Morgunblaðið - 20.05.2001, Side 11
unum. Linda fær sér sæti í mjúkum leðurstól og
játar því að hún hafi aldrei verið í vafa um hvað
hún vildi taka sér fyrir hendur eftir að hafa látið
af störfum sem Ungfrú heimur á sínum tíma.
„Ég hafði mestan áhuga á að fara út í eigin at-
vinnurekstur eftir að ferðalögunum vegna titils-
ins lauk. Hugmyndina að heilsulind fyrir konur
er reyndar hægt að rekja til fegurðardrottning-
aráranna. Á erfiðum ferðalögum var freistandi
að láta dekra svolítið við sig á svokölluðum
„spa“-heilsulindum út um allan heim,“ segir
hún og viðurkennir að hafa verið hrifnust af því
að stunda heilsulindir aðeins ætlaðar konum.
„Með Baðhúsinu hefur komið í ljós að stór hóp-
ur íslenskra kvenna er sama sinnis. Konur vilja
ekkert endilega alltaf hafa karla í kringum sig,
t.d. þegar þær eru að láta dekra við sig fyrir ein-
hvern sérstakan dag.“
Nú kemur þjónn aðvífandi að borðinu og spyr
hvað gera megi fyrir gestina. Vatn er borið á
borð og áfram er Baðhúsið í brennidepli. Bað-
húsið var fyrsta heilsulindin fyrir konur sinnar
tegundar á Íslandi. „Hugmyndin hlaut afar mis-
munandi undirtektir í upphafi. Reksturinn var
heldur enginn dans á rósum til að byrja með.
Baðhúsið var rekið í afar dýru og óhentugu
leiguhúsnæði fyrstu þrjú árin. Fyrirtækið stóð
á ákveðnum tímamótum og taka þurfti ákvörð-
un um að hrökkva eða stökkva. Við ákváðum að
stökkva, festum kaup á tveimur hæðum í gamla
Þórscafé og reksturinn tók fljótlega kipp upp á
við,“ segir Linda og rifjar upp að þriðja hæðin
hafi verið tekin undir Baðhúsið ári síðar. „Efstu
hæðina keyptum við fyrir viku og stefnum að
því að taka hana í notkun í haust.“
Lindu vex ekki í augum að gera nauðsynlegar
breytingar á húsnæðinu á skömmum tíma.
„Eftir að hafa umbylt 1.500 fm höfum við engar
áhyggjur af því að breyta 500 fm til viðbótar á
einum mánuði. Efsta hæðin verður tekin undir
stóran sal með skemmtilegum leiktækjum fyrir
börnin í barnagæslunni og skrifstofurými.
Þensla fyrirtækisins hefur valdið því að skrif-
stofurými var orðið alltof lítið. Veltan hefur vax-
ið um 30% á milli ára á hverju ári síðustu fjögur
ár og starfsmennirnir eru orðnir 60 talsins,“
segir hún og ljóstrar því upp að biðin eftir því að
komast að á dekursviði Baðhússins sé orðin 4 til
7 vikur. „Ég hlýt að vera búin að sannfæra efa-
semdarraddirnar um að hugmyndin hafi átt
fullan rétt á sér á sínum tíma, a.m.k er ekki
hægt að segja annað en að rekstrargrundvöllur
fyrirtækisins sé orðinn mjög traustur.“
Fjarlægðir skipta ekki máli
Baðhúsið er fjölskyldufyrirtæki í eigu for-
eldra Lindu, Lindu og bræðra hennar tveggja.
„Lengst af hef ég verið framkvæmdastjóri fyr-
irtækisins. Núna er ég forstjóri, held ákveðinni
yfirsýn og hef síðasta orðið við ákvarðanatökur.
Undir mig heyra þrír framkvæmdastjórar, þ.e.
íþróttasviðs, þjónustusviðs og dekursviðs. Sæv-
ar, yngri bróðir minn, er umsjónarmaður
íþróttasviðsins,“ segir hún og er spurð að því
hvort stundum reyni á að hann hlýði stóru syst-
ur. „Jú, stundum,“ segir hún og getur ekki var-
ist brosi. „Ég læri hins vegar heilmikið af því að
vinna með Sævari enda góður fjármálamaður
þar á ferð. Annars hefur samkomulagið í fjöl-
skyldunni alla tíð verið mjög gott. Sem betur fer
því annars hefðum við aldrei getað rekið fyr-
irtæki saman. Núna eru við systkinin öll í
stjórninni. Tæknin gerir okkur kleift að halda
opna símafundi með Sigurgeiri, eldri bróður
mínum, á Nýja Sjálandi. Nú stendur til að hann
stýri þróunarsviði fyrirtækisins hinum megin
frá hnettinum. Hingað til hefur aukningin í
Baðhúsinu valdið því að lítill tími hefur gefist til
að hugleiða frekari uppbyggingu. Núna eru
ýmsar vangaveltur í gangi. Tengslanetið frá því
á ferðalögunum hefur verið að skila sér í ótelj-
andi tækifærum. Stundum gerum við okkur
ekki fulla grein fyrir því hvað tækifæri geta ver-
ið dýrmæt. Fyrirtækinu hefur verið boðið að
koma á fót útibúum í útlöndum. Ekki bara í ná-
grannalöndunum heldur alla leið til Asíu,“ segir
Linda og er spurð að því hvort meiri líkur séu á
því að stofnað verði útibú innanlands eða er-
lendis. „Framtíðin leiðir í ljós hvert verður
næsta skrefið. Fyrir mér er ekkert meira mál
að fara til Asíu en Akureyrar. Við lifum á spenn-
andi tímum í landamæralausum heimi og fjar-
lægðir skipta ekki máli lengur.“
Linda er spurð að því hvernig Baðhúsið fari
að því að vinna að því markmiði að vera sífellt að
bæta og þróa þjónustuna. „Ein leiðin er að vera
vakandi fyrir rödd viðskiptavinanna. Ég er með
reglulegar kannanir, rýnihópar viðskiptavina
taka púlsinn á þjónustunni og síðast enn ekki
síst er ég með svokallaða skilaboðaskjóðu inni á
heimasíðunni og inni í fyrirtækinu. Reglulega
er svo farið yfir skilaboðaskjóðuna á fundum
með starfsmönnum fyrirtækisins. Við leggjum
metnað okkar í að veita góða þjónustu og fylgj-
ast af kostgæfni með því allra nýjasta á mark-
aðinum.“
Heiðarleiki og bjartsýni
Linda hefur starfað í Félagi kvenna í atvinnu-
rekstri frá upphafi. „Iðnaðar- og viðskiptaráðu-
neytið setti af stað nefnd til að kanna þörfina á
svona félagi og stuðlaði að stofnun þess eftir að
hafa gert athugun á stöðu kvenna í atvinnulífinu
árið 1998. Eftir að hafa verið í stjórn félagsins
frá upphafi tók ég við formennsku af Jónínu
Bjartmarz alþingiskonu á síðasta aðalfundi. Ég
varð hrærð yfir kosningunni enda ákaflega mik-
ill heiður að vera einróma kosin formaður jafn
öflugs félags. Við erum um það bil 500 núna og
stefnum að því að verða enn fleiri,“ segir Linda
og er spurð að því hvort nýjar áherslur fylgi
nýjum formanni. „Mitt helsta markmið er að
starfa af heiðarleika og bjartsýni fyrir félagið.
Við í stjórninni ætlum að setjast niður og skoða
helstu áherslurnar í nánustu framtíð á stefnu-
mótunarfundi í byrjun júní. Um meginmarkið
félagsins stendur í lögunum að félagið eigi að
gæta hagsmuna og efla samstöðu kvenna í at-
vinnurekstri. Með því viljum við m.a. stuðla að
því að gera konur í atvinnurekstri að áhuga-
verðum markhóp fyrir banka og aðrar lána-
stofnanir og þrýstihóp um hagsmuni atvinnu-
rekenda. Félagið gengst fyrir ýmiss konar
fræðslustarfsemi og gefur út fréttabréf tvisvar
á ári. Fræðsluerindi undir yfirskriftinni „Púlt-
ið“ eru haldnir í hverjum mánuði.
Jafn öfugsnúið og það kann að hljóma í fyrstu
finnst mér að eitt helsta langtímamarkmið
félagsins eigi að vera að leggja félagið niður.
Konur eru auðvitað alltof fáar í topp-stjórnun-
arstöðum á Íslandi. Hérna inni á fundinum áðan
hafa konur verið á bilinu 3-5%. Með því að halda
hópinn og styrkja hver aðra reynum við að
stuðla að því að konum í atvinnurekstri fjölgi úti
í atvinnulífinu. Vonandi verður orðið jafn sjálf-
sagt að kona stjórni fyrirtæki og karl eftir ein-
hver ár. Þegar að því kemur verður væntanlega
ekki þörf fyrir félög á borð við Félag kvenna í
atvinnurekstri,“ segir Linda og tekur brosandi
fram að þrátt fyrir að hún sé umkringd konum í
Baðhúsinu og í Félagi kvenna í atvinnurekstri
fari því fjarri að hún sé kvenremba. „Ef bæði
kynin vinna saman næst venjulega besti árang-
urinn. Engu að síður vil ég taka fram að konur
geta veitt öðrum konum alveg hreint ómetan-
legan stuðning og aðstoð. Konur eru konum
bestar. Engin spurning,“ segir Linda. „Og hvað
sem hver segir þá er það alltaf manngildið sem
skiptir mestu máli í öllum mannlegum sam-
skiptum í dag eins og alltaf.“
Konur varkárari
Linda er spurð að því hverjar hún telji helstu
ástæðurnar fyrir því að konur séu ekki jafn
áberandi í íslensku atvinnulífi og raun ber vitni.
„Konur eru örugglega heldur varkárari en karl-
ar. Rannsóknir hafa sýnt að konur vilja síður
taka mjög stór lán, veðsetja heimili sín o.s.frv.
Aðeins eldri konur en ég hafa talað um að móð-
urhlutverkið og almennt viðhorf til kvenna hafi
haft neikvæð áhrif á framlag kvenna í atvinnu-
lífinu. Ég skil viðhorfið þótt ég búi yfir svolítið
annarri reynslu enda hef ég verið ákaflega djörf
að taka áhættu í tengslum við reksturinn á Bað-
húsinu og enn hef ég ekki kynnst móðurhlut-
verkinu. Vissulega er alltaf erfitt að hasla sér
völl ef maður er ekki með mikið fjármagn á bak
við sig. Hins vegar var ég aldrei vör við að mér
væri mismunað af því að ég væri kona, t.d. í
lánastofnunum. Smám saman fóru svo hjólin að
snúast og bankinn minn, Búnaðarbankinn, hef-
ur þjónustað fyrirtækið alveg hreint frábær-
lega.“
Linda er ákaflega bjartsýn fyrir hönd Íslands
í tengslum við framtíðina. „Sérstaða Íslands á
án efa eftir að koma Íslandi á kortið í viðskipta-
legum skilningi í nánustu framtíð. Ísland hefur
ýmsa jákvæða kosti og er hægt að nefna að út-
lendingum kann að þykja kostur hvað Ísland er
lítið land. Lega landsins mitt á milli Ameríku og
Evrópu er afar hagstæð. Íslendingar eru fljótir
að tileinka sér nýjungar. Þjóðin er þekkt fyrir
að vera afar vel menntuð, standa vel að vígi í
umhverfismálum og nú síðast í líftækni,“ segir
Linda og leggur áherslu á að heimurinn sé full-
ur af tækifærum. „Lífskjörin eru auðvitað best
þar sem hagkerfið er frjálsast og opnast. At-
hafnafrelsi einstaklinga og fyrirtækja skilar
mestu.“
Sólgin í þekkingu
Sigur Lindu í keppninni um Ungfrú heim
varð til að riðla áformum hennar um að ljúka
stúdentsprófi á sínum tíma. „Ég ætlaði bara að
fara út, taka þátt í keppninni og koma svo aftur
heim til að klára skólann. Vinnan í tengslum við
titilinn varð til þess að ég lauk aldrei síðustu
önninni í menntaskóla,“ segir hún og er spurð
að því hvort hún sjái ekki eftir því að hafa aldrei
lokið námi. „Ég held að stúdentspróf hefði engu
breytt fyrir mig í tengslum við reksturinn.
Fyrstu skrefin tók ég án nokkurrar sérstakrar
rekstrarmenntunar. Þegar ég var í Brautar-
gengi hafði ég eiginlega farið yfir allt námsefni í
fyrirtækinu. Annars er ég sólgin í þekkingu og
mjög dugleg að fara á alls konar námskeið og
fundi eins og aðalfundinn áðan. Ræða eins og
ræða Davíðs Oddssonar forsætisráðherra fyllir
mann bjartsýni og trú á framtíðina. Ég vildi
bara að fleiri konur hefðu verið hérna með mér
til að hlusta á hvað hann hefur fram að færa.
Konur verða að vera duglegar að fylgjast með,
afla sér upplýsinga og tengsla. Ég hef líka
margoft rekið mig á að jafnvel þótt mér finnist
til að byrja með að ég hafi heyrt eitthvert erindi
margoft áður heyri ég alltaf eitthvað nýtt ef ég
hlusta bara nógu vel.“
Mikið náttúrubarn
Linda er spurð að því hvernig henni finnist að
vera í stjórnunarstöðu og hvort hún sé dugleg
að losa um streitu með því að sækja leikfimina
og sér í lagi dekur í Baðhúsinu. „Ég þrífst á því
að vera alltaf með eitthvað í gangi. Vinnan er
bæði vinna og áhugamál. Aftur á móti á ég auð-
velt með að kúpla mig frá vinnunni og slappa af.
Vinnan hefur reyndar valdið því að ég hef ekki
komist jafn oft og venjulega í leikfimi að und-
anförnu. Uppáhaldið mitt er tæ bó og svo hef ég
verið dálítið í einkaþjálfun. Núna hef ég látið
duga að láta dekra aðeins við mig á neðstu hæð-
inni. Aðalæfingin hefur falist í því að fara út að
ganga með hundana mína Sunnu og Mána á
hverjum degi,“ segir Linda og dregur upp fal-
lega mynd af tveimur springer spaniel-hundum.
„Ef ekki væri fyrir hundana mína væri ég trú-
lega í vinnunni flesta daga til miðnættis. Annars
er ég að hella mér á bólakaf í hestamennsku.
Pabbi og mamma eru nýbúin að kaupa sér
gamlan sveitabæ í Grímsnesinu. Við feðginin
erum að fara að kaupa okkur tvo hesta og ætl-
um að vera dugleg að nota tímann til að fara á
hestbak. Ég er mjög spennt enda hef ég alltaf
verið mikið náttúrubarn og dýravinur. Önnur
áhugamál mín eru að rækta vini mína og svo hef
ég ótrúlega gaman að því að fara í bíó og glugga
í bækur.
Eftir að ég varð formaður Félags kvenna í at-
vinnurekstri verð ég að fara að hella mér út í
lestur á hvers kyns fræðbókum um konur í at-
vinnurekstri og leiðtogahlutverkið. Ég vil auð-
vitað ekki láta reka mig á gat í tengslum við
starf félagsins hvorki hér heima né í samstarfi
félagsins á alþjóða vettvangi, t.d. er gert ráð
fyrir því að fulltrúi félagsins fari á framhalds-
ráðstefnuna um konur og lýðræði í Vilinius í
Litháen júní, ráðstefnu í Kína og Danmörku í
haust.“
Ekki viðkvæm fyrir fordómum
Loks er Linda spurð að því hvort hún hafi
orðið vör við fordóma í sinn garð sem fyrrver-
andi fegurðardrottning í viðskiptum. „Ég býst
við að ég hafi verið viðkvæm fyrir fordómum til
að byrja með. Með tímanum hef ég hætt að
velta því fyrir mér að ráði. Ætli ég hafi ekki
bara öðlast meira sjálfsöryggi með tímanum?
Mér hlýtur að hafa tekist að afsanna hugmynd-
ina um að fegurðardrottningar hafi fátt annað
til brunns að bera en útlitið. Fleiri fegurðar-
drottningar hafa hrakið hugmyndina með af-
gerandi hætt. Elva Dögg Melsted stóð sig vel
með því að vinna keppnina Viltu vinna milljón?
Ég hefði sjálf alls ekki viljað missa af því að
bera titilinn Ungfrú Ísland og Ungfrú heimur.
Eins og ég hef komið að náði ég að nýta mér
ferðalögin til að skapa mér ómetanlegt tengsl-
anet fyrir framtíðina. Ég hef haldið góðum
tengslum við þá aðila sem stóðu að Fegurð-
arsamkeppni Íslands á sínum tíma svo og fjöl-
skylduna sem heldur keppnina Ungfrú heimur
(Miss World) alveg frá því ég sigraði árið 1988.
Julia Morley er mitt á milli þess að vera besta
vinkona mín og móðir. Mér hefur gefist tæki-
færi til að starfa sem alþjóðlegur dómari í
keppnunum Ungfrú og Herra heimur og hef
gert það reglulega síðan ég vann. Núna hefur
mér verið boðið að koma að framkvæmd keppn-
innar með beinum hætti og komið hefur til tals
að halda hluta keppninnar Ungfrú eða Herra
heimur hér á Íslandi. Við erum að tala um sjón-
varpsefni með áhorf upp á 2 billjónir manna
víðsvegar um heiminn,“ segir hún og viður-
kennir að þrátt fyrir að hafa stýrt eigin fyr-
irtæki í nær áratug loði fegurðardrottningartit-
illinn enn við hana. „Fyrir nokkrum dögum
kynnti ungur fréttamaður mig sem Lindu Pét-
ursdóttur fegurðardrottningu. Og veistu hvað?
Mér var bara alveg sama. Ég veit hver ég er og
það er það sem skiptir mestu máli.“
Morgunblaðið/Þorkell
tækifærum
Morgunblaðið/Golli
Dagný og Linda á stjórnarfundi FKA 9. maí sl.
„Framtíðin leiðir í ljós hvert
verður næsta skrefið. Fyrir
mér er ekkert meira mál að
fara til Asíu en Akureyrar.
Við lifum á spennandi
tímum í landamæralausum
heimi og fjarlægðir skipta
ekki máli lengur.“
ago@mbl.is
„Konur eru auðvitað alltof
fáar í topp-stjórnunarstöð-
um á Íslandi. Hérna inni á
fundinum áðan hafa konur
verið á bilinu 3–5%. Með
því að halda hópinn og
styrkja hver aðra reynum
við að stuðla að því að
konum í atvinnurekstri
fjölgi úti í atvinnulífinu.“
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. MAÍ 2001 11