Morgunblaðið - 20.05.2001, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.05.2001, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 20. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Á SGEIR Ásgeirsson og Þórir Marinó Sig- urðsson sinna einu hættulegasta starfinu í Kosovo, lífvörslu fyrir fyrirmenni, stjórnmálamenn og fanga. Íslensku lögreglumennirnir hafa komist til æðstu metorða á skömmum tíma í starfi sem vinir og ættingjar eiga erfitt með að gera sér í hugarlund. Þrátt fyrir að ökuferðin frá fang- elsi til dómshúss taki um þrjár mín- útur er að baki margra daga flókinn undirbúningur. Tæplega 200 manns tengjast ökuferðinni með tvo af hættulegustu glæpamönnum Kos- ovo, Geci-bræðurna. Réttarhaldið yfir þeim er að hefjast og ljóst að þeir búa yfir upplýsingum sem mörgum er í mun að verði aldrei látnar í ljós. Við stýrið í brynvörðum bílnum situr yfirmaður lífvarðasveit- ar Sameinuðu þjóðanna, Ásgeir Ás- geirsson, en kollegi hans, Þórir Mar- inó Sigurðsson, hefur auga með bræðrunum. Ásgeir og Þórir eru svipaðir á hæð og vöxt og nauðrökuð höfuðin ljá þeim enn líkara yfirbragð en ella. Sumir eiga enda erfitt með að þekkja þá í sundur og viðurnefnin sem þeim voru gefin eru til marks um að litið er á þá sem eina heild, Snöggur og Snar, Chip & Dale. Al- vöruleysið sem liggur í nafngiftinni er villandi því báðir hafa komist til mikilla metorða innan lögreglunnar í héraðinu á tæpu ári, ári sem hefur farið fram úr flestu því sem þeir áttu von á. Ásgeir stýrir um 110 manna sveit sem gætir háttsettra alþjóðlegra embættismanna, erlendra gesta og annarra sem teljast í hættu; t.d. Serba í áhrifastöðum, nokkurra alb- anskra stjórnmálamanna og afbrota- manna, einkum stríðsglæpamanna og þeirra sem tengjast skipulagðri glæpastarfsemi. Í sveitinni eru sér- sveitarmenn frá fimmtán löndum og sér Þórir um að prófa þá og þjálfa, auk þess sem meðlimir annarra lög- reglusveita fá einnig þjálfun hjá líf- varðasveitinni. Álagið í starfi sem þessu er gríð- arlegt enda er lífvarðasveitin orðin fjölmennasta lögreglusveitin í hér- aðinu, sem er gjörbreyting frá því sem var þegar Þórir og Ásgeir komu til Kosovo fyrir réttu ári, um miðjan apríl. Þá voru tæplega 40 manns í henni og verkefnin aðeins brot af því sem nú er. Hættan venst Raunar var ekki ætlunin að þeir gengju í lífvarðasveitina; þeim var ætlað að starfa í hinni skiptu borg Mitrovica í norðurhlutanum, eins og fyrirrennarar þeirra, Guðmundur Ásgeirsson og Jón Valdimarsson. Er yfirmenn Sameinuðu þjóða lögregl- unnar í Pristina höfðu veður af því að Þórir og Ásgeir hefðu reynslu af ör- yggisgæslu voru þeir ekki lengi að færa þá yfir í lífvarðasveitina. Félagarnir sinna einu hættuleg- asta starfinu í héraðinu og eru vel vopnum búnir í vinnunni. Þegar þeir eru á vakt verða þeir að vera stöðugt á varðbergi og þegar þeir og aðrir lífverðir sinna starfi sínu láta þeir engan vafa leika á hverjir þeir eru, íklæddir skotheldum vestum og vopnaðir vélbyssum. „Skilaboðin sem við sendum frá okkur eru: Komdu ef þú þorir,“ segir Þórir en kerfið sem lífvarðasveitin starfar eftir er byggt upp á starfi bresku lögreglunnar á Norður-Írlandi. Það hefur gefist vel í Kosovo, þar sem sárafá dæmi eru um að haft hafi ver- ið í hótunum við meðlimi lífvarða- sveitarinnar. Þá hefur ekki verið skotið á þá eða fólkið sem þeir gæta á meðan lífverðirnir eru við störf. „Hættan er yfirleitt langvarandi, hún kemur ekki og fer. Hér ríkir gríðarlegt hatur á milli t.d. Albana og Serba. Hættan er hluti af starfinu en við hugsum ekki stanslaust um hversu hættulegt það er, erum bara meðvitaðir um það og gætum þess að vera við öllu búnir.“ Þeir félagar eru ævinlega vopnað- ir, einnig á frívakt, ef ske kynni að þeir yrðu kallaðir út eða þyrftu að koma einverjum til aðstoðar. Þórir viðurkennir að álagið geti verið býsna mikið þegar adrenalínið er á fullu dag eftir dag. Til að slaka á stunda flestir líkamsrækt; hlaupa og lyfta lóðum, lesa, horfa á myndbönd og hittast utan vinnutíma. Í fríum fara þeir heim til Íslands eða á sólar- strönd til að slaka á. „Ég gerði mér ekki grein fyrir því hvað ég var spenntur fyrr en ég fór til Íslands í frí og settist niður heima hjá mömmu og pabba. Þá fyrst áttaði ég mig á því,“ segir Ásgeir. Vel skipulögð ökuferð Ökuferðin með Geci-bræðurna sem minnst var á hér í upphafi er gott dæmi um starfið. Hún tekur rétt um þrjár mínútur frá fangelsinu til dómshússins en undirbúningur- inn hefur staðið í um þrjá daga. Fara þarf yfir hvert smáaatriði, hver sinn- ir hverju, hvaða ökutæki eigi að nota. Fínkemba þarf alla leiðina í leit að sprengjum og hún er síðan girt af. Tuttugu lífverðir sjá um sjálfan flutninginn í fjórum bílum. Um 150 hermenn varða leiðina og leyniskytt- ur eru uppi á öllum háum bygging- um og hafa góða yfirsýn yfir leiðina. Afruglarar eru notaðir til að koma í veg fyrir að hægt sé að fjarstýra sprengjum þegar ekið er hjá en líf- varðasveitin á mikla samvinnu við KFOR við stærri verkefni, bæði hvað varðar mannskap og hátækni- búnað Herra Lögregla Þeir félagar eru sammála um að aðlögunarhæfni sé einn af höfuð- kröfunum til að starfa við lífvörslu á stað eins og Kosovo og eru báðir hæstánægðir með hvernig málin hafa æxlast. Ásgeir og Þórir eru sammála um það eins og annað, þeir tala eins og einn maður. „Það er ekki hægt að skilja okkur að, við búum saman, vinnum saman, klæðum okk- ur meira að segja stundum eins,“ segir Þórir og glottir. Þeir eru nýskriðnir yfir þrítugt, voru í sama menntaskóla en kynnt- ust ekki að ráði fyrr en í dyrunum á skemmistöðum á borð við Hollywood og Borgina. Þeir gengu í lögregluna um svipað leyti og voru báðir teknir í sérsveitina, sem hefur m.a. með höndum alla öryggisgæslu erlendra gesta. Þegar Þórir og Ásgeir eru komnir í íslenska lögreglubúninginn reynist fólki að jafnaði enn erfiðara að þekkja þá í sundur enda eru þeir stundum kallaðir herra Lögregla, með vísan til þess sem á einkennis- búningnum stendur. Þeir segjast strax hafa ákveðið að fá sér góða íbúð í Kosovo, margir hyggist spara við sig í slíku og falli fyrir vikið illa á staðnum. „Kosovo er Morgunblaðið/Golli Ásgeir Ásgeirsson og Þórir Marinó Sigurðsson á skotæfingasvæði lögreglu Sameinuðu þjóðanna í Kosovo. Þórir er yfir allri þjálfun lífvarðasveitanna og þjálfar einnig almenna lögreglu SÞ. ’ Þegar þeir eru á vaktverða þeir að vera stöð- ugt á varðbergi og þegar þeir og aðrir lífverðir sinna starfi sínu láta þeir engan vafa leika á hverjir þeir eru. ‘ Ein löng vakt Ásgeir flytur annan Geci-bræðra, alræmdustu glæpamanna Kosovo, úr fangelsi til dómshúss. LITLA ÍSLAND LÆTUR AÐ SÉR KVEÐA Í KOSOVO Sjaldan eða aldrei hafa jafnmargir Íslendingar starfað við uppbyggingar- og hjálparstörf erlendis og nú. Alls eru tuttugu Íslendingar í Kosovo, héraði sem er á stærð við Þingeyjarsýslur. Tugir þúsunda erlendra hermanna, lögreglumanna, starfsfólks alþjóðastofnana og hjálparsamtaka starfa í héraðinu og er Íslendinga að finna hjá flestum stofnunum, her og lögreglu. Sunnudaginn 8. apríl var rætt við eina starfandi íslenska hermanninn í Kosovo en fleiri Íslendingar bera hertitla þótt þeir sinni borgaralegum störfum fyrir NATO og enn aðrir ganga um vopnaðir og í einkennisbúningi lögreglu. Svo eru þeir sem sinna uppbyggingarstörfum í stjórnmálum, fjölmiðlum og stjórnsýslu, nú eða sjá til þess að umfangsmikil starfsemi Sameinuðu þjóðanna í héraðinu gangi snurðulaust fyrir sig. Urður Gunnarsdóttir og Kjartan Þorbjörnsson (Golli) hittu hluta hópsins í Pristina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.