Morgunblaðið - 29.04.2001, Síða 21

Morgunblaðið - 29.04.2001, Síða 21
Markaðurinn og staða fyrirtækja á honum Kærandi telur tegundabundna skilgreiningu samkeppnisyfirvalda á markaði fyrir ávexti, grænmeti og garðávexti á bls. 10 til 11 í ákvörð- unni algjörlega úr takt við íslenskan viðskiptaraunveruleika. Engin rök eru til þess að telja að hinar ýmsu grænmetis- og ávaxtategundir geti ekki verið staðgönguvörur innan hvors flokks fyrir sig. Kærandi hefur ítrekað gert at- hugasemdir við útreikninga sam- keppnisyfirvalda á markaðshlutdeild hans við dreifingu og/eða sölu ein- stakra vörutegunda. Virðast þær at- hugasemdir ekki hafa náð eyrum þeirra. Kærandi stendur við þau gögn, sem hann lagði fram 19. októ- ber 2000, sem andsvar við frumat- huguninni. Kærandi bendir á að eng- in óvissuatriði séu til staðar, hvorki varðandi uppskeru grænmetis, garð- ávaxta og kartaflna hér á landi né heldur magn innfluttra ávaxta og grænmetis af hálfu hans og annarra aðila, sem stundi viðskipti með þessa vöru. Samkeppnisyfirvöld hefðu því átt að geta rannsakað þessa þætti málsins til hlítar, sem ekki er reynd- in. Kartöflumarkaðurinn Í athugasemdum kæranda frá 19. október sl. var bent á að útreikningar Samkeppnisstofnunar varðandi kart- öflumarkaðinn væru rangir. Kom þar fram að markaðshlutdeild kær- anda í kartöflum væri 1–2%. Sam- keppnisstofnun undi ekki þessu og skrifaði í byrjun árs 2001 formanni Landssambands kartöflubænda bréf og óskaði eftir upplýsingum hans. Svar formannsins staðfesti það sem kærandi hafði haldið fram. Þrátt fyr- ir þetta halda samkeppnisyfirvöld sig við allt aðra og hærri markaðs- hlutdeild kæranda á kartöflumarkaði sbr., bls. 13 í ákvörðuninni. Auk þess sem inn í þá umfjöllun er blandað alls óskyldu atriði sem lýtur að stöðu Ágætis hf., í dag eftir að ákvörðun nr. 11/2001 var tekin. Sú ákvörðun skiptir engu fyrir niðurstöðu þessa kærumáls. Við mat á því hvort um samráð fyr- irtækja í skilningi 10. gr. samkeppn- islaga er eða hefur verið að ræða, verður ekki hjá því komist að rann- saka til hlítar, hvort fyrirtæki hafi þá stöðu á markaði að þau geti eða telji sig geta haft áhrif á verð vöru með samráði við annað eða önnur fyrir- tæki. Sé haft í huga að samanlögð markaðshlutdeild kæranda og Áætis hf., er um 20% í heildsölu í viðskipt- um með kartöflur í heildsölu verður ekki séð að kærandi hafi verið í þeirri stöðu að geta haft ólögmætt samráð um verð vörunnar við Ágæti hf., eða öfugt. Grænmetismarkaðurinn Hér má eins og áður benda á at- hugasemdir kæranda við frumathug- un Samkeppnisstofnunar frá 19. október 2000. Þá er því alfarið hafn- að að við ákvörðun markaðshlut- deildar kæranda varðandi dreifingu og/eða sölu grænmetis sé tekið tillit til veltu Ávaxtahússins, Nýs og fersks ehf. Félag þetta er að jöfnu í eigu Baugs hf., og Eignarhalds- félagsins Fengs hf., og kæranda með öllu óviðkomandi. Ávaxtamarkaðurinn Ekki er með nokkru móti hægt að átta sig á því hvernig samkeppnisyf- irvöld ákvarða markaðshlutdeild á ávaxtamarkaði, eins og hún er sett fram á bls. 15 til 16 í ákvörðuninni. Ljóst er þó af henni að kærandi hef- ur ekki sterkari stöðu á ávaxtamark- aði en samkeppnisaðilar hans. Helst verður ráðið af þessum útreikning- um að kærandi sé skrifaður fyrir bananainnflutningi Banana ehf., sem lengst af hafa flutt Chiquita-banana, sem að jafnaði hefur verið sterkasta vörumerkið í banönum hér á landi. Kærandi flutti hins vegar inn banana frá Dole. Við meðferð máls þessa fyr- ir áfrýjunarnefnd samkeppnismála verður að ætla að samkeppnisyfir- völd leggi fram einhver gögn til stuðnings útreikningi á markaðs- hlutdeild á ávaxtamarkaði. Túlkun 10. gr. samkeppnislaga Í V. kafla hinnar kærðu ákvörð- unar bls. 16 til 28 er að finna ein- kennilega lögfræðilegu samsuðu. Á þessum síðum ægir saman einhvers konar skriflegum málflutningi og ákvörðun á efni 10. gr. samkeppn- islaga. Samkeppnisyfirvöld virðast ganga út frá því í þessum skrifum sínum að efni 10. gr. samkeppnislaga ráðist í einu og öllu af samkeppnisrétti Evr- ópusambandsins, eins og hann birtist í ákvæðum Rómarsáttmálans með síðari breytingum, ákvörðunum Evr- ópustjórnvalda og dómum Evrópu- dómsins. Er þetta byggt á því að Ís- land sé aðili að samningnum um hið svokallaða Evrópska efnahagssvæði, sem lögfestur var með lögum nr. 2/ 1993. Af þessari bókstafstrú ís- lenskra samkeppnisyfirvalda leiðir, að þau telja að íslenskir garðyrkju- bændur og viðskipti með afurðir þeirra lúti reglum um óhefta sam- keppni. Innan Evrópusambandsins er það hins vegar með öllu óþekkt að landbúnaður lúti þeim reglum. Í ákvörðuninni gera samkeppnisyfir- völd ekki minnstu tilraun til að skoða og skilgreina íslenskar aðstæður við framleiðslu, dreifingu og sölu ávaxta, grænmetis og garðávaxta og bera þær saman við þau tilvik, sem vísað er til í ákvörðuninni sem óyggjandi fordæma. Sé íslenskum samkeppn- isyfirvöldum í mun að ná fram eins- leitni íslensks og evrópsk samkeppn- isréttar verður slíkt að fara eftir atvinnugreinum en ekki almennt. Í þessu máli hafa samkeppnisyfirvöld ekki hirt um að gera úttekt á tolla- stefnu stjórnvalda varðandi græn- meti. Þau hafa einnig kosið að líta al- veg framhjá þeirri breytingu, sem orðið hefur á smásölumarkaði hér á landi á síðast áratug og þeirri stað- reynd, að í raun eru það smásölu- keðjurnar tvær, sem með samráði sín á milli hafa komið heildsölum grænmetis, ávaxta og garðávaxta í þá stöðu að þeir verða að bera saman bækur sínar til að tryggja þessum þætti atvinnustarfseminnar eðlilega afkomu og koma í veg fyrir að smá- salarnir tveir deili og drottni og keyri með því niður verð frá heildsölum til að geta aukið eigin álagningu. Þurfi sérstakra vitna við um þessi vinnu- brögð smásöluaðilanna nægir að vísa á skjal, sem ber heitið ,,Naflaskoðun Mata í nóvember 1997“, sem tekið er upp í ákvörðunina á bls. 60 til 61 í ágripi, þar sem segir: ,,Verslunardeild KEA virðist standa illa m.a. vegna óraunsærrar verðstefnu. Það þýðir að þeir gera sí- fellt auknar kröfur, frír flutningur, bæta alla hugsanlega rýrnun sama hvernig hún er tilkomin, hærri álagningu o.s.frv. Ef þeir ná ekki að snúa rekstrinum við halda þeir áfram að herja á okkur þangað til við höfum ekkert lengur upp úr viðskiptunum eða við segjum nei og þeir fara ann- að. Í umfjöllun sinni um 10. gr. sam- keppnislaga grípa samkeppnisyfir- völd til þess, eins og í frumathugun máls þessa, að skreyta texta sinn með erlendum tungumálum, sbr. bls. 19 og 22. (Sjá og bls. 87.) Gera verður ráð fyrir því að samkeppnisyfirvöld leggi fyrir áfrýjunarnefndina lög- gilta þýðingu þessara tilvitnana og annarra þátta ákvörðunarinnar, sem eru á erlendum tungum og fela í sér efnis- eða lagalegan rökstuðning fyr- ir niðurstöðu málsins, enda stjórn- sýslumálið íslenska, eins og fyrr er vikið að. Kærandi ætlar á þessu stigi hvorki að fjalla sérstaklega um það sem samkeppnisyfirvöld kalla að nefna beina og óbeina sönnun í samkeppn- ismálum né útlistanir á formi sam- ráðs. Virðist heldur ekki sérstök ástæða til þess, þar sem samkeppn- isyfirvöld byggja mál sitt gagnvart kæranda á fundargerðum félags- funda. Kærandi hafnar því hins veg- ar alfarið að fundargerðir þessar séu sönnun um ólögmætt samráð. Kær- andi hafnar því og að miðar og blöð sem fundist hafa hjá Mata ehf., sanni ólögmætt samráð. Á bls., 22 til 28 er fjallað um sönn- un í samráðsmálum. Virðast sam- keppnisyfirvöld ganga út frá því að ekki séu gerðar ríkar kröfur til sönn- unarfærslu af þeirra hálfu þegar að- ilar, sem samkeppnislög taka til, eru sakaðir um ólögmætt samráð. Kem- ur sú skoðun jafnvel fram að ekki þurfi fulla sönnun sbr. bls. 28. Þess- um skilningi samkeppnisyfirvalda er mótmælt sem röngum, enda sam- rýmist hann ekki rannsóknarreglu 10. gr. stjórnsýslulaga, sem á að tryggja fulla rannsókn hvers máls og þar með fulla sönnun. Þetta á alveg sérstaklega við, ef ákvörðunin stjórnvaldsins er íþyngjandi og felur jafnframt í sér beitingu stjórnvalds- sekta. Hefði löggjafinn ætlað að víkja frá þessum sönnunarreglum stjórn- sýsluréttarins varðandi samkeppnis- mál sérstaklega hefði þurft skýr og ótvíræð lagafyrirmæli. Af þessu leiðir að öll sönnunar- færsla og allt sönnunarmat sam- keppnisyfirvalda í þessu máli fær ekki staðist að íslenskum rétti. Samráð og einokunarhringur Því er mótmælt að á árinu 1995 hafi kærandi og Ágæti hf., annars vegar og kærandi og Mata ehf., hins vegar tekið upp víðtækt ólögmætt ’ Kærandi hefur ítrekað gert athugasemd-ir við útreikninga samkeppnisyfirvalda á markaðshlutdeild hans við dreifingu og/eða sölu einstakra vörutegunda ‘ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. APRÍL 2001 23 Gullsmiðir Parlez-vous français? Hringbraut 121, JL húsið - 107 Reykjavík - s. 552 3870 Veffang: http://af.ismennt.is Netfang: af@ismennt.is Alliance Francaise býður upp á: Ferðamannafrönsku: 10 tíma hrað- námskeið til að undirbúa Frakk- landsfara fyrir dvöl í Frakklandi. Námskeið um franska menningu: Gott tækifæri til að kynnast franskri menningu. Fyrir lengra komna. Talið þið frönsku?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.