Morgunblaðið - 20.05.2001, Side 2

Morgunblaðið - 20.05.2001, Side 2
FRÉTTIR 2 SUNNUDAGUR 20. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Í SKÝRSLU Samkeppnisstofnunar um stjórnunar- og eignatengsl í ís- lensku atvinnulífi, sem byggir á gögnum frá árinu 1999, kemur fram að stærstu fyrirtækjablokkirnar hafa eignast hluti í fleiri fyrirtækjum frá árinu 1993, þegar sambærileg skýrsla var unnin, en eignarhlutur- inn er að meðaltali minni. Samkeppnisstofnun spyrðir sam- an Burðarás, Eimskip, Flugleiðir, Sjóvá-Almennar og Skeljung í skýrslunni, líkt og 1993, en þau fyr- irtæki hafa verið kennd við „kol- krabbann“. Árið 1993 áttu þessi fyr- irtæki hlut í 38 fyrirtækjum, að þeim sjálfum meðtöldum, en árið 1999 hafði fyrirtækjunum fjölgað í 46. Eignarhlutur í hverju og einu hafði hins vegar minnkað að meðaltali, eða úr 31,8% árið 1993 í 21,6% eignarhlut að meðaltali árið 1999. Innbyrðis eignarhlutir í þessari blokk höfðu hins vegar aukist lítillega í flestum tilvikum milli þessara ára, samanber meðfylgjandi töflu. Samkeppnisstofnun skoðar einnig aðra fyrirtækjablokk í skýrslunni, kennda við „smokkfiskinn“, en í henni eru Olíufélagið, Vátrygginga- félag Íslands (VÍS), Samskip og Samvinnulífeyrissjóðurinn. Öll tengjast þessi fyrirtæki innbyrðis en alls áttu þau eignarhluti í 33 fyrir- tækjum árið 1999 og að meðaltali 19,6% hlut í hverju þeirra. Í skýrslu Samkeppnisstofnunar fyrir árið 1993 leit þessi fyrirtækjablokk öðru- vísi út og samanstóð þá af Olíufélag- inu, VÍS, Samskip, Íslenskum sjáv- arafurðum og Samvinnusjóði Ís- lands, forvera Samvinnulífeyris- sjóðsins. Þá áttu þessi fyrirtæki aðild að 14 fyrirtækjum með að með- altali 25,1% hlut í hverju þeirra. Inn- byrðis eignarhlutir þessara fyrir- tækja eru ekki fyllilega saman- burðarhæfir milli áranna. Samanburður á fyrirtækjablokkum í atvinnulífinu 1993 og 1999 Áttu hlut í fleiri fyrirtækjum en minna í hverju            ! "# $ ! "% & ' ()     *   ! "% ()   + , &  - & &  .    % / &"%   * 0 *0    !()% '1"&  !#&(  2 &  3 "# $        4       MORGUNBLAÐINU í dag fylgir kynningarbæklingur frá Útgáfufélaginu Heimsljósi. Bæklingnum verður dreift á höfuðborgarsvæðinu. ÖSSUR Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði í um- ræðum á Alþingi utan dagskrár um stjórnunar- og eignatengsl í íslensku atvinnulífi í gær að meginniðurstaða skýrslu Samkeppnisstofnunar sé að í atvinnulífinu séu skýr merki um póli- tískt tengdar blokkir sem gæti sér- hagsmuna. Þeim hafi Samfylkingin barist gegn. Tók Össur dæmi af kolbrabbanum „sem lifir og dafnar“ eins og hann orðaði það. „Stærstu fyrirtækin á sviði trygginga, olíuverslunar, flutn- inga og ferðaþjónustu tengjast með gagnkvæmu eignarhaldi. Stjórnun- artengsl eru einnig mikil þar sem sömu aðilar sitja í stjórnum þessara fyrirtækja og veita þeim forystu,“ sagði hann. Valgerður Sverrisdóttir viðskipta- ráðherra kynnti á föstudag skýrslu Samkeppnisstofnunar um stjórnun- ar- og eignatengsl í íslensku atvinnu- lífi en skýrslan var tekin saman að beiðni þingmanna Samfylkingarinn- ar. Fákeppni einkennir íslenskt at- vinnulíf, samkvæmt skýrslunni, og enn fremur að tilhneigingar til fá- keppni gæti einkum í nýjum atvinnu- greinum sem hafa verið að hasla sér völl. Á þessu tímabili hefur fyrir- tækjasamsteypum fjölgað, einkum í verslun og hátækni, og eldri fyrir- tækjasamsteypur hafa aukið umsvif sín. Samþjöppun hefur leitt til fákeppni Össur gerði að umtalsefni ýmsar nýjar blokkir sem hafi verið að myndast í íslensku atvinnulífi, svo sem Baug og Norðurljós, og gagn- rýndi hann að fyrirtækja eins og Norðurljósa væri hvergi getið í skýrslunni. „Niðurstaða mín er sú að óhófleg samþjöppun á smásölumarkaði hafi leitt til fákeppni sem hefur stórskað- að neytendur með óhóflegu verði. Við erum að borga allt of mikið fyrir matinn okkar af því að tvær keðjur hafa hreðjatak á neytendum og kosta neytendur milljarða,“ sagði Össur og bætti því við að skýrslan staðfesti einfaldlega allt sem Sam- fylkingin hafi sagt um fákeppni og samþjöppun valds í samfélaginu í tengslum við stórfyrirtæki Sjálf- stæðisflokksins. Sagði hann lífeyris- sjóði meira að segja hluta af póli- tísku neti flokksins sem umlyki allt samfélagið og allt atvinnulífið. Formaður Samfylkingar um stjórnunar- og eignatengsl Skýr merki um póli- tískt tengdar blokkir HANN var örugglega sársvangur, þessi lóuþræll sem hér leitar sér að einhverju góðu í gogginn. Enda á hann langa leið að baki en lóuþræll- inn á vetursetu við strendur Mar- okkó í Afríku. Það er víst eins gott að hann finni nóg af krabbadýrum, skordýrum og öðru ætilegu því að hann þarf að safna kröftum áður en til hreiður- gerðarinnar kemur en hún hefst um mánaðamótin maí-júní. Morgunblaðið/Sigurgeir Kominn langt að ♦ ♦ ♦ FÉLAG þroskaþjálfa hefur hafnað tilboði Reykjavíkurborgar um 50% hækkun launakostnaðar sem lagt var fram 12. maí. Verkfall þroskaþjálfa hjá borginni hófst á miðnætti í fyrra- dag. Í frétt frá Reykjavíkurborg seg- ir að félagið hafi gert kröfur um veru- legar launahækkanir þann 15. maí sl. Þá segir að ef borgin gengi að þessari kröfugerð myndi launakostnaður á hvert stöðugildi hækka um meira en 80% á samningstímabilinu. Ágrein- ingur borgarinnar og þroskaþjálfa um lögmæti undanþágulista er kom- inn fyrir félagsdóm. Sólveig Steinsson, formaður Þroskaþjálfafélags Íslands, segist gera ráð fyrir því, að með því að segja að tilboðið 12. maí hafi falið í sér 50% hækkun launakostnaðar á samnings- tímabilinu, sé Reykjavíkurborg að taka allan kostnað borgarinnar, þ.e. launatengd gjöld og fleira. Sólveig segir að tilboðið hafi falið í sér um 35% meðalhækkun launa. Þá segir hún að í tilboðinu hafi einnig verið gerð „nánast krafa um að við skrifuðum undir starfsmatskerfi frá 12. maí.“ Með slíku kerfi yrðu störf metin og hún segir að þroskaþjálfar hafi hafnað þessu kerfi. Krafa um að laun hækki úr 100.000 krónum í 155.000 Meginkröfur þroskaþjálfa segir Sólveig vera þær að byrjunargrunn- kaup hækki úr 100.001 krónu á mán- uði í 155.000 krónur eftir að viðkom- andi hefur lokið þriggja ára háskólanámi. Upp úr samningaviðræðum slitn- aði aðfaranótt föstudags. Ekki hefur verið boðað til nýs fundar. Sólveig segir að ágreiningur sé um undan- þágulista og málið sé komið fyrir félagsdóm. Hún segir að ágreining- urinn snúist um það, hvort félagið hafi mótmælt listunum á lögmætan hátt á sínum tíma. Félagið sendi frá sér bréf árið 2000 þar sem listunum var mótmælt. Ágreiningur er um það hverjir megi fara í verkfall á tveimur stofnunum hjá Reykjavíkurborg. Höfnuðu tilboði borgar- innar EMERY LeBlanc, stjórnarformaður Alcan-álfélagsins, sem er móðurfélag Íslenska álversins í Straumsvík, segir í viðtali við Reuters- fréttastofuna að hann sjái fyrir sér „góð tækifæri“ til stækkunar á álveri félagsins á Ís- landi. Í viðtalinu skýrir LeBlanc m.a. frá lökum vatnsbúskap í vatnsorku- veri félagsins í Bresku-Kólumbíu í suðvesturhluta Kanada og hugsan- legum samdrætti í álframleiðslu af þeim sökum. Hrannar Pétursson, upplýsinga- fulltrúi ÍSAL, segir að misskilnings gæti hjá LeBlanc þar sem hann segir að ársframleiðsla álversins í Straums- vík sé 180.000 tonn. Hið rétta er að ál- verið hyggst á þessu ári framleiða 169.000 tonn. „Það er í sjálfu sér lítið hægt að segja um orð LeBlanc að svo stöddu, að öðru leyti en því að menn hafa hér alla tíð verið að velta fyrir sér hvernig hægt sé að auka framleiðsluna. Það er hins vegar ljóst að það þurfa að vera ákveðnar forsendur til staðar. Þær eru helstar þessar: Orka, landrými og starfsleyfi. Í stuttu máli sagt hafa engar viðræður átt sér stað um nokk- urn þessara þátta. Allt tal um stækk- un hlýtur því að vera á hugmynda- stiginu enn þá,“ segir Hrannar. Stjórnarformaður Alcan-álfélagsins Góð stækk- unarfæri í Straumsvík

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.