Morgunblaðið - 20.05.2001, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.05.2001, Blaðsíða 18
18 C SUNNUDAGUR 20. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Vilt þú verða sjúkraliði? ● Innritun á sjúkraliðabraut Fjölbrautaskólans við Ármúla/Heilbrigðisskólans stendur nú yfir. ● Fjölbrautaskólinn við Ármúla/Heilbrigðis- skólinn er kjarnaskóli í heilbrigðisgreinum. ● Sjúkraliðanám er 120 eininga nám. Meðal- námstími á sjúkraliðabraut er 3 ár í skóla (6 annir) auk 16 vikna launaðrar starfsþjálf- unar. Námið skiptist í almennar bóklegar greinar, sérgreinar brautar, verknám á stofn- unum og starfsþjálfun. ● Sjúkraliðanám veitir lögverndað starfsheiti skv. Reglugerð heilbrigðisráðuneytisins. ● Sjúkraliðanám er lánshæft hjá LÍN. ● Umsækjendur þurfa að hafa lokið grunn- skólaprófi. Umsækjendur sem lokið hafa frekara námi fá það metið til styttingar á náminu. ● Starfsvettvangur sjúkraliða er sjúkrahús, heilsugæslustöðvar, öldrunarheimili og aðrar heilbrigðisstofnanir. ● Sjúkraliðar eru eftirsóttur starfskraftur og atvinnuöryggi og fjölbreytni í starfi er mikið. ● Auðvelt er að byggja ofan á sjúkraliðanám og ljúka stúdentsprófi, óski nemendur eftir því. ● Í undirbúningi er að koma á fót árs fram- haldsnámi fyrir starfandi sjúkraliða, sem veitir frekari starfsréttindi. Umsóknum skal skila á skrifstofu skólans á um- sóknareyðublöðum sem þar fást. Einnig er hægt að prenta blaðið af heimasíðu skólans, www.fa.is, undir Skólinn. Umsóknum skulu fylgja vottorð um skólagöngu. Nánari upplýsingar veitir Guðrún Hildur Ragn- arsdóttir kennslustjóri eða skólayfirvöld. Vélskóli Íslands Hraðferð til 2. stigs vélstjóranáms sem gefur 750 kW réttindi Dagskóli - hægt er að ljúka náminu á tveim önnum (1 vetri). Kvöldskóli - hægt er að ljúka náminu á þrem önnum (1,5 vetri) Inntökuskilyrði: Eins árs siglingatími stað- festur með sjóferðabók og umsækjandi sé 22 ára eða eldri. Sveinar í málmiðnaðar- eða rafiðnagreinum þurfa ekki fyrrnefndan siglingatíma og fá auk þess ýmsa áfanga metna. Kvöldnámið er háð því að næg þátttaka fáist. Hraðferðin byggir á því að almennar greinar, svo sem raungreinar og tungumál, eru felld út og styttir það nám til 750 kW réttinda úr 83 einingum í 48 einingar. Skriflegar umsóknir berist til Vélskóla Íslands fyrir 10. júní næstkomandi. Frekari upplýsingar í síma 551 9755, fax 552 3760 frá kl. 8.00—16.00 alla virka daga. Netfang: vsi@ismennt.is, veffang: http:// www.velskoli.is og http://www.maskina.is Póstfang: Vélskóli Íslands, Sjómannaskólanum v/Háteigsveg, 105 Reykjavík. Skólameistari. Rakú-brennsla Að brenna Rakú er spennandi upplifun. Stutt námskeið í júní tvö kvöld og einn laugardagur. Leirkrúsin,Hákotsvör 9, Álftanesi, sími 564 0607, www.leir.is Grímugerð Leiklist fyrir 7-11 ára ● Styrking sjálfsmyndar ● Ævintýraleg upplifun ● Skapandi samvinna með öðrum börnum Leiklistarnámskeið Í Reykjavík dagana 5-10 júní í Kramhúsinu v/ Skólavörðustíg, s. 551 5103. Á Akureyri dagana 11-16 júní í Kompaníinu v/Hafnarstræti, s. 462 2710. Leiðbeinendur Þorsteinn Bachmann leikari og Laufey Brá Jónsdóttir leikkona, s. 695 5323. Frá Tónlistarskóla Kópavogs Innritun forskólanemenda fyrir skólaárið 2001/ 2002 fer fram á skrifstofu skólans, Tónlistarhúsi Kópavogs, Hamraborg 6, dagana 21.—25. maí, kl. 9.00—16.00. Innrituð eru börn frá 6 ára aldri, sem ekki hafa áður stundað forskólanám við Tónlistarskóla Kópavogs. Skólastjóri. Sumarskólinn í FB Kennt í júní. Kennt frá kl. 17:30 til 22:10. Yfir 50 áfangar í boði. Engin mætingarskylda. Matshæft í öðrum framhaldsskólum. Ýmis greiðslukjör. Nám fyrir nemendur í 10. bekk. — Símainnritun í síma 570 5619. — Netinnritun á www.fb.is . — Innritað í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti 28., 30. og 31. maí, 1., 2. og 5. júní. — Nánari upplýsingar í símum 570 5619 og 862 7610. Sumarnámskeið 11. júní-15. júní Kennt verður daglega í eina viku. Kl. 9:00-14:00 Fullorðinsdeildir: ● Teiknun og pastel● Málun● Vatnslitamálun Kl.16:00-19:00 Fullorðinsdeildir: ● Teiknun og pastel ● Málun ● Vatnslitamálun ● Photoshop og vefsíðugerð. Kl.10:00-12:15 Börn 6-10 ára Kl.13:00-15:15 Unglingar 12-15 ára Hugmyndavinna og verkefnaöflun fer fram utandyra þegar veður leyfir. Innritun virka daga kl.15.00—18.00 á skrifstofu skólans, Fannborg 6, 3. hæð eða í símum 564 1134 eða 863 3934. Netfang: myndlist@mmedia.is Vefsíða: www.mmedia.is/myndlist Vilt þú verða lyfjatæknir? ● Innritun á lyfjatæknabraut Fjölbrautaskólans við Ármúla/Heilbrigðisskólans stendur nú yfir. ● Fjölbrautaskólinn við Ármúla/Heilbrigðis- skólinn er kjarnaskóli í heilbrigðisgreinum. ● Lyfjatæknabraut er 143 eininga nám sem skiptist í 2ja ára aðfaranám (almennar náms- greinar) og 2ja ára nám í sérgreinum braut- arinnar. Til viðbótar kemur svo 10 mánaða starfsþjálfun í apótekum sem fer milli náms- ára og að loknu námi. Sérgreinar lyfjatækna- brautar er einungis hægt að taka í Heilbrigð- isskólanum. ● Nám í lyfjatækni veitir lögverndað starfsheiti skv. Reglugerð heilbrigðisráðuneytisins. Lyfjatæknar vinna fjölbreytt störf í apótek- um, lyfjaheildsölum, lyfjaframleiðslufyrir- tækjum og við aðrar stofnanir. Starfsvett- vangurinn er fjölbreyttur og líflegur og starfsöryggi mikið. ● Nám í lyfjatækni er lánshæft hjá LÍN. ● Umsækjendur þurfa að hafa lokið grunnskóla- prófi. Umsækjendur sem lokið hafa stúdents- prófi fara beint yfir sérgreinar brautarinnar. Umsóknum skal skila á skrifstofur skólans á umsóknareyðublöðum sem þar fást. Einnig er hægt að prenta blaðið af heimasíðu skólans, www.fa.is, undir Skólinn. Umsókn skulu fylgja vottorð um fyrri skólagöngu. Nánari upplýsing- ar veitir Bryndís Þóra Þórsdóttir kennslustjóri eða skólayfirvöld í síma 581 4022. Skólameistari. Vilt þú verða læknaritari ? ● Innritun á læknaritarabraut Fjölbrautaskólans við Ármúla/Heilbrigðisskólans, stendur nú yfir. ● Fjölbrautaskólinn við Ármúla/Heilbrigðis- skólinn er kjarnaskóli í heilbrigðisgreinum og þar eru nú fimm námsbrautir á heilsu- gæslusviði og mun fjölga á næstu misser- um. ● Nám í læknaritun skiptist í 3 bóklegar annir og 6 mánaða starfsþjálfun á heilbrigðisstofn- un og þiggja nemendur þá laun fyrir. Í bók- lega hlutanum er einkum lögð áhersla á heil- brigðisgreinar, læknaritun, latínu, ensku, tölvufræði og upplýsingatækni. ● Nám í læknaritun veitir lögvernduð réttindi til starfsheitisins læknaritari skv. reglugerð heilbrigðisráðuneytisins. Starfsvettvangur læknaritara eru sjúkrahús, heilsugæslustöðv- ar, læknastofur og vísindastofnanir þar sem þeir eru mikilvægur hlekkur í keðju heilbrigð- isstarfsfólks. ● Umsækjendur skulu hafa stúdentspróf eða sambærilega menntun eða reynslu af fjöl- breyttum störfum. Nauðsynlegt er að um- sækjendur hafi góða kunnáttu í íslensku og ensku og séu tölvulæsir. ● Nánari upplýsingar gefa Guðrún Narfadóttir kennslustjóri og skólayfirvöld í s. 581 4022. Upplýsingar um nám í skólanum eru á heimasíðu hans, www.fa.is . Skólameistari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.