Morgunblaðið - 20.05.2001, Side 12
12 SUNNUDAGUR 20. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Á UNDANFÖRNUM mánuðum hef-
ur mikið verið rætt um yfirvofandi
orkuskort í Bandaríkjunum, sérstak-
lega í ljósi neyðarástandsins sem
skapast hefur í Kaliforníu, en þar hef-
ur ítrekað verið gripið til rafmagns-
skömmtunar og má búast við frekari
„myrkvun“ þegar heitasti tími ársins
gengur í garð og orkunotkun er hvað
mest. Jafnframt hefur bensín- og ol-
íuverð hækkað umtalsvert. Flestir
Bandaríkjamenn eru háðir ökutækj-
um sínum, vegalengdir eru miklar og
þeir verða því fljótt varir við þegar
það kostar 20 prósentum meira að
fylla tankinn. Ríkisstjórn Bush hefur
alfarið neitað að blanda sér í málefni
Kaliforníu. Engu að síður eru margir
sem óttast áhrifin á landsvísu ef
ástandið leiðir til efnahagslegrar nið-
ursveiflu í Kaliforníu, því ríkið eitt og
sér myndar sjötta stærsta hagkerfi
heimsins.
Fljótlega eftir að forsetinn tók við
völdum skipaði hann starfshóp til að
endurskoða langtímaorkustefnu und-
ir stjórn Dick Cheney varaforseta. Á
síðustu þremur mánuðum hefur hóp-
urinn fundað með ýmsum aðilum er
koma að orkumálum, sérstaklega þó
fólki frá orkufyrirtækjum, en tölu-
verð leynd hefur ríkt yfir þeim hug-
myndum sem á borð voru bornar. Í
skýrslunni, sem var gerð almenningi
kunn 17. maí, kemur fram að Banda-
ríkin standa frammi fyrir alvarleg-
asta orkuskorti síðan á tímum olíu-
kreppunnar fyrir nær 30 árum.
Ennfremur er tekið fram að það bil
sem myndast hefur á milli fram-
leiðslu og eftirspurnar verði að brúa,
ellegar muni þjóðarörygginu verða
ógnað.
Ekki eru allir sérfræðingar í orku-
málum sammála forsetanum um al-
vöru ástandsins og margir segja að
samlíkingin við áttunda áratuginn sé
úr lausu lofti gripin. Þeir benda einn-
ig á að nú þegar orkuverð hafi al-
mennt hækkað sjái viðkomandi
greinar sér hag í því að reisa ný orku-
ver, leggja gasleiðslur og koma á fót
olíuhreinsunarstöðvum. Slíkt sé þeg-
ar hafið, en það muni reyndar taka
nokkurn tíma fyrir afraksturinn að
skila sér.
Í stórum dráttum
Skýrslan er 163 síður og í henni eru
105 tillögur til úrbóta, flestar á frem-
ur almennum nótum.
Stefnan er yfirgripsmikil og ætluð
til lengri tíma og það mun taka nokk-
ur ár að koma henni í framkvæmd.
Byggt er á þeim forsendum að olíu-
notkun Bandaríkjamanna muni
aukast um 33 prósent á næstu 20 ár-
um, gasnotkun um rúm 50 prósent og
rafmagnsþörfin um 45 prósent, þá er
áhersla lögð á notkun nýrrar tækni
og umhverfisvænna orkugjafa við
aukningu í framleiðslu. Fimm mark-
mið eru sett fram í skýrslunni:
– leita að nýjum sparnaðarleiðum
– endurnýja orkukerfið sérstak-
lega með tilliti til dreifingar
– auka framleiðslu
– vernda í auknu mæli umhverfið
– sjá til þess að þjóðaröryggi í
orkumálum verði tryggt
Að venju var búið að leka hluta
skýrslunnar til fjölmiðla fyrir birt-
ingu til að undirbúa jarðveginn.
Viðtökurnar voru víst eitthvað nei-
kvæðari en menn reiknuðu með og
það komst í hámæli að meginþunginn
lægi í aukinni orkuframleiðslu, þar
sem til stæði að bora eftir olíu á nátt-
úruverndarsvæðum Alaska sem og
víðar, jafnframt því sem leitast yrði
eftir því að rýmka reglugerð varðandi
mengunar- og umhverfisstaðla og
endurnýja kjarnorkuframleiðslu.
Þessu til staðfestingar sagði Dick
Cheney nýlega í ræðu í Toronto að
aukin orkuframleiðsla ætti að hafa
meiri forgang ensparnaður.
Talsmenn forsetans reyndu síð-
ustu daga að draga úr umsvifalausri
gagnrýni demókrata og umhverfis-
sinna, með því að leggja aukna
áherslu á að sparnaðarleiðum og um-
hverfismálum yrðu gerð góð skil.
Forsetinn hefur svo sagt sjálfur,
stefnu sinni til varnar, að hann telji að
aukin orkuframleiðsla og umhverfis-
vernd geti hæglega farið saman.
Forsetinn á faraldsfæti
Bush hóf tölu sína í St. Paul í
Minneapolis sl. fimmtudag á því að
draga upp dökka mynd af ástandinu
og vara menn við alvarlegum afleið-
ingum ef ekki verði hafist handa strax
í leit að aukinni orku. Það má benda á
að hvergi minntist hann á að fólkið í
landinu gæti axlað auknar byrðar og
notað minni orku. En til að mæta vax-
andi gagnrýni umhverfissinna tók
hann sérstaklega fyrir hugmyndir
um skattafrádátt vegna kaupa á spar-
neytnari bílum og nýtingar sólarorku
til heimilishalds. Forsetinn notaði
líka tækifærið til að gagnrýna forvera
sinn í starfi fyrir aðgerðarleysi í orku-
málum og hvatti landsmenn til að
taka höndum saman og vinna að úr-
lausn orkumála.
Í kjölfar ræðunnar lagði forsetinn
land undir fót til að fylgja skýrslunni
eftir. Viðkomustaðirnir voru valdir
með það í huga að sýna að hann gangi
ekki bara erinda olíuiðnaðarins. Bush
og háttsettir menn í stjórn hans hafa
hins vegar mátt sæta harðri gagnrýni
fyrir náin tengsl við orkuiðnaðinn.
Sjálfur er forsetinn „olíumaður frá
Texas“, en hann starfaði þar í geir-
anum í allnokkur ár. Cheney yfirgaf
forstjórastól olíufyrirtækisins Halli-
burton Co. í ágúst í fyrra til að ganga
til liðs við Bush. Andstæðingar þeirra
hafa ennfremur bent á að orkufyrir-
tækin hafi reitt af hendi 64 milljónir
dollara í kosningaframlög fyrir síð-
ustu kosningar, þar af fóru 75 prósent
til repúblikana.
Það má segja að Cheney sé rétti
maðurinn til að hafa yfirumsjón með
þessum málum, en sú ákvörðun getur
reynst tvíeggjuð. Hann er með mikla
þekkingu í þessum málaflokki, hefur
persónuleg sambönd við forsvars-
menn stærstu fyrirtækjanna og vinn-
ur vel á bak við tjöldin.
En í því liggur líka veikleiki, gagn-
rýnendur vilja meina að hann sé of
tengdur hagsmunum orkuframleið-
enda á kostnað hins almenna neyt-
anda og náttúruverndarsinna.
Hin mikla leynd sem hvíldi yfir
störfum nefndarinnar ýtti enn frekar
undir þann orðróm að hagsmunum
iðnaðarins væri gert hærra undir
höfði en annarra.
Þrátt fyrir tillögur um að þróa nýja
tækni til orkusparnaðar og framleiða
hreinni orku verður því ekki neitað að
kjarni skýrslunnar felst fyrst og
fremst í aukinni orkuframleiðslu, þar
sem fjallað er um nauðsyn þess að
reisa hundruð nýrra orkuveitna,
leggja gasleiðslur, bora eftir olíu og
opna kjarnorkuver.
Cheney hefur sagt að það þurfi að
reisa 1.300 ný orkuver á næstu 20 ár-
um til að mæta aukinni eftirspurn. Og
það verður að segjast að orkugeirinn
hefur þegar lýst stuðningi við áform-
in og myndað sérstakan þrýstihóp til
að koma á stefnu forsetans um að
draga úr reglugerðarfargani og koma
á fót nýjum orkuveitum og dreifikerf-
um. Sumir stjórnmálaskýrendur hafa
jafnvel gengið svo langt að segja að
skýrslan sé hrein blessun fyrir orku-
iðnaðinn.
Gagnsókn demókrata
Demókratar telja sig hafa fundið
höggstað á forsetanum þar sem um-
hverfismál eru, enda hafa skoðana-
kannanir sýnt að Bush nýtur lítils
trausts kjósenda í þeim efnum. Þeir
hafa gagnrýnt forsetann fyrir tengsl
hans og hans nánustu samstarfs-
manna við orkuiðnaðinn og þá sér-
staklega olíufyrirtækin, sem svo end-
urspeglist í áhuganum á olíuborun og
aukinni framleiðslu á kostnað ann-
arra valkosta.
Demókratar biðu ekki eftir því að
skýrslan yrði birt, heldur lögðu fram
sínar eigin tillögur fyrr í vikunni.
Þeir vilja leita leiða til að draga úr
orkunotkun og bjóða skattaívilnanir
fyrir framleiðslu á nýjum orkugjöf-
um, jafnframt því sem þeir lofa að
ekkert verði gefið eftir í umhverfis-
vernd. Demókratar leggja líka til að
þak verði sett á rafmagnsverð í Vest-
urríkjunum og vilja kanna möguleika
á að lækka bensínverð áður en sum-
arumferðin nær hámarki. Þeir eru þó
í minnihluta í fulltrúadeildinni og
ólíklegt að frumvarpið nái fram að
ganga.
Dick Gephardt, leiðtogi demókrata
í fulltrúadeildinni, var fljótur að
henda skýrsluna á lofti, sem er blá og
glansandi, og líkja henni við árs-
skýrslu olíurisans Exxon. Hann
gagnrýndi menn forsetans harðlega
fyrir að vinna á bak við luktar dyr og
sagði að það mætti glögglega sjá að
aðaláherslurnar væru á olíuborun og
aukna framleiðslu á kostnað sparn-
aðar og umhverfisverndar. Tom
Daschle, leiðtogi demókrata í öld-
ungadeildinni, tók undir orð Gep-
hardts á blaðamannafundi í Minnea-
polis skömmu eftir ræðu Bush.
Hann benti á að úrbætur í orku-
málum þyrftu að gilda bæði til lengri
og skemmri tíma og bætti síðan við að
tillögur forsetans væru hættulegar
umhverfinu og að þær gerðu ekkert
til að draga úr notkun og leita eftir
nýjum orkugjöfum.
Repúblikanar á þingi eru líka ugg-
andi um þróun bensínverðs og
skömmtun rafmagns. Þingkosningar
verða haldnar næst haustið 2002 og
þeir óttast afleiðingar aðgerðaleysis í
þessum efnum. Þeir hafa því lýst sig
reiðubúna að skoða hugmyndir svo
sem skattafrádrátt þeim til handa
sem kaupa sparneytna bíla og gera
úrbætur á vistarverum í þeim til-
gangi að minnka orkunotkun.
Bush og Cheney hafa lítið látið hafa
eftir sér um þessar tillögur. Forset-
inn hefur hins vegar sagt að orku-
kreppan verði aðeins leyst með lang-
tímalausnum og að skattalækkanir
muni síðan hjálpa neytendum til að
greiða hærra bensínverð. Þessi orð
hafa fallið í grýttan jarðveg, sérstak-
lega í ljósi þess að olíufyrirtækin hafa
skilað methagnaði á síðustu mánuð-
um. Andstæðingar Bush hafa líka
gert óspart grín að þessu og segja að
forsetinn ætli að setja skattalækkanir
sem plástur á öll sár.
Barist um almenningsálitið
Stjórnarliðar gera sér vel grein
fyrir hindrunum á veginum og vinna
að því að fá ýmsa hópa á sitt band.
Cheney hélt nýlega fund með
verkalýðsleiðtogum til að leita eftir
stuðningi við aukna olíuleit og orku-
framleiðslu. Um þúsundir starfa er að
ræða og þó að verkalýðsforkólfar
fylgi yfirleitt demókrötum að máli
hafa þeir lýst sig reiðubúna til að
skoða tillögurnar.
Því er þó við að bæta að verkalýðs-
félög og stjórnin eru alls ekki á einu
máli um fyrirliggjandi fríverslunar-
samningaviðræður Ameríkuríkja,
þar sem þeir fyrrnefndu óttast að
missa störf úr landi. Því er fremur
ólíklegt að um einhvers konar banda-
lag þarna á milli verði að ræða.
Umhverfissinnar hafa gripið til
mótmæla, enda kalla menn þar á bæ
tillögurnar „óhreinar, hættulegar og
gagnslausar neytendum“. Lengst
gekk þó hópur Grænfriðunga sem
sturtaði vörubílsfarmi af kolum í inn-
keyrsluna hjá varaforsetabústaðnum
síðastliðinn fimmtudag. Kol eru
reyndar sú orkulind sem Bandaríkja-
menn eiga mestan forða af, eða til svo
sem 250–300 ára. Kol standa undir
meira en helmingi af allri rafmagns-
framleiðslu, en þeim fylgir sá galli að
vera langmesti mengunarvaldurinn
af öllum nýtanlegum orkugjöfum.
Skoðanakannanir sýna að almenn-
ingur hefur áhyggjur af umhverfis-
málum. Í nýrri könnun ABC-sjón-
varpsstöðvarinnar, sem birt var 16.
maí, segjast 39 prósent aðspurðra
ánægð með hvernig forsetinn hefur
höndlað orkuvandann, á meðan 43
prósent eru óánægð með aðgerðir
forsetans. Þegar spurt var hvort
menn væru fylgjandi því að draga úr
notkun frekar en auka orkuleit völdu
56 prósent sparnaðarleiðina á móti 35
prósentum.
Kjósendur hafa margoft lýst vax-
andi áhyggjum af gróðurhúsaáhrifum
og umhverfismálum almennt. En í
ljósi þess að rúmur helmingur þjóð-
arinnar telur að orkukreppa sé skoll-
in á, á það eftir að koma í ljós hvort
menn séu tilbúnir að borga meira og
nota minna til að stuðla að aukinni
náttúruvernd.
George W. Bush leggur fram langtímaáætlun í orkumálum
Reuters
George W. Bush Bandaríkjaforseti kynnir stefnu sína í ræðu í St. Paul í Minnesota.
Óttast al-
varlegan
orkuskort
Þess var beðið með nokkurri eftirvæntingu
að George Bush Bandaríkjaforseti kynnti
skýrslu um framtíðarskipan orkumála í vik-
unni. Margrét Björgúlfsdóttir í Washing-
ton segir að engar skyndilausnir séu í sjón-
máli, en margir neytendur hafa áhyggjur af
hækkandi bensínverði og rafmagns-
skömmtun nú þegar sumarið gengur í garð.