Morgunblaðið - 29.04.2001, Qupperneq 48
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. APRÍL 2001 51
DAGBÓK
STAÐAN kom upp á Skák-
þingi Íslands, áskorenda-
flokki, er lauk fyrir stuttu.
Ríkharður Sveinsson hefur á
undanförnum árum verið
formaður Taflfélags Reykja-
víkur. Hann hyggst láta af
því embætti á þessu ári og
mun Sigurður Daði Sigfús-
son (2330) væntanlega
taka við af honum.
Framtíðarleiðtogi TR-
inga hafði hvítt í stöð-
unni gegn Arnari
Gunnarssyni (2290).
14.Rfxe6! fxe6 15.Rxe6
Da5? 16.Bf4! Bxf3?
17.De3! Re5 Svartur
yrði annars mát eftir
t.d. 17...Bxh1 18.Rc7+
Kd8 19. De8# 18.Bxe5
Rd7 19.Rxg7+ Bxg7
20.Bxg7+ Kf7
21.Bc4+! Kg6 22.De6+
Kh5 Svarti kóngurinn
SKÁK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
Hvítur á leik.
er afar víðförull svo ekki sé
meira sagt. Það skýrist af
sorglegri nauðsyn þar sem
hann yrði mát eftir t.d.
22...Kxg7 23.Df7# 23.Dh6+
Kg4 24.Be6+ Kf4 25.Dh4+
Bg4 26.Dxg4+ og svartur
gafst upp saddur lífdaga.
Skákin tefldist í heild sinni:
1.e4 c5 2.Rf3 d6 3.d4 cxd4
4.Rxd4 Rf6 5.Rc3 e6 6.Be3
a6 7.f3 b5 8.g4 Bb7 9.g5 Rfd7
10.Dd2 b4 11.Rce2 d5
12.exd5 Bxd5 13.Rf4 Bb7
o.s.frv.
80 ÁRA afmæli. Nk.þriðjudag 1. maí
verður áttræður Gunnar
Axel Davíðsson, húsasmíða-
meistari og fyrrverandi
kaupmaður, Bröttuhlíð 13,
Hveragerði. Hann og eigin-
kona hans, Kristín Stefáns-
dóttir, taka á móti ættingj-
um og vinum í Þinghús café,
Breiðumörk 25, á afmælis-
daginn frá kl. 15-18.
50 ÁRA afmæli. Í dag,sunnudaginn 29. apr-
íl, verður fimmtugur Jafet
S. Ólafsson, framkvæmda-
stjóri Verðbréfastofunnar
hf. Hann og eiginkona hans,
Hildur Hermóðsdóttir, taka
á móti gestum í Valsheim-
ilinu á Hlíðarenda frá kl. 17.
MORGUNBLAÐIÐ
birtir tilkynningar um
afmæli, brúðkaup,
ættarmót og fleira les-
endum sínum að
kostnaðarlausu. Til-
kynningar þurfa að
berast með tveggja
daga fyrirvara virka
daga og þriggja daga
fyrirvara fyrir sunnu-
dagsblað. Samþykki
afmælisbarns þarf að
fylgja afmælistilkynn-
ingum og/eða nafn
ábyrgðarmanns og
símanúmer. Fólk get-
ur hringt í síma 569-
1100, sent í bréfsíma
569-1329, eða sent á
netfangið ritstj
@mbl.is.
Einnig er hægt að
skrifa :
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1, 103
Reykjavík
80 ÁRA afmæli. Í dag,sunnudaginn 29. apr-
íl, verður áttræð Stefanía
Magnúsdóttir frá Flögu í
Hraungerðishreppi, Háeyr-
arvöllum 38 (Ægisíðu) Eyr-
arbakka. Hún fagnar af-
mælisdeginum með gestum,
laugardaginn 5. maí n.k. frá
kl.15, í Félagsheimilinu Stað
á Eyrarbakka.
75 ÁRA afmæli. Ámorgun, mánudag-
inn 30. apríl, verður 75 ára
dr. renat Jens Ólafur Páll
Pálsson prófessor, fyrrver-
andi forstöðumaður Mann-
fræðistofnunar Háskóla Ís-
lands. Hann er staddur í
Þýskalandi ásamt eiginkonu
sinni, Önnu Kandler Páls-
son. Heimilisfangið er
Mühlweg 47, 55128, Mainz.
LJÓÐABROT
FYRSTA JURT VORSINS
Vorið í dalnum opnar hægt sín augu,
yljar á ný með vinarbrosi ljúfu.
Eins og þá barnið rís af rökkursvefni,
rauðhvítar stjörnur ljóma á grænni þúfu.
Augasteinn vorsins, lambagrasið litla,
löngum í draumi sá ég þig í vetur.
Guði sé lof, að líf þitt blómstrar aftur,
líkt þeirri von, sem aldrei dáið getur.
Viðkvæmu blöð, ó, feimna holtsins fegurð,
fagnandi hér ég stend og einskis sakna.
– Nú skal ég aldrei tala um fátækt framar,
fyrst ég má enn þá horfa á yður vakna.
Jóhannes úr Kötlum.
Afmælis-og sölusýning
Ekta síðir refapelsar á kr. 75.000.
10% afsláttur af öllum ljósum.
Allt að 50% afsláttur af handunnum húsgögnum.
Mikið úrval af púðum, rúmteppum og dagdúkum.
Verið velkomin.
Opið frá 13—17 í dag.
Sigurstjarnan
Suðurlandsbraut 50 (bláu húsin),
sími 588 4545.
1. maí
Verðsprengja
Í tilefni af 1. maí veitum við 30% afslátt af öllum
vörum í dag, sunnudag, og á morgun, mánudag
Aðeins þessa tvo daga — stærðir 36—56
OPIÐ frá kl. 13—17 á sunnudag
og frá kl. 10—20 á mánudag.
Á LOKASPRETTINUM FYRIR VORPRÓFIN
stærðfræði - tungumál - eðlis - og efnafræði - bókfærsla o.fl.
grunnskóli — framhaldsskóli
Nemendaþjónustan sf. sími 557 9233
namsadstod.is
Námsaðstoð
STANGAVEIÐI
Stangveiði á vatnasvæði Elliðavatns hefst 1. maí.
Veiðileyfi eru seld á Vatnsenda og Elliðavatni.
Á sömu stöðum geta félagar úr
Sjálfsbjörgu, unglingar (innan 16 ára
aldurs), og ellilífeyrisþegar úr
Reykjavík og Kópavogi, fengið
afhent veiðileyfi án greiðslu.
Heilandi samband
Svava Sigursveinsdóttir gestaltþerapisti heldur
námskeið fyrir atvinnufólk innan óhefðbundinna
lækninga í Heilsuhvoli, Flókagötu 65, Rvík,
dagana 5.—6. maí nk. kl. 9:00—16:00 báða
dagana.
Námskeiðið fjallar um þá þætti meðferðarvinnu
sem snúa að sambandi skjólstæðings og meðferð-
araðila. M.a. verður fjallað um eftirfarandi spurn-
ingar: Hvernig skilgreini ég starfssvið mitt?
Hvernig hafa persónulegir eiginleikar mínir áhrif á
meðferðarstarfið?
Upplýsingar gefur Dagný í síma 551 2504.
Svava Sigursveinsdóttir,
gestaltþerapisti.
STJÖRNUSPÁ
ef t i r Frances Drake
NAUT
Afmælisbarn dagsins:
Þú ert staðfastur og gefst
ekki upp fyrr en í fulla
hnefana en átt það stundum
til að ganga fulllangt.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Finndu út hvar þú best getur
komið skoðunum þínum á
framfæri því þú vilt að hlust-
að sé á þig. Ræddu málin við
félaga þína og drífðu svo í
hlutunum.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þú tekur að þér að leiða sam-
ræður er snúast um alvarleg
mál og skalt velja vandlega
stað og stund. Þú þarft að
eiga frumkvæðið í þessu máli.
Veldu orð þín af kostgæfni.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Taktu þátt í hvetjandi sam-
ræðum og uppbyggilegum
því þær geta orðið til þess að
opna augu þín varðandi þjóð-
málin og hjálpað þér til að
gera upp hug þinn.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Ef þú finnur til óánægju
skaltu ekki byrgja hana innra
með þér. Láttu engan þvinga
þig til samkomulags heldur
láttu í þér heyra.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Þú færð fyrirspurn sem vek-
ur þér undrun en munt síðar
sjá að hún hafði duldar mein-
ingar. Láttu ekkert trufla
áætlun þína.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Nú er þér óhætt að setja
markið hátt ef þú gætir þess
aðeins að ganga ekki fram af
þér. Sinntu þeim sem næst
þér standa af kostgæfni.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Nú er að grípa tækifærið og
gera tilboð í það sem þú hefur
lengi haft augastað á. Vertu
tilbúinn að aðstoða vin þurfi
hann á stuðningi þínum að
halda.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Láttu ekkert koma þér á
óvart í dag. Vertu ekki stífur
heldur reyndu að slá á létta
strengi. Þú hefur gott af svo-
lítilli tilbreytingu.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Vertu ekki að streða við hlut-
ina einn í þínu horni því nú er
það hópstarfið sem gildir.
Leitaðu samstarfs því margt
smátt gerir eitt stórt.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Þér vegnar vel ef þú vinnur
undirbúningsvinnnuna þína.
Einhver ágreiningur gæti
komið upp varðandi heimilis-
þrifin og þá er að komast að
samkomulagi.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Þú finnur löngun hjá þér til
að gera eitthvað nýtt og gætir
fengið tækifæri til þess fyrr
en síðar. Félagi þinn kemur
með tillögur.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Ef þú vilt búa annarsstaðar
skaltu velta því fyrir þér af
hverju þú ert enn á sama
staðnum. Tækifæri til breyt-
inga býðst þér fyrr en varir.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
ÞRJÚ grönd, þrjú grönd,
þrjú grönd. Tvær þjóðir eru
þekktar fyrir að spila alltaf
þrjú grönd og hafa þá litlar
áhyggjur af punktunum.
Þetta eru Frakkar og Pól-
verjar. Frakkar eru – eins
og Jón Baldursson segir –
frábærir að melda upp í þrjú
grönd (með 20+ punkta), en
hræðilegir í slemmu-
tækninni. Pólverjar melda
líka þrjú grönd í tíma og
ótíma, en þeir ná fleiri
slemmum en Frakkarnir.
Norður
♠ K1064
♥ K6
♦ 97
♣ ÁD864
Vestur Austur
♠ Á8 ♠ D752
♥ Á109 ♥ G8532
♦ K6542 ♦ G83
♣ 1072 ♣ 9
Suður
♠ G93
♥ D74
♦ ÁD10
♣ KG53
Þegar menn eru alltaf í
þremur gröndum öðlast þeir
óhjákvæmilega vissa leikni í
að vinna þrjú grönd. Sig-
tryggur Sigurðsson er sá ís-
lenski bridsspilari sem held-
ur mest upp á þrjú grönd og
er mjög lunkinn við að koma
heim í hús, þótt útlitið sé oft
dökkt í byrjun. Sama má
segja um Pólverjann Bal-
icki. Í Nations Cup var Bal-
icki sem oftar staddur í
þremur gröndum í suður, án
afskipta mótherjanna í
sögnum. Þetta var gegn
Bandaríkjamönnum.
Útspilið var smár tígull
frá kóngnum fimmta og Bal-
icki tók gosa austur með
drottningu. Nú virðist blasa
við að svína fyrir spaða-
drottningu, en sé það gert,
kemur tígull í gegn og spilið
fer snarlega tvo niður. Bal-
icki var ekki lengi að gera
upp við sig spilaleið. Hann
lamdi spaðagosanum á borð-
ið og þegar vestur lét óhikað
smáan spaða, rauk Balicki
upp með kónginn. Regla Zia
– sá sem leggur ekki háspil á
háspil, hreinlega getur það
ekki! Þar var áttundi slag-
urinn mættur og síðan sótti
Balicki þann níunda á
hjarta. Einfalt spil fyrir van-
an mann.
Reyndar svo einfalt að
það féll. Bandaríkjamaður-
inn John Carruthers spilaði
nákvæmlega eins á hinu
borðinu, en hann fékk að-
stoð frá vörninni – vestur
kom inn á laufopnun hans á
tígli og þar með var auðveld-
ara að staðsetja spaðaásinn
hjá honum.
BRIDS
Umsjón Guðmundur Páll
Arnarson
Árnað heilla
FRÉTTIR
BALLETSKÓLI Sigríðar Ármann
lauk 49. skólaári sínu þriðjudaginn
24. apríl sl. Þá sýndu nemendur
skólans á aldrinum 6–20 ára í
Borgarleikhúsinu afrakstur vetr-
arins fyrir fullu húsi áhorfenda.
Skólinn er nú starfræktur í hjarta
Laugardalsins í Reykjavík og í
Smáranum í Kópavogi. Kennarar
við skólann skólaárið 2000–2001
voru Ásta Björnsdóttir, Rakel
Pálsdóttir og Helena Jónsdóttir.
Skólastjóri skólans er Ásta
Björnsdóttir.
Ballettskóli Sigríðar Ármann
Nemendasýning
í Borgarleikhúsinu
ATVINNA mbl.is