Morgunblaðið - 20.05.2001, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 20.05.2001, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. MAÍ 2001 C 5 Viltu leika í kvikmynd í sumar? Við óskum eftir áhugasömu fólki á öllum aldri í aukahlutverk í íslenskri kvikmynd. Upptökur fara fram í júní og júlí. Svör sendist til auglýsingadeildar Mbl. eigi seinna en á hádegi á miðvikudag merkt: „Kvikmynd — 11235“. Bókhalds- og skrif- stofustarf fyrir hádegi Lítið inn- og útflutningsfyrirtæki í Mosfellsbæ óskar að ráða starfskraft með reynslu eða mennt- un í almennum skrifstofustörfum og bókhaldi. Um er að ræða mjög sjálfstætt starf. Þarf að geta hafið störf sem fyrst. Svör berist auglýsingadeild Mbl. merkt: „E — 11239“, fyrir 25. maí. IÐNSKÓLINN Í HAFNARFIRÐI, Flatahrauni 12, 220 Hafnarfirði, sími 585 3600, fax 585 3601. Námsráðgjafi! Laus er staða námsráðgjafa við Iðnskólann í Hafnarfirði frá og með 1. ágúst n.k. Starfshlut- fall er 60%, en til greina kemur kennsla til að fylla upp í heila stöðu. Launakjör eru sam- kvæmt kjarasamningum KÍ. Nánari upplýsingar gefur skólameistari í síma 585 3600 og skulu umsóknir hafa borist fyrir 3. júní nk. Tölvuumsjón! Laus er staða tölvuumsjónarmanns og tækja- varðar. Starfið felst í að hafa umsjón með tölv- um, netkerfi, ásamt ýmsum rafstýrðum kennslutækjum. Ráðning miðast við 1. til 15. ágúst. Launakjör samkvæmt kjarasamningum opin- berra starfsmanna. Allar nánari upplýsingar gefur skólameistari í síma 585 3600 og skulu umsóknir hafa borist fyrir 3. júní nk. Jóhannes Einarsson, skólameistari. Gefandi starf - sveigj- anlegur vinnutími Við óskum eftir að ráða gott og hresst starfsfólk við félagslega heimaþjónustu við félags- og þjónustumiðstöðina í Árskógum 4. ■ Um er að ræða hlutastörf, tvær 25% stöður, þar sem unnið er frá kl. 16—19, aðra hvora viku. ■ Einnig vantar okkur starfsfólk til sumarafleysinga frá júní til ágúst. Starfs- hlutfall og vinnutími innan dagvinnutímabils er samkomulag. Laun skv. kjarasamningi Reykjavíkurborgar og Eflingar. Hlökkum til að heyra frá ykkur. Nánari upplýsingar veitir Pála Jakobsdóttir, deildarstjóri heimaþjónustu, í þjónustumið- stöðinni í Árskógum 4, eða í síma 510 2160. Umsóknareyðublöð liggja einnig þar frammi. Félagsleg heimaþjónusta Starfsfólk vantar til starfa við félagslega heimaþjónustu í Laugardalshverfi (svæðið norðan Miklubrautar og vestan Lönguhlíðar). Um er að ræða bæði fastar stöður og sumar- afleysingar. Starfsstaðir eru ■ í þjónustuíbúðum á Lönguhlíð 3, í Hátúni 10 og ■ út frá miðstöðvum að Norðurbrún 1 og í Bólstaðarhlíð 43. Starfshlutfall eftir samkomulagi. Laun samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkur- borgar og Eflingar. Margvísleg reynsla kemur að notum. Hringdu og fáðu nánari upplýsingar. Hlökkum til að heyra frá þér. Nánari upplýsingar veita: Anna Kristín Guð- mannsdóttir, deildarstjóri, í síma 568 5052 (vegna Lönguhlíðar 3, Hátúns 10 og Bólstarhlíðar 43), Helga Jörgensen, deildarstjóri, og María Þórarinsdóttir, deildarstjóri, í síma 568 6960 (vegna Norðurbrúnar 1).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.