Morgunblaðið - 29.04.2001, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 29.04.2001, Qupperneq 55
ÞEGAR sú tilkynning barst plötu- söfnurum og tónlistarmoldvörpum landsins að Kristinn Sæmundsson, eða Kiddi í Hljómalind eins og flestir þekkja hann, væri að fara loka búð sinni eftir að hafa vegið salt í tónlist- arbransanum í tíu ár fóru menn að ókyrrast. Ekki undarlegt þar sem Kiddi hefur flutt inn og kynnt tónlist- arspekúlöntum klakans mörg af helstu nöfnum jaðartónlistargeirans í gegnum árin. En búðin er enn opin. Menn vöknuðu upp við vondan draum og áttuðu sig á því að ekki er hægt að taka þessari trúboðastarf- semi Kidda sem sjálfsögðum hlut. Nýr lífsandi færðist í Hljómalind og það í tæka tíð til að bjarga henni á dánarbeð. Engir peningar í rokki og róli Kiddi er þessa dagana kominn í gamla formið og á næstu mánuðum ætlar hann að standa fyrir röð tón- leika er hann kýs að kalla: Upprisu- hátíð Hljómalindar. „Nú er ég hættur að fela mig,“ seg- ir Kiddi yfir kaffibolla, innan um alla geisladiskana sem búa í flestum skúmaskotum á heimili hans. „Ég ætla að setja sjálfan mig í fremstu röð og halda mér þar. Nú verða tón- leikarnir ekki í nafni lágmenningar- borgarinnar heldur Hljómalindar.“ Það vekur alltaf grunsemdir og umtal þegar einhver skiptir um skoð- un sem hefur verið látin flakka op- inberlega; hvernig stendur á því að Kiddi hætti við að hætta? Var þetta bara sölubrella eða er það í raun þessi ódrepandi tónlistaráhugi Kidda sem heldur búðardyrum Hljómalind- ar áfram opnum? „Ég tók þessa ákvörðun um að hætta í þunglyndi og mikilli fýlu yfir því að þurfa að takast á við það að horfa á drauminn minn renna út í sandinn. Um leið og það spurðist út að ég ætlaði að hætta með Hljóma- lind fór bara eitthvað í gang. Búðin fylltist af fólki og stuðningsyfirlýs- ingar bárust úr öllum áttum. Ég var í símaviðtali við Lísu Páls á Rás 2 í beinni og hún spyr mig djarflega: „Hei, Kiddi, er ekki eitthvað sem þig hefur alltaf dreymt um að gera en aldrei haft tíma til?“ Ég sagði henni sannleikann, að ég væri að fara hætta að gera allt það sem mig hefur alltaf langað til þess að gera. Mitt líf hefur alltaf gengið út á það að spila tónlist fyrir aðra. Ég hafði ekki áttað mig al- mennilega á þessu. Ég fékk mikið áfall við þessa uppgötvun. Síðan hélt ég tónleika með 11th dream day á Gauknum stuttu eftir að allt þetta lokunarferli hófst. Á þeim tónleikum varð ég fyrir gífurlegri uppljómun. Það fór allt um mig sem getur farið um mann á almennilegum rokktón- leikum. Þá fór ég að velta þessu fyrir mér. Mér fannst ég ekki geta hætt! Hver ætti þá t.d. að halda svona tón- leika? Það er enginn sem gerir þetta, þetta snýst alltaf allt um peninga í dag. Svona hlutir myndu því aldrei eiga upp á pallborðið því það eru eng- ir peningar í þessu. Ég hef verið með peningamenn með mér, menn sem hafa viljað græða mikið á rokki og róli. Þeir hafa allir gefist upp.“ Kiddi skellir hressilega upp úr. Alltaf veisla þegar gesti ber að garði Kiddi segir áhuga erlendra jaðar- hljómsveita að koma hingað vera mjög mikinn og slíkan, að hann sé löngu hættur að reyna fiska hingað hljómsveitir þar sem þær komi sér sjálfar í samband við hann. Það er ókeypis fyr- ir hljómsveitir að milli- lenda á Íslandi á leið sinni yfir Atlantshafið ef þær fljúga með Flugleiðum og hljómsveitir nýta sér ólmar þennan möguleika þar sem tónleikarnir á Ís- landi eru yfirleitt svo vel sóttir. „Blonde Redhead eru að koma hingað 9. maí og þau eiga eftir að spila fyr- ir framan 1.000-1.500 manns á þessum tveimur tónleikum. Það er meira en þau eru að fá á flestum borgum í Evrópu. Það er hátt hlutfall á Íslandi sem hlustar á góða tónlist, les góðar bækur og „fílar“ góðar bíó- myndir. Við höfum frekar „dannað- an“ smekk þessi þjóð,“ segir Kiddi og hlær dátt. Kiddi er löngu búinn að átta sig á ástæðunni fyrir þessum óseðjandi tónleikþorsta okkar Íslendinga. „Við erum eyríki. Þótt það sé fullt í gangi og mikið um að vera er alltaf veisla þegar gesti ber að garði. Okk- ur finnst svo gaman að sýna þeim landið sem við eigum, allt rýmið sem við höfum og öll veðrin sem á okkur dynja. Við tökum vel á móti fólki, það er bara í eðli okkar sem eyjar- skeggja.“ Dagskrá Upprisuhátíðarinnar Á næstu vikum er því von á blóm- legu tónlistarlífi í Reykjavík. „Dagskráin hefst um leið og klukk- an slær inn 1. maí eða strax á mið- nætti 30. apríl. Þá hefst „Í þágu al- þýðunnar“, hinn árlegi verkalýðsdansleikur Hljómalindar á Kaffi Reykjavík. Þar mun Lúdó Sextett og Stefán leika og syngja fyr- ir dansi ásamt dægurlagapönksveit- inni Húfu og Jagúar. Þessi dagur er hægt að breytast frá því að vera „kommadagur“ í það að vera „Hljómalindardagur“.“ Þar næst telur Kiddi upp þá tón- leika sem eru á teikniborðinu. Hljóm- sveitin Blonde Redhead kemur í byrjun maí og Fuck í lok maí. Annan í hvítasunnu, eða 4. júní, verða stór- tónleikar þar sem m.a. Hljómar og Sigur Rós koma fram. Einnig er von á nýrri hljómsveit Scotts Kannbergs gítarleikara Pavement, hin frábæra hljómsveit Modest Mouse stoppar vonandi hér á leið sinni til Hróars- keldu í júnílok en auk þess eru líkur á að Will Oldham snúi aftur til landsins með haustinu. Nánari upplýsingar verða birtar á splúnkunýjum vef búð- arinnar www.hljomalind.is um leið og eitthvað er að frétta. „Svo held ég bara áfram að grall- arast hér í Hljómalindinni,“ segir Kiddi skælbrosandi að lokum. Upprisa Hljómalindar Það er enn líf í Hljómalind. Birgir Örn Stein- arsson hitti Kristin Sæmundsson og frædd- ist um væntanlega tónleikaröð og komst að því af hverju hann hætti við að hætta. Blonde Redhead leikur hér á landi 9. og 10. maí. Kiddi er og verður í Hljómalind. Lúdó Sextett og Stefán verða á Kaffi Reykjavík. Kiddi í Hljómalind undirbýr tónleikaröð Morgunblaðið/Þorkell FÓLK Í FRÉTTUM 58 SUNNUDAGUR 29. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ ÞARF kannski svolítið sérstak- an smekk til að hrífast af bandarískri gospel-tónlist frá upphafi aldarinnar enda kannski þarf bara smá átak til að komast inn í tónlistina. Gospel- tónlist geldur þess reyndar að trúar- tónlist seinni ára er oftar en ekki sykrað blaður, svo uppskrúfað í auð- mýkt og undirgefni að erfitt er fyrir aðra að hlusta en heittrúaða. talsvert er þó til af trúarlegri tónlist sem er beinskeytt og blátt áfram, ekki síst ef menn leita aftur til upphafs aldarinn- ar og sönglistar litra Bandaríkja- manna. Kristileg trúartónlist á sér vitan- lega jafnlanga sögu og kristin trú, enda söngur snar þáttur í tilbeiðsl- unni. Ekki verður hér farið að greina stefnur og stíla í tvö þúsund ára sögu trúartónlisrar, sem er þó afskaplega skemmtilegt viðfangsefni, heldur sjónum beint að bandarískri trúar- tónlist blökkumanna í tilefni af út- komu merkilegrar plötu blindingja frá Alabama. Trúartónlist náði ekki að festa rætur meðal afkomenda svarta þræla vestan hafs fyrr en komið var fram á nítjándu öld. Trúin varð at- hvarf í erfiðum heimi og í kirkjum svartra mótaðist ákveðin sönghefð sem síðan var kynnt um gervöll bandaríkin með trúarsöngvakórum sem fóru um Bandaríkin undir lok aldarinnar og var beinlínis ætlað að hvetja svertingja til að syngja trúar- tónlist. Frægastur slíkra kóra var Fisk Jubilee Singers sem stofnaður var í Nashville 1870. Fjölmagir fleiri kórar fylgdu í kjölfarið og heilluðu meðal annars tékkneska tónskáldið Dvorak sem sagði framtíð banda- rískrar tónlistar felast í laglínum blökkumanna og tilfinningaríkum flutningi þeirra. Nýr stíll Í upphafi tuttugustu aldarinnar varð Thomas A. Dorsey til að skapa nýjan stíl sem menn kalla gospel til aðgreiningar frá þeim gamla sem kallast sprituials. Dorsey hafði meðal annars starfað sem blússöngvari undir nafninu Georgia Tom og þegar hann sneri sér algerlega að trúartón- list bræddi hann saman við gamla stílinn blúsfrösum og stefjum og úr varð gospel sem síðar gat af sér rytmablús og rokk. Dorsey varð fyrsti trúartónlistar- maðurinn sem náði umtalsverðum vinsældum utan kirkjunnar og hann kunni að nýta sér vinsældirnar; stofnaði höfundarréttarfyrirtæki, gaf út trúarsöngva á bók, seldi inn á messur og kom á framfæri fjölda söngvara, þar á meðal Mahalia Jack- son. Í fyrstu var mikil andstaða innan kirkjunnar við þessari nýbreytni en með tímanum sættust menn á hinn nýja sið og ekki leið á löngu að það var fastur siður að sungin var trúar- tónlist starx að lokinni stólræðu. Ýmsir sönghópar komu fram á ár- unum fyrir stríð, þeirra helstur Gold- en Gate-kvartettinn, sem naut hylli um allan heim, en einnig var alsiða að stofna sönghópa innan skóla og þá ekki síst skóla fyrir blinda, enda var það kjörin leið til að afla fjár til rekst- urs þeirra. Frægastur slíkra söng- hópa var The Five Blind Boys of Mississippi sem stofnaður var um 1930 og er með fremstu sönghópum Bandaríkjanna fyrr og síðar. Annar sem stóð Mississippi-drengjunum ekki langt að baki var og er The Five Blind Boys of Alabamasem síðar tóku sér nafnið The Blind Boys of Alabama. Sá var stofnaður 1937 upp úr Happyland Jubilee Singers í Talladega-skólanum fyrir heyrnar- lausa og blinda í Alabama og er enn til, því skammt er síðan flokkurinn sendi frá sér breiðskífuna Spirit of the Century. Þótt meira en hálf öld sé síðan The Blind Boys of Alabama komu saman eru þeir enn starfandi í sveitinni Clarence Fountain, George Scott og Jimmy Carter sem voru kjarni hennar alla tíð. Aðstandendum þeirra Alabama- manna er engin launung á því að þeir settu plötuna saman meðal annars að fordæmi Buena Vista-flokksins sem náð hefur milljónasölu í Bandaríkj- unum, enda þótti þeim sem þeir gömlu Blind Boys-félagar ættu einn- ig erindi til tónlistarvina. Þeir smöl- uðu því saman framúrskarandi ton- listarmönnum, John Hammond á gítar, Charlie Musselwhite á munn- hörpu og David Lindley á ýmis hljóð- færi, Danny Thompson á bassa og Michael Jerome á trommur. Lagaval var einnig óvenjulegt, því á skífunni eru lög eftir Tom Waits, Ben Harper og þá Rollingabræður Mick Jagger og Keith Richards, innan um hefð- bundna trúartónlist. Önnur lög á skífunni hafa verið á dagskrá þeirra félaga frá því fyrir seinna stríð, Nobody’s Fault But Mine, Good Religion og Motherless Child, en Waits á lögin Jesus Gonna Be Here og Way Down in the Hole, Harper Give A Man A Home og Jagger/Richards Just Wanna See His Face. Að sögn upptökstjóra skíf- unnar, John Chelev, fór mikil vinna í að ræða það hvort inntak laganna væri nógu kristilegt áður þeir félagar samþykktu að syngja þau. Það kemur kannski ekki á óvart að erfiðlega gekk að finna fyrirtæki sem vildi gefa plötuna út og það var ekki fyrr en Peter Gabriel heyrði af verk- efninu að útgáfa fannst. Gabriel seg- ist ekki hafa þurft að hugsa sig um þegar hann heyrði skífuna og skilj- anlegt þegar menn hlusta því skemmst er frá því að segja að platan er fyrirtak. Rétt er að benda þeim sem kunnu að meta til að mynda Johnny Cash-skífuna síðustu, eða Merle Haggard, eða bara americana- tónlist yfirleitt, að kynna sér það sem þeir blindingjar frá Alabama hafa fram að færa. Beinskeytt og blátt áfram Aukinn áhugi fyrir tónlist fyrri tíma sést vel á æs- ingnum í kringum Buena Vista Social Club-flokk- inn sem heldur tónleika hér á morgun og hinn. Árni Matthíasson segir frá trúartónlist litra Bandaríkjamanna og nýrri plötu hljómsveitar sem starfað hefur saman í rúm sextíu ár.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.