Morgunblaðið - 20.05.2001, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. MAÍ 2001 29
Er stöðugleika
fjármálakerf-
isins ógnað?
Í Morgunblaðinu í
dag, laugardag, er
skýrt frá býsna af-
dráttarlausri grein
sem birtist í tímarit-
inu Peningamálum
sem Seðlabankinn gefur út. Ekki er hægt að
skilja grein þessa á annan veg en þann að hún
lýsi mati Seðlabankans á stöðu fjármálamark-
aðarins um þessar mundir. Í grein þessari er
fjallað um hugsanlega fjármálakreppu og að
stöðugleika fjármálakerfisins sé ógnað.
Í frásögn Morgunblaðsins af úttekt Seðla-
bankans segir m.a.: „Óhóflegur viðskiptahalli og
útlánaaukning undanfarinna missera, sem stuðl-
að hefur að umtalsverðri gengislækkun á síðustu
mánuðum, ógnar nú stöðugleika fjármálakerfis-
ins, að því er fram kemur í nýjasta hefti Peninga-
mála sem Seðlabankinn gefur út. Á sama tíma
hefur geta fjármálakerfisins til þess að standa af
sér erfiðar aðstæður minnkað, sem fram kemur í
verri afkomu og lækkandi eiginfjárhlutfalli. Þá
kemur fram að það sé eðli fjármálakreppna að
þær geti dunið yfir án þess að gera boð á undan
sér líkt og gerzt hefur í nágrannalöndunum og
víða um heim.“
Enn fremur segir í frásögn Morgunblaðsins:
„Útlánaaukningin og óhóflegur viðskiptahalli
hefur stuðlað að umtalsverðri gengislækkun síð-
ustu mánuði og að mati Seðlabankans felur það í
sér áhættu fyrir fjármálakerfið. Fjölmargar al-
þjóðlegar rannsóknir hafa leitt í ljós ýmsar lík-
legar en þó ekki öruggar vísbendingar um fjár-
málakreppur og hafa nokkrar þeirra gefið
ákveðnari viðvörunarmerki en áður, t.d. við-
skiptahalli, útlánaþensla og hækkun eignaverðs.
Allt eru þetta hættumerki í íslenzka fjármála-
kerfinu en að mati Seðlabankans er þó varla lík-
legt að stöðu innlendra lánastofnana sé hætta bú-
in án frekari ytri áfalla.“
Í úttekt rits Seðlabankans segir orðrétt:
„Hættan fyrir fjármálakerfið er einkum fólgin í
skyndilegum umskiptum þegar dregur úr þeirri
eftirspurn sem er undirrót hallans. Þannig gæti
fjármunamyndun snögglega dregizt saman, leitt
til þess að atvinnuástand versnaði sem myndi
valda samdrætti í kaupmætti ráðstöfunartekna
og aukinni óvissu heimilanna um afkomu sína.
Óstöðugt gengi er algengur fylgifiskur slíkra
umbrota sem getur haft veruleg áhrif til hins
verra á afkomu fyrirtækja.“
Loks segir í þessari grein í riti Seðlabankans,
Peningamálum, um stöðu fjármálafyrirtækjanna
á Íslandi: „Eftir því, sem eiginfjárhlutfallið fer
lækkandi og arðsemi fjármálastofnana minnkar,
versna kjörin á víkjandi lánum til þeirra og eru
vísbendingar um að þetta sé farið að gerast hér á
landi. Ástæða lækkandi eiginfjárhlutfalls er
einkum hröð stækkun efnahagsreikninga fjár-
málastofnana og minnkandi arðsemi. Full ástæða
er til að hafa áhyggjur af þessari þróun. Á und-
anförnum árum hefur lækkun hlutfallsins verið
sérstaklega áberandi hjá sparisjóðunum. Við-
skiptabankarnir hafa með útgáfu víkjandi lána
haldið betur í horfinu en svigrúm til frekari út-
gáfu minnkar stöðugt. Nú er einnig ljóst að eftir
lækkun krónunnar á þessu ári mun áhættu-
grunnur fjármálastofnana hækka og það eitt og
sér mun leiða til lækkunar eiginfjárhlutfalla.
Eiginfjárhlutfall, sem er vel yfir tilskildu lág-
marki, gefur borð fyrir báru sem ekki mun af
veita ef efnahagslegur samdráttur verður.“
Hér er talað með nokkuð afdráttarlausum
hætti. Í úttekt Seðlabankans er ítrekað sagt að
bankinn hafi áður varað við þessari þróun. Það
hefur hann vafalaust gert en þá tekið þannig til
orða að ekki hefur verið eftir því tekið. En óneit-
anlega er líkt hægt að velta því fyrir sér, hvort
úttekt Seðlabankans lýsi of mikilli svartsýni. Í
grundvallaratriðum standi íslenzkt atvinnu- og
efnahagslíf svo traustum fótum um þessar mund-
ir að ekki sé tilefni til að nota svo sterk orð. Jafn-
framt er ekki ólíklegt að breyting á gengi krón-
unnar hafi breytt að verulegu leyti þeim
forsendum sem Seðlabankinn byggir mat sitt á.
Fjölbreytt at-
vinnulíf og
sterkur efna-
hagur
Staðreyndin er auð-
vitað sú að efnahagur
íslenzku þjóðarinnar
er mjög traustur um
þessar mundir. Á
fyrstu árum lýðveldis-
ins lifðum við á stríðs-
gróðanum sem féll til í heimsstyrjöldinni síðari.
Nokkrum árum síðar var efnahagur okkar svo
bágur að í orðsendingum erlendra sendiráða á
Íslandi til sinna heimastöðva má sjá að íslenzkir
ráðamenn ganga nánast með betlistaf í hendi og
biðja um aðstoð við að útvega þjóðinni lán. Á
Viðreisnarárunum var að fenginni reynslu lögð
gífurleg áherzla á að auka fjölbreytni í íslenzku
atvinnulífi. Það var gert m.a. með samningunum
um álverið í Straumsvík en einnig með inngöngu
í EFTA.
Á þeim árum kynntist þjóðin rækilega sveifl-
unum sem geta orðið í sjávarútveginum. Þá fór
saman algert hrun í síldveiðum, aflabrestur á
vetrarvertíð og mikið verðfall á sjávarafurðum á
erlendum mörkuðum. Staða þjóðarbúsins á þeim
árum var óskaplega erfið. Þjóðin hafði fyrst og
fremst tekjur sínar af sjávarútvegi og sölu fisk-
afurða til annarra landa. Íslenzkir ráðamenn leit-
uðu á þeim tíma til utanríkisráðherra Bandaríkj-
anna og báðu hann um aðstoð við að koma
skreiðinni í verð og sýnir það hversu alvarlegt
ástandið var. Áfallið var sambærilegt við það að
heimili missti 30–40% tekna sinna á skömmum
tíma. Þessi lífsreynsla var undirstrikun á því sem
gerzt hafði á mögrum árum sjötta áratugarins.
Þess vegna var meðal annars lögð svo rík áherzla
á að ná fullum yfirráðum yfir fiskveiðilögsögunni
næstu árin á eftir en fram að þeim tíma höfðu er-
lendir togarar sótt gífurlegt fiskmagn á fiskimið-
in við Ísland.
Næstu tuttugu árin á eftir náðum við yfirráð-
um yfir auðlindum okkar og börðumst við óða-
verðbólgu.
Nú er staðan gjörbreytt. Þótt miklar svipt-
ingar hafi verið í sjávarútvegi á undanförnum ár-
um er alveg ljóst að staða sjávarútvegsfyrir-
tækjanna er margfalt sterkari en hún var fyrir
rúmum áratug. Markaðsstaða okkar er mjög
sterk á fiskmörkuðum erlendis. Íslenzku sjávar-
útvegsfyrirtækin hafa í auknum mæli haslað sér
völl, bæði í útgerð og fiskvinnslu en einnig í dreif-
ingu á sjávarafurðum í öðrum löndum.
Stóriðja í krafti orku fallvatnanna er orðin
mun umfangsmeiri í atvinnulífi okkar en áður
var. Nú eru rekin tvö álver í landinu og bæði vilja
stækka við sig og auka framleiðslu sína. Nýjar
atvinnugreinar hafa risið upp. Hugbúnaðariðn-
aður er orðinn að útflutningsatvinnugrein og líf-
tæknistarfsemi lofar góðu þótt hlutabréfaverðið í
móðurfyrirtæki Íslenzkrar erfðagreiningar sé
lágt um þessar mundir.
Menntun og þekking þjóðarinnar hefur stór-
aukizt enda erum við í fremstu röð þjóða heims á
hvaða þætti þjóðlífsins sem litið er.
Þegar á heildina er litið má þess vegna ekki
gera of mikið úr sveiflum af því tagi sem hér hafa
verið gerðar að umtalsefni, hvorki á hlutabréfa-
markaði eða á öðrum vígstöðvum. Kjarni þess
sem er að gerast í íslenzku efnahags- og atvinnu-
lífi um þessar mundir er aðlögun að eðlilegu
ástandi frá óeðlilegu ástandi. Það er jákvætt.
Þegar upp verður staðið verða dægursveiflur
eins og gárur á yfirborðinu vegna þess að undir-
stöðurnar eru svo margfalt sterkari en þær hafa
nokkru sinni verið.
Morgunblaðið/Ómar
Við Litlahólma í Hljómskálagarðinum.
„Það er því sama,
hvort litið er til net-
væðingarinnar, sem
um tíma byggðist á
algerlega óraunhæf-
um væntingum,
hlutabréfamark-
aðarins, sem á tíma-
bili reis hærra en
nokkur rök voru
fyrir, eða gjaldeyr-
isviðskipta, sem
margir hafa brennt
sig á; nú ríkir meira
raunsæi um þessi
efni og það getur
ekki haft nema já-
kvæð áhrif á þróun
og uppbyggingu at-
vinnulífsins í fram-
tíðinni.“
Laugardagur 19. maí