Morgunblaðið - 29.04.2001, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 29.04.2001, Qupperneq 27
30 SUNNUDAGUR 29. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ I. Í Herðubreiðarlindir sumrin 1939 og 1940. Eitt af skyldustörfum okkar ung- linganna í Vogum í Mývatnssveit var að færa Reykhlíðungum fjall- skilaseðilinn, sem sendur hafði verið hefðbundna boðleið frá Geiteyjar- strönd, en fjallskila- seðill er skrá um fjall- skil hvers bónda, hvar og hvernig þau skuli gerð. Forvitnilegast þótti okkur sá þáttur seðilsins, þar sem stóð: „Grafarlönd–Herðu- breiðarlindir–sex dag- ar.“ Fé sótti mjög í lindirnar, því þar voru hagar góðir og það svo, að það var vandamál að reka lömbin til byggða, því þau voru orðin svo feit, að þau gáfust iðulega upp. Varð þá stundum að skera dilkana og reiða skrokkana til byggða, sem ekki var auðvelt. Þetta bjarg- aðist þó oftast því tiltölulega fátt fé hætti sér svo langt inn á öræfin sem lindirnar eru. Okkur dreymdi þann draum að komast einhvern tíma í þessa vin, sem svo mikið hafði verið látið af – sjálfar Herðubreiðarlindir. Og nú virtist draumur okkar ætla að rætast því könnunarleiðangur undir forystu Ólafs Jónssonar (1895–1980) framkvæmdastjóra Ræktunarfélags Norðurlands, hafði fundið færa öku- leið í Herðubreiðarlindir, þótt Lindá væri að vísu mjög erfið á stundum og botn viðsjárverður. Leiðin fannst sumarið 1937 svo sem um getur í III. bindi Ódáðahrauns. Ferðafélag Akureyrar fór síðan fyrstu hópferð- ina í Herðubreiðarlindir sumarið 1938. II. Mývetningar ætluðu sér ekki að verða lengi eftirbátar Akureyringa og þann 16. júlí 1939 leggja 5 bílar með 90 manns upp í ferð suður á öræfi. Þetta voru „boddíbílar“, þ.e. hálfkassabílar, sem tóku um fimm manns í sæti, auk „boddís“ á bílpall- inum, sem tók um 12–16 manns í sæti. Bílstjórar hafa sennilega verið þessir: Illugi Jónsson frá Reykjahlíð (1909–1989), Sigurður Stefánsson frá Haganesi (1905–1991), Óskar Ill- ugason frá Reykjahlíð (1913–1990), Karl Jakobsson á Narfastöðum í Reykjadal (1901–1986), Sigurður Lúther Vigfússon á Fosshóli í Bárð- ardal (1901–1959). Aðalhvatamaður að ferð Mývetn- inga var Jónas Hallgrímsson (1877– 1945) bóndi í Vogum, en hann var einn Hallgrímssona, sem bjuggu í þríbýli í Vogum um þetta leyti. Ég dvaldi hjá Þórhalli, en þriðji bróð- irinn var Sigfús. Mér var ekki kunnugt um neinar heimildir um ferðina 1939, þar til fyrir skömmu, að ég rakst á greinina „Öræfaferð“ eftir Ás- rúnu Árnadóttur frá Garði, sem þekktari var sem Ása á Kálfa- strönd, ráðskona Valdimars Halldórs- sonar bónda þar, sem betur var þekktur sem Valdi Ítalíufari og ég hefi ritað um fyrr á árinu (Minningar úr Mývatnssveit I) í Mbl. 4. febrúar sl., bls. 42. Grein Ásrúnar birtist í Tímaritinu Hlín, 41. árg. árið 1959, bls. 106–109. Þar er lýst helstu áföngum á leið- inni frá Reykjahlíð í Herðubreiðar- lindir og var fyrst áð við Austara- selslind. Í Austaraseli hafði búið árin 1870–72 Sigurjón Guðmunds- son (1836–1919) faðir þeirra bræðra Sigfinns (1865–1940) og Helga (1867–1957) er lengst bjuggu á Grímsstöðum við Mývatn og Fjalla- Bensa (1876–1946). Sessunautur Ásu hafði dvalið sín fyrstu bernsku- ár í Austaraseli, svo það hefur hlotið að vera Sigfinnur eða Helgi, því Bensi fæddist ekki fyrr en 1876. Harðbýlt var fyrir Sigurjón og fjöl- skyldu hans í Austaraseli, en ennþá harðbýlla í Hlíðarhaga, þar sem þau bjuggu áður, árin 1869–1870. Næsti áfangi er Hrauntagl, þar sem gengið er upp einstigi: „Þá er sem opnist bjargið og komið er inn í Álfahöll,“ ritar Ása. Þaðan var ekið fram hjá Hrossaborg, Glæðum og Vörðu- kambi. Við Ferjufjall hið forna er áð og beðið eftir að bílalestin sameinist. III. Nú er komið að Lindá, hinum mikla farartálma. Forystubíllinn með Ásu festist í ánni, bjarga verður öllum út úr bílnum, en hraustir menn eiga ekki í neinum erfiðleikum með að bjarga a.m.k. konunum úr bílunum, þótt peysufötin byrgi stundum útsýni til bakkans hinum megin. Einhverjar sagnir eru til um, að Siggi Lúther hafi borið Fjalla- Bensa yfir ána, en dottið með hann á bólakaf. Ég man glöggt eftir þessari festu og gott ef Haraldur bróðir tók ekki mynd af Valda á Kálfaströnd að pissa í Lindána, eins og hún hefði ekki verið nógu vatnsmikil fyrir... Skotfæri var fyrir bílana frá Lind- ánni að Herðubreiðarlindum, en alla leið varð ekki komist á bílunum, því á ein varð þar til hindrunar og var vaðið yfir hana og slegið upp tjöld- um í þessari frægu vin. IV. Nú fórum við Haraldur bróðir að skoða Eyvindarkofa, sem þá var svo til óskemmdur, hvað sem nú er. Tær lind er í gólfinu, svo haganlega virkj- uð að ein hella er tekin upp og þá er vatnsbólið tiltækt. Mynd af okkur bræðrum í Eyvindarkofa var til, en er nú glötuð, svo mynd af Fjalla- Bensa verður að duga í staðinn. Þannig lýsir Ása för sinni niður í kofann: „Ég er látin síga niður af sterkum höndum og aftur dregin upp. Hvert mannsbarn er snortið af þeim minningum, sem koma fram úr djúpi hugans, þjáningum útlagans, tíðarandanum, sem þá ríkti og olli slíkum ófögnuði.“ Í lækjum, sem um lindirnar renna var talsvert af bleikju, allt að 3 punda. Þær tóku menn með ullarvettlingum, svo ger- samlega voru lindirnar ósnortnar þá. V. Sumarið eftir, árið 1940 var aftur farið í Herðubreiðarlindir og var það að því er mig minnir á vegum Ungmennafélags Mývetninga. Þá ætluðum við Ármann Pétursson (Manni) í Reykjahlíð (f. 1924) að Bárður Sigurðsson Fjalla-Bensi með sauðinn Eitil, hundinn Leó og skeggið (málverk af Mývatnssveit í baksýn). Ólafur Jónsson, Ódáðahraun III. Fjalla-Bensi í Eyvindarkofa 1939 (farið er niður um þakið í kofann). Ólafur Jónson, Ódáðahraun III. Bíllinn A-80 fastur í Lindá árið 1937 (í könnunarleiðangrinum). Mynd úr Landið þitt, Ísland Herðubreið og Herðubreiðarlindir. Minningar úr Mývatns- sveit II Hraustir menn eiga ekki í neinum erfiðleik- um með að bjarga a.m.k. konunum úr bíl- unum, segir Leifur Sveinsson, þótt peysu- fötin byrgi stundum útsýni til bakkans hinum megin. Leifur Sveinsson                                                                        !   "!        !  #            

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.