Morgunblaðið - 20.05.2001, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.05.2001, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. MAÍ 2001 C 11 Hólmavíkurhreppur Íþróttakennarar ! Staða íþróttakennara við Grunnskólann á Hólmavík er laus til umsóknar. Um er að ræða 2/3 stöðu við íþróttakennslu og einnig þarf viðkomandi að geta tekið að sér einhverja bóklega kennslu. Einnig er æskilegt að íþróttakennari geti tekið að sér þjálfun á vegum UMFG Geislans. Góðir tekjumöguleikar í boði fyrir réttan aðila. Umsóknarfrestur er til 3. júní 2001. Tónlistarkennarar ! Staða tónlistarkennara við Tónskóla Hólmavíkur og Kirkjubólshreppa er laus til umsóknar. Um er að ræða eina stöðu. Viðkomandi þarf að geta kennt á píanó. Möguleiki er á starfi organista við Hólma- víkurkirkju og einnig á starfi við kórstjórn. Umsóknarfrestur er til 3. júní 2001. Nánari upplýsingar gefa: Victor Örn Victorsson skólastjóri v.s. 451-3129 og h.s. 451-3262 Kristján Sigurðsson aðstoðarskólastjóri v.s. 451-3129 og h.s. 451-3562 Hólmavík er um 450 manna sjávarþorp í Strandasýslu, 270 km. frá Reykjavík sem byggir aðallega á sjávarútvegi og þjónustu. Hólmavík hefur margt að bjóða lífsglöðu fólki. Á staðnum er mjög góð aðstaða til iðkunar íþrótta t.d. skíðagöngu, vélsleðaaksturs, jeppaferða, golfiðkunar, gönguferða og veiðiferða. Einnig eru frábær berjalönd við bæjardyrnar. Grunnskólinn er einsetinn, heilsdags leikskóli, þróttmikið íþrótta og félagsstarf barna og unglinga, góð heilbrigðisþjónusta og svo mætti lengi telja. Hafir þú áhuga á þessum störfum endilega hafðu samband og athugaðu hvað er í boði. Umsjónarmaður tækjabúnaðar Við rekstur fasteigna Háskóla Íslands er laust til umsóknar starf umsjónarmanns tækja- búnaðar. Starfið felst einkum í umsjón og eftir- liti með tækjabúnaði vegna kennslu og ráð- stefna s.s. skjávarpa, tölvubúnaðar og hljóð- kerfa, ásamt þjónustu við kennara og aðra not- endur búnaðarins. Nauðsynlegt er að viðkom- andi hafi reynslu af tölvunotkun. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármála- ráðherra og Starfsmannafélags ríkisstofnana. Gert er ráð fyrir því að ráða í starfið frá og með 1. júlí nk. Umsóknum sem greina frá menntun og starfs- reynslu skal skila til starfsmannasviðs Háskóla Íslands, Aðalbyggingu við Suðurgötu, 101 Reykjavík fyrir 5. júní nk. Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum síðan greint frá því hvernig starfinu var ráðstafað þegar ákvörðun um það hefur verið tekin. Nánari upplýsingar um inntak starfsins gefur Vilhjálmur Pálmason, rekstrarstjóri fasteigna, í síma 525 4235. Við ráðningar í störf við Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun háskólans. http://www.starf.hi.is MENNTASKÓLINN Á AKUREYRI Menntaskólinn á Akureyri auglýsir eftir kennurum í frönsku (hálft starf), sálfræði (hálft starf), ensku (fullt starf) og sálfræði (fullt starf). Umsóknir skulu hafa borist skólanum fyrir 1. júní n.k. Undirritaður veitir allar frekari upplýsingar. Menntaskólinn á Akureyri er gömul menntastofnun með ríkar hefðir og öflugt skólaþróunarstarf og hefur markað sér stefnu í nemendavernd, nýjum kennsluaðferðum og upplýsingatækni og tekur þátt í margvíslegu alþjóðlegu samstarfi eins og sjá má á vefsíðu skólans http://www.ma.is. Nemendur eru um 600 alls staðar að af landinu og stunda nám á þremur námsbrautum eftir nýrri skólanámskrá. Við skólann starfa 45 kennarar og 40 aðrir starfsmenn þar sem ríkir þægilegur starfsandi og vinnuaðstaða er mjög góð. Menntaskólanum á Akureyri, 15. maí 2001 Tryggvi Gíslason SKÓLAMEISTARI MA Laus staða skólastjóra í Langholtsskóla Laus er staða skólastjóra við Langholtsskóla, sem er grunnskóli fyrir nemendur í 1.-10. bekk. Staðan er laus frá 1. ágúst nk. Meginhlutverk skólastjóra er að: ● Stýra og bera ábyrgð á daglegri starfsemi og rekstri skólans. ● Veita skólanum faglega forystu á sviði kennslu og þróunar í skólastarfi. Leitað er að umsækjenda sem: ● Hefur stjórnunarhæfileika og reynslu af stjórnun. ● Hefur kennaramenntun, framhaldsmenntun á sviði stjórnunar, uppeldis- eða kennslu- fræði æskileg. ● Hefur reynslu af kennslu og af vinnu með börnum og unglingum. ● Er lipur í mannlegum samskiptum. Upplýsingar gefur Ingunn Gísladóttir, starfs- mannastjóri á Fræðslumiðstöð Reykjavíkur, netfang: ingunng@rvk.is, sími 535 5000. Umsóknarfrestur er til 18. júní nk. Umsóknir sendist til Fræðslumiðstöðvar Reykj- avíkur, Fríkirkjuvegi 1, 101 Reykjavík. Umsókn fylgi yfirlit yfir nám og fyrri störf, ennfremur gögn og upplýsingar um frumkvæði á sviði skólamála, auk annarra gagna er málið varðar. Nánari upplýsingar um grunnskóla Reykjavíkur er að finna á netinu undir grunnskolar.is Laun skv. kjarasamningum Reykjavíkurborgar við viðkomandi stéttarfélög. Nánari upplýsingar um laus störf og grunnskóla Reykjavíkur er að finna á netinu undir job.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.