Morgunblaðið - 20.05.2001, Blaðsíða 43
BRÉF TIL BLAÐSINS
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. MAÍ 2001 43
Ert þú með smá appelsínuhúð
eða kannski bara mikla?
Það skiptir ekki máli.
Silhouette er alltaf lausnin!
Súrefnisvörur
Karin Herzog
Switzerland
w
w
w
.k
ar
in
he
rz
og
.c
o.
uk
Ætlar þú í sólbað í sumar?
Enn eitt árið í röð nota
keppendur fegurðarsam-
keppninnar Silhouette
...ferskir vindar í umhirðu húðar
Útsölustaðir:
Snyrtideildir Hagkaups, Lyf og heilsa, Apótekið hf.,
Hringbrautar Apótek, Borgar Apótek, Rima Apótek, Árbæjar Apótek,
Garðs Apótek, Laugarnes Apótek, Sól og sæla, Salon Ritz, Lyfja
Grindavík, Húsavík og Egilsstöðum, Myrra Selfossi, Apótek Keflavíkur,
Borgarness Apótek, Apótek Vestmannaeyja, Apótek Ólafsvíkur,
Stúdíó Dan - Ísafirði, Apótek Blönduóss, Sauðárkróks Apótek,
Siglufjarðar Apótek, Hafnar Apótek og Nes Apótek.
stigalyftur
frá Danmörku
Bein og/eða
beigð braut.
50% verðlækkun frá
amerísku lyftunum
Hamarshöfða 1 - sími 511 1122,
heimasíða: www.simnet.is/ris/
verslun
Innilegustu þakkir sendi ég vinum og vanda-
mönnum, sem glöddu mig með nærveru sinni,
gjöfum og góðum óskum 30. apríl síðastliðinn í
tilefni af níræðisafmæli mínu.
Sérstakar þakkir færi ég börnum mínum og fjöl-
skyldum þeirra. Þið öll gerðuð mér daginn
ógleymanlegan. Guð blessi ykkur.
Hálfdan Auðunsson,
Ytra-Seljalandi.
FYRIR stuttu áttum við hjónin þess
kost að fara í vikuferð til Kýpur með
ferðaskrifstofunni Sól. Í stuttu máli
var ferð þessi
mjög ánægjuleg.
Þegar eitthvað
tekst vel, langar
mann að gjarnan
að benda öðrum á
sama möguleika.
Þess vegna vil
ég óhikað vísa
landanum á
þennan kost til að
eyða sumarleyfi
sínu.
Kýpur er, eins og flestir vita, eyja
í austanverðu Miðjarðarhafi, rétt
sunnan við Tyrkland. Líbanon og
Ísrael er innan seilingar til austurs
og Egyptaland til suðurs. Kýpur er
aðeins rúmir 9 þús. ferkílómetrar
eða tæplega tíundi hluti Íslands. En
hvað er svo gott við Kýpur að
ástæða sé til að fara þangað? Við
dvöldum í Limassol, syðst á eyjunni,
en það er ákaflega snyrtilegur
strandbær. Hótelin standa flest al-
veg við sjóinn svo að fólk getur nán-
ast stigið út úr rúminu og beint á
ströndina. Sjórinn er hreinn enda er
engu skolpi veitt út í hann, það er
allt hreinsað og vatninu síðan veitt á
ræktarland. Snyrtilega hlaðnir
brimvarnargarðar eru úti fyrir
ströndinni og skapa lygnu þar sem
notalegt er að synda. Sjórinn er það
hlýr að sundsprettur var ómótstæði-
leg ánægja, og það meira að segja í
lok apríl þegar við vorum þarna, og
hann á eftir að hlýna meira þegar
lengra líður á sumarið. Loftslagið
var mjög gott og hitinn hæfilegur
eða milli 22 og 30 stig yfir daginn,
gola frá hafinu og sólskin alla dag-
ana. Hótelið var líka hið prýðileg-
asta. Þeir Kýpurbúar sem við áttum
samskipti við voru einstaklega
elskulegir og hjálplegir og tjáskipti
hnökralaus – allir töluðu ensku,
enda var Kýpur um tíma undir
breskri stjórn. Verðlag er gott á
innlendri vöru og þjónustu.
En það sem ekki síst heillaði okk-
ur hjónin voru mjög áhugaverðar
skoðunarferðir sem Sól býður far-
þegum sínum. Hægt er að fara í
dagsferðir og skoða fallegt landslag
og fornar minjar frá tímum Grikkja
og Rómverja.
Þarna eru staðir sem sagt er frá í
Nýja testamentinu – staðir sem mér
fannst óviðjafnanlegt að koma á.
Rétt norðan við Limassol eru
Troodos-fjöllin og þangað býður
ferðaskrifstofan einnig upp á dags-
ferðir. Þar er að finna hæsta tind
Kýpur, Ólympustind, sem er álíka
hár og Öræfajökull en sá er þó mun-
urinn að sá fyrrnefndi er skógi vax-
inn upp á topp. Í fjalladölunum eru
yndisleg þorp og margar fornminjar
sem gaman er að skoða. Við hjónin
fórum í tvær dagslangar skoðunar-
ferðir undir stjórn fararstjóra Sólar,
þeirra hjónanna Ingvars Herberts-
sonar og Svanborgar Daníelsdóttur.
Þau hafa búið í Limassol í nokkur ár
og eru öllum hnútum gjörkunnug.
Er það mikill kostur fyrir ferðafólk-
ið sem þarf að leita til þeirra með
margar fyrirspurnir. Þau reyndust
hreint framúrskarandi leiðsögu-
menn, lipur, alúðleg og fróð um land
og þjóð. Vegna starfa minna á liðn-
um árum hef ég þurft að fara marg-
ar ferðir til útlanda, en þessi var ein-
stök. Allt stuðlaði að því:
Fyrirhafnarlaust beint flug frá
Keflavík til Kýpur, frábært veður,
notalegt fólk, gott verðlag, hreinn
sjór, mjög áhugaverðir skoðunar-
staðir og, eins og fyrr sagði, fram-
úrskarandi þjónusta starfsfólks
ferðaskrifstofunnar Sólar. Við þökk-
um kærlega fyrir okkur!
FRIÐRIK SCHRAM,
prestur íslensku Krists-
kirkjunnar.
Kýpur – frábær ferðakostur
Frá Friðriki Schram:
Friðrik
Schram
Vekjaraklukka
aðeins 900 kr.
NETVERSLUN Á mbl.is
GENGI
GJALDMIÐLA mbl.is