þess, að ráðsmenn undirbúa ekki sjálfir fundi í ráðinu, heldur sér Samkeppnis- stofnun um allan undirbúning þeirra. Engar upplýsingar er að finna um það í gögnum málsins, með hvaða hætti þessir fundir voru undirbúnir, hvaða gögn nefndarmenn fengu til skoðunar fyrir fundi eða hvernig málið var lagt fyrir þá að öðru leyti. Hitt er ljóst, eins og áður hefur verið vikið að hér að framan, að meðan samkeppnisráð fjallaði um málið á fundum sínum voru oft þrír af starfs- mönnum Samkeppnisstofnunar inni á fundunum. Þetta vinnulag er í and- stöðu við ákvæði 2. mgr. 8. gr. sam- keppnislaga nr. 8/1993, sem er svo- hljóðandi: ,,Ráðherra skipar forstjóra Sam- keppnisstofnunar til sex ára að feng- inni umsögn samkeppnisráðs og stjórnar hann rekstri hennar. For- stjóri eða staðgengill hans sitja fundi samkeppnisráðs með málfrelsi og til- lögurétti.“ Samkvæmt þessu ákvæði hefur í mesta lagi einn starfsmaður Sam- keppnisstofnunar rétt til að sitja fundi samkeppnisráðs, þ.e. forstjór- inn eða staðgengill hans í forföllum. Samkeppnislögin tóku gildi 1. mars 1993. Stjórnsýslulög nr. 37/ 1993 tóku gildi 1. janúar 1994. Sam- keppnisráð er stjórnsýslunefnd í skilningi VIII. kafla þeirra laga. Ljóst er af 1. mgr. 2. gr. að stjórn- sýslulögin gilda um málsmeðferð ’ Í ljósi þessa samrýmist það varla máls-hraðareglu 9. gr. stjórnsýslulaga að það hafi tekið samkeppnisráð rúmlega meðgöngu- tíma fíls að taka ákvörðun í málinu ‘ & Sprenghlægilegt verð! Skart og klútar kr. 150 - Töskur kr. 500 - Regnhlífar og sólgleraugu kr. 200 - Húfur og hattar kr. 500-1000 - Buxur kr. 1000 - Pils frá kr. 800-1.500 - Kjólar frá 1.250-3.000 - Stutterma jakkar kr. 2.000 - Síðerma jakkar kr. 2.500 Opið alla daga frá kl. 12-18 Grensásvegi 16 (inni í portinu) LOKADAGAR Sprenghlæ ilegt verð! Enn meiri verðlækkun Öll föt á kr. 1.000.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.