Morgunblaðið - 29.04.2001, Síða 34

Morgunblaðið - 29.04.2001, Síða 34
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. APRÍL 2001 37 ✝ Margrét Jóns-dóttir fæddist á Þingvöllum í Helga- fellssveit 5. apríl 1907. Hún lést á Dvalarheimilinu Víðihlíð, Grindavík, 21. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jón Sigmunds- son frá Akureyjum, Breiðafirði, f. 22.9. 1870, og Kristín Jónsdóttir frá Sel- látri, Breiðafirði, f. 13.10. 1873. Þau hjónin voru lengst af kennd við Gilsbakka á Sandi. Bróðir Margrétar var Kristjón, f. 2.1. 1897, d. 13.5. 1983, og uppeld- issystir Sólveig Andrésdóttir, f. 2.5. 1905, d. 25.12. 1990. Margrét giftist Þórði Elíssyni, fyrrum sjó- manni og útgerðarmanni, 26.4. 1930, en hann var sonur Elísar Gíslasonar, bónda í Vatnabúðum í Eyrarsveit, og Vilborgar Jóns- dóttur frá Helgafelli í Helgafells- sveit. Elsta barn Margrétar er Hilmar Ölver Sigurðsson, f. 4.9. 1928, nú búsettur í Svíþjóð. Börn Margrétar og Þórðar eru Kristín Dagbjört, húsmóðir, f. 18.7. 1931, búsett í Njarðvík, gift Óskari Guðmundssyni, skipasmið; Vil- borg Katrín, ljósmóðir, f. 5.5. 1933, ekkja eftir Reymond Petit, sendiráðsfulltrúa Frakklands, er nú búsett í Njarðvík; Jón Sigmundur bif- vélavirki, f. 20.5. 1934, kvæntur Guð- ríði Vilmundardótt- ur, búsettur í Njarð- vík; Steinþór Breið- fjörð prestur, f. 29.8. 1937, búsettur í Njarðvík, kvæntur Lilju Guðsteinsdótt- ur kennara; Margrét Þórunn hárgreiðslu- dama, f. 19.6. 1947, gift Gunnari Oddi Sigurðssyni, fyrrum stöðvar- stjóra Flugleiða, búsett í Kópa- vogi. Margrét útskrifaðist sem ljós- móðir frá Ljósmæðraskóla Ís- lands tvítug að aldri, og starfaði síðan sem ljósmóðir á Snæfells- nesi til ársins 1944, þegar fjöl- skyldan fluttist til Njarðvíkur. Í rúmlega 30 ár sinnti Margrét síð- an ljósmóðurstarfinu í hinum ýmsu umdæmum á Suðurnesjum. Þau hjónin gerðu sér heimili á Þórshamri, þ.e. Þórustíg 9, Njarð- vík, árið 1944 og þar bjuggu þau þar til fyrir nokkrum árum að þau fluttust í Víðihlíð í Grindavík. Útför Margrétar fer fram frá kirkjunni í Ytri-Njarðvík mánu- daginn 30. apríl kl. 14. Nú er elsku móðir mín horfin af sjónarsviðinu. Guð hefur veitt henni hina hinstu hvíld sem ég veit að hún þráði svo mjög. Elsku pabbi, nú ert þú búin að missa þín stóru ást, ég þakka þér fyrir hana mömmu mína og fyrir uppeldið á mér, það var gott að alast upp hjá ykkur á Þórustígn- um í ytri Njarðvík, þaðan á ég hinar bestu minningar ævi minnar, sem enn ylja mér. Móðir mín, besta móðir í heimi, var ekki bara móðir okkar systkinanna, heldur líka ljósmóðir hvorki meira né minna en 3000 barna. Hún stóð oft í ströngu, öslandi í snjó og regnstormum, til þess að taka á móti nýju lífi, aldrei sá á henni þreytumerki er hún kom heim eftir vel heppnaða för, til þess að sinna okkur systkinunum og vinna heimil- isstörfin. Alltaf var hún í sínu góða og elskulega skapi, en ákveðin við okk- ur. Ég er þakklátur fyrir að hafa átt hana fyrir móður. Aðstæður mínar varna mér þess að fylgja henni hina hinstu för, en ég verð með ykkur í anda, pabbi minn og systkini mín, ég bið Guð að styrkja ykkur og vernda Hilmar Sigurðsson, Gautaborg. Elskuleg tengdamóðir mín er búin að fá langþráða hvíld, en nýlega var haldið upp á níutíu og fjögurra ára af- mæli hennar. Þótt hún væri búin að vera lasburða um langan tíma fylgd- ist hún nákvæmlega með hvað var að gerast hjá allri stórfjölskyldunni og var óspör á að segja okkur hvernig við ættum að leysa hin ýmsu vanda- mál sem upp komu. Ég kynntist Margréti fyrst er ég sem 16 ára unglingur gat ekki farið heim til Vestmannaeyja í páskafrí heldur varð að dveljast á Hlíðardals- skóla ásamt nokkrum skólafélögum. Steinþór sonur hennar ákvað að vera með okkur á skólanum þessa frídaga. En Margrét bauð okkur þá öllum að koma og dvelja á heimili þeirra Þórð- ar í Njarðvíkum. Jón sonur hennar kom og sótti okkur á nýjum og fínum bíl og við dvöldum öll í góðu yfirlæti um páskana í Þórshamri. Oft var gestkvæmt í Þórshamri. Það gátu verið sjúklingar að koma í sprautur, sængurkonur í skoðun, ættingjar og vinir að kíkja inn, eða fólk sem leið illa og kom til að fá uppörvun, huggun og bænir. Ég man líka eftir því að hún lánaði stofuna sína húsnæðis- lausri fjölskyldu um tíma. Fyrir utan ljósmóðurstarfið vann Margrét mikið og lengi að líknarstörfum. Í mörg ár tók hún virkan þátt í starfsemi líkn- arfélagsins Alfa á Suðurnesjum en auk þess fór hún í ótal heimsóknir og sendi margar gjafir til þeirra sem höfðu lítið handa á milli eða áttu um sárt að binda. Margrét átti lifandi trú allt frá unga aldri. Aldrei heyrði ég hana bölva eða tala ljótt en nafn Jesú Krists var oft á vörum hennar. Hún kunni ógrynni bæna og versa sem hún var iðin við að kenna börnum sín- um og síðan barnabörnum. Hún sótti kirkju hvenær sem færi gafst en ekki bara á stórhátíðum. Hún átti stór- kostlega trúarreynslu frá starfi sínu sem ljósmóðir. Margar slíkar frá- sagnir sagði hún mér. Ein slík var um er hún var sótt til konu í barnsnauð á Öndverðarnesi. Stuttu eftir að Margrét kom þangað skall á hræði- legt veður, rok og svartabylur með frosti. Konan var orðin nokkuð veik og næsta morgun var barnið enn ekki fætt. Margrét vissi að hún yrði að ná í lækni en enginn var síminn og allt ófært vegna veðurs. En hún vissi um leið sem var fær. Meðan hún hag- ræddi hinni þjáðu konu talaði hún í huganum við Drottin sinn og Frels- ara og sagði honum vandræði sín. Nokkru seinna rofaði til í hríðinni og þau sáu skip alveg uppi við land. Skipinu var gefið merki um að þarna væri hjálpar þörf. Nokkru síðar var bátur settur niður og róið í átt til lands. Heimilisfólkið vissi ekki hvar væri hægt að lenda í þessu aftaka veðri, en Margrét var viss um að Guð myndi sjá fyrir því. Og hann brást ekki. Þarna var vitaskipið Þormóður komið og skipstjórinn var kunnugur öllum staðháttum á nesinu og vissi um líflendinguna. Strax og báturinn var lentur var skipsmönnum sagt frá aðstæðum og óðara héldu þeir út í skipið á ný og sigldu á fullri ferð til Ólafsvíkur og þangað sóttur læknir sem gat bjargað bæði konu og barni. Margrét sagðist hafa verið fullviss um að Guðs hönd hefði þarna stýrt öllu heilu í höfn. Spakmæli og málshætti notaði hún í daglegu lífi til að leggja áherslu á það sem hún vildi segja. „Því áttu svo fátt því þú nýtir ekki smátt,“ sagði hún stundum við mig þegar ég sem ung húsmóðir ætlaði að henda ein- hverju sem mér fannst ónýtt en hún var viss um að hægt væri að lagfæra og nota. „Elsku barnið mitt,“ voru orð sem við, börnin hennar, heyrðum oft. Einnig setninguna: „Ég bið dag- lega fyrir ykkur,“ og við vissum að það voru ekki orðin tóm. Margrét var falleg og glæsileg kona í útliti. Öll framkoma hennar var kærleiksrík, róleg og virðuleg. Hún innrætti af- komendum sínum öllum svo og tengdabörnum mikilvægi þess að sýna kærleika, heiðarleika, trú- mennsku og umhyggjusemi í verki. Nú er hún sofnuð sínum hinsta svefni og við sem elskum hana mun- um sakna hennar. Við getum þó glaðst í þeirri fullvissu að við munum hittast aftur þegar Kristur kemur í annað sinn. Við munum njóta þess að vera saman á hinni nýju jörð þar sem hvorki sjúkdómar né elli kerling geta angrað okkur. Ég kveð tengdamóður mína með ljóði sem móðir mín orti. Vonin, að Guð muni vekja vininn á efsta degi er lyf, sem að græðir og lífgar, er ljósgjafi á ævivegi. Minningar margar – og hlýjar munu í huganum vaka, úr svíðandi sorgarundum sárasta broddinn taka. Gott mun á himnum að hittast þá harmur ei lengur fær ríkja, fyrir Drottins vors dýrðlegan sigur mun dauðinn að eilífu víkja. (Björk.) Lilja Guðsteinsdóttir. Nokkur kveðjuorð um tengdamóð- ur mína sem andaðist 21. apríl á Dval- arheimilinu Víðihlíð, Grindavík. Margrét Jónsdóttir ljósmóðir var mikilsmetin kona og hlaut aðdáun allra er til hennar þekktu. Hún var miklum hæfileikum gædd og per- sónutöfrum, sem helst verður lýst með orðunum góðsemi, hjálpfýsi, heiðarleiki og gleði. Þær voru margar sængurkonurnar sem hún sótti heim á löngum starfsferli, fyrst á Snæfells- nesi þar sem hún ferðaðist um á hvít- um hesti og síðar á Suðurnesjum, en þá voru önnur farartæki komin til sögunnar. Margrét var þekkt fyrir að gefa frá sér fatnað og rúmföt til að hlúa að fátækum og þurfandi. Í starfi sínu við hjúkrun og aðra hjálp virtist hún aldrei verða ráðþrota. Hún var sæmd sem heiðursborgari í sínu byggðarlagi. Þau eru mörg hjörtu mæðra og feðra, sem hún gladdi sem farsæl ljósmóðir um áratugi, en hún mun hafa tekið á móti einhverjum þúsund- um barna. Sjálfur á ég henni margt að þakka og eitt það fyrsta var að taka á móti dóttur okkar á heimili okkar hjóna. Það var mér mikil og ánægjuleg lífsreynsla í næveru snill- ings í sínu fagi. Eftirlifandi eiginmanni, vini mín- um Þórði Elíssyni og þeirra afkom- endum sendi ég innilegar samúðar- kveðjur. Gunnar Oddur. Elsku amma mín, það er svo skrít- ið að hugsa til þess að þú sért farin frá okkur. Þú varst svo góð og blíð kona, það var með eindæmum hvað þú vildir okkur syskinunum vel, alltaf svo áhyggjufull yfir að geta ekki gert nóg fyrir okkur. Ég gat alltaf treyst á það að þú færir með bæn fyrir okkur, það veitti mér mikla huggun. Ég geymi biblíuna sem þú gafst mér, hún geymir þína minningu. Þórustígurinn er mér kær, þaðan koma margar af mínum bestu minn- ingum. Þangað var alltaf gott að koma í heimsókn til þín, það var ekki á nokkurn stað annan eins gaman að koma í heimsókn. Mér leið alltaf vel hjá þér. Ég man svo vel eftir því hvað það var gaman að leika sér með ljósmóð- urdótið þitt. Ég ætlaði að verða ljós- móðir alveg eins og þú. Flestar og margar af skemmtilegustu æsku- minningum mínum eru frá heimsókn- um til þín og afa. Ég á margar hlýjar minningar um þig sem ég mun alltaf geyma í hjarta mér. Ég hugsa til þín með miklum sökn- uði. Ég elska þig af öllu mínu hjarta. Því að þín vegna býður hann út englum sínum til þess að gæta þín á öllum vegum þínum. (Sálm. 91, 11.) Sigurdís. Þegar ég leyst verð þrautunum frá, þegar ég sólfagra landinu á lifi og verð mínum lausnara hjá, þá verður dásamleg dýrð handa mér. Ástvini sé ég, sem unni ég hér, árstraumar fagnaðar berast að mér. Blessaði frelsari, brosið frá þér, það verður dásamleg dýrð handa mér. ( L.H.) Á morgun kveðjum við hana ömmu mína í Njarðvík. Margs er að minnast um hana ömmu, en eitt stendur þó upp úr og er það trúin. Guð lék stórt hlutverk í hennar lífi og ég veit að hún bað til hans á hverjum degi og bað hún þá fyrir fjölskyldunni allri sem hefur stækkað mikið með árun- um. Það var henni alltaf gleðiefni þegar hún frétti að nýtt langömmu- barn var á leiðinni og komu ljósmóð- urhæfileikar hennar sér vel þegar velt var vöngum yfir því af hvoru kyni barnið yrði. Það sýndi sig á endanum að það var þess virði að hlusta á það sem amma sagði enda margfróð kona sem lét ekkert í mannlífinu framhjá sér fara. Afkomendur hennar voru hennar stolt og yndi og hún spilaði stóran þátt í lífi okkar allra þar sem hún sýndi áhuga og hluttekningu í einu og öllu. Þær eru ófáar minningarnar sem ég á úr Þórustígnum hjá afa og ömmu, allar góðar. Kvöldbæn, morg- unbæn, lambalæri, soðin ýsa og þús- undkall í lófann; þetta eru allt minn- ingarbrot frá heimsóknum til ömmu og hvernig var annað hægt en að láta sér líða vel i hennar umsjá og návist. Góðmennska og umhyggjusemi eru orð sem best fá lýst hennar persónu og með þessum orðum kveð ég þig elsku amma. Blessuð sé minning þín. Sigþór. Elsku amma Margrét. Ég veit að það var búið að vera erfitt að vera svona veik. Það var nú bara gott fyrir þig að fá að fara því þú varst orðin svo lasin, en ég grét mjög mikið þegar mamma og pabbi sögðu mér að þú værir dáin, því ég hafði ekki séð þig í langan tíma. Manstu eftir því þegar við vorum að koma til þín og afa í heimsókn, þá gafstu okkur alltaf nammi og við gátum talað saman. En nú ertu farin frá okkur og mundu að við munum sakna þín mjög mikið. Nú ertu komin upp til englanna sem þú talaðir alltaf svo mikið um við okkur. Guð geymi þig og varðveiti þig. Kristur minn, ég kalla á þig, komdu að rúmi mínu. Gakk þú inn og geymdu mig Guð í faðmi þínum. Í Jesú nafni amen. Þín barnabarnabörn, Sonja Ósk og Eyjólfur. Ef nokkru sinni hefur verið engill á jörð, þá var það hún Margrét Jóns- dóttir ljósmóðir. Annarrar eins blíðu hefi ég aldrei orðið aðnjótandi, nema hjá móður minni. Sú var tíðin að ég þurfti oft að leita til Margrétar, við ræddum vandamálið og fór ég ætíð hressari í anda út frá henni en þegar ég kom. Ég veit að það voru fleiri sem hún studdi með ráðum og dáð og sem í dag hugsa til hennar með þakklæti. Margrét tók á móti tveim af sonum mínum, öðrum í heimahúsi við erfiðar aðstæður, hinum á sjúkrahúsi við erf- iða fæðingu á afmælisdegi hennar, 5. apríl 1959, því var sjálfsagt að dreng- urinn yrði skírður í höfuðið á henni, reyndar líka í höfuðið á eldri syni hennar sem var heimilisvinur okkar. Og var drengurinn því skírður Hilm- ar Grétar. Margrét Jónsdóttir var stórbrotin og mikilhæf kona. Andi hennar er Guði falinn. Blessuð sé minning hennar. Moldin er þín. Moldin er góð við börnin sín. Sólin og hún eru systur tvær en sumum er moldin eins hjartakær því andinn skynjar hið innra bál sem eilífðin kveikti í hennar sál og veit að hún hefur alltaf átt hinn örláta, skapandi gróðrarmátt og gleður þá sem gleðina þrá gefur þeim öll sín blóm og strá allt sem hún á. Moldin er þín. Moldin er trygg við börnin sín sefar allan söknuð og harm og svæfir þig við sinn móðurbarm. Grasið hvíslar sitt ljúfasta ljóð á leiðinu þínu, moldin er hljóð og hvíldin góð. (Davíð Stefánsson.) Kæri Þórður og fjölskylda. Fyrir mína hönd og sona minna sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Kristín Gestsdóttir. MARGRÉT JÓNSDÓTTIR 3  $  /       .  #   $$ #     .              *C 9 51 "/ "%8  #!&6,# ) #!+  3D # # / 0  /      $1 ' 4 55       0  !      1   5   & 1 1 # 4# *# *:6, !,&& 7&# -& $#! 0# *:6, !,&& #+.! $!! 5, *:6, !! 04 $# # !,&& 0 # *6%+ *:6, !,&& -!&6 )!+  #  " $ 0# *:6, !,&& @"# 6,!! 8##8% $ 8##8##8%/

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.