Morgunblaðið - 20.05.2001, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 20.05.2001, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. MAÍ 2001 C 13 Seltjarnarnesbær A u g lý si n g a st o fa Þ ó rh il d a r 2 2 0 0 .9 0 Óskum eftir að ráða leikskólakennara og leikskólasérkennara eða þroskaþjálfa LEIKSKÓLINN MÁNABREKKA Uppeldisstefna Mánabrekku er umhverfis- og náttúruvernd. Einnig er lögð áhersla á tónlist og tölvur. Við bjóðum glæsilega vinnuaðstöðu, skemmtilegt starf og góða vinnufélaga. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Félags íslenskra leikskólakennara og Launanefndar sveitarfélaga. Komið í heimsókn, hringið eða sendið okkur tölvupóst og kynnið ykkur skólastarfið. Leikskólar Seltjarnarness eru reyklausir vinnustaðir. Upplýsingar gefa Dagrún Ársælsdóttir leikskólastjóri og Guðbjörg Jónsdóttir aðstoðarleikskólastjóri Mánabrekku í símum 595 9280, tölvupóstfang: dagrun@seltjarnarnes.is eða Kristjana Stefánsdóttir leikskólafulltrúi í síma 59 59 100. Skriflegar umsóknir berist til leikskólans Mánabrekku eða Skólaskrifstofu Seltjarnarness. Skólaskrifstofa Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum Lausar kennarastöður Umsóknarfrestur um eftirfarandi störf er fram- lengdur til 31. maí: Náttúrufræði (Líffræði og efnafræði) 1 staða. Stærðfræði 1 staða. Málmsmíði og málmiðngreinar ½-1 staða. Vélstjórnargreinar ½ staða. Rafmagnsfræði ½ staða. Danska ¾ staða. Jarð- og landafræði ½ staða. Ennfremur vantar stundakennara í eðlisfræði og myndlist. Ráðið er í stöðurnar frá 1. ágúst nk. og fara launakjör eftir nýjum samningum KÍ við fjármálaráðherra. Ekki þarf að nota sér- stök umsóknarblöð, en upplýsingar um mennt- un og starfsferil þurfa að fylgja umsókn, hafi þær ekki áður borist skólanum. Nánari upplýsingar fást hjá skólameistara í síma 481 1079 eða 481 2190. Umsóknir skal stíla á skólameistara Framhaldsskólans í Vest- mannaeyjum, pósthólf 160, 902 Vestmannaeyj- ar. Öllum umsóknum verður svarað. Ólafur H. Sigurjónsson skólameistari. Sérhæfður sölumaður Traust iðnfyrirtæki í Reykjavík óskar eftir að ráða strax til starfa sérhæfðan sölumann til að selja vörur sem einkum tengjast sjávarút- vegi.Leitað er að manni sem hefur þekkingu á sjáv- arútvegi hér á landi vegna starfa eða menntunar á því sviði. Æskilegur aldur er 35 til 50 ára. Einungis koma til greina menn sem eiga gott með að koma fram og treysta sér til að selja og fylgja málum eftir af einurð, festu og dugnaði. Þá þarf viðkomandi að geta unnið skipulega, hafa tölvuþekkingu og málakunnáttu (ensku). Reglusemi og stundvísi áskilin. Um reyklaust fyrirtæki er að ræða. Þeir sem hafa áhuga, leggi inn umsókn/fyrir- spurnir inn á auglýsingadeild Mbl. fyrir 26. maí nk. með sem gleggstum upplýsingum um starfsferil, menntun, fjölskylduhagi og annað sem máli skiptir, merkt:„Sölumaður — sjávarútvegur 11247“. Fullum trúnaði heitið. Öllum verður svarað. Lyfjafræðingur óskast Um er að ræða hlutastarf á Sjúkrahúsinu á Akranesi og hlutastarf í apóteki Lyf og heilsu á Akranesi. Fjölbreytt og líflegt starf í vaxandi bæjarfélagi skammt utan bæjarmarka höfuð- borgarsvæðisins. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar veita Guðjón S. Brjánsson, framkvæmdastjóri SHA, s. 430 6010, netfang gudjon.brjansson@sha.is, og Gylfi Garðarsson, lyfsöluleyfishafi Lyf og heilsu, Akranesi, s. 431 1966, netfang gylfig@hagraedi.is . Er erfitt að velja? Hér er lausnin! Það vantar grunnskólakennara á Hellissand næsta vetur Langar þig til að skipta um umhverfi og takast á við ný verkefni, við tökum vel á móti nýjum kennurum hér í Grunnskólanum á Hellissandi. Okkur vantar íþróttakennara í nýja glæsi- lega íþróttahúsið okkar (möguleiki á vinnu við þjálfun í sumar), bekkjarkennara, náttúru- fræðikennara og smíðakennara. Umsóknarfrestur út þessa viku. Skólinn er einsetinn og telur 100 nemendur í 10 bekkjardeild- um. Í skólanum er góð vinnuaðstaða, mjög gott tölvuver, fjarkennslumöguleiki, góður vinnuandi, vinnum að því að gera skólann vistvænan samkvæmt staðardagskrá 21, mikil orka frá Snæfellsjökli. Hér verðum við aldrei veðurteppt, öflugt félagsstarf, stórt og glæsilegt íþróttahús, stutt í skíða- paradís (Snæfellsjökul) og aðra útivist og aðeins er rúmlega tveggja tíma akstur til Reykjavíkur. Flutningsstyrkur og húsa- leiguafsláttur. Þetta gerist ekki betra! Hikið ekki við að hafa samband við Huldu skólastjóra í símum 436 6618 eða 436 6744 eða Þorkel aðstoðarskólastjóra í símum 436 6717 eða 436 6783. Sjúkrahúsið og heilsugæslustöðin á Akranesi — Sjúkrasvið Hjúkrunarfræðingar Eftirtaldar stöður hjúkrunarfræðinga eru lausar til umsóknar: ● Hjúkrunarfræðinga á handlækningadeild Lausar stöður hjúkrunarfræðinga frá 15. ágúst. Deildin er 10 rúma legudeild. Mjög fjölbreytt starfsemi fer fram á deildinni. Spennandi vinna í gangi varðandi skráningu hjúkrunar. Upplýsingar um stjöðurnar gefur Guðjóna Kristjánsdóttir, deildarstjóri, í síma 430 6111. ● Skurðhjúkrunarfræðingur Laus staða á skurðdeild Sjúkrahúss Akraness frá og með 1. ágúst 2001. Fáist ekki skurð- hjúkrunarfræðingur kemur til greina að ráða hjúkrunarfræðing með starfsreynslu á skurð- deild. Á skurðdeild S.A eru framkvæmdar um 2000 aðgeðir árlega. Ný og glæsileg skurðdeild var tekin í notkun 30. september síðastliðinn. Upplýsingar gefur Ólafía Sig- urðardóttir, deildarstjóri, í síma 430 6141. ● Svæfingahjúkrunarfræðingur Laus staða svæfingahjúkrunarfræðings frá 1. september nk. Upplýsingar um stöðuna gefur Guðrún M. Halldórsdóttir, deildarstóri, í síma 430 6188. Frekari upplýsingar um stofnunina, launakjör o.fl. gefur Steinunn Sigurðardóttir, hjúkrunar- forstjóri, í síma 430 6012. Kennarar Brekkubæjarskóli Grunnskólakennara vantar til starfa næsta skólaár. Æskilegar kennslugreinar: almenn bekkj- arkennsla, tónmenntakennsla, náttúrufræði- kennsla (4 stöðugildi). Einnig er laus 50% staða námsráðgjafa. Upplýsingar veita: Ingi Steinar Gunnlaugsson skólastjóri og Ingvar Ingvarsson aðstoðarskólastjóri í síma 431 1938. netfang: ingist@akranes.is , ingvari@akranes.is . Brekkubæjarskóli verður einsetinn frá haustinu 2001. Öll aðstaða kennara og nemenda verður þá með ákjósanlegum hætti. Grundaskóli Laus er staða 50% staða námsráðgjafa. Upplýs- ingar veita Guðbjartur Hannesson, skólastjóri, Hrönn Ríkharðsdóttir, aðstoðarskólastjóri í síma 431 2811. Netfang: grundask- oli@grundaskoli.is . Grundaskóli verður einset- inn frá haustinu 2002. Tónlistarskólinn á Akranesi Við skólann er laus staða málmblásturskenn- ara. Nánari upplýsingar gefur Lárus Sighvats- son, skólastjóri, í síma 431 2109. Umsóknarfrestur til 28. maí nk. Menningar- og skólafulltrúi Akraness. Spennandi stjórnunarstarf Deildarstjórar óskast til starfa hjá Leikskólum Reykjavíkur Stöður deildarstjóra eru lausar í eftirtöldum leikskólum: Brákarborg við Brákarsund. Upplýsingar gefur Anna Harðardóttir, leikskóla- stjóri, í síma 553 4748. Laufskálum við Laufrima. Upplýsingar gefur Lilja Björk Ólafsdóttir, leik- skólastjóri, í síma 587 1140. Sæborg við Starhaga. Upplýsingar gefur Soffía Þorsteinsdóttir í síma 562 3664. Leikskólakennaramenntun er áskilin. Hjá Leikskólum Reykjavíkur er rekin metnaðar- full starfsmannastefna, sem miðar að því að allir njóti sín í starfi og þroski hæfileika sína. Umsóknareyðublöð má nálgast á skrifstofu Leikskóla Reykjavíkur og á vefsvæði www.leikskolar.is Leikskólar Reykjavíkur. fljótasiglingar r a f t i n g

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.