Morgunblaðið - 29.04.2001, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 29.04.2001, Blaðsíða 52
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. APRÍL 2001 55 Nú er því lag fyrir þá að fylgja þeirri vel- gengni eftir og ef gagnrýnendur fá einhverju ráðið þá virðist sveitin ætla að vaxa enn með All About Chemistry. Breska tímaritið Q gerði sér t.d. lítið fyrir og smellti heilum fimm stjörnum á gripinn sem gerist nú ekki á hverjum degi á þeim bænum. Meginkostur skífunnar þykir sem fyrr einfaldar og grípandi lagasmíðar sem byggðar eru á sígildum og traustum dægurlagagrunni höfundanna í Brill-byggingunni fornfrægu en einn af kontóristunum þar, Carol King, samdi og syngur eitt laganna á plötunni með sveitinni. Dan Wilson er gítarleikari, söngvari og að- allagasmiður sveitarinnar: „Við vorum orðlausir yfir viðbrögðunum við síðustu plötu og það snerti okkur virkilega djúpt hversu ríkulega fólk tók lögin okkar inn á sig. Það fyllti okkur eld- móði að halda áfram á sömu braut, búa til meira af tónlist sem hreyfir við fólki.“ Auk Wilson er Semisonic, sem áður hét Pleasure, skipuð þeim John Munson bassaleikara og Jacob Slichter en þeir eru allir flugfærir tónlistarmenn og geta gripið í hvaða hljóðfæri sem þeim liggur nærri. Titill plötunnar er hvorttveggja dreginn af sambandi sveitarmeðlima og innihaldi textanna sem flestir fjalla á einn eða annan hátt um sam- skipti kynjanna. ÞRIÐJA breiðskífa Minneapolis-tríósins Semi- sonic hefur fengið rífandi góða dóma hjá gagn- rýnendum erlendis. Platan ber heitið All About Chemistry en titillag plötunnar er fyrsta smá- skífan og hefur hljómað ótt og títt í bandarísku útvarpi, einkum á háskólastöðvunum, og á MTV. Flestir tengja nafn sveitarinnar við lagið „Closing Time“ sem gerði það býsna gott árið 1998 en sveitin hafði þá verið starfandi í ein fimm ár. Fyrsta platan, The Great Divine, kom út árið 1996 og var tekið opnum örmum af skrí- bentum Rolling Stone-tímaritisins sem hömpuðu henni fyrir „ferskan og grípandi einfaldleika“. Feeling Strangely Fine fylgdi í kjölfarið tveimur árum síðar og skartaði ofannefndum smelli sem vakti heimsathygli á Semisonic. Hljómsveitin Semisonic hefur sent frá sér nýja plötu Strákabandið Semisonic. Dægurlög af gamla skólanum Lokaspretturinn (Final Run) S p e n n u m y n d  Leikstjóri: Armand Mastroianni. Aðalhlutverk: Robert Ulrich, Pat- ricia Kalember. (93 mín) Skífan. Öllum leyfð. Þessi formúlukennda spennu- mynd er ekki upp á marga fiska, frekar en ótal margir hennar líkar. Um er að ræða nokkurs konar blöndu af stórslysamynd og fjöl- skyldumynd, þar sem aðalpersón- urnar, sem eru feðgar, sigrast á fjöl- skylduvanda sínum jafnframt því sem þeir fara í gegnum mikla þrekraun um borð í stjórnlausri lest. En þar sem pabbinn er stór, sterkur og hetju- lundaður, bjargar hann farþegum lestarinnar og verður syni sínum traust fyrirmynd. Reyndar eru öll þau gildi sem hamr- að er á í atburðanna rás svo stöðluð og íhaldssöm að myndin verður enn leiðinlegri en hún var fyrir. Heiða Jóhannsdótt ir MYNDBÖND Faðir og sonur Naktir strákar (Beefcake) H e i m i l d a r m y n d  Leikstjórn og handrit Thom Fitz- gerald. Aðalhlutverk Daniel Mac- Ivor, J. Griffin Mazeika. (97 mín) Kanada 2000. Myndform. Bönnuð innan 16 ára. NAKTIR strákar gerist á ár- unum eftir seinni heimstyrjöld og fram til þess er nekt var ei lengur alvarlegur glæpur undir banda- rískum lögum. Þá beittu menn öll- um brögðum til þess að bera nekt- ina á borð fyrir almenning sem vitanlega var áhugasamur sem æt- íð, fyrr og síðar. Á þessum tíma fór af stað bylgja tímarita og stuttra kynningar- mynda sem hömp- uðu hraustum og heilbrigðum karl- mannslíkamanum. Var efnið fram- reitt á næsta an- atómískan máta eða í líkingu við það sem síðar þekktist sem vaxt- arrækt eða fitness. Allir vissu hinsvegar hvað bjó undir niðri. Hér var nefnilega ekkert annað á ferð en dulbúin og nett kynlífs- bylgja, þar sem fólk, jafnt karlar og konur, sem áhuga höfðu á að glápa á nakta karlmenn, fékk eitt- hvað fyrir sinn snúð. Þessi sérstæða bylgja er hér rakin bæði með leiknum atriðum og gömlum, ljós- og kvikmyndum. Gömlu nektarsveinarnir fá síðan tækifæri til þess að rifja tímabilið upp og gera hreint fyrir sínum dyrum. Hér er á ferð athyglisverð og allsérstæð heimildarmynd sem höfðar þó kannski einna helst til þeirra er áhuga hafa á efninu. Skarphéðinn Guðmundsson Í minningu sætu strákanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.