Morgunblaðið - 20.05.2001, Side 16
LISTIR
16 SUNNUDAGUR 20. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Nýi söngskólinn
„Hjartans mál “
Inntökupróf í einsöngsdeild
fyrir veturinn 2001-2002 verða 22. maí.
Innritun í símum: 695 2914 og 552 0600.
LYKT af sauðfé leggur fyrir vit
gesta á sýningunni Ropa sem opn-
uð var hinn 5. maí í Nýlistasafninu
við Vatnsstíg. Yfirskrift sýningar-
innar kemur ósjálfrátt upp í hug-
ann, og við nánari athugun kemur í
ljós að sauðfé, nánar tiltekið for-
ustufé, er meðal viðfangsefnanna.
Það er Ólöf Nordal sem á heið-
urinn að þeim hluta sýningarinnar,
en Valka, Valborg Salóme Ingólfs-
dóttir, og Anna Líndal eru hinir
listamenn Ropa. „Í raun eru þetta
þrjár sjálfstæðar sýningar,“ segja
þær Ólöf og Valka. „Anna hefur
fundið upp nýyrðið „einkasam“ yfir
sýningar af þessu tagi,“ segja þær
og hlæja við. Ropi er yfirskrift sýn-
inganna þriggja, en hefur lítið sem
ekkert með viðfangsefnið að gera.
„Þó má auðvitað alltaf finna ein-
hver tengsl, ef menn kjósa,“ segir
Valka, en í athyglisverðri sýning-
arskrá sem sýningunni fylgir er
tekið svo til orða að sýningin sé
„losun um góðan ropa“.
Hvernig er
list skilgreind?
Á sýningunni er Valka með
marglita leirmuni og þrjár vatns-
litamyndir, sem virka hressandi í
rigningunni í Reykjavík. Að sögn
hefur hún lítið fengist við leirinn
áður. „Mér fannst svolítið spenn-
andi að prófa hann og ég hugsa að
ég muni nota hann eitthvað í fram-
tíðinni,“ segir hún. „Í raun snýst
sýningin hérna að vissu leyti um
það að ég sem listamaður er að
prófa að vinna með miðil sem ég
vinn venjulega ekki með. Að vinna
með leir og glerja er algengt tóm-
stundagaman meðal fólks, sem er
ekki endilega listamenn, og ég
reyni að setja mig í spor þess.
Þannig að í sýningunni velti ég líka
upp spurningunni um hvernig list
sé skilgreind og hvort megi finna
list í verkum þessa fólks, og hvort
ég með mitt nám að baki skapi
meiri list en það, þó að ég sé ekk-
ert lærð í þessum miðli.“
Valka segir að ákveðin pressa
hafi fylgt því að láta fyrri störf sín
og þekkingu ekki hafa áhrif á verk-
in. „Það er það sama og þegar mað-
ur kennir litlum börnum myndlist,“
segir hún. „Það þarf að berjast við
að fá þau til að skapa út frá sjálfum
sér en ekki stöðluðum hugmynd-
um. En auðvitað skilar sér alltaf að
einhverju leyti allt það sem maður
hefur lært og séð í verkum manns.“
Hvernig reiðir
íslenskri menningu af?
Inn af sýningarrými Völku, í for-
sal Nýlistasafnsins, er gryfjan, þar
sem verk Ólafar fá inni. Við blasir
stórt tjald sem á er varpað þrí-
víðum hrútshaus og stór hrútur úr
frauðplasti stendur á gólfinu. Ef
gengið er að tjaldinu hreyfir hrúts-
hausinn sig og gefur frá sér hljóð.
Á einum veggnum er fjárstafur
úr bleiku neonljósi og úr loftinu
hangir kóróna úr hrútshornum.
„Sýningin mín er eiginlega tileink-
uð þremur forustukindum, þeim
Eitli, Rósu og Sokka,“ útskýrir
Ólöf. „Í tengslum við vinnslu þess-
arar sýningar fór ég austur að
Hrafnkelsstöðum í Hrunamanna-
hreppi og varð alveg yfir mig ást-
fangin af forustuhrútnum Sokka.
Það er ótrúlegt með forustufé, sem
er sérstakt kyn innan íslenska
sauðfjárstofnsins, hvernig það er
allt öðruvísi en annað fé, enda af
huldukyni. Ég hafði Sokka sem
fyrirmynd að hrútnum, en stuttu
seinna þurfti að farga honum
vegna þess að riðuveiki kom upp á
bænum. Ég tók það mjög nærri
mér.“
En sjúkdómar í evrópskum hús-
dýrum eru ekki það eina sem kem-
ur upp í hugann við sýningu Ólafar.
„Ég er að fást við hrútinn sem goð-
sagnakennda veru,“ segir hún.
„Hrúturinn hefur löngum verið
trúarlegt tákn, og hann er einnig
nátengdur íslenskri bændamenn-
ingu. Á sýningunni tefli ég því
saman hátækni eins og í gagnvirku
tölvumyndinni og þessu forna
minni, hrútnum, og velti fyrir mér
hvort íslensk menning eigi sér
framtíð og hvernig henni muni
reiða af í nútímanum.“
Ropi er opinn alla daga vikunnar
nema mánudaga frá kl. 12 til 17.
Aðgangur að sýningunni er ókeyp-
is.
„Losun um góðan ropa“
Eitt af verkum Völku á sýningunni.
Morgunblaðið/Sigurður Jökull
Valka og Ólöf Nordal fyrir framan frauðplastsauð Ólafar.
FYRRI vortónleikar Tónlistar-
skóla Bessastaðahreppps verða
haldnir í dag, sunnudaginn 20. maí
í sal skólans og hefjast þeir klukk-
an 14.
Efnisskráin er fjölbreytt að
vanda. Gestir á tónleikunum eru
elstu börnin úr leikskólanum
Krakkakoti sem syngja með hljóð-
færanemendum úr Tónlistarskól-
anum.
Síðari vortónleikarnir verða
laugardaginn 26. maí á sama stað
og hefjast þeir kl. 16.00. Að þeim
loknum verður skólanum slitið og
einkunnir afhentar.
Vortónleikar
Tónlistarskóla
Bessastaða-
hrepps
NÚ stendur yfir sýning Lóu Guð-
jónsdóttur í Listhúsi einn0einn í
Kjörbúð Reykjavíkur, Bræðraborg-
arstíg 43. Sýninguna nefnir lista-
maðurinn Form og litir, lifandi fjör-
efni. Lóa stundaði m.a. nám í
Myndlistaskóla Reykjavíkur og
Myndlistarklúbbi Seltjarnarness.
Hún hefur tekið þátt í fjölda samsýn-
inga en þetta er önnur einkasýning
hennar.
Sýningunni lýkur 25. maí.
List í
kjörbúð
NÚ stendur yfir ljósmyndasýning
Ara Magg á Atlantic, Austurstræti
10. Þetta er fyrsta einkasýning Ara
en hann vann til verðlauna á sýningu
Blaðaljósmyndarafélags Íslands
sem haldin var í Gerðubergi í febr-
úar síðastliðnum. Þema sýningarinn-
ar á Atlantic er íslenski fáninn.
Sýningin er liður í þeirri stefnu
Atlantic að sýna verk ljósmyndara
sem þykja skara fram úr. Sýning
Ara er sú fyrsta en hver sýning mun
standa í 2–3 mánuði í senn.
Ljósmyndir
Ara Magg
Á NEÐRI hæð Café Ozio í kvöld,
sunnudagskvöld, kl. 21.30, leika
nokkrir félagar úr So What djass-
bandinu sáluga lög í anda gömlu
meistaranna. Miðaverð er aðeins 600
krónur.
Djass
á Ozio
Borgarskjalasafn
Reykjavíkur
Sýningunni Kliðmjúk ljóssins
kröfuganga lýkur á mánudag. Sýn-
ingin er um verkalýðsbaráttu á fyrri
hluta 20. aldar. Þar gefur að líta skjöl
og ljósmyndir tengd verkalýðsbar-
áttunni í Reykjavík á fyrri hluta 20.
aldar. Einnig eru sjaldséðar ljós-
myndir af fyrstu kröfugöngunni í
Reykjavík, hinn 1. maí 1923.
Sýningin er á 6. hæð Grófarhúss,
Tryggvagötu 15, og er aðgangur
ókeypis.
Sýningu
lýkur
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦
INNIVERA, sýning listakonunn-
ar Hlífar Ásgrímsdóttur, sem þessa
dagana stendur yfir í Galleríi Sævars
Karls, er eins konar sjálfstætt fram-
hald á sýningunni Innviðir er Hlíf
stóð að í Norska húsinu í Stykkis-
hólmi í fyrra. Báðar sýningarnar
byggjast á sýningarrýminu sjálfu – í
Stykkishólmi var það myndað af Hlíf
og síðan málað og í Galleríi Sævars
Karls viðhefur Hlíf svipaða aðferð
þótt hér hafi uppvafinni sæng verið
bætt inn í myndina.
Verkin hjá Sævari Karli eru óneit-
anlega skemmtileg á að líta og eiga
sex stórar vatnslitamyndir, Innviðir
I-VI, sem komið hefur verið fyrir
með hæfilegu millibili á veggjum
gallerísins, sinn þátt í því. Allar sýna
myndirnar upprúllaða sæng, sem
komið er fyrir á mismunandi stöðum í
rýminu og hún þar mynduð frá ólík-
um sjónarhornum. Sægrænn og blár
litur veitir myndunum kalt, en jafn-
framt frísklegt yfirbragð, og er
myndaröðin heilsteypt á að líta.
Það er ekki laust við að vatnslita-
myndirnar veki upp myndir af hafinu
í huga sýningargesta. Litirnir, sá sæ-
græni og hinn vatnsblái, eiga þar
nokkurn þátt í, en áferð verkanna
leikur þar ekki síður sitt hlutverk –
vatnslitunum hefur verið leyft að
renna nokkuð frjálslega um pappír-
inn, þótt þess hafi jafnframt verið
vandlega gætt að fígúratífur hluti
myndanna hyrfi ekki fyrir vikið.
Upprúlluð sængin, sem er spegluð
á öllum myndunum á einfaldan hátt
svo úr verður samhverf samsetning,
er þar í bakgrunni allra myndanna.
Henni er jafnan stillt upp við vegg og
togað í eitt horn hennar sem gefur
sænginni vissulega mennskara yfir-
bragð líkt og Hlíf kveðst, í sýning-
arskránni, hafa leitast við að gera.
Sægrænn og blár litur blandast í
myndfleti forgrunns og bakgrunns
sem renna við það nokkuð saman.
Áhrif þessa verða þau að verkin ná að
halda dýpt sinni og öðlast á sama
tíma vatnskennt útlit sem veitir þeim
ævintýralegt yfirbragð – sýningar-
rýmið hefur verið fært niður á hafs-
botn.
Sú hugmynd Hlífar að taka jafn-
hversdagslegan hlut og sæng og færa
inn í sýningarsalinn skilar skemmti-
legum árangri og ekki hægt að segja
annað en að henni takist vel til með
að afmá skilin milli atburðarásar æv-
intýraheimsins og hversdagslegs
veruleika sýningarýmisins. Speglun-
in á sinn þátt í þessum áhrifum sem
og sú ákvörðun hennar að hnika víða
miðju samhverfunnar á myndfletin-
um. Upprúllaðar sængurnar geta
þannig hleypt ímyndunarafli sýning-
argesta á flug þar sem þær taka á sig
mynd goshvers, lindýrs og hvers þess
annars sem hugurinn leyfir.
Auk vatnslitamyndanna hefur Hlíf
einnig komið fyrir ljósmyndum, Inni-
veru I-V, af ferð sængurinnar um
sýningarrýmið, sem og sænginni
sjálfri, Inniveru VII, sem hvílir upp-
rúlluð, teygð og útblettuð í grænni og
blárri málningu í einu horni gallerís-
ins. Þessi uppsetning Hlífar styrkir
óneitanlega heildarsvip sýningarinn-
ar og eykur auk þess á veruleika-
tengsl vatnslitamyndanna og þess
þrönga stigs þessa heims og annars
sem myndirnar feta í áhugaverðri
uppbyggingu sinni.
MYNDLIST
G a l l e r í S æ v a r s K a r l s
Hlíf Ásgrímsdóttir. Sýningin er
opin mánudaga –föstudaga 10–18
og laugardaga 10–16. Henni
lýkur 23. maí.
INNIVERA
Morgunblaðið/Sigurður Jökull
Vatnslitamynd Hlífar Ásgrímsdóttur úr myndröðinni Innivera I–VI.
Hversdagsleiki
á hafsbotni
Anna Sigríður Einarsdótt ir