Morgunblaðið - 20.05.2001, Page 8

Morgunblaðið - 20.05.2001, Page 8
8 C SUNNUDAGUR 20. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Skólaskrifstofa Hafnarfjarðar Grunnskólakennarar — Námsráðgjafar Lausar stöður við grunnskóla Hafnarfjarðar frá og með 1. ágúst: Lækjarskóli (s. 555 0585) Almenn kennsla, enska, íþróttir. Öldutúnsskóli (s. 555 1546) Almenn kennsla (yngra stig) stærðfræði á ung- lingastigi. Víðistaðaskóli (s. 555 2912) Sérkennsla Setbergsskóli (s. 565 1011) Myndmennt(50%), almenn kennsla á yngsta stigi. Hvaleyrarskóli (s. 565 0200) Almenn kennsla, samfélagsfræði, raungreinar, sérkennsla. Námsráðgjafi (100%). Allar upplýsingar veita skólastjórar viðkomandi skóla. Umsóknarfrestur er til 1. júní en umsókn- areyðublöð liggja frammi á Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar, Strandgötu 31. Einnig er hægt að sækja um rafrænt undir hafnarfjordur.is . Skólafulltrúinn í Hafnarfirði. Umsjónarmaður húseigna Við rekstur fasteigna Háskóla Íslands er laust til umsóknar starf umsjónarmanns húseigna. Í starfinu felst umsjón með húseignum , hús- búnaði, öryggismálum og ræstingu. Unnið er eftir vaktafyrirkomulagi. Æskilegt er að við- komandi hafi reynslu af tölvunotkun. Nauðsynlegt er að hafa bíl til umráða. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármála- ráðherra og Starfsmannafélags ríkisstofnana. Gert er ráð fyrir því að ráða í starfið frá og með 1. ágúst nk. Umsóknum sem greina frá mennt- un og starfsreynslu skal skila til starfsmanna- sviðs Háskóla Íslands, Aðalbyggingu við Suð- urgötu, 101 Reykjavík fyrir 5. júní nk. Öllum umsóknum verður svarað og umsækj- endum síðan greint frá því hvernig starfinu var ráðstafað þegar ákvörðun um það hefur verið tekin. Nánari upplýsingar um starfið gefur Vilhjálmur Pálmason, rekstrarstjóri fasteigna, í síma 525 4235. Við ráðningar í störf við Háskóla Íslands er tekið tekið mið af jafnréttisáætlun háskólans. http://www.starf.hi.is Menntaskólinn við Hamrahlíð Laus störf í ágúst Staða bókasafnsafnsfræðings, a.m.k. 80% starf til frambúðar. Starfssvið: Umsjón og ábyrgð með ákveðn- um verkefnum undir stjórn forstöðumanns skólasafns, almenn afgreiðsla á skólasafni, þjónusta við kennara, leiðbeining við tölvu- notkun, upplýsingaleit, viðhald safnkosts, öflun aðfanga, fræðsla og kynning, skýrslugerð, þátt- taka í innra mati, frágangur safns að loknu skólaári, sérverkefni að ósk forstöðumanns eða skólameistara o.fl. Kennsla í eðlisfræði, a.m.k. 50% starf á haus- tönn. Starf við ræstingu, 50% starf, vinnutími eftir kl. 16. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármála- ráðherra og viðkomandi stéttarfélaga (SBU, KÍ, Efling). Umsóknarfrestur er til 1. júní nk. Ekki þarf að sækja um á sérstökum umsóknar- eyðublöðum en í umsókn þarf að greina frá menntun, fyrri störfum og öðru því sem um- sækjandi telur að máli skipti. Umsóknir skal senda til Lárusar H. Bjarnasonar, rektors Menn- taskólans við Hamrahlíð, 105 Reykjavík. Nánari upplýsingar fást í síma 595 5200. Rektor. Á Veðurstofu Íslands eru eftirtalin störf laus til umsóknar: Veðurfræðingur/jarðeðlisfræðingur eða maður með sambærilega menntun á Tækni- og athuganasviði. Starfið felst m.a. í eftirliti með veðurathugunum og kennslu veð- urathugunarmanna og því er nauðsynlegt að viðkomandi eigi auðvelt með að umgangast fólk og leiðbeina því. Verklegar framkvæmdir og prófun mælitækja eru einnig mikilvægir þættir í starfsemi sviðsins. Nánari upplýsingar gefa Hreinn Hjartarson og Þórður Arason. Umsóknarfrestur er til 29. maí nk. Jarðskjálftafræðingur/ jarðeðlisfræðingur/tölfræðingur á Jarðeðlissviði. Meginstarfssvið verður þátt- taka í þróunarvinnu, sem miðar að því að efla eftirlits- og viðvörunarþjónustu stofnunarinnar. Nánari upplýsingar veita starfsmenn Jarðeðlis- sviðs, Ragnar Stefánsson (sími 466 3125, net- fang: ragnar@vedur.is) og Páll Halldórsson (sími 522 6000, netfang: ph@vedur.is) Umsóknarfrestur er til 11. júní nk. Tölvari/veðurþjónustufulltrúi á Þjónustusviði. Starfið er fjölbreytt og krefst nákvæmni og lipurðar. Felst það m.a. í eftirliti með fjarskiptum og tölvuvinnslu, gerð veðurat- hugana og samskiptum við viðskiptavini. Unnið er á vöktum. Krafist er stúdentsprófs eða hliðstæðrar menntunar. Æskilegt er að umsækjandi hafi lokið einhvers konar tölvuprófi eða hafi tals- verða reynslu af tölvuvinnslu. Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar gefur Guðmundur Haf- steinsson forstöðumaður Þjónustusviðs. Um- sóknarfrestur er til 5. júní nk. Starfsmaður í ræstingu á skrifstofuhúsnæði u.þ.b. 2 klst. alla virka daga eftir kl. 17. Tímamæld ákvæðisvinna. Umsækj- andi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar gefur Björn Karlsson í síma 522 6000 eða 862 0636. Laun samkvæmt kjarasamningum ríkisstarfs- manna. Umsóknir skulu sendar til Veðurstofu Íslands, Bústaðavegi 9, 150 R. s. 522 6000.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.