Morgunblaðið - 20.05.2001, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.05.2001, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. MAÍ 2001 C 23 ALLT áhugafólk er velkomið á fyr- irlestra í boði Háskóla Íslands. Ítarlegri upplýsingar um viðburði er að finna á heimasíðu Háskólans á slóðinni: http://www.hi.is/stjorn/sam/ dagbok.html Kynning á námi í sjúkraþjálfun og læknisfræði. Mánu- daginn 21. maí kl. 15-18 fer fram kynning á námi í sjúkraþjálfun og læknisfræði í húsnæði sjúkraþjálfun- ar, Skógarhlíð 10. Allir þeir sem áhuga hafa á námi í þessum fögum eru hvattir til að nýta sér þetta einstaka tækifæri. Hefnd kynjafræðikennarans í Hlaðvarpanum. Þriðjudaginn 22. maí kl. 20 mun Rannsóknastofa í kvenna- fræðum bjóða upp á einkonuleik í Hlaðvarpanum. Bonnie Morris, dokt- or í kvennasögu og prófessor við Ge- orge Washingon-háskóla í Banda- ríkjunum, treður upp með einleik sinn „The revenge of the women’s studies professor“ eða Hefnd kynja- fræðikennarans. Leikritið er skop- ádeila á hinar fjölmörgu klisjur um kvennafræði og femínisma. Í leikrit- inu bregður Bonnie Morris upp spaugilegum svipmyndum af ferli sínum. Einleikurinn ásamt um- ræðum stendur yfir í u.þ.b. eina til eina og hálfa klukkustund. Öllum op- ið, aðgangur ókeypis. Lykt, bragð og óhljóð í heimildum. Þriðjudaginn 22. maí kl. 12.05 mun Matthías Viðar Sæmundsson ís- lenskufræðingur flytja erindi á há- degisfundi Sagnfræðingafélagsins í Norræna húsinu. Erindið nefnist: Lykt, bragð og óhljóð í heimildum. Allir velkomnir. Kynning á námi í heimspekideild. Þriðjudaginn 22. maí kl. 15-18 fer fram kynning á námi í heimspeki- deild á 2. og 3. hæð í Nýja Garði. Þar er hægt að kynna sér nám í íslensku, sagnfræði, heimspeki, táknmáls- fræði, málvísindum, bókmennta- fræði, ensku, þýsku, dönsku, norsku, sænsku, finnsku, spænsku, ítölsku, frönsku, latínu, grísku og rússnesku. Er um að gera að mæta á svæðið og kynna sér hina fjölmörgu möguleika. Kynning á námi í guðfræðideild. Þriðjudaginn 22. maí kl. 15-18 fer fram kynning á námi í guðfræði og djáknanámi. Kynningin fer fram í stofu V á 2. hæð í Aðalbyggingu Há- skóla Íslands. Kennarar og nemend- ur munu sitja fyrir svörum og eru all- ir hjartanlega velkomnir. Fræðslufundur á Keldum. Mið- vikudaginn 23. maí í bókasafni Keldna kl. 12.30 munu Astrid Pihl Hansen og Hrund Hólm dýralækna- nemar við Dýralæknaháskólann í Osló kynna lokaverkefni sitt sem þær unnu við Tilraunastöðina undir leiðsögn Eggerts Gunnarssonar. Er- indið fjallar um „The prevalence of feline leukemia virus and antibodies to feline immunodeficiency virus in cats in Iceland.“ Athugið að þetta er á miðvikudegi. Allir velkomnir. Kynning á námi í hjúkrunarfræði- deild. Miðvikudaginn 23. maí kl. 15- 18 mun hjúkrunarfræðideild standa fyrir kynningu á námi í deildinni. Kennarar og nemendur sitja fyrir svörum og eru þeir sem áhuga hafa á námi í hjúkrunarfræði hvattir til að mæta og kynna sér hvað er í boði. Kynningin fer fram í Eirbergi, Ei- ríksgötu 34. Kynning á námi í tannlæknadeild Miðvikudaginn 23. maí kl. 15-18 munu kennarar og nemendur sitja fyrir svörum um nám í tannlækning- um. Kynningin fer fram á hæðinni sem gengið er inn á í Læknagarði v/ Vatnsmýrarveg. Málstofa efnafræðiskorar. Föstu- daginn 25. maí kl. 12.20 verður mál- stofa efnafræðiskorar haldin í stofu 157, VR-II, Hjarðarhaga 4-6. ( http:// www.raunvis.hi.is/~marb/malstofa/ index.htm) Þar mun Jón Tryggvi Njarðarson, Department of Chem- istry, Yale University, flytja erindið „Heildarefnasmíðar náttúruefna: Uppspretta nýrra hugmynda í líf- rænni efnafræði“. Allir velkomnir. Kynning á BS-verkefnum. Föstu- daginn 25. maí munu nemendur í sjúkraþjálfun við læknadeild HÍ kynna lokaverkefni sín. Á dagskrá eru 11 verkefni og mun hvert verk- efni taka 20 mínútur í flutningi. Kynningin fer fram í kennslustofu á 3. hæð í Læknagarði og hefst kl. 10 og stendur til kl. 15. Hádegishlé verður frá kl. 11.40-13. Að kynning- unni lokinni verður boðið upp á kaffi og meðlæti. Nánari dagskrá má nálg- ast á heimasíðu sjúkraþjálfunar: www.physio.hi.is Námskeið Endurmenntunarstofn- unar HÍ. Vefsetur: www.endur- menntun.is Grundvallaratriði við stofnun fyrirtækja og gerð viðskipta- áætlana. Umsjón: Rósa Erlingsdótt- ir verkefnisstjóri jafnréttisátaksins. Leiðbeinendur eru sérfræðingar Impru í frumkvöðlafræðum. Tími: 25. maí kl. 16.30-22 og 26. maí kl. 10-17. Bókhald í BÁR-ST tengt Skýrr, til eftirlits og stjórnunar. Umsjón: Hall- dór J. Harðarson, Ríkisbókhaldi. Tími: 22. maí kl. 13-18 og 23. maí kl. 8.30-12.30. Vísindavefurinn Hvers vegna? –Vegna þess! Vísindavefurinn býður gestum að spyrja um hvaðeina sem ætla má að vísinda- og fræðimenn Háskólans og stofnana hans geti svarað eða fundið svör við. Leita má svara við spurningum um öll vísindi, hverju nafni sem þau nefn- ast. Kennarar, sérfræðingar og nem- endur í framhaldsnámi sjá um að leysa gáturnar í máli og myndum. Slóðin er: http://www.visindavef- ur.hi.is Sýningar. Árnastofnun, Stofnun Árna Magnússonar, Árnagarði við Suðurgötu. Handritasýning er opin kl. 14-16 þriðjudaga til föstudaga, 1. sept. til 15. maí og kl. 11-16 mánudaga til laugardaga, 1. júní til 25. ágúst. Þjóðarbókhlaða. Þróun námsefnis á 20. öld. Þriðjudaginn 17. apríl var opnuð í Þjóðarbókhlöðu sýning um þróun námsefnis. Sýningin ber heitið Þróun námsefnis á 20. öld: Móður- málið – náttúran – sagan og stendur hún til 31. maí og er opin á opnunar- tíma safnsins. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem sett er upp sýning af þessu tagi hér á landi. Hún tekur til námsefnis fyrir skyldunám og hafa verið valin sýnishorn námsbóka í nokkrum greinum frá því um og eftir aldamótin 1900, frá miðri öldinni og loks frá síðustu árum. Orðabankar og gagnasöfn. Öllum er heimill aðgangur að eftirtöldum orðabönkum og gagnsöfnum á veg- um Háskóla Íslands og stofnana hans. Íslensk málstöð. Orðabanki. Hefur að geyma fjölmörg orðasöfn í sér- greinum: http://www.ismal.hi.is/ob/ Landsbókasafn Íslands – Háskóla- bókasafn. Gegnir og Greinir. http://www.bok.hi.is/gegnir.html Orðabók Háskólans. Ritmálsskrá: http://www.lexis.hi.is/ Rannsókna- gagnasafn Íslands. Hægt að líta á rannsóknarverkefni og niðurstöður rannsókna- og þróunarstarfs: http:// www.ris.is SPORTVEIÐIBLAÐIÐ kemur út á allra næstu dögum og eru þar með tuttugu ár síðan blaðið hóf göngu sína. Ritstjóri frá upphafi hefur verið Gunnar Bender og sagði hann í sam- tali við Morgunblaðið að á sínum tíma hefði ekki verið um auðugan garð að gresja fyrir áhugamenn um veiði. Tímaritið Veiðimaðurinn hefði verið eina athvarfið og þörf hefði verið á meiri fjölbreytni. Í upphafi voru með Gunnari þeir Þröstur Elliðason og Steingrímur Stein- grímsson. Þeir hættu árið 1985 og kom þá Snæbjörn Kristjánsson til liðs við Gunnar og hefur það sam- starf verið farsælt síðan. Gunnar sagði að margt hefði á dagana drifið á tuttugu árum, en mestu skipti að veiðimenn hefðu tek- ið blaðinu vel og þótt útgáfuum- hverfið hefði á stundum verið erfitt og fyrirtækið orðið fyrir áföllum, hefði ævinlega tekist að halda sjó. „Í gegn um þessi tuttugu ár höfum við kynnst mörgum, enda flestir boðnir og búnir að hjálpa okkur að gefa út blaðið. Við höfum verið heppnir með blaðamenn sem hafa skrifað fyrir okkur og líka viðtöl sem við höfum tekið í blaðið. Eitt viðtal sem við tókum í annað tölublað okk- ar er eftirminnilegt, en það var við Björn J. Blöndal, en aðrir höfðu reynt að fá viðtal við hann. Við Þröst- ur fórum vestur í Laugarholt til Björns, og gerðum okkur heima- komna. Þetta var upp á von og óvon, en það gekk eftir, við fengum viðtal við Björn, þennan snilling ritmálsins sem tók okkur vel og það var gaman að ræða við hann. Margir hafa enn fremur hjálpað okkur að safna áskrifendum og vil ég sérstaklega nefna Eggert heitinn Skúlason á Patreksfirði, en hann safnaði fyrir okkur 40 áskrifendum þar á staðn- um.“ Varðandi framtíð blaðsins sagði Gunnar: „Ég held að framtíðin sé björt þótt maður viti aldrei hvað morgundagurinn beri í skauti sér. Tuttugu ár er langur tími og breyt- ingar alltaf til batnaðar. Á meðan maður hefur gaman af að standa í þessu er allt í lagi að halda áfram í þessari blaðaútgáfu. Afmælisblaðið sem kemur út áður en fyrstu árnar verða opnaðar um mánaðamótin og hefur verið sérlega skemmtilegt í vinnslu. Það er 120 síður og meðal efnis eru viðtöl við Pálma Gestsson leikara, Kára Stefánsson hjá Ís- lenskri erfðagreiningu, Þórarin Sig- þórsson tannlækni og fleiri. Enn á floti eftir tuttugu ár Gunnar Bender, ritstjóri Sport- veiðiblaðsins. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? UM leið og fólk heyrir nafniðHollywood, kemur upp íhuga þess Kalifornía og filmstjörnur. Það er ekki nema eðli- legt, því það er hin eina og sanna Hollywood, og ekki nema ein- hverjir aular myndu reyna að skíra annan bæ þessu fræga nafni. Það var einmitt svoleiðis auli, sem kom hingað til Flórída og reisti hér aðra Hollywood fyrir næstum 80 árum, og hefir það stundum skapað mis- skilning og vandræði. Eitt sinn bönkuðu tvær þýzkar ferðakonur uppá niðri á skrifstofu og voru að leita upplýsinga. Töluðu þær mjög takmarkaða ensku, en bentu á landakort af okkar Holly- wood og spurðu stöðugt um „der Berg mit HOLLYWOOD“. Eftir skamma stund rann upp fyrir mér ljós. Þær voru að spyrja um fjallið í Kaliforníu með risastöfunum, sem mynda nafnið á hinni frægu Hollywood. Þótti mér leitt að segja þeim, að þær hefðu tekið skakkan pól í hæðina, og að sú Hollywood væri meira en 9000 km. hér fyrir vestan! Þótt betra hefði kannske verið, ef okkar Hollywood hefði fengið eitt- hvert annað nafn, má ekki þannig skilja, að þetta sé ekki sómaborg. Hún er milli Ft. Lauderdale og Miami, og á undanförnum árum hefir orðið mikil vakning til að betr- umbæta borgina og skapa stolt hjá hinum 128.000 íbúum í stað minni- máttarkenndar, sem stundum varð vart áður. Líka er staðurinn sér- stakur fyrir Íslandsmenn, því þar er íslenzkur læknir, íslenzkur gisti- staður, íslenzkur fisksali, íslenzkur endurskoðandi og íslenzkur ræð- ismaður. Það er hægt að fá af- bragðs gistingu á St. Maurice Inn, sem er á besta stað við ströndina og ekki meira en 50 metra frá sjónum. Hótelstýran er Olga Haakonsen og ættuð þið endilega að kíkja á heimasíðuna hennar, ef þið hugið á Flórídaferð, en hana er að finna á http://stmaurice-inn.com. Þar eru allar upplýsingar og líka tölvupóst- fangið. Hollywood státar af næstum 10 km. langri og fagurri strönd við sjálft Atlantshafið. Sjórinn er dimmblár og fagur en rétt undan landi má sjá grænleitan Golf- strauminn, drekkandi í sig hitann, sem hann ber svo alla leið til landa á norðurhveli til að færa þeim svo- litla hlýju og skapa betri búsetu- skilyrði. Þetta er breið og falleg baðströnd og feikivinsæl. Fyrir of- an hana er göngu- og hjóla-gata, en við hana landmegin eru gistihús, verzlanir og veitingastaðir, sem flestir hafa útiborð með sólhlífum. Pálmatré bærast í hafgolu, dýrar veigar fljóta, tónlist ómar og ást er í lofti. Göngugatan er kölluð „The Broadwalk“, sem getur þýtt bæði Breiðgata og Skvísustígur og hall- ast flestir, sem ég hefi talað við, að síðari túlkuninni. Við ströndina í Atlantic City í New Jersey er fræg göngugata, sem heitir „The Board- walk“, þ.e. Plankastígur. Það fannst Hollywoodmönnum ekki passa hér, enda eru í götunni engir plankar, en á henni oftast fullt af skvísum, léttklæddum í þokkabót! Eina helgi, fyrir skömmu, var haldin ferðakaupstefna við áð- urnefnda strönd og var okkar ást- kæra landi boðið að vera með. Þarna voru um 40 aðilar í tjaldbás- um, sem settir höfðu verið upp á reiðhjólabrautinni, milli fjörunnar og Skvísustígsins. Var þarna að finna fulltrúa nokkurra landa, flug- félaga, hótela og ýmissa annarra fyrirtækja, sem ferðamálum við koma. Var ég þar til til staðar á stuttbuxum, ásamt tveimur sjálf- boðaliðum, með blaktandi fána og fullt af fínum ferðabæklingum frá Ferðamálaráði og Flugleiðum. Vor- um við til reiðu að gefa skvísunum á Skvísustíg upplýsingar um „heit- asta“ áfangastaðinn í ferðaheim- inum, sjálft Ísland. Veðrið á þessarri helgi var dýrð- legt, glampandi sól og 25 stiga hiti en gola af hafi, sem kom í veg fyrir svita og svækju. En það var skortur á skvísum á stígnum, því hann var upp fullur af eldri borgunum, sem reyndar er meiri hluti þess fólks, sem hefir efni og tíma til að ferðast, einmitt fólk, sem við viljum að sæki Ísland heim. Mér var sagt, að skvís- urnar færu meira á kreik eftir að sól er setzt. Hollywood er upp- áhaldsstaður franskra Kan- adamanna og dvelja nokkur hundr- uð þúsund þeirra þar vetur hvern. Ekki vil ég neitt ljótt um þá segja, en allir sem hafa sæmilega sjón og eru í nánd við Skvísustíginn geta séð, að þetta er með eindæm- um ólögulegt fólk. En það veit það ekki sjálft, svo það sviptir sig eins miklum klæðum og sómasamt þyk- ir, og skundar út á stíginn til að sýna sig og sjá aðra. Það virðist hafa verið leitt í lög í heimalandi þess, að karlfólk verði að vera kom- ið með myndarlega ístru, og konur með þykk lær, ofþroskuð brjóst og þungan rass, strax eftir fertugt. Sá ég eitt eintak af karlpeningi, líklega um sextugt, sem sló öll met. Maðurinn var stór og myndarlegur, hnarreistur af illri nauðsyn til að halda jafnvægi, því hann var með stórkostlega ýstru, sem þandist út strax neðan bringspala. Náði hún rétt niður fyrir nafla, en þar tók við undirístra og í neðri fellingu henn- ar var grafið efra byrðið á pínu- sundskýlu, en það, sem þar var fyr- ir neðan, hvarf algerlega í skugg- ann af mikilfengleik þess, sem fyrir ofan skartaði. Að öllum líkindum verður þessi myndarlegi maður að nota spegla, þegar hann þarf að kasta af sér vatni, nema einhver góðviljaður aðstoði hann. Fólkið á Skvísustíg sýndi þó nokkurn áhuga á Íslandi, þótt sum- ir gengju framhjá og hristu sig eins og í kuldahrolli, þegar þeir sáu skiltið „Iceland“. Nægilega margir aðrir stöldruðu við og fengu upplýs- ingar, en við tókum strax eftir því, að hinir frönsku Kanadamenn, voru furðulega illa að sér í landafræð- inni. Héldu þeir upp til hópa, að Ís- land væri einhvers staðar á bak við Alaska. Leiðréttum við þann mis- skilning mörgum sinnum. Ferða- pésarnir runnu út eins og heitar lummur og við vorum ánægðir með það, hve margir virtust ætla að at- huga með ferðir til Fróns. Þegar ég kom heim, las ég nýja grein í „Time“ tímaritinu um vetr- arferðir til Íslands. Þar er m.a. sagt frá næturlífinu í Reykjavík og haft eftir læknastúdent frá New Jersey, að íslenzku stúlkurnar séu ynd- isfagrar og njóti þær kynlífs en trúi ekki á hjónabandið. Las ég líka grein í „Iceland Review“ um nekt- arklúbbana í Reykjavík. Einnig kíkti ég í nokkurra daga gamla Mogga og las um feikilega fjölgun ferðamanna, skort á hótelplássi og umræður um það, að fari sem nú horfir, verði fjöldi þeirra, sem sækja landið heim, kominn upp í eina milljón 2015. Ég var fljótur að sofna eftir að hafa staðið upp á endann allan dag- inn við Skvísustíg, talandi um Ís- land við fáklætt ferðafólkið. Von bráðar brá heilinn á leik og svið- setti einn af þessum vitleysislegu draumum, sem næstum má flokka undir martraðir. Mér fannst ég vera kominn heim til Reykjavíkur, en þar var vart hægt að þverfóta fyrir aragrúa erlendra ferðamanna. Meðal þeirra voru nokkrir franskir Kanadamenn í sundfötum og þótt- ist ég sjá árangur af starfinu á Skvísustíg. Ungur Ameríkani sveif á mig, líklega af því að ég skar mig úr í stuttbuxunum, og spurði, hvar þær væru þessar undurfögru, sem nytu kynlífsins. Allt í einu var ég kominn með borgarstjórann upp á arminn, og sagðist hann ætla að sýna mér einn af betri nektarklúbbum borg- arinnar. Þegar inn kom, settumst við niður í hálfgerðu myrkrinu, og rétt í því var tjaldið dregið frá leik- sviðinu. Brá mér heldur betur í brún, því þar stóð, í allri sinni dýrð, baðaður í ljósum, hnarreisti mað- urinn af Skvísustíg með ístrurnar tvær! Hrökk ég þá upp og var í svitabaði. Hollywood í Flórída Þórir S. Gröndal skrifar frá Flórída

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.