Morgunblaðið - 29.04.2001, Side 47
DAGBÓK
50 SUNNUDAGUR 29. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Skipin
Reykjavíkurhöfn:
Stapafell og Selfoss
koma í dag. Selfoss fer
á morgun.
Hafnarfjarðarhöfn:
Hvítanes og Plútó fara í
dag. Selfoss kemur á
mánudag.
Mannamót
Aflagrandi 40. Á morg-
un kl. 8.45 leikfimi, kl.
10 boccia, kl. 14 félags-
vist, kl. 12.30 baðþjón-
usta. Verslunarferð í
Hagkaup í Skeifunni
miðvikudaginn 2. maí kl.
10. Kaffiveitingar í boði
Hagkaups, Skráning í
afgreiðslu s. 562-2571.
Árskógar 4. Á morgun
kl. 9 opin handa-
vinnustofan, penna-
saumur og perlusaumur,
kl. 10.15 leikfimi, kl. 11
boccia, kl. 13.30 félags-
vist, kl. 13 opin smíða-
stofan/útskurður, kl.
13.30 félagsvist, kl. 16
myndlist, kl. 9 hár- og
fótsnyrtistofur opnar.
Bólstaðarhlíð 43. Á
morgun kl. 9–16 handa-
vinna, kl. 9–12 búta-
saumur, kl. 10 sam-
verustund, kl. 13
bútasaumur.
Eldri borgarar í Mos-
fellsbæ, Kjalarnesi og
Kjós. Félagsstarfið
Hlaðhömrum er á
þriðjud. og fimmtud. kl.
13–16.30, spil og föndur.
Uppl. hjá Svanhildi í s.
586-8014 kl. 13–16.
Tímapöntun í fót-, hand-
og andlitssnyrtingu,
hárgreiðslu og fótanudd,
s. 566 8060 kl. 8–16.
Félag eldri borgara í
Kópavogi. Félagsvist í
Gullsmára 13 á mánud.
kl. 20.30. Fótaaðgerða-
stofan opin frá kl. 10.
Skrifstofan Gullsmára 9
er opin á morgun kl.
16.30–18, s. 554 1226.
Félag eldri borgara,
Garðabæ. Munið vor-
ferðina til Vest-
mannaeyja 16.–18. maí,
kl. 10.30 frá Kirkjuhvoli,
farmiðar seldir á skrif-
stofu félagsins í Kirkju-
hvoli, neðri hæð, mánu-
daginn 30. apríl kl.
10–12 fyrir hádegi. Nán-
ari uppl. hjá Arndísi í s.
565-7826, eða 895-7826.
Félagsstarf aldraðra,
Lönguhlíð 3. Á morgun
kl. 8 böðun, kl. 9 fótaað-
gerð og myndlist, kl.
9.30 hjúkrunarfræð-
ingur á staðnum, kl. 10–
13 verslunin opin, kl.
11.10 leikfimi, kl. 13
handavinna og föndur,
kl. 13.30 enska, fram-
hald.
Félagsstarf aldraðra,
Dalbraut 18–20. Á
morgun kl. 9 böðun, kl.
9.45 leikfimi, kl. 9 hár-
greiðslustofan opin.
Félag eldri borgara í
Hafnarfirði, Hraunseli,
Reykjavíkurvegi 50. Á
morgun, mánudag,
verða púttæfingar í
Bæjarútgerðinni kl. 10–
11:30. Tréútskurður í
Flensborg kl. 13.
Félagsvist kl. 13:30.
Lokað á þriðjudag, 1.
maí. Skoðunarferð í
Þjóðmenningarhúsið 10.
maí, skráning hafin í
Hraunseli sími 555-
0142.
Málverkasýning Sig-
urbjörns Kristinssonar
verður í Hraunseli fram
í maí. Félagsheimilið
Hraunsel er opið alla
virka daga frá kl. 13–17.
Kaffiveitingar kl. 15–16.
Félag eldri borgara í
Reykjavík, Ásgarði,
Glæsibæ. Kaffistofan er
opin virka daga frá kl.
10–13. Matur í hádeg-
inu. Félagsvist í dag kl.
13.30. Dansleikur í
kvöld kl. 20. Caprý tríó
leikur fyrir dansi.
Mánudagur: Brids kl.
13. Danskennsla fellur
niður. Söngvaka kl.
20.30, umsjón Sig-
urbjörg Hólmgríms-
dóttir. Þriðjudagur:
Skák og alkort fellur
niður. Miðvikudagur:
Göngu-Hrólfar fara í
létta göngu frá Hlemmi
kl. 9.45. Ath. Brids verð-
ur miðvikudaginn 2. maí
kl. 13 í stað fimmtudags,
vegna þings Lands-
sambands eldri borgara.
Miðvikudaginn 9. maí.
Garðskagi-Sandgerði-
Hvalnes. Fuglaskoðun.
Brottför frá Glæsibæ kl.
13. Skráning hafin. Silf-
urlínan opin á mánudög-
um og miðvikudögum
frá kl. 10–12. Ath. Opn-
unartíma skrifstofu
FEB er frá kl. 10–16.
Upplýsingar í síma
588 2111.
Gerðuberg, félagsstarf.
Á morgun. Á morgun kl.
9–16.30 vinnustofur
opnar, frá hádegi spila-
salur opinn, dans hjá
Sigvalda fellur niður,
veitingar í kaffihúsi
Gerðubergs. Á morgun
er heimsókn í Dóm-
kirkjuna í Reykjavík,
umsjón sr. Jakob Ágúst
Hjálmarsson. Kaffiveit-
ingar í Ráðhúsi Reykja-
víkur.
Félagsstarf aldraðra,
Háteigskirkju. Spilað í
Setrinu mánudaga kl.
13–15, kaffi. Miðviku-
dagar kl. 11–16 bæna-
stund, súpa í hádeginu,
spilað frá kl. 13–15,
kaffi.
Félagsstarfið, Hæð-
argarði 31. Á morgun
kl. 9–16.30 opin vinnu-
stofa, handavinna og
föndur, kl. 9 hár-
greiðsla, kl. 14 félags-
vist.
Gjábakki, Fannborg 8.
Á morgun er handa-
vinnustofan opin, leið-
beinandi á staðnum frá
kl. 9–17, kl. 9.30 gler og
postulínsmálun, kl. 13.30
lomber og skák.
Hraunbær 105. Á morg-
un kl. 9 postulínsmálun,
perlusaumur og korta-
gerð, kl. 10.30 bæna-
stund, kl. 13 hár-
greiðsla, kl. 14
sögustund og spjall.
Hvassaleiti 56–58. Á
morgun kl. 9 böðun,
fótaaðgerðir, keramik,
tau- og silkimálun og
klippimyndir, kl. 10
boccia, kl. 13 spilað.
Norðurbrún 1. Á morg-
un verður fótaaðgerða-
stofan opin kl. 9–14,
bókasafnið opið kl. 12–
15, ganga kl. 10.
Vesturgata 7. Á morg-
un kl. 9 fótaaðgerðir og
hárgreiðsla, kl. 9.15
handavinna, kl. 10
boccia, kl. 13 kóræfing,
kl. 12.15 danskennsla,
framhald, kl. 13.30 dans-
kennsla, byrjendur.
Sýning á vatns-
litamyndum(frum-
myndum) eftir Erlu Sig-
urðardóttur úr bókinni
„Um loftin blá“ eftir
Sigurð Thorlacius verð-
ur frá 30. mars til 4. maí
alla virka daga frá kl. 9–
16.30. Allir velkomnir.
Vitatorg. Á morgun kl.
9 smiðjan og hár-
greiðsla, kl. 9.30 bók-
band, bútasaumur og
morgunstund, kl. 10
fótaaðgerðir, kl. 13
handmennt, kl. 13 leik-
fimi, kl. 13 spilað.
Gullsmárabrids. Brids-
deild FEBK í Gullsmára
býður alla eldri borgara
velkomna að brids-
borðum í félagsheim-
ilinu að Gullsmára 13 á
mánudögum og fimmtu-
dögum. Mæting og
skráning kl. 12.45. Spil
hefst kl. 13.
GA-fundir spilafíkla,
eru kl. 18.15 á mánudög-
um í Seltjarnar-
neskirkju (kjallara), kl.
20.30.
Samtök þolenda kyn-
ferðislegs ofbeldis eru
með fundi alla mánu-
daga kl. 20 á Sól-
vallagötu 12, Reykjavík.
Stuðst er við 12 spora
kerfi AA-samtakanna.
Orlofsnefnd húsmæðra
í Kópavogi. Vegna for-
falla eru tvö sæti laus í
helgaferð um Snæfells-
nes, m.a. farið á Snæ-
fellsjökul og í Flatey á
Breiðarfirði. Uppl. hjá
Birnu s. 554-2199. Örfá
sæti laus í dvöl að Laug-
arvatni uppl. hjá Ólöfu,
s. 554-0388.
Kristniboðsfélag karla
fundur verður Kristni-
boðssalnum Háaleit-
isbraut 58–60 mánud-
kvöldið 30. apríl kl. 20.
Friðrik Hilmarsson sér
um fundarefnið. Allir
karlmenn velkomnir.
Hana-nú Kópavogi.
Spjallkvöld verður í
Gjábakka mánudags-
kvöld kl. 20. Rætt m.a.
um sumardagskrána,
sögu og framtíð Hana-
nú. Sýndar verða víd-
eómyndir frá liðnum ár-
um. Allir velkomnir.
Íslenska bútasaums-
félagið. Sýning verður
laugardaginn 5. maí kl.
14 í Ráðhúsi Reykjavík-
ur á verkum félags-
manna. Opið daglega kl.
12–18 til 13. maí. Laug-
ard. 12. maí verður aðal-
fundur Íslenska búta-
saumsfélagsins á
Hallveigarstöðum, Tún-
götu 14, kl. 12:45.
Helgina 12.–13. maí
verður bútasaumshátíð
félagsins í Hússtjórn-
arskólanum, Sól-
vallagötu 12. Þar verða
stutt námskeið, kynning
bútasaumsverslana og
kaffi og vöfflur síðdegis
báða dagana. Skráning-
arfrestur er til 1. maí.
Uppl. s. 551-8619, 564-
2715 og halhar@mmedi-
a.is.
Í dag er sunnudagur 29. apríl
119. dagur ársins 2001. Orð dags-
ins: Hann mettar þig gæðum,
þú yngist upp sem örninn.
(Sálm. 103, 5.)
LAUGARDAGINN 21.
apríl sl. kl. rúmlega 11 að
morgni dags keyrði ég sem
leið liggur út úr bænum.
Þegar ég nálgaðist Elliða-
árnar kom stór gámaflutn-
ingabíll inn á hraðbrautina
frá hægri. Við það var ekk-
ert að athuga annað en
það, að hann var fullur af
rusli og engin yfirbreiðsla
til varnar því að pappír og
annað létt rusl fyki út í
veður og vind. Þegar ég sá
að ein hlið úr pappakassa
bjó sig til flugs, beið ég
ekki boðanna, gaf stefnu-
ljós og beygði inn í Elliða-
árdalinn en flutningabíll-
inn hélt áfram ferð sinni
upp Ártúnsbrekkuna. Á
hlið flutningabílsins stóð
Hreinsun og flutningur svo
og símanúmer. Ég hugsaði
með mér að seint yrði
Reykjavík hreinleg borg ef
sóðaskapur af þessu tagi
fengi að viðgangast.
Kt. 190923-4799.
Áheit á
Þinghólskirkju
AFKOMENDUR heiðurs-
hjónanna Sigurgarðs
Sturlusonar úr Vatnsdal,
Patreksfirði, og Viktoríu
Bjarnadóttur, Vindheim-
um í Tálknafirði, hafa heit-
ið 300.000 kr. á Þinghóls-
kirkju í Tálknafirði. Segja
þau það þakkir fyrir upp-
eldið á Eysteinseyri við
Tálknafjörð.
Æfingasvæði
fyrir nýnema
MAÐUR hafði samband
við Velvakanda og vildi
koma á framfæri að það
vantar stórlega svæði til
æfingaaksturs fyrir ný-
nema. Það er löngu orðið
tímabært að eitthvað sé
gert í þessum málum. Fólk
er að laumast á bílaplön
fyrir framan stórmarkaði
og lofa nýnemum að æfa
sig.
Þakkir til Þróttar
ÉG vil þakka nýjum for-
manni Þróttar fyrir við-
brögð við bréfi mínu í Vel-
vakanda, föstudaginn 27.
apríl sl., þar sem hann kom
og færði mér stóran blóm-
vönd og við gerðum út um
málin. Það sem ég vildi að-
allega fá frá Þrótti var svar
við spurningunni; var verið
að selja fyrir Þrótt eða
ekki? Svo var ekki, heldur
var nafn þeirra notað í
blekkingarskyni. Því segi
ég enn og aftur „enga pen-
inga fyrr en þið sjáið vör-
una“.
Ingibjörg Jónasdóttir
Hátúni 10, Reykjavík.
Að gæta hagsmuna
skattgreiðenda
MIÐVIKUDAGINN 25.
apríl sl. var frétt í hádeg-
isfréttum Ríkisútvarpsins
um tilboð til Innkaupa-
stofnunar Reykjavíkur-
borgar vegna gangstéttar-
hellna við Hallgrímskirkju.
Samkvæmt fréttinni var
tveim lægstu tilboðunum
hafnað en þriðja lægsta
tekið vegna þess að þar
virtist vera um gerviverk-
taka að ræða. Það er gott
að heyra að til séu opinber-
ar stofnanir úti um allan
bæ sem gæta hagsmuna
skattgreiðenda.
Guðmundur.
Fangelsi – en
ekki hótel
HAFIÐ þið heyrt annað
eins? Fangar kröfðust þess
að fá að hafa Netið til þess
að geta stjórnað eiturlyfja-
flutningi til landsins og til
þeirra sjálfra í leiðinni.
Gestir þeirra geta fært
þeim eitur því að þeir
krefjast þess að gestir
þeirra fái að hitta þá í eigin
persónu en ekki í gegnum
gler. Eiga fangarnir sjálfir
að fara með stjórn í fang-
elsinu? Það lítur út fyrir
það, því að þeir geta líka
notað símann allan sólar-
hringinn. Það er eins og
þessir menn gisti á fjög-
urra stjörnu hóteli en séu
ekki í fangelsi.
Hvenær ætla stjórnend-
ur á Stöð 2 að átta sig á því
að Fóstbræður eru ekki
fyndnir fyrir fimm ára.
Það eru ef til vill unglingar
sem geta hlegið að þeim,
því að maður veit að ung-
lingar geta oft hlegið að
hvaða vitleysu sem er.
Valborg.
Hraðakstur
á Akureyri
MAÐUR á Akureyri hafði
samband við Velvakanda
og vildi taka undir með
konunni sem skrifaði í Vel-
vakanda miðvikudaginn
25. apríl sl. um hraðakstur
á Akureyri. Þetta er mikið
vandamál hér í bænum og
lögreglan er alveg ósýni-
leg. Ég hélt að það kæmu
einhverjar breytingar með
nýjum yfirlögregluþjóni en
ekkert hefur breyst. Einn-
ig verð ég aldrei var við
lögreglu á leiðinni á milli
Akureyrar og Reykjavíkur
en þá leið keyri ég oft á ári.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Út í veður
og vind
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 165 kr. eintakið.
Víkverji skrifar...
UMRÆÐA um gin- og klaufaveikivar mikil hér á landi á dögunum,
eftir að sjúkdómsins varð fyrst vart í
Bretlandi, en Víkverja finnst eins og
hún hafi minnkað verulega upp á síð-
kastið.
Sjúkdómurinn er afar skæður og
víða um lönd hefur verið gripið til
harðra aðgerða í því skyni að reyna að
koma í veg fyrir að hann berist þang-
að. Dæmi um það eru Bandaríkin og
Víkverji heyrði ekki betur í útvarps-
frétt en að Karl Bretaprins yrði að
sætta sig við – eins og það var orðað –
að stíga á sótthreinsimottur í heim-
sókn sinni til Kanada vegna sjúk-
dómsins heima fyrir.
Hér heima var líka blásið í lúðra í
upphafi og þegar framkvæmdastjóri
NATO, Robertson lávarður, sem er
einmitt Breti, kom til landsins í byrj-
un mars steig hann fyrstur manna á
sótthreinsimottur sem komið hafði
verið fyrir í flugstöð Leifs Eiríksson-
ar. Þegar Víkverji kom til landsins frá
Englandi síðar í sama mánuði voru
engar slíkar mottur sjáanlegar, en
flugfreyja tilkynnti hátíðlega í hátal-
arakerfi Flugleiðavélarinnar að bækl-
ingum yrði dreift til farþega þegar
þeir gengju frá borði í Keflavík.
Þegar gengið var úr vélinni stóðu
tvær flugfreyjur við dyrnar og Vík-
verja sýndist þær halda á einhverjum
bæklingi – líklega þeim sem áður var
getið, þar sem fróðleikinn um gin- og
klaufaveikina var að finna – en þeim
sem fóru út á undan Víkverja var ekki
afhentur slíkur bæklingur og honum
var ekki boðið að þiggja eintak. Þegar
komið var inn í flugstöðina blöstu við
tveir pappakassar, sem í var mikið af
áðurnefndum bæklingum, engum til
gagns.
Víkverja fannst þetta furðulegt, og
nokkrir Íslendingar sem komið hafa
að utan upp á síðkastið hafa haft orð á
því við Víkverja að þeim finnist lítið
gert til að fræða ferðamenn um hætt-
una.
Hvers vegna þetta kæruleysi? Það
er til lítils að prenta fína bæklinga ef
fólk fær þá ekki í hendur. Og hvers
vegna eru ekki sótthreinsimotturnar
enn fyrir hendi þegar komið er frá
Englandi? Er hættan ef til vill liðin
hjá að mati íslenskra yfirvalda?
x x x
VÍKVERJI hefur fylgst af mikilliathygli með úrslitakeppni Ís-
landsmóts karla í handknattleik og
haft mjög gaman af. Hann sér ekki
betur en að fram á sjónarsviðið séu að
koma margir bráðefnilegir og
skemmtilegir ungir leikmenn.
Það er ekki síst lið KA sem hefur
hrifið Víkverja. Þar er að finna
nokkra leikmenn sem eflaust eiga eft-
ir að ná langt í íþróttinni. Gaman er að
Akureyringar skuli loks hafa eignast
„alvöru“ markvörð, þar sem Hörður
Flóki Ólafsson er, Halldór Sigfússon
er mjög góður leikstjórnandi og
strákar eins og Jónatan Magnússon,
Heimir Árnason og Arnór Atlason
hafa verið liðinu mjög mikilvægir.
Unun hefur til dæmis verið að fylgjast
með Jónatan í vörn; hann hefur verið
meiddur og ekki getað tekið þátt í
sóknarleiknum en ódrepandi baráttu-
vilji og keppnisskap hefur gert það að
verkum að hann hefur verið einn allra
mikilvægasti maður liðsins í vörn.
Þá er ógetið þess leikmanns sem
skyggir á alla aðra um þessar mundir.
Sá er Guðjón Valur Sigurðsson, sem
leikið hefur stórkostlega. Það verður
öllum líklega ógleymanlegt sem sáu
þegar hann skoraði beint úr auka-
kasti utan af kanti gegn Aftureldingu,
eftir að leiktíminn var liðinn, og
tryggði KA þar með aðra framleng-
ingu í síðasta leik undanúrslitanna.
Einhver hafði á orði við Víkverja að
taktar eins og Guðjón sýnir um þess-
ar mundir hafi ekki sést síðan Geir
Hallsteinsson var upp á sitt besta.
Ekki skal um það dæmt hér en hitt er
víst að þessi drengur er skemmtileg-
asti leikmaður landsins eins og er og
getur náð langt.
K r o s s g á t a
LÁRÉTT:
1 Júðana, 8 hlemmarnir,
9 starfið, 10 umfram, 11
forföðurinn, 13 þekkja,
15 hlaupastörf, 18 gagns-
lausa, 21 þar til, 22 líffær-
in, 23 framleiðsluvara, 24
kompásar.
LÓÐRÉTT:
2 kveða, 3 kvendýrið, 4
hrekk, 5 ferskan, 6 ljóma,
7 röska, 12 veiðarfæri,
14 bókstafur, 15 bráðum,
16 eftirskrift, 17 áma, 18
reykti, 19 fiskinn, 20
ójafna.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 trega, 4 hrauk, 7 kofan, 8 gunga, 9 set, 11
ráma, 13 orga, 14 fljót, 15 kufl, 17 assa, 20 arg, 22 tóman,
23 atóms, 24 móður, 25 aflar.
Lóðrétt: 1 tekur, 2 elfum, 3 agns, 4 hægt, 5 annar, 6
krafa, 10 erjur, 12 afl, 13 ota, 15 kætum, 16 fumið, 18
stóll, 19 ansar, 20 anar, 21 gata.