Morgunblaðið - 05.05.2001, Qupperneq 9
VARNARSAMSTARF Í HÁLFA ÖLD
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2001 C 9
[minnisblað handa McGeorge
Bundy, 28. júlí 1961].
„Skýrsla: „Litaðir hermenn og Ísland
1. Málið hefur verið viðkvæmt síðan banda-
rískir hermenn voru á Íslandi í seinni heims-
styrjöld.
2. 1951: Meðan á viðræðunum um varn-
arsamninginn stóð fóru Íslendingar fram á að
engir litaðir hermenn yrðu sendir til Íslands.
3. Íslensk stjórnvöld staðfestu þessa af-
stöðu þegar Bandaríkjastjórn fór fram á að
nokkrir blökkumennyrðu sendir til Íslands ár-
ið 1957.
4. feb. 1961: Aðstoðarutanríkisráðherra
Bandaríkjanna Kohler bað bandaríska sendi-
herrann á Íslandi að taka málið aftur upp. Ef
íslensk stjórnvöld neituðu á ný lagði hann til
að því yrði lýst yfir opinberlega að stefna
Bandaríkjastjórnar [um að senda ekki blökku-
menn] hefði verið mörkuð að ósk íslenskra
stjórnvalda.“
5. ágúst 1961: Íslensk stjórnvöld sam-
þykktu munnlega að senda 3-4 vel útvalda lit-
aða hermenn.
[Skýrsla á vegum bandaríska flotans 24.
maí 1963].
„Bandaríski sendirherrann á Íslandi er nú
þeirrar skoðunar, að það væri óskandi að
nokkrir vel valdir kvæntir negrar með fjöl-
skyldur kæmu hingað án þess að mikið yrði
gert úr því og fengju störf á stöðinni. Litið er
svo á að slíkt mundi eyða helstu mótbárunni
gegn komu þeirra (stráka/stúlku vanda-
málið)“
[Skýrsla bandaríska flotans,
7. maí 1961.]
„Íslensk stjórnvöld hafa ekki á móti því að
þrír eða fjórir litaðir hermenn í varnarliðinu
verði staðsettir hér, en vona, að þeir verði vel
valdir í ljósi þeirra sérstöku aðstæðna sem
eiga við á Íslandi.“
[Bréf til Williams B. Bundy, aðstoðar-
varnarmálaráðherra, 16. nóvember
1961 sem samtök svartra þingmanna
á Bandaríkjaþingi birtu opin-
berlega árið 1971.]
„Eins og við höfum allir heyrt er það alveg
ljóst, að vandmálin sem eru [í samskiptum
Bandaríkjanna og Íslands] eru aðallega
vegna stúlkna-ástandsins. Lögreglan virðist
hafa náð mjög góðum árangri við að halda
stúlkum undir lögaldri frá stöðum eins og
Þórscafé, þar sem þeim er meinaður aðgang-
ur, en þeim tekst engu að síður að komast í
samband við hermennina. Stúlkurnar sem
sækja Þórscafé eru allar yfir lögaldri og lög-
reglan hefur engan rétt til að skipta sér af
þeim svo lengi sem þær haga sér frið-
samlega. Árásargirni þeirra er augljós og ég
get ekki séð neitt, sem unnt er að gera frá
bandarískum sjónarhóli til að minnka eða
stjórna því „samneyti“, sem þar fer fram.“
[Bandarískt minnisblað,
15. desember 1966.]
„Hermannasjónvarpið hefur unnið sitt
lævísa skemmdarverk og beygt allmarga Ís-
lendinga svo djúpt sem sendibréf sjónvarps-
áhugamanna til hins erlenda herstjórnanda
ber vott um. Herinn og Bandaríkjastjórn hafa
náð talsverðum árangri að gera ýmsum Ís-
lendingum hernámið eðlilegt, fleiri mannteg-
undir en stjórnmálamenn og hórur eru farnar
að ástunda samneyti við hinn bandaríska
hernámslýð.“
[Þjóðviljinn, leiðari, 19. febrúar 1967.]
„Hvað líður langur tími þangað til hér verða
gefin út bandarísk blöð með nokkrum dálkum
á íslensku? Hvenær rísa hér upp veglegir
bandarískir skólar, þar sem nokkrir Íslending-
ar fá að fljóta með til að kenna hið skringilega
tungumál þeirra innbornu? Hvenær verða
stofnuð hér bandarísk bókaforlög, sem gefa
jafnframt út einhver sýnishorn af ritsmíðum
innfæddra manna á frummálinu?“
[Austri, Þjóðviljinn, 2. febrúar 1964.]
„[Bjarni] Benediktsson lagði sérstaka
áherslu á eftirfarandi atriði [á fundi með
starfsfólki NATO-sendiráða]: 1] Ísland er í
raun ekki fyllilega sjálfstætt fyrr en það hefur
komið upp varnarliði, þótt það yrði fámennt;
2] stjórnin telur, að almenningur geri sér í
auknum mæli grein fyrir nauðsyn þess að
sýna ábyrgð í alþjóðamálum og samstöðu
með vestrænum ríkjum og trúir því, að sögu-
leg einangrunarhyggja heyri brátt fortíðinni
til.“
[Minnisblað James Penfields,
sendiherra Bandaríkjanna á
Íslandi, 28. nóvember 1961.]
„…. það er ólíklegt að kommúnistar hér
mundu reyna að beita stjórnvöld ofbeldi svo
lengi sem hér er bandarískt herlið. Jafnvel
þótt ekkert bandarískt herlið væri á Íslandi er
talið, að lögreglan í Reykjavík, sem hefur um
160 manna liði á að skipa, sé fær um að
kveða niður hugsanlega valdaránstilraun
kommúnista. Hún getur enn fremur reitt sig á
1500 manna lið af ungum mönnum, sem
komið var á fót í kyrrþey árið 1961, en eina
markmið þeirra er koma í veg fyrir ofbeldi
kommúnista.“
[Bandarísk skýrsla, 29. mars 1962.]
„Eins og rakið hefur verið hér í blaðinu eru
áformin um herskipahöfn og kafbátalægi í
Hvalfirði alvarlegustu umskiptin sem orðið
hafa í þróun hernámsmála síðan opinská her-
seta hófst á nýjan leik árið 1951. Þessi um-
skipti merkja að ríkisstjórnin fellur frá þeirri
opinberu stefnu sinni að hér megi aðeins
vera „varnarstöðvar“ en heimilar í staðinn op-
inskáar árásarstöðvar.“
[Þjóðviljinn, 16. júní 1962.]
„Nú síðast hafa kommúnistar haldið því
fram, að verið sé að undirbúa árásarstöðvar
kjarnorkukafbáta í Hvalfirði. Sú staðhæfing
er að sjálfsögðu gersamlega úr lausu lofti
gripin....“
[Morgunblaðið, leiðari,
15. apríl 1964.]
„Um síðustu helgi hélt eitt útibú komm-
únista, sem nefnt er Samtök herstöðva-
andstæðinga, landsfund norður við Mývatn.
Fundarhald þetta var auglýst með miklu
brauki og bramli, en heimtur voru þó tregar,
þótt fundarhaldið væri sitjandi, en lið þetta
hefur undanfarið verið [þjakað af] harð-
sperrum og göngumæði. Þarna gaf að líta
gömlu kommúnistaandlitin, enda taktsláttur
og veizlustjórn í þeirra höndum. Nokkrir sér-
vitringar og sakleysingjar slæddust þó með,
en þetta er fólk, sem virðist haldið þeirri und-
arlegu meinloku, að heimurinn hafi staðið í
stað síðan 1918 eða í tæpa hálfa öld. Þessir
nytsömu sakleysingjar eru aldir stundarkorn
á þjóðsögum og kvæðalestri , sem út af fyrir
sig er góðra gjalda vert – en síðan er gaukað
að þeim Moskvusamþykkt um, að rétt sé að
stíga hálfa öld aftur í Íslandssöguna í utanrík-
isstefnu Íslands á tímum alþjóðasamtaka og
kjarnorkuvopna.“
[Morgunblaðið, leiðari,
11. september 1964.]
„Baráttudagur Samtaka herstöðva-
andstæðinga varð rismikill og eftirminnilegur.
Keflavíkurgangan varð frá upphafi einhver hin
fjölmennasta sem farin hefur verið, þúsundir
og aftur þúsundir gerðu sér ferð á Reykjanes
til að sjá hana, hún óx og margfaldaðist er
nær dró Reykjavík og streymdi að lokum eins
og fljót í leysingum um Laugaveg og að einum
fjölmennasta útifundi sem haldinn hefur ver-
ið við Miðbæjarskólann.“
[Leiðari Þjóðviljans, 11. maí 1965.]
„Að minnsta kosti tvisvar sinnum um
kvöldið tjáði hann [Bjarni Benediktsson, for-
sætisráðherra] mér í trúnaði, að Bandaríkja-
stjórn yrði að skilja nauðsyn þess, að hann
starfaði með kommúnistum í verkalýðshreyf-
ingunni]. Ef þessi orð eru sett í samhengi þá
benda þau eindregið til þess, að tilraun hans
með þessari samvinnu, sem leiddi til kaup-
og verðlagssamkomulagsins í júní hefði borið
árangur. Hann virðist búast við því að fram-
hald verði á þessum tengslum og telur, að
hann muni verða í þeirri aðstöðu að geta boð-
ið kommúnistum upp á nægilega mikið í
staðinn, þó ekki ráðherrastóla eða eitthvað
sem mundi stórbæta stöðu þeirra, til að þeir
sjái hag sinn í því.“
[Minnisblað um samtal James
Penfields við Bjarna Benediktsson,
19. desember 1964.]
„Mótmælin voru mun fjölmennari en þau
sem fóru fram fyrir framan sendiráðið 4. júlí;
það er slæmt í þeim skilningi að það getur
þýtt að almenningur sé farinn að hafa meiri
áhyggjur af Víetnam. Þrennar mótmælaað-
erðir gegn stefnu Bandaríkjastjórnar hafa átt
sér stað síðustu sjö mánuði....“
[Bandarísk sendiráðsskýrsla
26. janúar 1967.]
„Enda þótt Morgunblaðið hafa haft um
það forystu að leyfa frjálsar umræður, vill
blaðið taka það fram, að það er stolt af því
hafa hliðrað sér hjá að birta áróðursgrein frá
Aroni Guðbrandssyni þess efnis, að Íslend-
ingar ættu ekki einungis að taka við mútum
heldur að krefjast þeirra.“
[Morgunblaðið, 21. janúar 1969.]
III
Þegar vinstri stjórn Framsóknar-
flokks, Alþýðubandalags og Sam-
taka frjálslyndra og vinstri manna
tók við völdum árið 1971 olli það
ákvæði stjórnarsáttmálans spennu í
samskiptum Íslands og Bandaríkj-
anna að endurskoða bæri eða segja
upp varnarsamningnum við Banda-
ríkin. Markmiðið var að hverfa til
þess ástands sem var á árunum
1949-1951. Engin sátt var þó um her-
málið meðal stjórnarflokkanna.
Framsóknarflokkurinn var klofinn.
Leiðtogar Samtaka frjálslyndra og
vinstri manna voru tvístígandi. Al-
þýðubandalagið hafði átt úrslitaþátt
í að koma ákvæðinu um brottför
hersins í málefnasamninginn, en þar
voru uppi mismunandi skoðanir á því
hve mikla áherslu ætti að leggja á
málið. Samtök herstöðvaaandstæð-
inga voru stofnuð árið 1972 til að
reka á aftir málinu, en það voru
þverpólitísk samtök, þar sem
menntamenn á vinstri væng voru í
forystu.
Bandaríkjamenn treystu því, að
stjórnin myndi ekki framfylgja
stefnu sinni. Lítið gerðist í málinu
fyrr en árið 1973, en þá gjörbreytti
flotavald Breta í þorskastríðinu stöð-
unni. Það leiddi til mikillar þjóðern-
isvakningar. Þar með sköruðust
landhelgismálið, NATO-aðildin og
varnarsamningurinn í fyrsta sinn.
Skömmu eftir að Bretar sendu her-
skip á Íslandsmið ákvað stjórnin eft-
ir mikinn þrýsting alþýðubandalags-
manna og vinstri arms
Framsóknarflokksins að hefja það
sex mánaða endurskoðunarferli, sem
var forsenda þess, að unnt yrði að
segja honum upp. Um svipað leyti
var haldinn hér leiðtogafundur Rich-
ards Nixons Bandaríkjaforseta og
Georges Pompidous, forseta Frakk-
lands og jók það enn á spennuna. Þar
hafði Ólafur Jóhannesson, forsætis-
ráðherra, tækifæri til að ræða við
Nixon um stöðuna í her- og landhelg-
ismálunum.
Eftir að landhelgismálið leystist
haustið 1973 varð hermálið að helsta
hitamálinu í stjórnmálaumræðunni.
Eftir mikið þóf komust stjórnar-
flokkarnir að samkomulagi um, að
herinn færi af landi brott vorið 1974,
en Bandaríkjamenn og NATO
fengju aðgang að herstöðinni vorið
1974. Hermálið var þá í raun hætt að
snúast um utanríkismál, heldur ein-
göngu um stjórnarsamstarfið og inn-
anflokksmál. Um sama leyti var und-
irskriftalisti Varins lands lagður
fram með rúmlega 55 þúsund undir-
skriftum. Stjórnin lagði samkomulag
sitt um hermálið fyrir Bandaríkja-
stjórn, en stjórnarsamstarfið leystist
upp vegna deilna um efnahagsmál
áður en raunverulegar viðræður hóf-
ust um það. Þegar Sjálfstæðisflokk-
ur og Framsóknarflokkur mynduðu
saman stjórn að loknum kosningum
árið 1974 var ekki hróflað við varn-
arsamningnum í stefnuskránni.
Tímabilið 1971–1974
Pólitísk orðræða var mjög hörð á
vinstristjórnartímabilinu og má
segja, að hún hafi verið sem endur-
ómur þeirra átaka, sem urðu hér við
NATO-aðildina. Morgunblaðið beitti
and-kommúnískum vopnum og sak-
aði framsóknarmenn um að láta
kommúnista ráða ferðinni í utanrík-
ismálum og Þjóðviljinn fór hamför-
um yfir undirskriftasöfnun Varins
lands. Stúdentapólitíkin var einnig
mjög hörð á þessum árum og rót-
tækir stúdentar komu í veg fyrir, að
William Rogers, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, fengi að heimsækja
Árnastofnun árið 1972.
Í hermálinu treystu Bandaríkja-
menn því fram undir það síðasta, að
framsóknarmenn stigju ekki skrefið
til fulls, enda vissu þeir, að ólíklegt
væri að þingmeirihluti væri fyrir því.
Richard Nixon varaði samt Ólaf Jó-
hannesson eindregið við því að láta
landhelgismálið koma niður á NATO
og hermálinu þegar þeir hittust árið
1973. Á fundinum blandaði Ólafur
landhelgis- og hermálunum og
reyndi að fá stuðning Bandaríkja-
stjórnar við málstað Íslands í land-
helgismálinu, en án árangurs. Þegar
hermálið náði hámarki vorið 1974
reyndi Ólafur að sætta ólík sjónar-
mið og knýja fram málamiðlun: að
halda Framsóknarflokknum og
stjórninni saman án þess að styggja
Bandaríkjamenn. Eftir að vinstri
stjórnin fór frá og framsóknarmenn
mynduðu stjórn með Sjálfstæðis-
flokknum varð ljóst, að engin breyt-
ing yrði á samstarfinu við Bandarík-
in.
„Það eru verulegar líkur á því, að for-
ystumenn Framsóknarflokksins láti sér
nægja að efna til könnunarviðræðna við okk-
ur næstu tvö ár, eða a.m.k. þangað til þeim
hefur tekist að leiða landhelgismálið til lykta
með útfærslu í 50 mílur.... Við viljum ekki
gera ástandið enn erfiðara fyrir framsókn-
armenn með því að beita þá þrýstingi í þessu
máli.“
[Minnisblað til Richards Nixons,
15. júlí 1971.]
„Forsetinn [Richard Nixon] sagði, að Ís-
land ætti margt sameiginlegt skandínav-
ískum ríkjum, sem birtist í sterkum tilhneig-
ingum til laumu-marxískar hugmyndafræði og
öfga-frjálslyndis í afstöðunni til alþjóðamála.
Hann tók fram, að Ísland væri lítið og ein-
angrað land, sem gæti oft komist upp með
að fara eigin leiðir en gerði sér engu að síður
fullkomlega grein fyrir því að það væri háð
vestrænum ríkjum....“
[Ummæli Richards Nixons á
fundi 1971, engin dagsetning.]
„Éttu hund Rogers: Nú þegar bandarískir
stúdentar eru að hefja mótmælaaðgerðir
gegn glæpaklíku heimsvaldasinna í Penta-
gon, viljum við sýna samstöðu með þeim
með því að koma í veg fyrir að varðhundar
heimsvaldasinna saurgi musteri íslenskra
fræða .“
[Mótmælaorðsending róttækra
stúdenta við Háskóla Íslands
vegna heimsóknar Williams Rogers
í Árnastofnun.]
„Meginþorri framsóknarfólks vill ekki rasa
um ráð fram í herstöðvamálinu, þrátt fyrir há-
værar raddir lítils minnihluta innan flokksins,
en hitt er annað mál, að sjálfsagt er að láta
fara fram endurskoðun á varnarsamn-
ingnum…. Raunar getur enginn haft á móti
því, að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu
um varnarsamninginn....“
[Alfreð Þorsteinsson, borgarfulltrúi
í grein í Tímanum, 7. janúar 1973.]
„Hann [Ólafur Jóhannesson] sagði, að ef
Bandaríkjamenn ætluðu sér að vera hlut-
lausir í landhelgismálinu gæti hann líka verið
hlutlaus í máli, sem varðaði Bandaríkin
miklu. Hann bætti því við, að hann væri að
tala um hermálið og ef við ættum von á því að
hann berðist fyrir því að halda herstöðinni á
Íslandi þá yrðum við að hjálpa honum í sam-
bandi við vandamál hans....“
[Bandarísk skýrsla, 30. mars 1973.]
„Nixon forseti sagði að Bandaríkjstjórn
vildi ekki að tvær vinaþjóðir ásökuðu Banda-
ríkin fyrir eigin sambúðarerfiðleika.... Að því
er varðar herstöðina sagði hann, að tækju Ís-
lendingar upp einangrunarstefnu mundi það
ekki aðeins hafa slæm áhrif á bandalagið
[NATO] heldur einnig Ísland.... Hann hvatti Ís-
lendinga til að hugsa um alvarlega skaða
þess sem það mundi gera Íslandi og banda-
laginu ef það gripi til ráðstafana, sem beind-
ust gegn NATO og Varnarliðinu.“
[Minnisblað um samræður Nixons
og Ólafs Jóhannessonar, 30. maí 1973.]
„Í sambandi við þann fyrirvara, sem gerður
var árið 1949, um að hér skyldi aldrei vera er-
lendur her á friðartímum, hefur Morgunblaðið
vakið athygli á því, að fyrir löngu eru brostnar
forsendur fyrir þessum fyrirvara. Þegar á
árinu 1957 gerði Bjarni Benediktsson grein
fyrir þeirri skoðun sinni, að þá þegar væru for-
sendur brostnar fyrir þessum fyrirvara.
Ástæðan var sú, að 1949 var enn talið, að
styrjöld yrði háð með svipuðum hætti og
heimsstyrjöldin síðari, að það mætti sjá með
nokkurra vikna fyrirvara, hvort styrjöld væri í
aðsigi og þess vegna ráðrúm til að kalla hing-
að varnarlið áður en styrjöld brytist út.“
[Morgunblaðið, leiðari,12. janúar
1974.].
„Er niðurstaða okkar sú, að á þessu máli
sé aðeins ein lausn, sem nokkurn veginn get-
ur fullnægt réttmætum hagsmunum beggja,
Íslendinga sjálfra og nágrannaþjóða þeirra,
en hún er sú að flytja herstöðina á annan
stað í landinu.... Við flutning herstöðvarinnar
norður á Melrakkasléttu... vinnst ákaflega
margt. Í fyrsta lagi mundi öll samskipti milli
Íslendinga og varnarliðsins minnka veru-
lega..... Með þeirri skipan, sem hér er mælt
með, yrði bæði sjónvarpi og útvarpi varn-
arliðsins lokað...“
[Sigurður Líndal og Valdimar
Kristinsson í grein í Morgunblaðinu,
16. janúar 1974.]
„Fáeinir ofstækisfyllstu flokksmenn Sjálf-
stæðisflokksins ásamt einum fyrrverandi
varaþingmanni Alþýðuflokksins hafa lagzt á
fjórar fætur og flaðrandi vilja þeir biðja
Bandaríkin um ævarandi hernám á Íslandi.“
[Leiðari Þjóðviljans, 17. janúar
1974.]
„Fátt hefur vakið jafnmikla athygli síðustu
daga og sú ákvörðun nokkurra einstaklinga
að beita sér fyrir undirskriftasöfnun meðal
þjóðarinnar, þar sem skorað er á ríkisstjórn
og Alþingi, „að standa vörð um öryggi og sjálf-
stæði íslenzku þjóðarinnar“ með því að
treysta samstarfið innan Atlantshafs-
bandalagsins, en leggja á hilluna ótímabær
áform um uppsögn varnarsamningsins við
Bandaríkin og brottvísun varnarliðsins. Þetta
framtak nokkurra einstaklinga hefur hlotið
með fádæmum góðar undirtektir....“
[Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins,
20. janúar 1974.]
„Hernámsmálin eru nú í brennidepli vegna
þess, að fyrirheit ríkisstjórnarinnar um brott-
för hersins er komið á ákvörðunarstig. Ég veit
ekki hvað gerast kann næstu daga og vikur;
ég get aðeins endurtekið það sem ég hef
margsinnis sagt áður, að ég vil ekki trúa því
að nokkur þingmaður stjórnarflokkanna
bregðist því drengskaparheiti að standa sam-
an um brottför hersins....“
[Ræða Magnúsar Kjartanssonar á
fundi herstöðvaandstæðinga í
Háskólabíói, Þjóðviljinn, 29. janúar
1974.]
„Það segir ekki í þessum málefnasamn-
ingi, eins og sumir halfa viljað lesa, að varn-
arliðið skuli farið á kjörtímabilinu. Það segir,
að það skuli stefnt að því....“
[Ræða Ólafs Jóhannessonar á fundi
Framsóknarfélags Reykjavíkur,
7. mars 1974.]
„Samkomulag tókst í ríkistjórinni um til-
lögur brottför hersins …. 21. mars…. Herinn
fari í fjórum áföngum. Fyrsti fjórðungurinn fyrir
árslok 1974, annar fjórðungur fyrir mitt ár
1975, þriðji fjórðungur fyrir árslok 1975 og
afgangurinn fyrir mitt ár 1976….“
[Þjóðviljinn, 23. mars 1974.]
„Engum blöskrar lengur, þótt ill tíðindi ber-
ist frá ríkisstjórn Íslands. Svo válega hafa
ráðherrar farið með málefni þjóðar sinnar, að
ekkert virðist þeim ofvaxið í þeim efnum. Síð-
ustu fréttir eru þó verstar, þegar það ljóst, að
Framsóknarflokkurinn ætlar að fylgja fram
stefnunni um varnarlaust Ísland....“
[Björn Bjarnason, þáverandi
fréttastjóri erlendra frétta Vísis,
23. mars 1974.]
„Síðan spurði Kissinger hvernig varnarliðs-
mennirnir höguðu sér. E.Á. [Einar Ágússson]
sagði, að þeir höguðu sér vel og samskiptin
milli þeirra og Íslendinga væru góð. Kvaðst
hann vilja ítreka það, sem hann hefði áður
sagt, að þær óskir, sem fyrrverandi rík-
isstjórn hefði borið fram um, að varnarliðið
hyrfi á brott af Íslandi í áföngum, stöfuðu eng-
an veginn af óvild í garð Bandaríkjamanna né
af neinum erfiðleikum í sambúð við þá. Með-
an varnarlið þyrfti að vera á Íslandi, kysum við
enga fremur en þá til að gegna því hlutverki.
Óskin um brottför varnarliðsins ætti fyrst og
fremst rót sína að rekja til þjóðerniskenndar
Íslendinga....“
[Viðræður Einars Ágústssonar,
utanríkisráðherra, við bandarísk
stjórnvöld 26. september 1974.]
Nixon á Íslandi
Richard Nixon Bandaríkjaforseti og Georges Pompidou Frakklandsforseti áttu fund á Íslandi sumarið 1973. Nixon átti einnig við-
ræður við íslenska ráðamenn og var haft eftir Ólafi Jóhannessyni forsætisráðherra að forseti Bandaríkjanna hefði góða þekkingu á
landhelgismálinu, sem þá var ofarlega á baugi. Á myndinni er Nixon í heimsókn hjá Kristjáni Eldjárn, forseta Íslands. Frá vinstri:
Henry Kissinger, ráðgjafi forsetans, Will Rogers utanríkisráðherra, Richard Nixon, Kristján Eldjárn, Ólafur Jóhannesson og Einar
Ágústsson utanríkisráðherra.
Höfundur er sagnfræðingur.
’ Íslensk stjórnvöldhafa ekki á móti því
að þrír eða fjórir lit-
aðir hermenn í varn-
arliðinu verði stað-
settir hér, en vona,
að þeir verði vel
valdir í ljósi þeirra
sérstöku aðstæðna
sem eiga við á Ís-
landi ‘