Morgunblaðið - 20.05.2001, Qupperneq 22
22 SUNNUDAGUR 20. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ÞEGAR ég var unglingurkenndi mér náttúrufræðimaður sem var eineggjatvíburi. Hann og bróðirhans voru svo líkir að
skólasystkini þeirra í menntaskóla
sögðu að þeir þyrftu ekki spegil þegar
þeir rökuðu sig. Náttúrufræðikennar-
inn naut óneitanlega nokkurrar sér-
stöðu hjá nemendum sínum eftir að
þessi saga flaug fyrir. Ekki grunaði
mig á þeim árum að ég myndi sjálf
eignast eineggja tvíbura, meira að
segja fædda í tvíburamerkinu, enda
eru líkindi fyrir fæðingu eineggja tví-
bura harla lítil. Það má því heita
furðuleg tilviljun að í minn hlut skyldi
koma að taka viðtal við Guðfinnu Ey-
dal sálfræðing um nýúkomna bók
hennar Tvíburar, sem er sú fyrsta
frumsamda sinnar tegundar á ís-
lensku, en Guðfinna á einnig upp-
komna eineggja tvíburasyni.
Um þetta var ég að hugsa þegar ég
sat í rauðum stól á móti Guðfinnu með
bók hennar Tvíburar fyrir framan
mig á borðinu. Á bókarkápunni er blá
tölvumynd af eineggja tvíburadrengj-
um. Við Guðfinna horfðum hvor á
aðra með djúpum skilningi meðan við
ræddum um þá sameiginlegu reynslu
okkar að vera tvíburamæður – það er
reynsla sem gleymist ekki svo glatt.
„Ég hefði aldrei skrifað þessa bók
ef ég hefði ekki orðið þeirrar gæfu að-
njótandi að eignast tvíbura,“ segir
Guðfinna.
„Það er gott að þú skrifaðir þessa
bók, maður fékk enga fræðslu áður
fyrr. Ef ég væri núna að eignast tví-
bura myndi ég einskis svífast að fá að
sofa aðra hverja nótt – það hafði ég
ekki vit á að fara fram á þegar mínir
drengir voru á fyrsta ári,“ svara ég.
Hugur okkar beggja leitar til með-
göngunnar, hvorug okkar vissi að tví-
bura væri von fyrr en langt var liðið á
hana. Það er erfitt að lýsa með orðum
þeirri tilfinningu sem grípur konu
sem sagt er að hún eigi von á tveimur
börnum. Ef hún á barn fyrir rennir
hana í grun að mikil vinna bíði henn-
ar, en sérstöðuna sem þetta skapar
fjölskyldunni, hana er erfitt að gera
sér í hugarlund fyrirfram – en bókin
hennar Guðfinnu er kærkomin lesn-
ing í því tilliti.
Tvíburatengsl áhugaverð
í sambandi við lífsgátuna
„Bókin mín er samantekt af viðtöl-
um og reynslu sem ég hef safnað sam-
an í gegnum tíðina. Ég hef ekki gert
vísindalegar rannsóknir en lesið allt
sem ég hef komist yfir um þetta efni.
Ég hugsa að ég hætti aldrei að hafa
brennandi áhuga á tvíburum og fleir-
burum.
Fyrir utan rannsóknir á erfðum og
umhverfi og hinni líffræðilegu hlið þá
er í dag mikill áhugi á að rannsaka
fleirbura í sambandi við mannlegt eðli
– af þeim má margt læra um sam-
skipti og tengsl, þetta er mikil djúp-
sálarfræði og er afar umhugsunar-
verð í sambandi við lífsgátuna,“ segir
Guðfinna. „Það að eiga og ala upp ein-
eggja tvíbura hefur opnað mér nýja
sýn sem ég hefði ella ekki fengið.
Þetta er flókin lífsreynsla, áhugaverð
og gefandi sem hefur aukið mér virð-
ingu fyrir lífinu. Ég skil eðli náinna
tengsla betur fyrir vikið og öðruvísi
en ég gerði áður. Ég sé hvað er gott
og heilbrigt við náin tengsl, hve inni-
leg, djúp og ánægjuleg þau geta verið
– en ég sé líka hvað það getur verið
vandasamt og erfitt að slíta þau, hvað
það kallar á mikil átök og hvað það er
mikil sorg bundin við það og erfiðleik-
ar.“
Hið harmsögulega við
tvíburasamband
Flestir sjá fyrir sér litla stráka eða
stelpur – alveg eins – þegar þeir
hugsa um tvíbura en fæstir gera sér
grein fyrir að samband, einkum ein-
eggja fjölbura, er í aðra röndina tals-
vert harmsögulegt. Þeir hafa alltaf
verið saman en smám saman tekur að
renna upp fyrir þeim að leiðir þeirra
verða að skiljast eigi þeir að ná
þroska sem einstaklingar.
„Það er á hreinu að það er mjög
erfitt að ganga í gegnum slíkan að-
skilnað og kallar á margbreytileg við-
brögð,“ segir Guðfinna. „Það grípur
um sig söknuður, einhverju er lokið –
það er ekkert smámál að verða að losa
um þau sterku tengsl sem einkenna
tvíburasamband og þurfa svo allt í
einu að vera einn þegar maður hefur
alltaf verið með einhverjum öðrum.“
Fleirburar hafa samskipti strax í
móðurkviði. Rannsóknir sýna að þeir
stjaka hver við öðrum og ef börnun-
um er fylgt eftir kemur í ljós að þeir
sem sýna meiri virkni fyrir fæðingu
hafa tilhneigingu til að halda upp-
teknum hætti þegar þeir eru að vaxa
upp.
Tvíeggja tvíburafæðingum fjölgar –
eineggja tvíburar sjaldgæfir
Í bók Guðfinnu kemur fram að
vegna frjósemislyfja gerist æ algeng-
ara að tvíeggja tvíburar eða fleirbur-
ar fæðist. Þá losna tvö eða fleiri egg
sem frjógvast hvert með sinni sæð-
isfrumu. Áður var talið að ein slík
fæðing væri á hverjar 80 fæðingar.
Tilhneiging til að fleiri en eitt egg
losni hjá konu er arfgeng.
Ef kona er um eða yfir 35 ára, hefur
fætt áður og er há og þung eru meiri
líkur á að hún eignist tvíbura en aðrar
konur. Ef samfarir eru tíðar aukast
líkur á tvíburaþungun. Líkurnar til að
eignast tvíbura eru mismiklar eftir
heimshlutum. Tvíeggja tvíburar eru
þó alls staðar miklu algengari en ein-
eggja tvíburar. Ýmiss konar um-
hverfisþættir hafa áhrif á tilkomu
tvíeggja tvíbura en ekki á eineggja
tvíbura. Þess vegna er tíðni hinna síð-
arnefndu nánast hin sama um allan
heim – þrennir til fernir eineggja tví-
burar fæðast á móti hverjum þúsund
öðrum fæðingum.
Eineggja tvíburar verða til þannig
að ein sæðisfruma frjóvgar eitt egg
sem síðan skiptir sér í tvo helminga,
ein manneskja verður þannig að
tveimur nánast alveg eins einstak-
lingum.
Eineggja tvíburar oft ólíkar persónur
Í bók Guðfinnu kemur fram að
ýmsar rannsóknir hafa verið gerðar á
tvíburum, upplýsingar um eineggja
tvíbura hafa verið bornar saman við
upplýsingar um tvíeggja tvíbura og
einbura. Rannsóknir sýna að líkindi
milli ýmissa þátta eru sterkari hjá
eineggja tvíburum en öðrum en þó
langt í frá eins, þrátt fyrir erfðir.
Á síðustu árum hafa rannsóknir í
sambandi við fleirburafæðingar einn-
ig farið að snúast um hvernig fleir-
burafæðingar hafa áhrif á fjölskyld-
una og samskipti innan hennar og
einnig um hvernig tvíburar skynja
það sjálfir að vera tvíburar.
Í bók Guðfinnu er tekið á ýmsu því
sem upp kemur í huga þeirra sem
eignast tvíbura – ótal spurningar
vakna, bæði um umönnun og uppeldi
barnanna.
Anna Lisa Hyltén-Cavallius hefur
tekið saman hvaða þættir hafi áhrif á
viðbrögð foreldra þegar þeir verða
þess ákynja að tvíburar eru í vænd-
um. „Fyrst má telja fjárhag fjölskyld-
unnar, atvinnuskilyrði og húsnæðis-
aðstöðu. Ennfremur skal telja
innbyrðis samband foreldranna og
það hvort óskað var eftir þungun.
Foreldrarnir bregðast oft við á
mismunandi vegu. Karlmaðurinn er
oft ánægður yfir „getu“ sinni og
„hverju hann gat komið til leiðar“.
Honum finnst hann oft sérstaklega
mikilvægur, því að hann veit að hans
er þörf á annan hátt en ef um einbura
væri að ræða. Jákvæð viðbrögð
mannsins hafa oft bein jákvæð áhrif á
konuna. Það styrkir hana á með-
göngu og í fæðingu.“
En hvað skyldi hafa komið Guð-
finnu mest á óvart þegar hennar
drengir fæddust?
„Það hve lítið var til af sálfræðiupp-
lýsingum um þetta efni – og hverju
maður komst að þegar farið var ofan í
saumana á því.
Það reynir á margt þegar tvíburar
fæðast, það þarf sterk bein til að
standast álagið, einkum fyrsta hálfa
árið. Vökurnar eru erfiðar eins og tví-
buraforeldrar þekkja. Þess má geta
að betur gengur oft að stýra eineggja
tvíburum inn í ákveðið svefnmunstur,
tvíeggja tvíburar eru ólíkir og hafa
ólíkan takt í tilverunni.
Eins og ég segi í bók minni er meiri
áhætta samfara tvíburafæðingum,
meðgangan getur orðið styttri, þann-
ig að tvíburarnir fæðist sem fyrirbur-
ar, slíkt er hættulegra fyrir tvíbura
en einbura því þeir eru yfirleitt minni.
Oft er erfitt að segja strax til um
hvort börn eru eineggja eða tvíeggja.
Athuganir hafa sýnt að skilyrði fyrir
fóstrin eru ekki endilega eins í móð-
urkviði þess vegna geta eineggja tví-
burar verið ólíkir við fæðingu, þeir
geta verið misstórir og einnig mis-
jafnlega virkir – en þeir líkjast svo æ
meira þegar þeir vaxa og þroskast, fá
sama augnlit og háralit og raddir
þeirra eru einnig mjög líkar – stund-
um þekkja foreldrarnir þá ekki sund-
ur í síma. Eineggja tvíburar verða þó
ekki eins, það er einmitt áhugavert
rannsóknarefni hve ólíkir þeir geta
orðið sem persónur þrátt fyrir að vera
erfðafræðilega eins. Oft er ekki rann-
sakað hvort tvíburar séu eineggja en
þetta skiptir máli, ekki síst í sam-
bandi við ýmsa sjúkdóma og einnig
við hugsanlegan líffæraflutning.
Þess má geta að börn eineggja tví-
bura eru jafnskyld og hálfsystkini.“
Hvenær á að aðskilja tvíbura?
„Eineggja tvíburar eru yfirleitt
miklu tengdari en tvíeggja tvíburar
og þess vegna þarf að leggja miklu
meiri áherslu á aðgreiningu. Aftur á
móti hefur umhverfið mikla tilhneig-
ingu til þess að meðhöndla og ávarpa
eineggja tvíbura eins og eina persónu.
Þeir eru gjarnan ávarpaðir sem tví-
burarnir – þið. Hin miklu líkindi kalla
á þetta í umhverfinu,“ segir Guðfinna.
Á þá að aðskilja eineggja tvíbura
snemma?
„Það virðist skoðun margra að í
lagi sé að eineggja tvíburar séu sam-
an í leikskóla og grunnskóla en frem-
ur sé ástæða til að aðskilja þá í fram-
haldsskóla. Það sem ég hef heyrt í
samtölum, sem ég hef átt við eineggja
tvíbura, styður þetta. Um þetta fjalla
ég talsvert í bókinni. Það sem helst
hindrar að tvíburar séu saman er
munur á getu og ef annar sýnir hinum
mikinn yfirgang,“ svarar Guðfinna.
„Samkennd og innlifun er meira
áberandi hjá tvíburum en einburum.
Þeir víla ekki fyrir sér að ná í leikföng
eða eitthvað sem hitt vantar, og þau
geta náð í hjálp fyrir hinn tvíburann
ef þörf krefur. Þeir sýna gjarnan af
sér beina umhyggju og láta sér annt
um að hinum tvíburanum líði vel.
Enda kemur fljótt í ljós að þeir skipta
öllu mögulegu hnífjafnt á milli sín og
gá vel að því að hinn tvíburinn sé ekki
hlunnfarinn,“ segir í bók Guðfinnu.
Hún segir eina sögu þessu til stað-
festingar. „Í sumarbúðum þar sem
þess var krafist að börnin þökkuðu
fyrir matinn og gengið hart eftir slíku
ef álitið var að fyrirmælunum væri
ekki hlýtt gerðist eftirfarandi atvik:
Annar tvíburinn hélt því fram að hann
hefði þakkað fyrir sig og varð sár þeg-
Ég er hálf-þú!
Út er komin bókin Tvíburar
eftir Guðfinnu Eydal sál-
fræðing. Hún á uppkomna
eineggja tvíburasyni og
ræðir um athuganir sínar og
reynslu af tví- og fleirbur-
um við Guðrúnu Guðlaugs-
dóttur sem líka þekkir af
eigin reynslu það fjölmarga
sem tvíburaforeldrar þurfa
að takast á við í uppeldi og
umönnun barna sinna.
Morgunblaðið/Sigurður Jökull