Morgunblaðið - 29.04.2001, Síða 26
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. APRÍL 2001 29
VORIÐ hefur nú endan-lega skriðið úr felummeð tilheyrandi fugla-söng og um leið spretta
upp fölleitar manneskjur í öllum
þessum görðum þar sem þögnin hefur ríkt ein
í allan vetur. Einn af vorboðum síðari ára er
Vika bókarinnar, sem nú er nýlokið. Þar var
að vanda efnt til ýmissa viðburða til að vekja
athygli á bókinni sem slíkri, bókmenntum og
skáldunum, svo sem vert er.
Þessi vikulanga dagskrá er að því er ég veit
best séríslenskt fyrirbæri, þótt vel sé hugs-
anlegt að eitthvað í þessa veru sé gert í öðrum
löndum. Tilefnið er Alþjóðadagur bókarinnar,
23. apríl, sem haldinn er hátíðlegur að frum-
kvæði UNESCO, Menningarmálastofnunar
Sameinuðu þjóðanna. Það er sérkennileg og
um leið afar viðeigandi tilviljun að þessi dagur
er einnig fæðingardagur Halldórs Laxness,
þess íslensks rithöfundar sem af öðrum ber
síðustu aldirnar.
En hvað eru menn að vilja upp á dekk með
bókaskruddur á þessu vori, þegar allir alvöru-
menn eiga að vera að undirbúa sig undir enda-
lok góðærisins, til dæmis með því að afneita
öllum möguleikum á slíku.
Það er vegna þess að bókin er mikilvæg. Ég
á ekki við sögulegt mikilvægi bókmennta fyrir
okkur Íslendinga, sem varla verður deilt um,
svo augljóst sem það er hvernig fornar sögur
okkar og kvæði voru andlegt haldreipi for-
feðra okkar í kuldalegu baslinu við að lifa af á
þessu landi og eina vísbendingin um hugs-
anlega möguleika þeirra á mannlegri reisn og
innihaldsríku lífi.
Ég er í fullri alvöru að tala um
bókina í samtímanum. Aflið sem
kviknar í langsljóum heilabúum
okkar, þegar við fetum okkur
alein inn í heim, sem við verðum sjálf að skapa
og skilgreina út frá orðum höfundarins, heim
sem við getum ætíð leitað til, jafnvel löngu eft-
ir að lestrinum sjálfum er lokið.
Bók er í vissum skilningi yfirvofandi slys. Í
hvert sinn sem lesandi opnar bók vonast hann
í raun til þess að verða fyrir guðdómlegu og
undursamlegu slysi. Að veröldin eins og hann
þekkir hana breytist með afgerandi hætti, að
hann verði sjálfur aldrei samur.
Lesandinn vonar að allar bækur semhann hefur áður lesið hljóti að verðaað þjappa sér saman á hillunni, færa
sig úr rykföllnum stað sínum og sanna gildi
sitt á nýjan leik. Þetta gerist ekki alltaf. Ekki
einu sinni oft. En stundum. Og það er nóg.
Þegar þetta gerist, þegar sjálf sýn okkar á
veröldina tekur stakkaskiptum fyrir tilverkn-
að bókar, hefur ákveðið undur átt sér stað.
Það er svo á okkar valdi hvernig við förum
með það. Hvort við afneitum því, gleymum því
eða leitumst við að útbreiða það sem okkur
finnst vera fagnaðarerindi verksins, svo aðrir
megi njóta þess sama.
Hvað sem við ákveðum að gera má af þessu
öllu ráða að bækur og höfundar eru mikilvæg
fyrirbæri, allan ársins hring. Sá fyndni og gáf-
aði höfundur, Kurt Vonnegut, hefur lýst mik-
ilvægi listamanna og þar með auðvitað höf-
unda með þeim hætti að líkja þeim við
kanarífugla, sem á einkar vel við nú, þegar
fuglar tísta sem ákafast utan við gluggana
okkar, á meðan við hópumst á ferðaskrifstof-
ur til að koma okkur suður í álfur og burt.
Vonnegut vitnar til þess að fyrir dagahátækninnar gat það verið erfitt þeg-ar unnið var í námum djúpt í jörð, að
átta sig á því hvort loftið þar niðri væri eitrað,
eins og stundum getur gerst. Svo sem kunn-
ugt er getur eiturgas verið algerlega lyktar-
laust og því gat það komið fyrir að námamenn
uggðu ekki að sér og unnu baki brotnu í ban-
eitruðu lofti þar til allt í einu, að líkamar
þeirra þoldu ekki meir og þeir dóu með hak-
ann í höndunum.
En menn fundu leið til að verjast þessu.
Hún fólst í því að kanarífuglar í búrum voru
hafði meðferðis niður í námurnar. Þar eð önd-
unarfæri þeirra og líkamar voru margfalt við-
kvæmari en mannanna þoldu þeir minna af
eitrinu. Með því að fylgjast með kvakinu í búr-
unum gátu mennirnir forðast dauðann.
Á sama hátt telur Vonnegut að höfundar og
aðrir listamenn hafi grundvallarhlutverki að
gegna í veröldinni. Þar eð þeir séu sífellt með
hugann við ástand heimsins, við hamingju,
vonir, sorgir og þrár, við lífið og dauðann, séu
þeir næmari en aðrir fyrir því sem gengur á
umhverfis okkur og þannig megi lesa úr verk-
um þeirra sama mikilvæga varúðarkvakið og
varð námamönnum einatt til lífs hér áður fyrr.
Leggið eyrun við kvakinu. Ekki bara áþessu fagra vori, heldur ævinlega.Hættan er ekki alltaf sýnileg. Það er
aldrei að vita hvenær það skiptir sköpum að
hlusta, að lesa, að gefa skáldunum gaum.
Raddir vorsins
Við eigum að leggja eyrun við, segir Sveinbjörn I.
Baldvinsson í tilefni af viku bókarinnar. Það er
aldrei að vita hvenær það skiptir sköpum að hlusta,
að lesa, að gefa skáldunum gaum.
HUGSAÐ
UPPHÁTT
Þarftu að stinna
og þétta húðina?
Silhouette verkar
kröftuglega og gefur
frábæran árangur á
skömmum tíma.
20% afsláttur
Apótekið Smiðjuvegi
Miðvikudaginn 2. maí
Apótekið Mosfellsbæ
Fimmtudaginn 3. maí
Apótekið Hafnarfirði
Föstudaginn 4. maí
Kynningar kl. 14-18
Súrefnisvörur
Karin Herzog
Switzerland
Símar 557 2000 og 557 7100
Skemmuvegi 36 Bleik gata
Kópavogi
Þakrennur
og rör
frá...
Þakrennur