Morgunblaðið - 20.05.2001, Side 1
Prentsmiðja
Morgunblaðsins
Á mótum tveggja tíma
Morgunblaðið/Einar Falur
Á síðasta áratug hefur kínverska borgin Shanghai
tekið gífurlegur breytingum. Í borginni rísa sífellt
nýir skýjakljúfar, fínustu verslunargötunar bjóða
upp á flest það sem pen-
ingar geta keypt og Kín-
verjar sýna að þeir geta
keppt við umheiminn í
viðskiptum. Í gömlu
borgarhlutunum blasir
við ólík veröld, hið gamla
Kína. Einar Falur
Ingólfsson gekk á milli
þessara tveggja heima.
Sunnudagur
20. maí 2001
MORGUNBLAÐIÐ 20. MAÍ 2001
113. TBL. 89. ÁRG. SUNNUDAGUR 20. MAÍ 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
STOFNAÐ 1913
Heimurinn er fullur
af tækifærum
10
Litla Ísland lætur að
sér kveða í Kosovo
18
Ég er hálf-þú!
22
B
ÞJÓÐARLEIÐTOGAR víða um
heim hvöttu til þess í gær að bundinn
yrði endi á heiftaræðið og hörmung-
arnar í Mið-Austurlöndum en svo
virtist sem þeir töluðu fyrir daufum
eyrum. Ísraelskir hermenn skutu í
gær til bana tvo Palestínumenn, lög-
reglumann og bónda, og ísraelskar
fallbyssuþyrlur gerðu árásir á fimm
skotmörk á Vesturbakkanum.
Arababandalagið hvatti í gær þjóðir
heims til að koma Palestínumönnum
„til verndar á úrslitastund“.
George W. Bush, forseti Banda-
ríkjanna, hvatti til þess í fyrradag að
„vítahringur ofbeldisins“ yrði rofinn
og Kofi Annan, framkvæmdastjóri
Sameinuðu þjóðanna, kvaðst harma
hið „skelfilega hryðjuverk“ í ísr-
aelska bænum Netanya þar Palest-
ínumaður varð sjálfum sér og fimm
Ísraelum að bana og særði tugi
manna. Hann gagnrýndi hins vegar
harðlega loftárásir Ísraela á byggðir
Palestínumanna. Þær eru þær fyrstu
frá því í stríðinu 1967.
Hvatt til vopnahlés
Colin Powell, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, hvatti í gær til „skil-
yrðislauss vopnahlés“ og Javier Sol-
ana, sem fer með öryggis- og varn-
armál í Evrópusambandinu; Robin
Cook, utanríkisráðherra Bretlands,
og Bernard Valero, talsmaður
franska utanríkisráðuneytisins, lýstu
allir áhyggjum sínum af ástandinu.
Solana kemur til Mið-Austurlanda í
dag en hann og ESB styðja heilshug-
ar Mitchell-skýrsluna um ástæður of-
beldisins. Í henni er hvatt til banns
við landtöku Ísraela á hernumdu
svæðunum en því hafna Ísraelar.
Arababandalagið
ræðir viðbrögð
Yasser Arafat, leiðtogi Palestínu-
manna, sagði í Kaíró í Egyptalandi í
gær að loftárásir Ísraela myndu að-
eins stappa stálinu í palestínsku þjóð-
ina sem væri staðráðin í að gefa ekki
eftir þumlung af landi sínu. Þá hvatti
Amr Mussa, framkvæmdastjóri
Arababandalagsins, þjóðir heims til
að koma Palestínumönnum til varnar
vegna „stríðsglæpa“ Ísraela. Verða
loftárásir Ísraela og viðbrögð við
þeim ræddar á fundi utanríkisráð-
herra bandalagsins í Kaíró um
helgina.
Tugþúsundir manna fylgdu í gær
til grafar í Nablus á Vesturbakkan-
um 11 palestínskum lögreglumönn-
um sem létu lífið í loftárásum Ísraela.
Hrópaði fólkið á hefnd og hvatti til að
„milljón manns“ yrði stefnt til Jerú-
salems.
Reuters
Ellefu palestínskir lögreglumenn, sem féllu í loftárásum Ísraela, voru bornir til grafar í Nablus á Vesturbakk-
anum í gær. Fylgdu þeim tugþúsundir manna sem hrópuðu á hefnd.
Linnulausar árásir þrátt
fyrir ákall þjóðarleiðtoga
Jerúsalem, Nablus, París. AP, AFP, Reuters.
Arababandalagið skorar á þjóðir
heims að verja Palestínumenn
HUNGURSNEYÐIN gengur eins
og rauður þráður í gegnum kín-
verska sögu og jafnvel ungt fólk nú
á dögum man eftir skömmtun á
ýmsum daglegum nauðsynjum. Nú
er þó svo komið að margar kín-
verskar borgir eru að drukkna í úr-
gangi, meðal annars matarleifum.
Á Vesturlöndum þykir það lítil
kurteisi að leifa mat en því er alveg
öfugt farið í Kína. Þar sýnir tómur
diskur að gesturinn hafi ekki feng-
ið nóg og slíka skömm lætur enginn
gestgjafi henda sig.
Þessi siður lifir enn góðu lífi og
algengt er að borðhald á veit-
ingastöðum líkist mest barna-
afmæli sem farið hefur úr bönd-
unum. Svínarif, skeljar, fiskbein og
grænmetisleifar liggja eins og hrá-
viði innan um hálffullar súpuskálar
og allt ber þetta vitni um vel heppn-
aða máltíð.
Yfirvöld í ýmsum borgum eru nú
að lenda í vandræðum með úrgang-
inn. Í Shanghai þarf að farga um
1.200 tonnum af matarleifum á dag
og á sumum veitingastöðum losa
þær jafnvel tonnið daglega.
Yang, yfirþjónn á Jinshancheng,
vinsælum veitingastað í Peking,
segir að sér bjóði við öllum matnum
sem fer til spillis. „Vesturlanda-
menn eru til fyrirmyndar að þessu
leyti. Þeir panta ekki meira en þeir
geta torgað. Við ættum að læra af
þeim,“ segir Yang.
Kínverjar
að drukkna
í úrgangi
GEORGE W. Bush, forseti Banda-
ríkjanna, og Vladímír Pútín, forseti
Rússlands, ætla að hittast á sínum
fyrsta fundi í næsta mánuði. Skýrði
Colin Powell, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, frá því í gær.
Upphaflega var áætlað að þeir
Bush og Pútín hittust í júlí á G-8-
fundi iðnaríkjanna í Genúa á Ítalíu
en Powell sagði eftir fund með Ígor
Ívanov, utanríkisráðherra Rúss-
lands, að fundinum hefði verið flýtt.
Verður hann í Slóveníu 16. júní.
Umræðuefni fundarins verða
meðal annars áætlanir Bandaríkja-
manna um eldflaugavarnir, sem
Rússar eru mjög andvígir, bætt sam-
skipti ríkjanna í kjölfar njósnadeilna
og Tsjetsjnía.
Bush og
Pútín hitt-
ast í júní
Washington. AFP.
DÓMSTÓLL í Utah í Bandaríkjun-
um hefur fundið mann nokkurn,
sanntrúaðan mormóna að eigin sögn,
sekan um fjölkvæni og á hann yfir
höfði sér allt að 20 ára fangelsi.
Mormónakirkjan bannaði fjölkvæni
1886 en þó er talið að allt að 30.000
manns ástundi það enn.
Tom Green, sem er rúmlega fimm-
tugur, var fundinn sekur um fimm
ákæruatriði, fjögur varðandi fjöl-
kvæni og um það fimmta fyrir að sjá
ekki fyrir níu barna sinna með sóma-
samlegum hætti. Green er kvæntur
fimm konum og talið er að hann eigi
29 börn. Fjórar eiginkvenna hans
eru nú ófrískar. Green kvaðst ekki
hafa getað séð fyrir börnum sínum
vegna þess að eldur hefði komið upp
í húsvagninum og því væri öll hers-
ingin á opinberu framfæri.
Fjölkvæni
Fimm
konur og
29 börn
Provo. AFP.
SÁ siður ríkisfyrirtækja í Frakklandi
að nota mútur til að tryggja sér
samninga og áhrif naut blessunar og
samþykkis franskra forseta. Kom
þetta fram hjá fyrrverandi yfirmanni
olíufélagsins Elf sem áður var í eigu
ríkisins.
Loik Le Floch-Prigent, sem sak-
aður er um margvíslega spillingu í
forstjóratíð sinni hjá Elf, sagði í við-
tali við Le Parisien og Le Figaro að
mútukerfið, sem hefði upphaflega
verið til að tryggja viðskiptahags-
muni í Afríku, hefði síðar verið látið
ná til fjármögnunar franskra stjórn-
málaflokka.
„Það fékk blessun hvers forsetans
á fætur öðrum,“ sagði Le Floch-
Prigent. „Einu sinni á ári fór forstjóri
Elf á fund forsetans með mútu-
listann. Þar var hann samþykktur af
skrifstofustjóra forsetaembættisins
og forsetanum sjálfum.“
Le Floch-Prigent segir að allir
stjórnmálaflokkarnir hafi hagnast á
spillingunni og um Lionel Jospin, nú-
verandi forseta, sem segist hvergi
hafa komið nálægt þessari spillingu,
segir Le Floch-Prigent að hann sé
„hræsnari“ án þess að skýra það nán-
ar.
Nefna má að kaup Elf á Leuna-
olíuhreinsunarstöðinni í Austur-
Þýskalandi 1992 eru til rannsóknar
vegna gruns um að Elf hafi greitt
fyrir þeim með mútum til Helmuts
Kohls, fyrrverandi kanslara.
Forsetar samþykktu mútur
París. AP, Reuters.
♦ ♦ ♦