Morgunblaðið - 20.05.2001, Síða 34
MINNINGAR
34 SUNNUDAGUR 20. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Inger Steinsson,
útfararstjóri,
s. 691 0919
Ólafur Ö. Pétursson,
útfararstjóri,
s. 896 6544
Bárugötu 4, 101 Reykjavík.
S. 551 7080
Vönduð og persónuleg þjónusta.
Skreytingar við
öll tækifæri
Langirimi 21,
Grafarvogi
587 9300
Samúðarskreytingar
Samúðarvendir
Kransar
Kistuskreytingar
Brúðarvendir
við Nýbýlaveg, Kópavogi
Útfararþjónustan ehf.
Stofnuð 1990
Rúnar Geirmundsson
útfararstjóri
Persónuleg þjónusta
Slóð á heimasíðu okkar er
utfarir.is
Símar 567 9110 & 893 8638
! ! "#
$
!
!"
!
!
" #
$" $
$
%
"# ! !$$# % & ' ( !# )%
*# )% ) "# !
) +*# !$$# %
&, # )% * $* !$$# %
- -. )+ - - -.
!
"
! " # $
! " #$
%& "
! #$# '
(()
!
"# $
$
%# $ &
''( $) '''(
! ""
# ! "$%&&
'" ( $""
) )*
!! "#$ %
!!% &$! !
'## %" % #$ %
" %" % !
!("% %" % !
& )*#%
Móðir mín hafði
mynd uppi á vegg hjá
sér að Iðavöllum, þar
sem þeir sitja saman
bræðurnir Jóhann og
Haraldur, ásamt föður
sínum, Birni Steindóri.
Einnig á þessari mynd er Hreinn
Melstað, þá lítill drengur, og heim-
iliskötturinn. Allir sitja þeir mak-
indalega þarna í túninu heima við
Melstað, í sumarblíðunni, og þessi
mynd endurspeglar mikla kyrrð.
Frændi, þá hefur þú nú fengið
HREINN MELSTAÐ
JÓHANNSSON
✝ Hreinn MelstaðJóhannsson gull-
smiður fæddist á
Húsavík 5. janúar
1931. Hann lést 5.
maí síðastliðinn og
fór útför hans fram
frá Fossvogskirkju
14. maí.
hvíldina en hún kom
svo óvænt. Mér bárust
fréttirnar um andlát
þitt sl. föstudag og
mig setti hljóðan.
Hugsanir flugu gegn-
um hugann, og minn-
ingar liðinna ára komu
fram. Mínar fyrstu
minningar um þig
tengjast sumarferðum
þínum til Húsavíkur,
en þá varst þú að
koma í heimsókn á
æskustöðvarnar. Það
var alltaf eftirvænting
hjá mér, stráknum, að
hitta þennan frænda minn sem þá
var búsettur í Reykjavík. Ég man
svo vel eftir því, að þú varst yf-
irleitt á WV bílum þegar þú komst
norður. Hún Guðný amma varð allt-
af svo glöð þegar þú komst í heim-
sókn til Húsavíkur. Henni þótti svo
vænt um þig, og hún talaði mikið
um þig við okkur bræðurna. Ég
man hvað ég leit upp til þín, þú
varst mikill heimsmaður í mínum
huga. Svo líða árin, ferðum þínum
til Húsavíkur fækkar. Fundum okk-
ar bar saman á Grundarstígnum,
hjá foreldrum þínum. Það var svo
notalegt að líta við á „Stígnum“ í þá
daga. Ég hitti þig stundum þarna á
laugardögum, og þá var nú spjallað,
oft um atburði helgarinnar okkar
frændanna Jóhanns G. Þú varst nú
ekki að skafa utan af hlutunum þá
frekar en endranær. Síðast hitti ég
þig í apríl á síðasta ári. Saman
gengum við á vinnustofu þína og
spjölluðum í dágóða stund. Þú
spurðir mig frétta að norðan. Við
gátum alltaf talað saman tæpi-
tungulaust. Mér fannst þú alltaf
vera sami frændinn, lítið breytast,
allavegana ekki í fasi og aldurinn
barst þú vel. Ekki óraði mig fyrir
því þá, að þetta yrðu okkar síðustu
fundir. Frændi, ég kveð þig með
þökk fyrir kynnin. Fjölskyldunni
færi ég mínar innilegustu samúðar-
kveðjur. Guð veri með ykkur.
Haraldur Aðalbjörn.
Jafndægur á vori eru
nýliðin og dagur því
orðinn langur. Það er
okkur frónbúum mikils
virði, því oft þykir okk-
ur skammdegið langt og birtan stutt.
Eins mun okkur brottfluttum Rang-
æingum þykja um ævi Sæmundar
vinar okkar Jónssonar, hún var alltof
stutt. Þessi ævi sem var full af glað-
værð, léttleika og jákvæðni. „Það er
gott mál“ var orðatiltæki sem Sæ-
mundur hafði og notaði oft, það lýsir
honum betur en nokkur orð. En
þetta voru oft á tíðum þau svör sem
maður fékk þegar leitað var álits
hans á því sem maður var að gera
innan félagsins og var það góð hvatn-
ing til áframhaldandi starfa. Stuttu
eftir að ég fór að sækja samkomur
hjá félaginu kom Sæmi til mín og
SÆMUNDUR
JÓNSSON
✝ Sæmundur Jóns-son fæddist í
Austvaðsholti í
Landsveit 11. nóv-
ember 1924. Hann
andaðist á Landspít-
alanum í Fossvogi
26. mars síðastliðinn
og fór útför hans
fram frá Langholts-
kirkju 5. apríl.
sagði „sæl frænka“ og
faðmaði mig líkt og við
hefðum alltaf þekkst,
eftir það fannst mér
ekki hátíð hafin nema
hann væri mættur. Þau
hjónin létu sig líka
sjaldan vanta ef eitt-
hvað var um að vera,
enda bæði miklir átt-
hagaunnendur. Nú síð-
ast á liðnu hausti
mættu þau á haust-
fagnað félagsins. Sæ-
mundur var söngmað-
ur góður. Hann var
einn af stofnendum
Karlakórs Rangæinga og einnig
söng hann með Rangæingakórnum í
Reykjavík. Hann gegndi ýmsum
trúnaðarstörfum fyrir félagið og sat í
byggingarnefnd þess til dauðadags.
Stórt skarð hefur verið höggvið í
raðir félagsmanna með fráfalli
Sæma og verður það ekki auðfyllt.
Ég vil þakka frænda mínum og góð-
um félaga samfylgdina og allt það
sem hann lagði af mörkum til að
félagið okkar gæti dafnað. Svanfríði,
dætrum hans og öðrum aðstandend-
um votta ég mína innilegustu samúð.
Martha Sverrisdóttir
og fjölskylda.
EIGI minningargrein að birtast
á útfarardegi (eða í sunnudags-
blaði ef útför er á mánudegi), er
skilafrestur sem hér segir: Í
sunnudags- og þriðjudagsblað
þarf grein að berast fyrir há-
degi á föstudag. Í miðvikudags-,
fimmtudags-, föstudags- og
laugardagsblað þarf greinin að
berast fyrir hádegi tveimur
virkum dögum fyrir birtingar-
dag.
Skilafrestur minningargreina
Mig langar til að
senda föður mínum
hinstu kveðju.
Við náðum ekki að
hittast oft eða kynnast
náið. Mér er þó minnisstæð heim-
sókn þín til okkar hjóna í upphafi
MAGNÚS
STEPHENSEN
DANÍELSSON
✝ Magnús Stephen-sen Daníelsson
fæddist 8. apríl 1919
á Bókhlöðustíg 9 í
Reykjavík. Hann lést
á hjartadeild Land-
spítalans í Fossvogi
1. maí síðastliðinn og
fór útför hans fram
frá Dómkirkjunni í
Reykjavík 11. maí
búskapar okkar. Þú
hafðir elsta son okkar
í fanginu þann tíma
sem þú dvaldir hjá
okkur. Blessuð sé
minning þín.
Nú líða dagar, líður tíð,
hið liðna ei til baka snýr,
það rennur eins og elfan
stríð,
hver unaðsstund á vængjum
flýr.
Og fljótt ég stend við
feigðarós.
Þá fær mér, Jesús, kraft og
ljós.
(Fr. Fr.)
Signý og fjölskylda.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu
vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett.
Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk-
lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er
móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru
nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin
Word og Wordperfect eru einnig auðveld í
úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í
bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess
(minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið
greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi.
Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum.
Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina
fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við með-
allínubil og hæfilega línulengd – eða 2.200
slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar-
nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.