Morgunblaðið - 20.05.2001, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 20.05.2001, Qupperneq 17
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. MAÍ 2001 17 VORSÝNINGAR myndlistarskól- anna hafa staðið yfir undanfarið, tveim þeirra nýlokið. Sótti þær all- ar heim og urðu þær mér tilefni ýmissa hugleiðinga, einkum hvað varðar þá viðamestu sem enn er í fullum gangi. Kom fyrst til hugar, að kannski væri mögulegt að samræma sýn- ingartíma allra skólanna nokkurn veginn í framtíðinni svo rökræn umfjöllun komi meðan á þeim stendur, en hér ber að hafa augun opin í ljósi vægi þeirra og að þær eru kostaðir af almannafé. Auðvit- að ekki hægt að skrifa á sama hátt um síðdegis- og kvöldskóla og heilsdagsskóla, en myndlistarskól- arnir svo fáir að rýni og frjórrar umræðu er þörf. Var forvitinn um nýtt húsnæði Myndlistarskóla Reykjavíkur, sem hafði áður komið sér afar vel fyrir í Hafnarhúsinu og starfsandinn þar góður, sem er fyrir mestu í öllu listnámi. Ekki veit ég mikið um þá hlið í nýja húsnæðinu, sem virtist í stuttri heimsókn frum- stæðara og ekki eins hentugt að auki með einhverju utangarðsyfir- bragði. Það sem var til sýnis afar venjubundið um slíka skóla, er þó engin áfellisdómur. Höfuðborgin ætlar seint að taka við sér um sér- hannaðar vistarverur fyrir sjón- menntakennslu, þótt þörfin sé hrikaleg í ljósi augljósrar fáfræði í þessum menntageira á landi hér og útilokað að þróa sama andrúm inn í kennslustofur almenna skóla- kerfisins. Allt annar og upphafnari bragur er yfir húsnæði Myndlistarskóla Kópavogs, og þó ekki viti ég til þess að það sé sérhannað, tekur það á móti gestinum sem klæð- skerasaumað fyrir skóla skapandi athafna, andrúmið inni í kennslu- stofunum eftir því. Þá sér vítt og breitt yfir byggðina, himin, haf og hauður úr sumum gluggunum, æs- ir upp í hverjum þeim sköpunar- þörf sem á annað borð hefur snefil af henni í taugakerfinu. Saknaði að ekki sæi hennar meira stað í myndverkunum á veggjum og gólfi, en það mikilvægasta í öllu listnámi tel ég að miðla jarðtengd- um áhrifum frá næsta umhverfi, þótt ekki sé það beinlínis kortlagt. Var kynntur fyrir bæjarstjóranum og þingmanninum, flutningsmanni boxfrumvarpsins umdeilda, sem þar var staddur. Tel í því tilefni við hæfi, að fram komi í skrifinu, að hann og forverar í starfi, hafa gefið Reykjavíkurborg duglega á snúðinn í menningarmálum. Upp risið sérhannað listasafn og tón- leikahöll ásamt því að hafin er bygging menningarhúss, loks myndlistarskólinn í þessu sallafína húsnæði. Kópavogur þannig eina þéttbýlið á landinu sem heldur kórréttum kós á þessu sviði í samræmi við það sem gerist í heiminum í dag. Eins og vísað hefur verið til hér í blaðinu um langt árabil, skilar fjármagnið sér jafnaðarlega á ein- hvern hátt aftur. Gríðarleg sam- keppni um að gera hér vel enda mikið í húfi og þess sér stað hvar sem auga lítur utan landsteinanna, hafi viðkomandi þau á annað borð opin. Var ekki einn þigmaðurinn annars að reikna út, að listastarf- semi hér á landi skilaði þjóðar- búinu meiri hagnaði en eitt mynd- arlegt álver? Æðsta sjónmenntasetur Íslands var loks sótt heim og vel rýnt á stórt og smátt innan dyra. Tölu- vert verið flikkað upp á stóra heilsuspillandi sláturhúsbygg- inguna sem hýsir samanlagðan Listaháskóla Íslands, en aðkoman jafnfrumstæð og fyrr, í öllu falli fyrir þá er að ber á farartækjum postulanna en ekki rúllandi skuldabréfum. Hér um þjóðar- skömm að ræða. Vorsýningar myndlistarskólanna slá yfirleitt almennum framning- um rækilega við hvað aðsókn snertir, sem væri verðugt rann- sóknarefni fyrir nema í sálfræði eða kannski heldur þjóðfélags- fræði. Hér mun eðlislæg forvitni þó öðru fremur helsta ástæðan, svo og fjöldi ættingja og vina, er þó ekki einhlítt. Trúlega einnig um dulda þörf að ræða, eitthvað sem menntakerfið og þjóðfélagið van- rækir. Enga raunhæfa skýringu fundum við kennarar MHÍ á hrikalegri aðsókn í fyrsta skipti sem við höfðum opið hús í Skip- holti 1 fyrir aldarfjórðungi eða svo. Mestan áhuga hafði fólkið á að fylgjast með vinnubrögðum kennara og nemenda og mikil þröng á þingi í hverri einustu deild. Því miður bar okkur ekki gæfa til að grípa tækifærið og gera skólastarfið sýnilegra í ljósi þessa óvænta áhuga, menn hér óþarflega hógværir, áttavilltir og metnaðarlausir, en það er önnur og öllu dapurlegri saga. Að skólinn komst ekki á háskólastig á þessum árum gríðarlegs áhuga og upp- gangs einnig afdrifarík harmsaga. Þá var sá frjói menntunarlegi andi ríkjandi innan hans, sem listaskól- ar nútímans hafa hafnað fyrir ein- stefnu og markaðssetningu, sem sækir uppruna sinn til hinnar svo- nefndu ég-kynslóðar, uppúr 1970. Miklar umræður hafa farið fram um eðli lista í heiminum á und- angengnum árum, einkum í ljósi uppstokkunar á listaskólakerfinu. Þrjú hundruð ára akademískri reynslu burtkústað fyrir tímalega hugmyndafræði, sem nú mun, eins og margir sáu fyrir, á undanhaldi ef marka má fréttir að utan. Það lætur að líkum, að frjótt ímynd- unarafl og sköpunarkraftur sé grunnur allra vinnubragða í list- um, og að því leyti má setja sama- semmerki við þau og sjálf nátt- úrusköpin. Þetta hefur verið túlkað á þann veg, að myndlist- arverkið vísi bæði til listar og lífs, hvorugt sé mögulegt að staðla, en milli þessara póla myndist opið rými til athafna og döngunar. Þörfin til að tjá sig telst jafn- gömul mannkyninu, er í eðli hvers réttskapað manns en fer ekki eftir þjóðfélagsstiganum og henni verð- ur ekki stjórnað af utanaðkomandi öflum nema um skamma stund, og liðin öld órækasti vitnisburðurinn. Hvorki einræðisöfl né fræðikenn- ingameistarar hafa getað hnikað þessari staðreynd, listin er eins og náttúran; þótt hún sé barin með lurk leitar hún út um síðir, líkt og heimspekingurinn mælti. Listin er þannig í bland við náttúruna og jafnmikilvæg æxluninni, án hennar ekkert líf. Haldi lesandi að tilfinningin fyr- ir litum formum rými og möguleik- unum á að bregða upp þrívídd á tvívíðum grunni sé ný uppgötvun er um hrapallegan misskilning að ræða sem hátæknin hefur ræki- lega afsannað. Menn hafa þannig tímagreint hellamálverkin sem fundust í Chauvet 1994 sem 32.000 ára gömul, það er að segja tvöfalt eldri en í Laxcaux, Cosquer, Niaux og Altamira! Þá er talið, að eini mun- urinn á hinum viti borna manni sem kom fram fyrir fyrir 100– 200.000 árum og nefndur er Homo sapiens sapiens til aðgreiningar frá Homo sapiens, manninum, sé sterkari líkamsbygging. Heilinn var jafnstór og þróaður og hann er í dag, menn gátu talað saman, rök- rætt, bjuggu til fín áhöld og um- fram alt ótrúlega falleg málverk. Það sem við í dag nefnum list, hugtak sem fram kom á endur- reisnartímabilinu, var einfaldlega frá upphafi vega forsenda allra framfara í mannheimi og er enn. Hin sértæka tilfinning fyrir sjálfri upplifuninni. Þessi tilfinning er sem sagt abstrakt, í raun kolab- strakt, vegna þess að hún er hug- læg, á hana verða ekki festar hendur, hún hvorki einangruð né skipulögð frekar en sólarupprásin, sólarlagið né vindáttirnar. Þeir sem hér eru að skipuleggja hluti eru í sporum Bakkabræðra, er þeir voru að bera inn sólarljósið í skjólum, því listin í sjálfri sér verður ekki kennd. Þannig ekki um áþreifanlega kennslu að ræða eins og til að mynda raunvísindi, en miðla má einstaklingnum mik- ilsverðrum upplýsingum til meiri þroska, þekkingar til allra átta, og þetta hefur verið nefnt akademískt frelsi. Nemandanum er þá gefinn kostur á að nema það sem hugur stendur til eftir markað grunn- nám, engum kennisetningum né algildum fræðum haldið að honum og er í einu og öllu ábyrgur um framhaldið. Því fleiri skoðanir sem þróast innan akademískra stofn- ana því farsælla og hér skal öll einstefna og markaðssetning úti- lokuð. Unga fólkið gerir sé stöðugt skýrari grein fyrir þeirri öfugþró- un sem átt hefur sér stað í lista- skólum á undanförnum áratugum. Kemur kannski skýrast fram í sögu sem ég las í dönsku list- tímariti fyrir skömmu. Á adem- íunni í Kaupmannahöfn eru þrír miðaldra prófessorar í málun, allir af sömu kynslóð og fulltrúar sömu núviðhorfa. Kona sem hafði staðist inntökupróf í skólann komst í þá aðstöðu að þurfa að velja á milli tveggja þeirra og var spurð hvern- ig það legðist á hana. Illa svaraði hún, ég hef á tilfinningunni að verða að velja á milli drepsóttar og kóleru! Enginn að gagnrýna viðkomandi listamenn, né telja þá óhæfa, held- ur þá einstefnu og sjálfhyggju sem ríkt hefur sem og virðingarleysi við eldri hefðir og samtímalist í það heila. Kemur helst fram í því að öllum listgreinum er hrært saman, þeir útilokaðir og jarðsettir sem hér eru ekki sáttir við gang mála. SJÓNMENNTAVETTVANGUR LISTASKÓLAR Undanfarið hafa opinberu listaskólarnir á höfuðborgarsvæðinu verið með árlegar vorsýningar sínar. Þeim er lokið í Myndlista- skóla Reykjavíkur í JL-húsinu og Myndlistaskóla Kópavogs í Fannaborg 6, en allt á fullu til vikuloka í Listaháskóla Íslands í Laugarnesinu. Rýnir blaðsins Bragi Ásgeirsson skoðaði þær allar og varð innlitið honum tilefni tímabærra hugleiðinga. Hátæknin hefur fært sönnur á að hinn viti borni maður, homo sapiens sapiens, var þegar á ísöld fær um að leggja skugga og móta þrívíð form á tvívíðan flöt. Til umhugsunar er að það hefur kollvarpað öllum fyrri hugmyndum um þróunina frá frumstæðri list til hálistar nýrri tíma.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.