Morgunblaðið - 20.05.2001, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.05.2001, Blaðsíða 6
6 C SUNNUDAGUR 20. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Frá Borgarholtsskóla Óskað er eftir kennara og stuðningsfulltrúa á sérnámsbraut skólans. Ráðning í störfin verður frá 1. ágúst og eru laun skv. kjarasamningum KÍ/SFR og fjármálaráð- herra. Ekki þarf að sækja um á sérstökum eyðu- blöðum en í umsókn skal gera grein fyrir menntun og fyrri störfum. Meðmæli eru æski- leg. Upplýsingar um störfin veita skólameistari og aðstoðarskólameistari í síma 535 1700. Umsóknir skal senda Ólafi Sigurðssyni, starf- andi skólameistara, Borgarholtsskóla við Mos- aveg, 112 Reykjavík, fyrir 29. maí 2001. Öllum umsóknum verður svarað. Skólameistari. Vegna mikilla anna óskum við eftir hárgreiðslusveini/ —meistara til starfa. Ozone hárstúdíó er staðsett á Sel- fossi. Mikil vinna í boði fyrir réttan einstakling. Þarf að geta byrjað sem fyrst. Upplýsingar gefa Fjóla í síma 863 0993, Líney í síma 898 3466 og Gústi í síma 861 5572 eftir kl. 18.00. Valsárskóli Svalbarðsströnd Kennarar, kennarar! Að Valsárskóla vantar áhugasama kennara. Í skólanum eru tæplega 80 nemendur í 1. - 10. bekk . Skólinn er mjög vel staðsettur í fallegu, fjöl- skylduvænu umhverfi, um 12 km frá Akureyri. Aðstaða í skólanum er góð og býður upp á ánægjulegan vinnustað. Okkur vantar kennara í: ● Umsjónarkennslu samkennsluhópa ● Íþróttakennslu, hálfa stöðu ● Handmennt, myndmennt og smíðar ● Heimilisfræði, tæpl. hálfa stöðu ● Valgreinakennslu í 8. - 10. bekk ● Tölvukennslu og tölvusumsjón, hálfa stöðu Einnig vantar starfsmann til að sjá um mötu- neyti skólans og sem e.t.v. gæti tekið að sér heimilisfræðikennsluna líka. Ef eitthvað af þessu eða allt vekur áhuga ykkar, hafið þá samband sem fyrst. Umsóknarfrestur er til 31. maí 2001. Upplýsingar veitir Hólmfríður Sigurðardóttir skólastjóri, í símum 462 3105, 897 956, hs. 462 6822 eða Árni Konráð Bjarnason sveitar- stjóri, í símum 462 4320 og 861 4330. FRÁ SMÁRASKÓLA þar sem "menntun og mannrækt" fara saman Smáraskóli er framsækinn skóli, sem byggir á gömlum gildum. Í daglegu starfi skólans er virðing, vöxtur, vizka og víðsýni höfð að leiðarljósi. Leitast er við að nemendur og starfsmenn fái tækifæri til að njóta hæfileika sinna við krefjandi viðfangsefni. Í skóla- starfinu reynir á faglegt frumkvæði, hug- myndaauðgi, sveigjanleika og velvilja. Við skólann starfa metnaðarfullir starfsmenn sem vilja að börnin í skólanum nái framúr- skarandi árangri á öllum sviðum mannlífsins. Eftirtaldar stöður eru lausar til umsóknar frá og með 1. ágúst nk. Um er að ræða heilar stöður nema annað sé tekið fram. Byrjendastig (Leitarnámsdeild) Umsjónarkennari í 1. bekk. Næsti yfirmaður er Gréta F. Guttorms- dóttir, deildarstjóri. Miðstig (Lærdómsdeild). Umsjónarkennarar í 5. og 6. bekk. Næsti yfirmaður er Elín Heiðberg Lýðsdóttir, aðstoðarskólastjóri. Efsta stig (Menntadeild). Dönskukennsla í 8. - 10. bekk í barns- eignarleyfi 1. ágúst - 31. desember. Enskukennsla í 8. - 10. bekk. Næsti yfirmaður er Kristín Einarsdóttir, deildarstjóri. Skólasafnsvörður Leitað er að hugmyndaríkum starfs- manni til að byggja upp lifandi fræðslu-, upplýsinga- og menningarmiðstöð í skólanum. Laun ákvarðast á grundvelli kjarasamnings KÍ og Launanefndar sveitarfélaga. Umsóknir berist til deildarstjóra og/eða skóla- stjórnenda. Umsóknarfrestur er til 2. júní nk. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu skólans. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvarðanir hafa verið teknar um ráðningar. Nánari upplýsingar veita Valgerður Snæland Jónsdóttir, skólastjóri, Elín Heiðberg Lýðsdóttir, aðstoðarskólastjóri, Gréta F. Guttormsdóttir, deildarstjóri og Kristín Einarsdóttir, deildarstjóri, í síma 554 6100. Starfsmannastjóri KÓPAVOGSBÆR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.