Morgunblaðið - 20.05.2001, Síða 31

Morgunblaðið - 20.05.2001, Síða 31
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. MAÍ 2001 31 máls út í þá sálma. Þær héldu sig all- ar við hinar raunverulegu bókmennt- ir, hinn raunsanna „heim skáldsög- unnar“. Fyrir skömmu úthlutaði íslenska ríkið starfslaunum þessa árs til rit- höfunda svo þeir geti étið meðan þeir skrifa. Er ljóst af þessari úthlutun að miklum mun er mikilvægara að karl- höfundar séu saddir en kvenhöfund- ar, því 38 karlar fengu fyrir salti í grautinn en aðeins 16 konur. Kemur þarna ef til vill fram í hnotskurn sú krafa samfélagsins að kvenhöfundar séu þokkalega giftir, enda hafi þær að öðrum kosti ekki efni á að skrifa sínar dægilegu óraunsæissögur. Kann það að vera sama sjónarmið og ræður launagreiðslum til annarra kvenna- hópa, s.s. kennara og hjúkrunarfræð- inga, og má þá einu gilda hvaða menntun eða hæfileikar liggja að baki. Tekjur maka eru í það minnsta það sjónarmið sem ræður úrslitum um afkomu annarra minnihlutahópa, þ.e. aldraðra og öryrkja, og gæti ver- ið góð hugmynd að gera kvenhöfund- um að skila skattframtali maka með listlaunaumsókn sinni. Þannig mætti koma í veg fyrir að þær sem engan maka eiga eða skítlega launaðan, en þrjóskast samt við að skrifa óskiljan- legar sögur, þurfi að svelta, sníkja og betla eins og Þórbergur forðum. Víst er um það að þær lifa ekki lengi á að selja þessar sögur sínar, því umfjöllun öll eða réttara sagt skortur á henni hefur löngu kennt skynsöm- um og djúpt þenkjandi neytendum að verja fé sínu til kaupa á viðurkennd- um, margrómuðum karlabókmennt- um til jólagjafa. Vali kaupenda til stuðnings má benda á að af 5 tilnefn- ingum til Íslenskra bókmenntaverð- launa árið 2001 kom aðeins ein í hlut konu, hugsanlega fyrir kurteisis sak- ir. Má því ekki vera löngu ljóst að konur skrifa verri bækur en karlar? Höfundur er rithöfundur, þýðandi og bókmenntakennari. SKOÐUN Fagnám í framsæknum skóla Fornám í kvikmyndagerð Námssmiðja í handritagerð Kvikmyndaskóli Íslands Einnar annar nám (15 vikur) sem hefst 10. september. Námið er að stærstum hluta verklegt og felst í þjálfun í að ná valdi á tækniþáttum kvikmyndagerðar og beitingu þeirra á skapandi hátt. Kennd er notkun helstu tækja og fjallað um gerð heimildamynda, auglýsinga, tónlistarmyndbanda, vinnslu fyrir sjónvarp og möguleika myndmáls í margmiðlun. Að loknu fornámi eiga nemendur að hafa skilning og þekkingu á hinum ýmsu sviðum kvikmyndaframleiðslu, tækjum og tækni og vera vel undirbúnir fyrir frekara nám á sérsviði í kvikmyndagerð. Nemendur eiga að geta unnið sjálfstætt að gerð einfaldra kvikmyndaverka og boðið fram krafta sína til aðstoðarmannsstarfa í kvikmynda- og sjónvarpsiðnaðinum. Skráning stendur yfir. Takmarkaður fjöldi nemenda. Skráning og nánari upplýsingar í síma 588 2720 Kvikmyndaskóli Íslands Skúlagötu 51, 101 Reykjavík kvikmyndaskoli@kvikmyndaskoli.is Námssmiðjan er ætluð rithöfundum, leikskáldum, ljóðskáldum og öðru pennafæru fólki sem hefur áhuga á að spreyta sig á gerð kvikmyndahandrita. Smiðjan mun starfa í tveimur 9 manna hópum. Markmið námssmiðjunnar er að við lok hennar hafi þátttakendur í höndunum efnivið í frambærilega umsókn um handritsstyrk til Kvikmyndasjóðs í haust. Í námssmiðjunni verður í upphafi fjallað um handritsferlið frá hugmynd til hvíta tjaldsins og skoðuð dæmi úr kvikmyndum og handritum. Eftir það flyst áherslan yfir á verk þátttakenda. Í lokin verður einnig farið yfir helstu atriðin í uppsetningu og frágangi kvikmyndahandrita. Kennari námssmiðjunnar er Sveinbjörn I. Baldvinsson, handritahöfundur. Í samvinnu við Leikskáldafélag Íslands og Kvikmyndasjóð Íslands                               LEIGUBÍLSTJÓRI í Reykjavík, sem fékk áminningu frá lögreglu á fimmtudag vegna ófullnægjandi út- búnaðar í leigubifreið hans til aksturs með börn, telur illa að sér vegið og segir einkennilegt að hann hafi einn verið gerður ábyrgur fyrir atvikinu. Hann segir móðurina hafa setið fyrir aftan bílstjórasætið og hann því ekki séð hvernig hún festi bílbeltið yfir sig og ungt barn sitt. „Ég var að fullu gerður ábyrgur fyrir þessu atviki þar sem sökin átti að vera mín og ég gerður gerandi í þessu máli. Ég sá ekkert hvernig hún festi barnið og þarna finnst mér röng manneskja vera tekin og ákærð og það er líka áhugavert að velta fyrir sér hvað margar mæður ferðast með börnin sín á hverjum degi í strætis- vögnum þar sem eru engin belti eða barnabílstólar og börnin dingla bara laus. Þá held ég að fari betur um þau í aftursætinu í leigubíl.“ Móðirin sem í hlut átti tók aðspurð undir orð leigubílstjórans og segir ábyrgðina auðvitað hafa verið sína en lögreglan eigi einnig nokkra sök í málinu og sagði: „Lögreglan gerði mér grein fyrir því að ég mætti ekki ferðast svona með barnið, sem er tæplega tveggja ára, en ekki kornabarn líkt og sagt var og ég hefði verið ábendingunni þakklát ef viðmót lögreglunnar hefði ekki verið jafn ónotalegt og raun varð á. Mér finnst einkennilegt að lögregl- an hafi gert stórmál úr þessu atviki. Það var ég sem valdi að taka leigubíl en ekki strætó - þar sem eru ekki heldur nein belti eða barnabílstólar og enginn amast við því. Ég hafði ekki farið með barnið áður í leigubíl og vissi því ekki að hægt væri að biðja sérstaklega um bíl með barnastól. Þetta atvik var svo auðvitað einnig á mína ábyrgð en ekki einungis bílstjór- ans, en það má ekki gleymast að lög- reglan ber líka sína ábyrgð á svona at- vikum þar sem það er í hennar verkahring að sjá til þess að fræða fólk og upplýsa um hvernig aðbúnað- ur fyrir börn á að vera, og þá alveg sérstaklega atvinnubílstjóra.“ Enginn amast við strætó Aðbúnaður barna í leigubílum Alþjóðablóðgjafardagurinn er 23. maí næstkomandi og af því tilefni hvetur Blóðbankinn alla starfs- menn í heilbrigðisþjónustunni til að gefa blóð. Dagana 21. til 25. maí mun Blóðbankinn vekja sérstaka athygli á því að starfsmenn í heil- brigðisþjónustu geti ekki síður en aðrir gerst virkir blóðgjafar. Í tilkynningu frá bankanum kem- ur fram að margir haldi starfs síns vegna að þeir geti ekki gefið blóð en það sé í fæstum tilfellum rétt. Um heilbrigðisstarfsmenn gildi sömu reglur og um aðra blóðgjafa. Þeir blóðgjafar sem koma á mánudag, þriðjudag og miðvikudag munu fá rós að gjöf frá blóma- bændum, kaffi verður á könnunni og vöfflur með rjóma í boði. Á mánudag verður Blóðbankinn op- inn frá kl. 8 til 19 og frá kl. 8 til 15 þriðjudag og miðvikudag. Lokað verður fimmtudag, uppstigningar- dag, en á föstudag verður opið frá kl. 8 til 12. Virkir blóðgjafar ríflega 14 þúsund Í tölum frá Blóðbankanum kem- ur m.a. fram að í fyrra komu 9.725 manns til að gefa blóð, þar af 2.298 nýskráðir. Virkir blóðgjafar, sem hafa mætt eftir 1995, voru á síðasta ári ríflega 14 þúsund, þar af um 12 þúsund á höfuðborgarsvæðinu. Virkum blóðgjöfum hefur fjölgað um 56% frá árinu 1995 þegar þeir voru ríflega 9 þúsund. Þeim sem komu að gefa blóð fjölgaði um nærri þriðjung á ár- unum 1996-2000. Heilbrigðis- starfsfólk hvatt til að gefa blóð Alþjóðablóðgjafardagurinn 23. maí AFGREIÐSLUTÍMI verslana og fyrirtækja í Kringlunni í Reykjavík verður í sumar sem hér segir: Mánudaga til miðvikudaga frá kl. 10:00-18:30, á fimmtudögum er opið frá kl. 10:00-21:00, á föstudögum er opið frá kl. 10:00-19:00 og á laugar- dögum er opið frá kl. 10:00-18:00. Nokkrar verslanir eru einnig opnar á sunnudögum. Veitingastaðir og Kringlubíó hafa opið alla daga fram eftir kvöldi. Afgreiðslutími Kringlunnar í sumar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.