Morgunblaðið - 20.05.2001, Side 30

Morgunblaðið - 20.05.2001, Side 30
SKOÐUN 30 SUNNUDAGUR 20. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Þ að er afskaplega slæmt að Davíð Oddsson skuli hafa gegnt embætti for- sætisráðherra á Ís- landi í tíu ár og nokkrum dögum betur. Það er ekki slæmt vegna þess að hann er Davíð Oddsson, og það er heldur ekki slæmt vegna þess að hann er í Sjálfstæðisflokknum. Það er slæmt vegna þess að það er ekki gott fyrir lýðræði að ein- hver sitji slímusetur á forsætis- ráðherrastóli. Þetta væri alveg jafnslæmt ef það væri Össur Skarphéðinsson eða Steingrímur J. Sigfússon eða Halldór Ás- grímsson sem hefði gegnt æðsta embættinu í kerfinu í rúm tíu ár. Það eru margar ástæður fyrir því að það er vont að hafa sama mann- inn í þessu embætti – sem ætla má að sé dá- lítið mikilvægt embætti. En áður en farið er út í að tíunda þessar ástæður er ekki úr vegi að nefna það að þótt Bill Clinton hefði sennilega átt vísan sigur í síðustu forsetakosningum í Bandaríkj- unum, hefði hann boðið sig fram, gat ekki orðið af því að hann sæti lengur vegna þess að í Bandaríkj- unum – þessu fyrirmyndarríki í lýðræðisþróun – er æðsta valda- manni ekki heimilt að gegna emb- ætti lengur en tvö kjörtímabil, eða samtals í átta ár. Samkvæmt 22. viðauka banda- rísku stjórnarskrárinnar má for- seti ekki sitja lengur en tvö kjör- tímabil. Þessi viðauki var settur 1951, en raunin var þó sú, að allt frá tímum Georges Washingtons (sem lét af embætti 1797) höfðu forsetar ekki setið nema tvö tíma- bil. Það var hefð, sem Washing- ton hafði í raun komið á. Franklin Roosevelt braut hefðina og var kosinn fjórum sinnum, og eftir það var hefðin lögfest. Það eru margar gildar ástæður til þess að sami maður sitji ekki slímusetur í æðsta embætti. Ein er sú, að það gildir væntanlega um forsætisráðherraembættið eins og önnur störf, að manni hættir til að verða samdauna starfi sínu, og það getur leitt til þess að maður gleymir því hvern- ig tilveran lítur út frá öðrum sjón- arhornum. Þá fer maður að líta á sitt eigið sjónarmið, sinn eigin skilning á tilverunni, sem hinn eina mögulega rétta. Og þá er orðið stutt í að hætta sé á að rugl- ingur verði á „vilja þjóðarinnar“ og vilja æðsta yfirmanns hennar. Í flestum tilvikum er svosem ekkert við það að athuga að mað- ur verði samdauna starfinu sínu, en þegar maður er æðsti yfirmað- ur heillar þjóðar – með fjölda ólíkra einstaklinga og sjónarmiða innanborðs – er þetta slæmt. Vegna þess að þetta getur leitt til þess að stórum hluta þjóðarinnar finnist hann beinlínis undir- okaður af yfirvaldi sem hann er alls ekki í takt við. Það sem fyrir Washington vakti þegar hann baðst undan því að sitja þriðja kjörtímabilið var að tryggja að það væri stjórn- arskráin sem væri í raun æðsta yfirvaldið í Bandaríkjunum, en ekki einhver einn flokkur eða maður – ekki forsetinn sjálfur. Með því að festa stjórnar- skrána í sessi vildi hann stuðla að því að það væri í rauninni þjóðin sem væri æðsta yfirvaldið í rík- inu, en ekki einhver einn flokkur sem svo vildi til að væri „kraft- meiri eða lánsamari en keppi- nautar sínir“, eins og Washington sagði í kveðjuræðu sinni. Það er að segja, hann reyndi að passa lýðræðið með því að falast ekki eftir endurkjöri. Önnur ástæða fyrir því að það væri af hinu góða að setja tak- mörk við því hve lengi sami mað- ur megi gegna embætti forsætis- ráðherra er sú, að það er sitt hvað yfirvald og yfirvald. Annars veg- ar er hægt að tala um „ekta“ yf- irvald, og hins vegar er formlegt yfirvald. Ekta yfirvald er til dæmis forræði foreldra yfir börn- um sínum, en formlegt yfirvald er það vald sem einhver hefur í krafti embættis síns eða starfs – eins og til dæmis vald lög- regluþjóns til að banna manni að keyra undir ákveðnum kring- umstæðum. Forsætisráðherra er yfirvald í síðarnefnda skilningnum – hann er formlegt yfirvald, ekki ekta yf- irvald. Hér skiptir máli, að vegna þess að „forsætisráðherra“ er embætti en ekki maður, getur hann aldrei orðið ekta yfirvald. Þjóðhöfðingjar hér á öldum áður, keisarar og arfakóngar – og kannski líka ættbálkahöfðingjar nú á dögum – geta aftur á móti verið ekta yfirvald. Þeir fengu ekki formlegt umboð samkvæmt ákveðnu skipulagi. Yfirvald þeirra kom annaðhvort úr margra alda hefð eða beinlínis frá Guði. Forsætisráðherra þiggur aftur á móti yfirvald sitt frá sam- borgurum sínum. Hættan sem skapast við slímu- setur sama manns í þessu æðsta embætti er sú, að fólk missi sjón- ar á þessum gífurlega mikilvæga greinarmun á tvenns konar yf- irvaldi. (Og „fólk“ skírskotar hér bæði til mannsins í embættinu og almennra kjósenda). Ef maður missir sjónar á þessum mun get- ur hann í rauninni horfið, og þá er forsætisráðherra orðinn að sams- konar yfirvaldi og arfakóngurinn – og í raun hættur að vera for- sætisráðherra. Svo er alltaf sú hætta að þjóð- inni fari að finnast það gott að hafa alltaf sama manninn á stóln- um. Og því lengur sem hann situr því meir fer manni að finnast að það væri óráðlegt að breyta um mann. Það er að segja, að það væri óráðlegt að gera breytingar. Því þeir eru alltaf til sem vilja helst ekki gera breytingar. Þeir leggja að jöfnu breytingar og óstöðugleika. En ef maður er á annað borð að vesenast þetta með að hafa lýð- ræði þá eru breytingar æskilegar og þar með ákveðinn óstöðugleiki óhjákvæmilegur. Það er ekki síst þess vegna sem slímusetur ráð- herra eru vondar fyrir lýðræðið. En það er líka einmitt þess vegna sem margir efast um að lýðræði sé endilega besti kosturinn. Slímu- setur Það sem fyrir Washington vakti var að tryggja að það væri stjórnarskráin sem væri í raun æðsta yfirvaldið í Banda- ríkjunum, en ekki einhver einn flokkur eða maður – ekki forsetinn sjálfur. VIÐHORF Eftir Kristján G. Arngrímsson kga@mbl.is ,,VOÐALEGA er vont að vera kona,“ sagði grunnskólakennarinn um leið og hún horfði þreytt og pínd á launa- seðilinn sinn í byrjun árs 2001 og stallsystur hennar, leikskólakenn- arinn og hjúkrunar- fræðingurinn, tóku dapurlega undir það. Allar tilheyrðu þær hinum svonefndu kvennastéttum á upp- eldis- og umönnunar- sviði, þrátt fyrir að hafa reynt að villa á sér heimildir með starfs- heitum í karlkyni. „Kvennastétt“ er samheiti yfir þær starfsstéttir sem samanstanda gjarn- an að miklum meirihluta af háskóla- menntuðum konum sem eiga það sammerkt í sínu starfi að gera fús- lega alls konar fyrir næstum ekki neitt. Þess vegna eru fáir heilvita karlmenn í þessum stéttum, því þeir vilja oft fá greitt fyrir sín störf. Á árunum kringum 1980 varð um- talsverð fjölgun kvenstúdenta í laga- deild, gömlum og virðulegum lög- fræðingum til hrellingar, og óttuðust menn að nú væri stéttin á leiðinni til helvítis, því sagan sýndi að sögn að ef konur gerðu innrás í rótgrónar karla- stéttir, lækkaði bæði status og laun stéttarinnar í heild. Aukinheldur má nefna, að mörgum hefur þótt sem t.d. öryggi í flugmálum fari hnignandi, með fjölgun kvenna í flugstjórastól- um. Fyrr á öldum þótti og karlmanns- verk að skrifa bækur og þóttu konur lengi vel ekki eiga neitt erindi inn á þann intellektúal vettvang. Ein og ein kann þó að hafa siglt undir fölsku flaggi strax á 13. öld og af stakri ósvífni og framhleypni hugsanlega skrifað Laxdælu í skjóli nafnleysis. Spratt sá grunur einkum af leiðinlega litlu ofbeldi í sögunni, auk þess sem kona og hennar karlamál eru þar furðulega í forgrunni sem vissulega var óviðeigandi þá og er enn. Að auki þykir það renna frekari stoðum undir þessa kenningu að höfundur er bæði orðmargur og málglaður svo sem kvenna er eðli, hann er og grunsam- lega glysgjarn og hallur undir smáat- riðalýsingar. Hins vegar er Laxdæla fjandi góð sem slík og því hafa karl- kyns fræðimenn eytt í það drjúgum tíma að bjarga orðstír hennar og koma henni á karlhöfund, hafa jafn- vel leitt að því getum að sá hafi aðeins verið samkynhneigður. Árið 1846, aðeins fjórum árum áð- ur en Jón Thoroddsen reið karlmann- lega á vaðið hér á klakanum með fyrstu eiginlegu skáldsöguna, voru þrjár systur á Englandi sem höfðu ekkert þarfara að gera en skrifa sög- ur. Af einhverjum annarlegum ástæðum fýsti þær að grunlaus al- menningur læsi þessar sögur og þar sem ekki var lengur skjól að fá í nafn- leysi líkt og á 13. öld, brugðu þær á það ráð, af dæmigerðri kvenlegri kænsku, að senda bækur sínar til út- gefenda undir karlmannsnöfnum. Þessar undirförulu stúlkur hétu Charlotte, Emily og Anne Brontë og eins og hverjir aðrir úlfar í sauðar- gærum svindluðu þær sér inn í karla- veldi bókmenntanna sem Currer, Ell- is og Acton Bell og skildu eftir sig verk á borð við Jane Eyre og Wuth- ering Heights (Fýkur yfir hæðir), sem hafa orðið furðu lífsseig á heims- vísu, þrátt fyrir raunverulegt kyn- ferði höfundanna. Ofangreint innbrot átti sér stað fyrir meira en 150 árum, nú er öldin önnur og sú tuttugasta og fyrsta, og almennt er því haldið fram á tyllidög- um að eftir margra áratuga jafnrétt- isbrölt, þurfi konur ekki lengur að svindla sér inn á ritvöllinn með því að villa á sér heimildir. Það er því ráðgáta hvers vegna sumir breskir kvenhöfundar velja fremur að skrifa undir fangamarki en fullu nafni enn þann dag í dag, höfundar eins og A.S. Byatt og J.K. Rowling, eða hvarflar yfirleitt að nokkrum manni að markaðssetn- ing Harry Potter-bók- anna hafi í upphafi tek- ist jafnsnilldarlega og raun bar vitni vegna þess að höfundarheitið var kynlaust? Kvenhöfundar á Ís- landi hafa átt fremur erfitt með að dulbúast sem karlar eftir að nafnleys- ið lagðist af á miðöldum. Þær geta illa skrifað undir karlmannsnafni eins og Brontë-systur, því íslenskt samfélag er svo lítið og fiskisagan flýgur svo hratt. Enn síður geta þær beitt brögðum kollega sinna á Englandi, því fáir myndu líklega velkjast í vafa um að A.B. Hansdóttir væri kven- kyns. Á móti kemur hins vegar að öldin er svo sannarlega orðin önnur og Ís- lendingar vísast umburðarlynd og jafnréttissinnuð þjóð. Tæplega getur verið nokkur þörf á því fyrir kvenhöf- und á Íslandi í dag að villa á sér heim- ildir til að öðlast virðingu og fá verk sín útgefin og lesin. Enda á þjóðin marga snotra höfunda með brjóst og mjúkar lendar sem af og til senda frá sér undir fullu nafni bara þekkilegar sögur. Og allir karlhöfundarnir og bókmenntafræðingarnir og gagnrýn- endurnir taka þeim með góðlátlegu umburðarlyndi, svo lengi sem þeim er ljóst að konur skrifa sögur á með- an karlar skrifa bókmenntir. Það er á þessu sviði sem öðrum að konum er velkomið að vera með, svo lengi sem þær eru ekkert að troða sér inn í þungavigtarflokka, þar sem þær vita- skuld ráða ekki neitt við neitt, enda veiklulegt kyn, sem á það til að setja saman veiklulegar bækur um sín kynbundnu hugðarefni, s.s. þreyt- andi tilfinningaflækjur, óþarfar sálaranalýsur og ákaflega leiðinlegar heimspekilegar pælingar um hvatirn- ar að baki samskiptum kynjanna sem enginn meðalkarlmaður nennir að skilja. Einkum þegar við bætist að svo sem í Laxdælu forðum, gætir enn í verkum nútímakvenna kvenlegs innsæis sem margir karlkyns lesend- ur eru fyrir löngu búnir að fá nóg af heima hjá sér, söguhetjan er gjarnan kona, lítið er um ofbeldi og orðalag gjarnan viðkvæmnislegt og óþarflega fjölskrúðugt. Bókmenntaverk íslenskra karla eru mjög af öðrum toga og ef frá er talið rómantíska tímabilið, sem marg- ur hefur reynt að gleyma líkt og blautum draumi, skrifa þeir enn í anda fornsagnanna mergjaðan texta í minimalstíl, lausan við allan orða- flaum og tilfinningavæl, gjarnan um heilu ættirnar sem þeir kannast við persónulega eða af afspurn. Vinsælt er og að skrifa um eigin bernsku og gelgjuskeið með karlmannlegu kímniívafi eða þá pólitísk ádeiluverk ef ekki póstmódernískar hugleiðing- ar með sögulegri skírskotun. En um- fram allt skrifa karlar utan frá, þeir lýsa atburðum svo sem fornsagnahöf- undarnir forðum, þar sem hinn svikni eða kokkálaði bítur á jaxlinn, segir „Illt þykir mér það nokkuð“ og ekki orð um það meir, lætur svo verkin tala hvort heldur er til hefnda eða bleyðuverka og forðast til síðasta blóðdropa að velta vöngum yfir hvöt- um, hneigðum eða kenndum sem mögulega kunna að liggja að baki orðum manna og gjörðum. Þannig eru sannar fagurbókmenntir. Þessi mismunandi nálgun kynj- anna í ritverkum sínum ætti ef til vill að eiga jafnan rétt á sér til samræmis við endalaust jafnréttiskjaftæði um ólíkt eðli karls og konu – en svo er þó vitaskuld ekki og skyldi víst engan undra. Þessa sér stað í hvers kyns umfjöllun um bókmenntir í fjölmiðl- um, þar sem jafnan er til siðs að kveðja til karlhöfunda til margvís- legrar umræðu, sennilega til að tryggja að kvenhöfundar verði ekki þáttastjórnendum til skammar með vandræðalegum orðaflaumi um ann- arlega draumóra og óskiljanlegar hvatir sem karlkyns stjórnandi botn- ar svo vitaskuld ekkert í. Þetta er að sjálfsögðu mjög skiljanlegt viðhorf. Það er ef til vill af sömu sökum sem Námsgagnastofnun hefur í mörg undanfarin ár ekki haft neinar bækur eftir kvenhöfunda á boðstólum fyrir lítt mótaða unglesendur í grunnskól- um landsins og menntamálaráðu- neytið hefur hingað til miðað sam- ræmt próf í nútímabókmenntum upp úr 10. bekk eingöngu við verk eftir starfandi karlhöfunda. Enda ekki nema sjálfsagt að æska landsins kynnist aðeins því besta sem íslensk bókmenntaflóra hefur upp á að bjóða. Frá og með haustinu 2000 og með hliðsjón af því að breytt samræmt próf krefst ekki lengur stúderingar á ákveðnum verkum, þótti Náms- gagnastofnun óhætt að læða kven- höfundum inn á lista yfir ,,fáanleg“ nútímaverk fyrir grunnskóla. Af 16 bókum á listanum voru 3 eftir konur en í reynd var aðeins ein þeirra fáan- leg; Eins og hafið eftir Fríðu Á. Sig- urðardóttur. En það var allt í lagi, því þarna var góður bókmenntsögulegur þverskurður af verkum eftir karla, allt frá Jóni Trausta að sakamálasögu Árna Þórarinssonar, Nóttin hefur þúsund augu. Þetta sýnir vitaskuld ungum námsmeyjum með sköpunar- hæfileika, að eins og áður sagði eru það aðeins karlar sem skrifa alvöru bókmenntir og því vongott um að þær láti hugfallast og þannig dragi smám saman úr óþægilegum atgangi kvenna inn í raðir rithöfunda með komandi kynslóðum. Helgina 24.–25. mars sl. var haldið í Odda málþing um skáldsögur af hálfu Hugvísindastofnunar og eiga menn þar á bæ miklar þakkir skildar fyrir frábært framtak með ótvírætt fræði- og skemmtunargildi. Þingið bar yfirskriftina „Heimur skáldsög- unnar“ og sýndi svo ekki varð um villst að í þeim heimi er lítið sem ekk- ert pláss fyrir konur. Þarna fjölluðu bókmenntafræðingar um eina skáld- sögu hver að eigin vali og af þeim 32 skáldsögum, bæði frumsömdum og þýddum á íslensku, sem teknar voru til vangaveltu, voru aðeins tvær eftir konur. Önnur var eftir Karenu Blixen og var það landa hennar sem valdi, hin var eftir Svövu Jakobsdóttur, val- in af Garðari Baldvinssyni, og telst það hugrekki af þeim fróma manni að óttast hvorki um kynhneigð sína né faglega virðingu þegar hann lýsir op- inberlega áhuga sínum og skilningi á verki eftir konu. Það hefur löngum þótt för út á hálan ís að vekja athygli á málstað minnihlutahópa enda hætti sér enginn af þeim 14 kvenbók- menntafræðingum sem þarna tóku til SKRIFA KONUR VERRI BÆKUR EN KARLAR? Þetta sýnir vitaskuld ungum námsmeyjum með sköpunarhæfileika, segir Þórey Friðbjörns- dóttir, að eins og áður sagði eru það aðeins karlar sem skrifa alvöru bókmenntir. Þórey Friðfinnsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.