Morgunblaðið - 20.05.2001, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.05.2001, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 SUNNUDAGUR 20. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ GÖNGUBRÚ yfir Krossá við skála Ferðafélags Íslands í Langadal í Þórsmörk var sett upp um síðustu helgi, en brúin var einnig uppi um tíma síðastliðið sumar. Brúin gerir það að verkum að þeir sem vilja komast í Þórsmörk, en hrýs hugur við þeim farartálma sem Krossá er, geta lagt bílunum við ána og notað göngu- brúna og annaðhvort borið hafurtask sitt yfir eða feng- ið það ferjað yfir. Morgunblaðið/Vilhelm Gunnarsson Göngubrú yfir Krossá Rannsóknir á öðru og erlendu tungumáli Samnorræn ráðstefna NÆSTKOMANDImiðvikudag kl. 18hefst í Hátíðarsal Háskóla Íslands ráðstefna um rannsóknir í norræn- um málum sem öðru og er- lendu máli. Þetta er sam- norræn ráðstefna sem stendur í þrjá daga og er hún haldin undir merkjum Evrópska tungumálaárs- ins. Auður Hauksdóttir lektor er ein af fjórum í undirbúningsnefnd ráð- stefnunnar, en hvernig tengist Ísland þessu mál- efni? „Í raun er um þrjú fræðasvið að ræða. Í fyrsta lagi er löng hefð fyrir að kenna dönsku sem erlent mál í íslenskum skólum, í öðru lagi þá hef- ur fastbúandi útlendingum fjölg- að á Íslandi eins og annars staðar á Norðurlöndum og þessir nýju þegnar leggja stund á íslensku sem annað mál. Í þriðja lagi er mikill áhugi meðal erlendra stúd- enta á að læra íslensku við Há- skóla Íslands og við erlenda há- skóla. Þessir nemendur leggja stund á íslensku sem erlent mál. Því er hér um að ræða þrjú rann- sóknarsvið sem snerta norræn mál á Íslandi sem brýnt er að sinna. Þetta er því kærkomið tækifæri fyrir okkur sem vinnum að rannsóknum á þessum sviðum að koma rannsóknum okkar á framfæri og ræða þær í ljósi þess sem verið er að gera annars stað- ar.“ – Er þetta fyrsta ráðstefnan sinnar tegundar? „Nei, það er löng hefð fyrir því að norrænir fræðimenn á þessu sviði hafi með sér samstarf. Ráð- stefna af þessum toga hefur verið haldin fjórum sinnum áður til skiptis á Norðurlöndunum en þetta er í fyrsta skipti sem hún er haldin hér á landi. Í heimspeki- deild HÍ er mikill áhugi á að stór- efla rannsóknir í erlendum tungu- málum. Einstaklingar og þjóð- félagið í heild þurfa á stöðugt meiri tungumálakunnáttu að halda og því er brýnt að efla rann- sóknir á þessu sviði.“ – Hvað mun fara fram á ráð- stefnunni? „Þangað fáum við tvo heims- þekkta fyrirlesara á sviði tungu- málarannsókna. Það eru þeir Richard Schmidt frá háskólanum á Hawaii, sem fjalla mun um rannsóknir á máltöku, og Paul Meara frá Suður-Wales, hann mun fjalla um rannsóknir á orða- forða og orðaforðatileinkun. Þess utan halda fyrirlestra á ráðstefn- unni margir af fremstu fræði- mönnum Norðurlanda á þessu sviði. Frú Vigdís Finnbogadóttir, velgjörðasendiherra tungumála í heiminum, mun ávarpa ráðstefn- una í upphafi.“ – Er mikil þörf á að efla rann- sóknir á þessu sviði? „Það er mjög brýnt af því að hagsmunir svo margra snúast um að læra tungumál hratt og vel, því er mikilvægt að vandaðar rannsókn- ir séu gerðar þannig að við vitum sem mest um það ferli sem máltaka í öðru og erlendu máli er. Því meira sem við vitum um tungumálin og t.d. hvað getur reynst útlend- ingum af ákveðnu þjóðerni erfitt þegar þeir eru að læra íslensku, því líklegara er að við getum skipulagt kennsluna á árangurs- ríkan hátt. Við Íslendingar erum ekki einir í þessari stöðu, svipaðar rannsóknir eru á döfinni víða í heiminum enda leggja t.d. Evr- ópuþjóðir æ meiri áherslu á mik- ilvægi tungumála í þjóðfélaginu á öllum sviðum þjóðlífsins.“ – Er mikið mál að halda svona ráðstefnu? „Já óneitanlega hefur verið mikil undirbúningsvinna. Um 120 norrænir fræðimenn munu sækja ráðstefnuna og u.þ.b. 20 Íslend- ingar. En þetta er fyrst og fremst ánægjuleg vinna vegna þess ávinnings sem af henni hlýst, okk- ur er mikið kappsmál að komast í sem best tengsl við alþjóðlegt fræðasamfélag. Þess má geta að ráðstefnan nýtur styrks frá Nor- ræna menningarsjóðnum, Clöru Lachmann-sjóðnum, mennta- málaráðuneytinu og Háskóla Ís- lands.“ – Höfum við Íslendingar tekið þátt í samnorrænum rannsóknum á þessu sviði? „Nei, ekki mér vitanlega. Slíkar rannsóknir þekkjast t.d. á milli Dana og Svía en ekki hafa verið unnin nein stærri rannsóknar- verkefni þar sem Íslendingar hafa átt aðild. Hins vegar hafa rannsóknir verið unnar hér á landi sem kynntar verða á ráð- stefnunni sem beinast að dönsku- kennslu, íslensku sem öðru máli og svo munu kennarar sem kenna erlendum stúdentum íslensku skýra frá rannsóknum sínum. Áhugi á eflingu tungumálarann- sókna er mikill og því ávinningur í að fá að kynnast margbreytileg- um rannsóknum virt- ustu fræðimanna Norðurlanda á sviðum eins og hvaða erfiðleik- um útlendingar eiga í þegar þeir taka að til- einka sér t.d. norsku eða dönsku sem annað mál, hvernig ýmsar menningarlegar forsendur geta verið ólíkar og haft áhrif á mál- tökuna og að hve miklu leyti mál- tökuferlið er eins fyrir fólk sem kemur frá ólíkum málsvæðum og hvað getur verið sérstakt ef mál- kerfi móðurmáls og annars máls eru mjög ólík.“ Auður Hauksdóttir  Auður Hauksdóttir fæddist 12. apríl 1950 í Reykjavík. Hún lauk stúdentsprófi frá Kennaraskól- anum 1972 og BA-prófi í dönsku og heimspeki frá Háskóla Íslands 1977. Cand. mag.-próf í dönsku tók hún frá Kaupmannahafnar- háskóla 1987 og varði doktors- ritgerð frá sama skóla 1998. Hún starfaði við dönskukennslu við Flensborgarskóla og við Kenn- araháskóla Íslands en varð lekt- or við HÍ í dönsku í byrjun árs 1998. Auður er gift Ingvari J. Rögnvaldssyni vararíkisskatt- stjóra og eiga þau tvö börn. Akkur í sem bestum tengslum við alþjóðlegt fræðasam- félag Þær kunna enga mannasiði, dr. Dýri, þær gefa bara skít í okkur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.