Morgunblaðið - 29.04.2001, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 29.04.2001, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. APRÍL 2001 33 Að sama skapi er allt of algengt að stjórnmála- menn reyni að komast undan gagnrýni á sjálfa sig og eigin stjórnarhætti með því að varpa sökinni á einhverja illskilgreinanlega „alþjóðavæðingu“. Hvor skyldi nú þegar upp er staðið eiga meiri sök á bágu hlutskipti franskra bænda á borð við Jose Bové, frönsk stjórnvöld eða „alþjóðavæðingin“? Alþjóðavæðing og þróunarríkin Einhver algengasta röksemdin er heyrist gegn alþjóðavæðing- unni er að hún sé þró- unarríkjum óhagstæð. Slík sjónarmið voru hávær í Seattle og eru oftar en ekki meginþemað í and- stöðunni við aukna fríverslun. Mótmælendur vilja ekki frjálsa verslun heldur „sanngjarna“ verslun. Það er forvitnilegt að velta því fyrir sér hvort al- þjóðavæðing komi þróunarríkjum vel eða illa. Vissulega má gagnrýna margt í sambandi við það, hvernig ýmsar alþjóðastofnanir hafa komið fram gagnvart þróunarríkjum. Ekki síst hafa Alþjóða- bankinn og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sætt vax- andi gagnrýni fyrir þá stefnu er þær stofnanir hafa framfylgt. Þá er varla deilt lengur um mikil- vægi þess að afskrifa skuldir fátækustu ríkjanna að miklu og stundum öllu leyti. Það breytir þó ekki því að alþjóðavæðingin er helsta tækifæri þessara ríkja til að brjótast út úr viðjum fátæktar. Besta dæmið um það er hvernig ríkjunum í suðausturhluta Asíu hefur á nokkrum áratugum tekist að skipa sér í hóp með ríkustu þjóðum heims fyrir tilstuðlan alþjóðlegra við- skipta. Taívan, Japan, Suður-Kórea, Taíland, Mal- asía og Singapúr eru lifandi dæmi þess hvernig al- þjóðleg viðskipti geta stuðlað að hagvexti og velmegun. Enn eitt dæmið er svo sú þróun er átt hefur sér stað í Kína. Sá ótrúlegi hagvöxtur sem þar hefur verið síðastliðinn áratug er einungis til- kominn vegna þess að svæði í suðurhluta landsins hafa verið opnuð fyrir erlendum fjárfestingum og viðskiptum. Röksemdir þeirra sem telja aukna fríverslun og alþjóðavæðingu bitna á þriðja heiminum eru yf- irleitt að stórfyrirtæki nýti sér ódýrt vinnuafl í þróunarríkjum og níðist á starfsfólki þar. Arður- inn sé síðan fluttur úr landi og lítið sé skilið eftir annað en hugsanleg umhverfisspjöll. Oft heyrist einnig að setja beri ýmis siðferðileg skilyrði fyrir fríverslun, s.s. að ekki megi nota vinnuafl barna eða að uppfylla verði ákveðin umhverfisleg skil- yrði. Þegar betur er að gáð kemur aftur á móti í ljós að rök sem þessi þjóna ekki þróunarríkjum heldur ríku iðnríkjunum. Enginn mótmælir því að kaup og kjör séu lakari í þróunarríkjun en í iðnríkjunum og að fram- leiðslukostnaður sé þar af leiðandi lægri þar. Það hefur hins vegar verið sýnt fram á það með fjöl- mörgum rannsóknum að þau kjör sem starfs- mönnum alþjóðlegra fyrirtækja bjóðast eru nær undantekningarlaust mun betri en almennt geng- ur og gerist í þessum ríkjum. Stórfyrirtækin stunda vissulega enga góðgerðarstarfsemi enda markmið þeirra að hagnast en ekki að bæta heim- inn. Þau eru aftur á móti vör um sig og viðkvæm fyrir gagnrýni heima fyrir. Ef upp kemst að stór- fyrirtæki hefur níðst á starfsfólki eða umhverfinu á fjarlægum slóðum getur það haft afdrifaríkar af- leiðingar fyrir þau á hinum mikilvægu mörkuðum þeirra í Bandaríkjunum og Evrópu. Fjárfesting erlendra stórfyrirtækja er skref í átt út úr fátæktargildrunni fyrir þróunarríkin. Markmið þeirra sem berjast gegn slíku virðist hins vegar vera að tryggja vel borguð störf í iðn- ríkjunum á kostnað fátæku ríkjanna. Það er gert með því að gera kröfu um að sömu staðlar gildi um t.d. félagsleg réttindi, vinnuvernd og umhverfis- mál í þróunarríkjum og í iðnríkjunum. Þótt vissu- lega hljómi það ekki vel að leggjast gegn til dæmis aukinni vinnuvernd eða réttindum starfsfólks má ekki gleyma því að slíkir hlutir gerast á löngum tíma. Það velmegunarstig sem við búum við er af- leiðing langrar efnahagslegrar og pólitískrar þró- unar. Ef við ætlum að gera þá kröfu að ríki í þriðja heiminum, sem búa við svipuð kjör og við gerðum fyrir rúmri öld, uppfylli sömu skilyrði og við og það strax erum við í raun að dæma þau úr leik. Við erum að setja þröskuldinn það hátt að hann verður óyfirstíganlegur, við erum að festa þessi ríki í fá- tæktinni. Þetta gerum við einnig með öðrum hætti. Iðn- ríkin hafa verið fús til að auka fríverslun á þeim sviðum sem þeim hentar en þegar kemur að póli- tískt viðkvæmum sviðum er dyrunum lokað. Þró- unarríkin stunda flest lítinn útflutning á þróuðum iðnvarningi eða hugbúnaði. Atvinnuvegir eru frumstæðir og landbúnaður skipar mikilvægan sess í þjóðartekjum þeirra. Ríku löndin leggja hins vegar mikla áherslu á að vernda sinn eigin land- búnað og hafa neitað að opna markaði sína fyrir ódýrum landbúnaðarafurðum frá þróunarríkjun- um ef þær ógna þeirra eigin framleiðslu. Við Ís- lendingar erum þar engin undantekning. Þar með erum við að koma í veg fyrir að þróunarríkin nái að styrkja efnahag sinn með því að selja þær vörur, sem þau framleiða og eru samkeppnishæf- ar á alþjóðlegum markaði. Við getum reynt að gera okkur í hugarlund hver þróunin hefði verið á Íslandi ef við hefðum ekki fengið aðgang að mörkuðum í Evrópu og Banda- ríkjunum fyrir sjávarafurðir okkar vegna þess að ofurkapp hefði verið lagt á að vernda evrópskan og bandarískan sjávarútveg fyrir erlendri sam- keppni. Auður og velmegun verða einungis til með framleiðslu og viðskiptum. Það er hægt að fella niður allar skuldir þróunarríkja og dæla þangað endalausu fjármagni í þróunaraðstoð. Forsenda þess að t.d. niðurfelling skulda komi að einhverju gagni er að ríkin taki upp skynsamlega stefnu í efnahagsmálum og að þau eigi aðgang að mörk- uðum. Það stoðar lítt að fella niður skuldir ef af- raksturinn hverfur í hít spillts embættiskerfis, hernaðaruppbyggingu eða vasa valdhafa. Sorgleg- asta dæmið er Afríka sem situr eftir í eymd meðan önnur ríki heims bæta kjör sín. Mikilvægi frjálsra við- skipta Það má færa sterk rök fyrir því að það sé einkanlega hagsmuna- mál fátækustu ríkj- anna að skipulagðar viðræður um alþjóð- lega fríverslun komist á skrið á nýjan leik. Þessi ríki hafa ekki burði til að knýja í gegn markaðs- aðgang upp á eigin spýtur. Hættan er sú að í fram- tíðinni muni byggjast upp svæðisbundinn fríversl- unarsvæði í auknum mæli, með skýrt afmörkuðum ytri landamærum. Segja má að Evr- ópusambandið og EES-svæðið sé eitt slíkt svæði. Það getur einnig verið að hið ameríska fríversl- unarsvæði, sem nú er stefnt að, muni þróast í þá átt. Auðvitað eru knýjandi rök fyrir því að tvö öfl- ug efnahagssvæði sem þessi geri með sér sam- komulag um sameiginlegan markaðsaðgang. Og enginn getur sniðgengið hin öflugu ríki Asíu á borð við Japan og Kína. En hver ætlar að standa vörð um hagsmuni fátækari ríkja í t.d. Asíu og Afríku? Er ekki hætt við að þau verði utanvelta ef fríverslunarsamningar færast af vettvangi al- þjóðasamtaka á borð við WTO og verði í auknum mæli tvíhliða samningar? Með því að berjast gegn auknu frelsi í alþjóð- legum viðskiptum er verið að gera þróunarríkj- unum bjarnargreiða. Það er verið að loka á einu leið þeirra til auðlegðar. Bandaríski hagfræðingurinn Jeffrey Sachs, sem er prófessor í hagfræði við Harvard-háskóla, hefur bent á að í samtímasögunni sé ekki að finna eitt einasta dæmi um að ríki hafi náð að þróast efnahagslega án þess að stunda viðskipti við önnur ríki og með samruna við hið alþjóðlega efnahags- kerfi. Alþjóðavæðingin er óhjákvæmileg, enda að mörgu leyti afsprengi tækniþróunar, sem ekki verður stöðvuð. Við getum aftur á móti haft áhrif á hvernig alþjóðavæðingin þróast, þar með talið hvort hún eigi að ná til heimsins alls eða hvort við viljum útiloka ákveðinn hluta heimsbyggðarinnar frá þessari þróun í nafni „sanngjarnrar“ viðskipta- stefnu. Morgunblaðið/RAX Grágæsir við Hornafjörð. Það má færa sterk rök fyrir því að það sé einkanlega hags- munamál fátækustu ríkjanna að skipu- lagðar viðræður um alþjóðlega fríversl- un komist á skrið á nýjan leik. Laugardagur 28. apríl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.