Morgunblaðið - 29.04.2001, Blaðsíða 25
28 SUNNUDAGUR 29. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ
A
LÞINGI batt síðastlið-
inn föstudag endahnút
á mál sem hefur verið
heldur vandræðalegt.
Var þar um að ræða
bann við hljóðritun símtala án vitn-
eskju víðmælandans. Saga þessar-
ar lagabreytingar er hin athygl-
isverðasta.
Málavextir eru þeir að árið 1999
samþykkti Alþingi breytingar á
fjarskiptalögum. Í þeim breyting-
um fólst meðal annars að lögfest
var svohljóðandi ákvæði:
Sá aðili að símtali sem vill hljóð-
rita símtalið skal í upphafi þess til-
kynna viðmælanda sínum um fyr-
irætlun sína. (3. mgr. 44. gr.
fjarskiptalaga nr. 107/1999)
Eins og oft vill verða um athygl-
isverð nýmæli í lögum, vakti þetta
enga athygli á meðan málið var til
umfjöllunar á þingi enda var
greinagerð með frumvarpi þögul
um að þarna væri nýjung á ferð.
Mikill hvellur varð hins vegar
þegar lagasetningin komst í há-
mæli. Hún snerti einkum blaða-
menn því þeir tíðka það auðvitað
margir hverjir að taka samtöl upp
á band til þess að geta haft rétt
eftir. Ekki er endilega tilkynnt um
slíkt fyrirfram enda mega þeir sem
vanir eru samskiptum við blaða-
menn vita að segulbönd eru iðu-
lega tengd við síma þeirra. Lögin
gerðu því í raun blaðamenn að lög-
brjótum í stórum stíl að viðlagðri
refsingu. Það var því ekki að undra
að í janúar árið 2000 sendi stjórn
Blaðamannafélags Íslands frá sér
ályktun þar sem mótmælt var van-
hugsaðri og illa undirbúinni laga-
setningu sem hefti störf blaða-
manna.
Ekki hald í tilskipun
Því var borið við í fyrstu að laga-
breyting þessi hefði verið nauðsyn-
leg vegna tilskipunar Evrópusam-
bandsins. Eins og Páll Sigurðsson
prófessor sýnir fram á í nýlegri
grein (Hljóðritun símtala og ann-
ars talaðs máls, Afmælisrit Þórs
Vilhjálmssonar, Bókaútgáfa Ora-
tors 2000, bls. 441-456) fær þetta
ekki staðist. Tilskipunin (97/66/EB
um vernd persónupplýsinga í fjar-
skiptum) leggur enga skyldu á ríki
til að hefta heimild manna til að
hljóðrita símtöl sem þeir taka sjálf-
ir þátt í með lögmætum hætti. Þar
er hins vegar fjallað um bann við
hlerun símtala og hljóðritana af
hálfu þriðja aðila. Ekki hefur held-
ur verið hægt að benda á neitt
annað land í Evrópu sem farið hef-
ur inn á þessa braut. Ákvæði af
þessu tagi kom til umræðu í Nor-
egi en hlaut ekki brautargengi eins
og fram kemur í grein Páls.
Meirihluti samgöngunefndar Al-
þingis áttaði sig á því hver mistök
höfðu verið gerð og flutti frumvarp
síðastliðið vor þar sem lagt var til
að nýja ákvæðið yrði hreinlega
fellt úr gildi. Ekki vannst þó tími
til að afgreiða þá tillögu.
Lagst undir feld
Eftir að hafa lagst undir feld
flutti samgönguráðherra nýtt
frumvarp um þetta efni nú í haust
sem varð óbreytt að lögum síðast-
liðinn föstudag. Var þar mildað
nokkuð hið fortakslausa bann við
hljóðupptöku símtala án samþykkis
viðmælanda. Við fyrrgreint ákvæði
bættist eftirfarandi:
„4. Aðili þarf þó ekki að tilkynna
sérstaklega um upptöku samtals
þegar ótvírætt má ætla að viðmæl-
anda sé kunnugt um hljóðritunina.
5. Þrátt fyrir 3. mgr. er opinber-
um stofnunum heimilt að hljóðrita
samtöl er þeim berast þegar slík
hljóðritun er eðlilegur þáttur í
starfsemi stjórnvalds og nauðsyn-
leg vegna þjóðar- og almannaör-
yggis. Um fyrirkomulag hljóðrit-
unar og kynningu hennar fyrir
almenningi og starfsmönnum
stofnunar skal fara eftir skilyrðum
sem Persónuvernd kann að setja.
6. Úrvinnsla hljóðritana sam-
kvæmt grein þessari skal vera í
samræmi við lagaákvæði um per-
sónuvernd og meðferð persónu-
upplýsinga.“
Bæði í greinargerð og framsögu-
ræðu ráðherra eru færð ýmis rök
fyrir því að halda hinu umdeilda
ákvæði til streitu. Þótt þau rök
hafi dugað til að snúa meirihluta
samgöngunefndar er vert að skoða
þau aðeins nánar. Þannig segir að
frumvarpið sem varð að lögum sé
„í samræmi við tilskipun ESB“.
Það er líklega rétt að frumvarpið
sé ekki brot á tilskipuninni en hins
vegar mælir tilskipunin alls ekki
fyrir um ákvæði af þessu tagi eins
og áður segir. Þá er því haldið
fram að það sé ein „meginregla
mannréttindaákvæða, þar á meðal
stjórnarskrár Íslands, mannrétt-
indasáttmála Evrópu og tilskipana
ESB um vernd friðhelgi einkalífs-
ins á sviði fjarskipta, … að per-
sónuupplýsinga verði ekki aflað án
vitneskju viðkomandi einstak-
lings“. Það kann að vera rétt út af
fyrir sig en sá sem talar við annan
mann í síma er auðvitað ekki að
afla persónuupplýsinga án vitn-
eskju hins jafnvel þótt upptöku-
tæki sé í gangi. Þetta eru því ekki
rök fyrir ofangreindu ákvæði.
Einnig var vitnað í dóma Mann-
réttindadómstóls Evrópu en þeir
eiga ekki vel við því þar var um
það að ræða að lögregla væri að
afla sönnunargagna í sakamáli en
ekki samtöl milli tveggja einstak-
linga sem slíkra.
Virðingarverð
sjónarmið
Það er vissulega virðingarvert
að halda fram sjónarmiðum per-
sónuverndar með þeim hætti sem
fylgismenn laganna gera. Eins og
fjallað hefur verið um í fyrri skrif-
um á þessum vettvangi stafar ein-
staklingnum í nútímasamfélagi
hætta af skráningu persónuupplýs-
inga með ýmsum hætti. Fyllsta
ástæða er til að vera á varðbergi
gagnvart leynilegum hljóð- og
myndupptökum. Er víða svo komið
að það eru fáir staðir eftir þar sem
fólk er óhult ef svo má að orði
komast.
Hins vegar virðast menn hafa
misst sjónar á þeirri gullvægu
reglu (sem ætti að hanga uppi inn-
römmuð í Alþingishúsinu) að eigi
beri að setja lög nema nauðsyn
krefji, allra síst refsilög. Heim-
spekingar mundu orða það svo að
ekki eigi að skerða frelsi borg-
aranna nema að því marki sem
nauðsyn beri til að verja frelsi ann-
arra. Enga slíka nauðsyn ber hér
til. Blaðamenn eru vissulega engir
englar en engin dæmi hafa verið
nefnd um að hljóðritanir símtala,
sem fyrst og fremst fara fram á
fjölmiðlunum, hafi verið misnotað-
ar. Mig rekur minni til að eitt slíkt
mál hafi komið til kasta siðanefnd-
ar Blaðamannafélags Íslands og
var úr því leyst á þeim vettvangi
eins og vera ber. Þar fyrir utan er
það ekki upptakan sjálf sem veldur
skaða heldur það hvernig hún er
notuð og þar koma önnur lög til
skjalanna eins og hegningarlög og
lög um vernd persónuupplýsinga
og standa fyllilega fyrir sínu.
Það getur líka verið varasamt
fyrir ríkið að hlutast til um einka-
málefni manna eins og tveggja
manna tal og það siðferði sem þar
ríkir. Vissulega getur það verið
ósæmilegt að taka upp samtöl án
þess að viðmælandinn viti af en
það er ekki þar með sagt að leggja
beri refsingu við því. Blaðamaður
sem ryfi trúnað við viðmælanda
sinn yrði líka fljótur að missa það
traust sem hann þarf að geta notið.
Blaðamenn hafa því hag af því að
haga sér siðlega í þessum efnum.
Nefna má hliðstætt dæmi um það
hvenær löggjafinn ætti að sitja á
sér (og refsivendinum!). Sumir
hafa sjálfsagt lent í því að viðmæl-
andinn leyfir öðrum sem staddir
eru með honum í herbergi að
hlusta á samtal. Það er auðvitað
ókurteisi að skýra ekki fyrirfram
frá slíku en þar með er ekki sagt
að það eigi að leggja refsingu við
því.
Ófyrirséðar afleiðingar
Þá geta lögin eins og þau voru
samþykkt haft ófyrirséðar afleið-
ingar. Hagsmunir manna af því að
taka símtöl upp geta nefnilega veg-
ið þyngra en hugsanlegir hags-
munir viðmælandans af því að fá
vitneskju um upptökuna. Það á til
dæmis við um fórnarlömb ofsókna.
Að þessum meinbug á lögunum er
reyndar vikið í nefndaráliti meiri-
hluta samgöngunefndar þar sem
segir að hann líti svo á að það
„nægi fórnarlambi persónuofsókna
að tilkynna ofsækjanda það í eitt
skipti fyrir öll að samtöl þeirra
verði tekin upp“. Maður spyr sig,
hvers vegna í ósköpunum er yf-
irleitt þörf á að vara þá við sem
beita hótunum? Það getur auðvitað
orðið til þess að viðkomandi fari
aðrar leiðir í ofsóknum sínum en
fórnarlambið sitji eftir án sönn-
unargagna sökum einskærrar lög-
hlýðni. Og hvernig á fórnarlambið
að sanna að það hafi varað ofsækj-
andann við ef ekki má taka upp
fyrr en að viðvörun lokinni?
Lögin valda einnig vafa um
stöðu blaðamanna. Verða þeir að
tilkynna í upphafi símtals að upp-
taka fari fram? Ef svo er þá veldur
það auðvitað óþarfa stirðleika í
samskiptum blaðamanna og við-
mælenda þeirra. Ráðherra og
meirihluti samgöngunefndar hafa
komið fram með þá útleggingu að
blaðamönnum nægi að birta al-
menna tilkynningu um að slíkar
hljóðritanir fari að jafnaði fram.
Hvernig á slík almenn tilkynning
að koma í staðinn fyrir siðferð-
iskennd hvers og eins blaðamanns
sem ætti auðvitað ein að ráða
hvernig hann kemur fram við við-
mælendur sína? Ef um raunveru-
lega hagsmuni viðmælenda væri að
ræða, að upptaka skyldi aldrei fara
fram án vitneskju þeirra, ætti slík
almenn tilkynning auðvitað heldur
ekki að duga. Þarna er komið ná-
lægt hinu svokallaða ætlaða sam-
þykki sem gengur hugsanlega á
sumum sviðum en ekki þessu.
Þessi opinbera lögskýring gerir
það einnig að verkum, eins og
nokkrir stjórnarandstöðuþingmenn
bentu á í vikunni sem leið, að
blaðamenn mega taka upp símtöl
án þess að láta vita en viðmælend-
urnir mega það ekki. Jafnvel
blaðamenn sjá að það er ekkert
réttlæti.
Að lokum má nefna dæmi um
háttsemi sem kannski er ekki til
sérstakrar eftirbreytni en kalla má
hrekklaust grín sem engin ástæða
er til að banna. Á dögunum heyrði
ég í þýska útvarpinu samtal þar
sem útvarpsmaður hafði hringt í
sjónvarpsstöð þar í landi og þóttist
vilja vera með í þættinum „Hver
vill græða milljón?“. Lét hann eins
og í honum toguðust á gróðavonin
og óttinn við að verða að athlægi
vegna fákunnáttu sinnar. Var sam-
talið hið kostulegasta en konan
sem varð fyrir svörum gerði sér
augljóslega ekki grein fyrir hvern-
ig í pottinn var búið. Grín af þessu
tagi er væntanlega ólöglegt í ís-
lenskri lögsögu eftirleiðis!
Morgunblaðið/Ásdís
Höfundur er lögfræðingur hjá
Evrópuráðinu. Skoðanir sem kunna
að koma fram í þessari grein eru al-
farið á ábyrgð höfundar. Vinsamleg-
ast sendið ábendingar um efni til
pall@evc.net.
Alþingi hefur með nýrri
lagasetningu mildað
nokkuð fortakslaust
bann við hljóðupptöku
símtala án samþykkis
viðmælanda. Hinu um-
deilda ákvæði er engu
að síður haldið til
streitu.
Erfitt að draga í land
Lög og réttur
eftir Pál
Þórhallsson