Morgunblaðið - 19.07.2001, Qupperneq 10
FRÉTTIR
10 FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Í FRAMHALDI af við-
tali við Sólveigu Péturs-
dóttur dómsmálaráð-
herra í Morgunblaðinu á
dögunum, þar sem hún
spyr hvort borgaryfir-
völd séu að reyna að
varpa ábyrgðinni af
miðborgarvandanum
yfir á aðra, segir Stein-
unn Valdís Óskarsdóttir
borgarfulltrúi, að borg-
aryfirvöld séu reiðubúin
að skoða sinn þátt og
koma með tillögur varð-
andi mál sem snerti
borgaryfirvöld, meðal
annars opnunartímann og stýringu á
starfsemi í miðborginni í fleiri atrið-
um, en um leið ætlist þau til að dóms-
málaráðherra geri slíkt hið sama.
Steinunn Valdís hefur komið að
þessum málum á margan hátt, hún er
formaður samstarfsnefndar um lög-
reglumálefni, á sæti í miðborgar-
stjórn, var í verkefnastjórn um af-
greiðslutíma veitingahúsanna og er
nú staðgengill borgarstjóra í borgar-
ráði. Hún segir að sér þyki það miður
að þessi umræða hafi snúist upp í
ásakanir um hver beri ábyrgðina.
„Ég vil leggja mikla áherslu á það að
við hjá borginni höfum í þessari um-
ræðu frekar viljað byggja brýr í stað
þess að efna til óvinafagnaðar,“ segir
hún og bendir á að miðborgarskýrsl-
an sé ekki einhliða skoðun eða nið-
urstaða borgaryfirvalda, heldur end-
urspegli skoðanir þeirra sem í
starfshópnum sátu. „Það er auðvitað
skylda yfirvalda, bæði borgar og ríkis
að bregðast við kalli fólks varðandi
öruggari miðborg og leysa þennan
vanda.“
Hún segir að þegar afbrotum fjölgi
hljóti menn að athuga löggæsluna og
bregðast verði við með einhverjum
hætti í takt við breytta tíma og
breyttar áherslur.
Flutningur
löggæslu
til sveitarstjórna
Árið 1995 fór
Reykjavíkurborg fram
á að fá að yfirtaka stað-
bundna löggæslu, það
er að segja nærþjón-
ustu lögreglunnar og
átti það að vera
reynsluverkefni. Því
var hafnað. Að sögn
Steinunnar Valdísar
var þverpólitísk sam-
staða um þetta innan
borgarstjórnarinnar á
þeim tíma. Steinunn
Valdís segist sjálf hafa verið þeirrar
skoðunar lengi að það gæti komið vel
út ef borgin tæki yfir þennan þátt
löggæslunnar, það þurfi ekki að vera
eins flókið og dómsmálaráðherra lét í
veðri vaka í viðtalinu. „Við erum auð-
vitað bara að tala um lítinn þátt lög-
gæslunnar og þann þátt sem er
kannski mest sýnilegur borgurum.
Ég hef ekki fengið sannfærandi rök
um að þetta gangi ekki, víða erlendis
er þetta með þessum hætti sem ég
hef verið að tala fyrir. Það eru
ákveðnir þættir sem ríkið sér um og
ákveðnir þættir sem sveitarfélögin
sjá um. Þannig að þetta þekkist ann-
ars staðar. Við höfum verið að benda
á þetta núna, vegna þess að við höf-
um litið þannig á að það sé skylda
okkar, bæði borgaryfirvalda og
dómsmálayfirvalda, að bregðast við
því sem er að gerast nú. Ef það getur
orðið til að leysa málin, að færa hluta
af löggæslunni yfir til okkar, þá erum
við tilbúin að láta á það reyna hvernig
það kæmi út,“ segir hún. Aðspurð um
fjárveitingar til lögreglunnar ef þetta
yrði að veruleika segir Steinunn
Valdís að eitthvað kæmi frá ríkinu,
eins og við flutning grunnskólans, en
miðað við fjárveitingar til lögregl-
unnar núna þá þyrfti að auka þær.
Það væri þó alveg ljóst að Reykjavík-
urborg yrði að leggja til fjármuni í
löggæsluna. Hún telur að ef marka
megi viðbrögð dómsmálaráðherra
nú, þá virðist sá möguleiki ekki fyrir
hendi að fara út í viðræður um flutn-
ing löggæslu til sveitarstjórna.
Borgaryfirvöld komin með tæki
til að stýra uppbyggingunni
Að sögn Steinunnar Valdísar hefur
borgin nýtt sér þróunaráætlun mið-
borgar til að stemma stigu við ótak-
mörkuðum veitingahúsarekstri í mið-
borginni. Sú áætlun felur í sér að það
eru breytingar á aðal- og deiliskipu-
lagi sem takmarka aðra starfsemi en
verslun við fimmtíu prósent. „Þar
með erum við komin með stjórntæki
til að stýra uppbyggingunni. Það
kemur meðal annars fram í skýrslu
þessa hóps, sem lögreglan átti sæti í,
að stefna hafi verið mótuð varðandi
miðborgina í gegnum þessa þróunar-
áætlun,“ segir hún.
Þegar kemur að nektarstöðum tel-
ur hún að Reykjavíkurborg hafi ekki
haft nein tækifæri til að sporna við
þeirri þróun þegar staðirnir voru
opnaðir fyrir fáeinum árum. Þeir séu
allir reknir með fullnægjandi leyfum
og það hafi ekki verið fyrr en á árinu
2000 sem tekið hafi gildi lög er heim-
iluðu sveitarstjórnum að takmarka
þessa starfsemi í gegnum deiliskipu-
lag. „Þess vegna er það mikill mis-
skilningur að halda því fram að önnur
bæjarfélög hafi gengið miklu lengra
en Reykjavík og bannað þetta. Bæj-
arfélög þar sem engir nektarstaðir
höfðu verið stofnaðir þegar lögin
tóku gildi gátu þannig komið í veg
fyrir tilkomu þeirra með því að beita
lögunum. Það var ekki hægt í
Reykjavík, þar sem nektarstaðir
voru þegar fyrir hendi í miðbænum.
Borgin hefur hins vegar nýtt sér
heimildina og með henni heft frekari
fjölgun staðanna í miðborginni,“ seg-
ir Steinunn Valdís en leggur um leið
áherslu á að starfsemi nektarstaða
verði aldrei bönnuð nema með laga-
setningu. Hún bendir einnig á að nú
sé verið að undirbúa breytingar að
tillögum að lögreglusamþykkt, þar
sem reynt verður að koma í veg fyrir
vændi og einkadans inni á þessum
stöðum.
Steinunn Valdís telur gagnrýni
dómsmálaráðherra, á að borgaryfir-
völd hafi ekki nýtt sér tækifæri til að
áminna og svipta veitingastaði leyf-
um, óréttmæta. „Sólveigu ætti að
vera kunnugt um það að lögreglan og
borgaryfirvöld hafa gert með sér
samkomulag um verkaskiptingu út af
þessum áminningum. Lögreglan
veitir áminningar um allt það sem
snýr að rekstri staðanna sjálfra, opn-
unartíma, afgreiðslu til unglinga,
fjölda gesta inni á stöðum og svo
framvegis. En Reykjavíkurborg veit-
ir áminningar varðandi veitingastað-
inn sjálfan, húsnæði, heilbrigðismál,
öryggismál og annað slíkt og hefur
því ekki einhliða vald til að svipta
staðina svona leyfum. Við þurfum að
fá umsagnir frá lögreglunni og ef um-
sagnir lögreglunnar eru neikvæðar
þá getum við veitt áminningar sem
geta þá leitt til þess að staðirnir eru
sviptir leyfum,“ segir hún og bendir á
að það hafi verið veittar fimm áminn-
ingar síðan 1998 og í undirbúningi sé
að lögreglan leggi til að tveir veit-
ingastaðir verði sviptir leyfi.
Ekki til fjármunir til að efla
grenndarlöggæslu
Aðspurð um eflingu grenndarlög-
gæslu í hverfum borgarinnar segir
Steinunn Valdís að margoft hafi kom-
ið fram á fundum í samstarfsnefnd
um lögreglumálefni, að menn hafi
ekki talið að þeir hefðu fjármuni til
þess að efla grenndarlöggæsluna.
„Það voru nýlega uppi áform um að
flytja hverfislögreglumann úr Breið-
holti í rannsóknardeildina. En vegna
mikilla mótmæla frá íbúum og fleir-
um þá var horfið frá því. Það er
ákveðin viðleitni hjá lögreglunni til
að taka menn úr hverfalögreglunni,“
segir hún og tekur sem dæmi tilraun
með hverfislöggæslu, sem sett hafi
verið á stofn í Bústaðahverfi vorið
1999. Þessu verkefni hafi verið hætt
sama haust, vegna þess að það hafi
ekki verið hægt að manna þessa einu
lögreglubifreið sem átti að sinna
þessu eina hverfi. Steinunn Valdís
heldur því fram að hverfalögreglu-
mönnum hafi fækkað en ekki fjölgað.
„Ég tel það vera mjög slæma þróun
og hefði auðvitað viljað leggja
áherslu á hverfalöggæsluna. En það
er auðvitað ekki hægt að stilla málum
þannig upp að menn verði annað-
hvort að leggja áherslu á hverfalög-
gæsluna eða miðborgina. Þetta er
mál sem verður að skoða í samhengi.
Það er þannig, hvað sem hver segir,
að lögreglumönnum á vakt í mið-
borginni hefur klárlega fækkað, það
segir í skýrslu lögreglunnar, sem
vitnað er til í miðborgarskýrslunni.“
Steinunn Valdís bendir á að ofbeld-
isverkum hafi fjölgað frá árinu 1997
úr 681 broti í 831 brot á árinu 2000 og
aukningin hafi einkum orðið í grófari
líkamsmeiðingum. Samkvæmt áliti
lögreglu beri að taka þá þróun alvar-
lega. Því þykir Steinunni eðlilegt að
álíta að sýnileg löggæsla og hlutfalls-
leg fjölgun lögreglumanna dragi úr
afbrotum og ofbeldisverkum.
Um hugmyndir um að endurreisa
útideild með breyttu sniði telur hún
að útideild muni engan vanda leysa
varðandi þetta. Útideildin hafi á sín-
um tíma verið hugsuð til þess að
sinna ákveðnum hópi ungs fólks. Með
þessum breyttu tímasetningum á
opnunartíma sé ekki lengur þessi
söfnuður unglinga niðri í bæ, upp úr
klukkan þrjú um helgar, eins og hafi
verið hér áður fyrr. Endurreisn úti-
deildar leysi því engan vanda varð-
andi þetta.
Borgaryfirvöld tilbúin að skoða sinn þátt í miðborgarvandanum og leita lausna
„Skylda að bregðast við kalli
fólks um öruggari miðborg“
Málefni miðborgar hafa verið í brennidepli
síðustu vikur, ekki síst í kjölfar nýútkom-
innar skýrslu um miðborgarvandann. Stein-
unn Valdís Óskarsdóttir borgarfulltrúi hef-
ur komið að þessum málum á margan hátt
og í samtali við Fanneyju Rós Þorsteins-
dóttur vísar hún gagnrýni dómsmálaráð-
herra á bug og segir að borgaryfirvöld séu
tilbúin að líta í eigin barm og koma með til-
lögur til úrbóta varðandi þátt borgarinnar,
en þau ætlist einnig til að dómsmálaráð-
herra geri slíkt hið sama.
fanneyros@mbl.is
VALDIMAR Össurarson hefur
rekið ferðaþjónustu í og við félags-
heimilið Þjórsárver í Villingaholts-
hreppi undanfarin þrjú ár og hann
er ósáttur við áform Landsvirkj-
unar um Núps- og Urriðafossvirkj-
anir í neðri hluta Þjórsár, sem verið
er að kynna þessa dagana. Lands-
virkjun verður einmitt með kynn-
ingu í Þjórsárveri næstkomandi
þriðjudag.
Valdimar segist, ásamt fólkinu í
hreppnum, hafa varið miklum fjár-
munum og tíma í uppbyggingu
ferðaþjónustu við Þjórsárver, m.a. í
tjaldstæði og þjónustuhús, og með
virkjun Urriðafoss, vatnsmesta foss
landsins, verði fótunum kippt und-
an áætlunum um frekari uppbygg-
ingu í þessum rekstri. Virkjanaá-
formin séu mikið áfall fyrir
ferðamennsku á svæðinu. Félags-
heimilið er í eigu Villingaholts-
hrepps og félagasamtaka í hreppn-
um.
„Hér hefur verið byggð upp
starfsemi til að auka fjölbreytni í
atvinnulífinu og laða að ferðamenn.
Meðal náttúruperla á svæðinu er
Urriðafoss, vatnsmesti foss lands-
ins, en með virkjuninni verður hann
þurrkaður upp meira og minna.
Fossinn hefur verið inni í okkar
áætlunum um uppbyggingu. Hann
er um kílómetra fyrir neðan þjóð-
veg og Þjórsárbrú en aðgangur
ekki verið greiður að honum. Við
höfum rætt um að leggja í kostnað
til að auka ferðamannastraum á
svæðið en með virkjuninni hefur
fótunum verið kippt undan okkar
áætlunum. Ég vil líkja þessu við
það að Gullfoss yrði tekinn og virkj-
aður. Þá hefði nú heyrst í almenn-
ingi og ekki bara heimamönnum.
Málið er að Urriðafoss hefur ekki
fengið álíka kynningu og Gullfoss
en er alls ekki síðri hvað fegurð
snertir,“ segir Valdimar í samtali
við Morgunblaðið.
Að sögn Valdimars hefur miklum
fjármunum verið varið í fram-
kvæmdir í Þjórsárveri. Nýtt tjald-
stæði hefur verið byggt upp og í
sjálfboðavinnu reistu hreppsbúar
þjónustuhús sl. vetur. Þá hafa hug-
mundir verið uppi um gisti- og veit-
ingaaðstöðu á staðnum. Valdimar
segir að Þjórsárver sé eftirsótt sem
samkomustaður ættarmóta og hver
helgi fullbókuð í sumar af þeim sök-
um.
„Við erum komin það langt í upp-
byggingu ferðaþjónustunnar að
ekki verður til baka snúið. Þá ætlar
Landsvirkjun að fara að taka af
okkur lífsbjörgina og það er ég alls
ekki sáttur við. Þeim mótmælum
mun ég koma á framfæri við
Landsvirkjun,“ segir Valdimar.
Aðstandendur ferðaþjónustu í Þjórsárveri ósáttir við virkjanir í neðri hluta Þjórsár
Áfall fyrir ferða-
mennsku á svæðinu