Morgunblaðið - 29.04.2001, Side 38
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. APRÍL 2001 41
Borgartúni 22
105 Reykjavík
Sími 5-900-800
OPIN HÚS Í DAG
Falleg og björt 90 fm. 4ra herb.
Íbúð á 3. hæð í góðu húsi.
Rúmgott eldhús og allt nýtt á
bað. Parket og flísar á gólfum.
Fallegt útsýni, suðursvalir. Mjög
barnvænt umhverfi, stutt í skóla.
Húsið nýlega tekið í gegn (2000).
Áhv. 4 millj. bygg.sj. (ekkert
gr.mat), verð kr. 10,8 millj.
brunab.mat kr.11,2 millj. Getur
losnað fljótlega. Helena og Þorri sýna í dag á milli kl. 15 og 17.
HRAUNBÆR 16 , REYKJAVÍK
Mjög góð 4ra herb. 98,7 fm íbúð
á 1.hæð góðu fjölbýli. 3 herb.,
stofa, eldhús og baðherbergi.
Þvottahús og búr innan íbúðar.
Suðvestur svalir. Parket og flísar á
gólfum. Stórt þvottahús og búr
innan íbúðar. Baðherbergi,
flísalagt í hólf og gólf, baðkar og
ágæt innrétting, gluggi.
BLOKKIN VAR MÁLUÐ OG YFIR-
FARIN FYRIR TVEIMUR ÁRUM
AÐ SÖGN EIGANDA OG SAMEIGN Í FYRRA. NÝLEG TEPPI Á
SAMEIGN GÓÐ EIGN Á BESTA STAÐ Í KÓPAVOGINUM Áhv. 4,8millj.
Verð 12,3millj. Ólafur og Guðrún sýna eignina í dag milli kl. 14 -16.
FURUGRUND 79 - KÓPAVOGI
FÍFUSEL 41
Björt og rúmgóð íbúð á rót-
grónum stað í Breiðholtinu.
Komið inn í parketlagt hol
með fatahengi. Til vinstri af
holi er parketlögð stofa og
borðstofa, bjartar og rúm-
góðar. Útgengt út á suður-
svalir úr stofu. Fram af holi
er gott eldhús með fallegri
innréttingu, tengi fyrir
þvottavél, gólf er flísalgt. Rúmgóður parketlagður borðkrókur
er fram af eldhúsi. Tvö góð herbergi með parketi á gólfi og svo
rúmgott svefnherbergi með miklu skápaplássi og dúk á gólfi.
Baðherbergi er ný tekið í gegn, flísalagt í hólf og gólf, sturt-
uklefi og baðkar með góðri innréttingu, hiti í gófi. Sameign er
snyrtileg og góð, teppi á stigagangi. Sameiginleg hjóla-
geymsla og sameiginlegt þvottahús, hver með sína vél. Sér
geymsla fylgir íbúð í sameign. Eigninni fylgir 27,4 fm bílskýli
með þvottaaðstöðu. Húsið er ný tekið í gegn að utan og klætt.
Hörður og Guðrún taka vel á móti ykkur
milli kl. 13.00 og 17.00 í dag.
GULLENGI 15
Falleg íbúð í Engjahverfi í
Grafarvogi. Íbúðin sjálf er
111,5 fm og er 4ra herb.
Geymsla í sameign er 4,4 fm.
Íbúðin skiptist í flísalagt and-
dyri og miðrými með góðum
fataskáp, út frá því eru þrjú
mjög góð svefnherb. sem eru
öll flísalögð og hjónaherb. er
með stórum klæðaskáp.
Baðherb. er rúmgott með flísum í hólf og gólf, þar er baðkar með
sturtuaðstöðu og lítill skápur undir handlaug. Þvottahús er inn í
íbúð og er flísalagt með aðstöðu fyrir barkaþurrkara. Eldhús er
með kork á gólfi og innrétting er glæsileg með sprautulökkuðum
hurðum og fallegum við, góð AEG-tæki og keramik-helluborð með
gufugleypi yfir. Góður borðkrókur með litlu búri innaf. Stofa er
mjög rúmgóð og björt með fallegu merbau-parketi og innaf stofu
er gott sjónvarpshorn, einnig með merbau-parketi. Útgangur á
góðar suð-vestursvalir sem eru flísalagðar. Gluggar eru í þrjár áttir
í íbúðinni. Þetta er mjög góð eign sem er í litlu fjölbýli sem er í
toppstandi og sameign til fyrirmyndar. Góður garður í kring sem er
með leiktækjum fyrir börn. Bílskúrsréttur fylgir að 23 fm bílskúr og
eru hugmyndir um að fara að ráðast í þá framkvæmd innan
skamms. ÁHVÍLANDI ERU 6,4 M. í húsbréfum með 5,1% vöxt-
um. Einnig áhvílandi lífeyrissj.lán, 1,3 m. Verð 14.3 m.
Opið hús í dag, sunnudaginn 29. apríl, frá kl. 13—17.
Bára og Gunnar taka vel á móti ykkur.
Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði Til sölu sérlega björt og falleg
4ra herbergja 104 fm íbúð á 3ju
(efstu) hæð í 6 íbúða fjölbýli á
einum vinsælasta staðnum í
Kópavogi. Glæsilegt útsýni.
Geymsluloft auk geymslu í kjall-
ara. Suðvestursvalir. Tvö svefn-
herbergi. Hiti í gangstétt. 28 fm
bílskúr. Verð 15,9 millj.
Arnarsmári 20, Kóp. - m. bílsk.
Opið hús í dag milli kl. 13 og 17
Gunndór og Guðrún taka vel á móti áhugasömum
væntanlegum kaupendum.
Verið velkomin eða nánari upplýsingar í síma 564 4511.
Nýkomin glæsileg 4ra herb. 110
fm íbúð á þriðju hæð (efstu) í
góðu litlu fjölbýli á þessum frá-
bæra stað við hraunið. Rúmgóð
herb., stórt eldhús, þvottaherb. í
íbúð. Glæsilegt útsýni. Verð 14,2
millj. Áhvílandi byggingarsj. 5,8
millj. Laus strax.
Suðurvangur 19a, Hf. - 4ra
Opið hús í dag milli kl 14 og 16
Erla og Grétar taka vel á móti fólki í dag.
Nýkomið í einkasölu fallegt parh.
á þessum frábæra stað. Húsið er
um 70 fm að grunnfleti, hver
hæð, auk þess hefur verið inn-
réttað skemmtilegt herb. í risi. 3
góð herb. og sjónvarpshol á efri
hæð. Eldhús, stofa og borðstofa
á neðri hæð. Góður 21 fm bíl-
skúr. Gróinn garður. Áhvílandi
húsbréf. Verð 21 millj. 80956
Þverás, Rvík - parhús
OPIÐ HÚS Í DAG
frá kl. 14-16
Mávahlíð 15
Risíbúð LAUS STRAX. Sérlega falleg og björt 2ja
herbergja risíbúð á góðum stað. Parketlagt hol,
parketlögð stofa, parketlagt svefnherbergi, eldhús
með góðri innréttingu, (nýr ískápur fylgir ) flísalagt
baðherbergi með baðkari. Áhvílandi í bygg.sjóð og
húsbréf ca 3,4 milljónir Verð 8,2 milljónir.
Borgarfasteignir, Vitastíg 12,
símar 561 4270 og 896 2340
Jóhannes Ásgeirsson hdl., lögg. fasteignasali
F A S T E I G N A S A L A
SUÐURLANDSBRAUT 10, 2. HÆÐ F/OFAN BLÓMASTOFU FRIÐFINNS, 108 REYKJAVÍK
SÍMI 533 1616 FAX 533 1617
netfang: lundur@f-lundur.is - heimasíða:www.f-lundur.is
ÞVERHOLT - LYFTA - BÍLSKÝLI
SOGAVEGUR - EINBÝLI M.BÍLSKÚR
OPIÐ Á LUNDI Í DAG KL. 12-14
Mjög góð 3ja herbergja íbúð á 2. hæð í lyftublokk.Vandaðar
innréttingar og parket. Stórar suðursvalir. Bílskýli. Íbúðin er laus
strax. Verð 11,5 millj.
Snoturt 106 fm einbýlishús ásamt 32 fm bílskúr á stórri hornlóð.
Góðir möguleikar á stækkun, m.a. lyftingu á þaki og
viðbyggingu. Verð 14,9 millj.
Þannig munum við minnast Sigmars.
Hann var ákaflega stoltur af börn-
unum öllum, góður eiginmaður, faðir
og afi einstaklega hjálpfús og góður
heim að sækja. Við minnumst Sig-
mars með þakklæti fyrir ógleyman-
leg kynni og góðar stundir.
Fyrir okkar hönd og fjölskyldna
okkar vottum Gyðu og fjölskyldu
hennar djúpa og einlæga samúð og
hluttekningu á kveðjustund.
Kristín og Sigríður.
Nú er dáinn samstarfsmaður okk-
ar og einlægur vinur, Sigmar Sig-
urðsson frá Gljúfri. Kynni okkar hóf-
ust þegar hann vann hjá Trésmiðju
Hveragerðis við að skipta um gler í
gluggum orlofshúsanna í Ölfusborg-
um. Árið 1984 var Sigmar ráðinn til
starfa með okkur við umsjónarstörf í
Ölfusborgum þegar erfið veikindi
voru að hefjast í fjölskyldu okkar.
Fljótlega kom í ljós að Sigmar var
ekki þessi venjulegi starfsmaður,
enda hafði hann verið bóndi og alist
upp við sveitastörf. Starfið hans varð
eins og okkar, það sem þurfti að gera
var gert án þess að hugsa um tím-
ann, veður eða svefn. Vinnan er lífið,
nýtni er dyggð var viðhorfið. Fjöl-
skylda okkar varð eins og fjölskylda
hans. Hann varð alltaf til staðar er á
þurfti að halda. Sigmar var glaðlynd-
ur og hlýr, erfiðleikar voru til að
sigrast á, brosandi. Þannig minn-
umst við hans. Tinna og Bjarney
hnoðuðust í fangi hans þegar tæki-
færi gafst sem hann væri þeirra ljúfi,
hlýi og glaðværi afi. Aldrei virtist
Sigmar þreyttur á þeim. Á þessum
árum voru námskeið á vegum
Félagsmálaskóla alþýðu, að auki
dvöldu kórar og hópar í æfingabúð-
um um helgar á veturna að ógleymd-
um hefðbundum dvalargestum sem
margir mynduðu kunningsskap við
Sigmar. Fjölskrúðugt mannlíf var
því til staðar, fólk úr allri flóru
mannlífsins sem Sigmar hafði sam-
skipti við. Að meðaltali dvöldu um
fimm þúsund manns á ári í Ölfus-
borgum, við kynntumst því mörgum
og var í mörg horn að líta. Sigmar
var víðlesinn og þekkti vel til á Ís-
landi og naut þess að tala við gesti
víðs vegar að, oftast þekkti hann til
staðhátta og gat myndað tengsl því
hann þekkti einnig mikið til fólks og
ætta.
Sigmar sagðist vera morgunhani.
Oft þegar hann kom í vinnuna kl. 8
að morgni var hann búinn að lesa í
tvo til þrjá tíma. Hann kunni að fara
með vísur, það var unun að heyra
hann segja frá, hann dró hvergi und-
an og var hreinskiptinn. Það var oft
mikið hlegið, lífið er dásamlegt var
máltækið. Þótt vinnudagurinn væri
oft langur var greiðvikni Sigmars
þannig að hann var oft að aðstoða
vini og kunningja eftir vinnu. Verkin
þvældust ekki fyrir honum og hann
gekk látlaust til verks og leysti það.
Sambandið við fjölskyldu Sigmars
hefur verið lærdómsríkt og gefandi.
Við létum af störfum á sama tíma í
Ölfusborgum 1995. Síðan þá höfum
við búið í sömu götu og verið í nánu
sambandi. Sigmar gerði ekki mikið
úr veikindum sínum og þó svo að við
vissum um alvarleika þeirra, kom
það okkur í opna skjöldu að hann
skyldi hverfa svo fljótt eftir tveggja
daga legu á sjúkrahúsi. En þetta er
gangur lífsins. Við erum þakklát fyr-
ir að hafa fengið að lifa með Sigmari,
njóta hjálpsemi hans og góðvilja. Við
söknum hans sárt.
Elsku Gyða, Óttar, Davíð, Guðrún
og fjölskyldur, við vottum ykkur
samúð okkar. Megi allar góðar vætt-
ir styrkja ykkur í sorginni.
Ármann Ægir, Móna,
Tinna og Bjarney.
FASTEIGNIR mbl.is