Morgunblaðið - 19.07.2001, Side 12
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
12 FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
EIGENDUR jarðarinnar
Selskarðs, sem nær frá jaðri
Gálgahrauns, milli Lambhús-
atjarnar og Skógtjarnar og
nánast að heimreið Bessa-
staða, eru andvígir ráðgerð-
um vegaframkvæmdum sem
fela í sér að vegur mun liggja
yfir jörðina á slóðum sem fyr-
irhugað var að reisa íbúa-
byggð og vilja þeir að fleiri
kostir verði teknir til skoðun-
ar.
Hinn 3. júlí voru auglýst
drög að matsáætlun Álftanes-
vegar og Vífilsstaðavegar þar
sem gert er ráð fyrir að veg-
urinn liggi í svokölluðum
veglínum A, B og C yfir Sel-
skarð og þá hefur einnig hef-
ur verið kynnt leið D sem er
svonefnd sáttaleið milli leiða
A og B og stendur til að fari í
umhverfismat.
Í framhaldi af matsáætlun-
inni sendu eigendur jarðar-
innar Selskarðs athugasemd-
ir til Vegagerðar ríkisins og
Hönnunar hf. Þar kemur
fram að eins og standi fari
eigendur Selskarðs með alla
umsjón á jörðinni og þeir hafi
ekki afsalað sér nokkrum
þeim réttindum er tilheyra
henni. Fjörur á Selskarði hafi
verið settar á einhvers konar
náttúruminjaskrá án nokkurs
samráðs við þá sem eiga þær
og fara með umráð þeirra.
Telja eigendurnir að vegur-
inn geti ekki legið í fyrirhug-
uðum veglínum A, B eða C yf-
ir Selskarð sem rætt er um í
matsáætluninni, eignin standi
ekki til boða undir þjóðveg
með þeim hætti því sú stað-
setning stórskaði hagsmuni
eigenda. Eigendur benda
einnig á að verði vegurinn
samkvæmt veglínum A, B eða
C fari hann yfir viðkvæmt líf-
ríki og friðað varpland fugla
og hugsanlega einnig yfir
fornminjar. Eigendurnir gera
þá kröfu að fleiri veglínur
verði teknar með í matsáætl-
un svo sem vegur í fjöru
Lambhúsatjarnar á Sel-
skarði, vegur í stokk á Sel-
skarði, vegur meðfram Gálga-
hrauni frá Eskinesi yfir á
Bessastaðanes eða vegur um
Eskines og yfir á Bessastaða-
nes.
Þeir telja ekki sjáanlegt að
almenningsþörf krefjist þess
að þjóðvegur liggi nákvæm-
lega þar sem hann er skipu-
lagður á Selskarði og benda á
að ekkert samráð hafi verið
haft við jarðareigendur um
aðalskipulag þjóðvegar yfir
Selskarð. Hafi þeim sem unnu
aðalskipulagið og hönnuðu
veginn, þ.e. Vegagerð ríkis-
ins, verið vel ljóst að önnur
notkun hafði verið áformuð á
eigninni.
Þá benda eigendur á að
Garðabær skipuleggi íbúa-
byggð á Garðaholti og færi þá
þjóðveg framhjá því svæði í
samræmi við hagsmuni sína.
Hins vegar skipuleggi Garða-
bær þjóðveginn yfir miðja
Selskarðsjörðina á eins óhag-
kvæman hátt og hugsast geti
með tilliti til hagsmuna eig-
enda Selskarðs og skipulagn-
ingu íbúasvæðis þar.
Ekkert hlustað á
sjónarmið eigenda
Björn Erlendsson, tals-
maður eigenda Selskarðs,
bendir á að jörðin sé einn
þriðji af allri vegarlögninni og
hafi eigendur jarðarinnar far-
ið fram á að fleiri kostir verði
teknir með í umhverfismat.
„Ekkert hefur þó verið hlust-
að á okkur og við erum alger-
lega hunsuð. Við höfum rætt
við skipulagsstjóra ríkisins,
vegagerðina og Garðabæ, en
höfum engin viðbrögð feng-
ið,“ segir Björn.
Björn segir eigendur jarð-
arinnar á Selskarði hafa
skipulagt sína jörð og gert
ráð fyrir að fólk geti fengið
byggingarlóðir á landinu.
„Þetta er ágætis bygging-
arland, Garðabær bendir á að
landið sé óhentugt til bygg-
inga vegna hugsanlegra gróð-
urhúsaáhrifa, en okkur finnst
að það geti ekkert frekar átt
við um þessa jörð frekar en
aðrar, því þetta land liggur
ekki lægra en bryggjuhverfið
sem Garðabær hefur í huga
að koma upp og land víða á
höfuðborgarsvæðinu. Við er-
um andvíg því að vegurinn
verði lagður með því móti sem
nú stendur til og erum tilbúin
að bjóða þeim land á jörðinni
sem uppfyllir allar kröfur um
greiðar samgöngur og bætt
vegasamband,“ segir Björn.
Fyrst og fremst um
réttlætismál að ræða
Hann segir að ekki sé um
stórkostlegan fjárhagslegan
ávinning fyrir eigendur jarð-
arinnar að ræða verði þar
íbúabyggð, enda séu eigendur
fjórir og afkomendur þeirra
margir. „Fyrir okkur er þetta
fyrst og fremst réttlætismál
og við förum fram á að það sé
tekið tillit til okkar sjónar-
miða,“ segir Björn.
Hann bendir á að fari sem
horfir verði málaferli úr
þessu og telur hann að 72. gr.
stjórnarskrárinnar um frið-
helgi eignarréttarins og 12.
gr. stjórnsýslulaga, meðal-
hófsreglan, styrki málstað
eigenda jarðarinnar.
Landeigendur gera ráð fyrir íbúabyggð í landi Selskarðs í stað vegarlagningar
Eigendur Selskarðs ósáttir
við vegaframkvæmdirnar
Álftanesvegur
MANNLÍF við höfnina í Reykjavík er stundum afar fjölskrúð-
ugt og þar er gjarnan margt um manninn þegar veður er gott
og einnig þegar skemmtiferðaskip koma í höfn, en þau hafa
verið ófá undanfarna daga og vikur. Á dögunum hitti ljós-
myndari Morgunblaðsins þessa glaðlegu ungu menn sem nutu
veðurblíðunnar og brugðu á leik á hafnarbakkanum.
Morgunblaðið/Sigurður Jökull
Fjölskrúðugt mannlíf við höfnina
STJÓRN Skotfélags
Reykjavíkur hefur leitað að-
stoðar skotfélaga í nágrenni
Reykjavíkur um aðstöðu til
útiæfinga fyrir félagsmenn
sína. Félagsmönnum SR var
gert að hætta æfingum og
rýma svæði Skotfélagsins í
Leirdal í Grafarholti síðast-
liðið haust þegar íbúabyggð
fór að rísa á svæðinu og
hafa félagsmenn verið á
hrakhólum með æfingaað-
stöðu síðan. Á vegum bæj-
arskipulags Hafnarfjarðar
og borgarverkfræðings er
unnið að því að finna fram-
tíðarland undir skotæfinga-
svæði SR og hafa augu
manna beinst að svæði suð-
ur af Straumsvík.
Skotdeild Keflavíkur hef-
ur boðið félagsmenn SR vel-
komna á æfingar á hagla-
velli sína og einnig hefur
félagsmönnum verið boðið
að nýta sér aðstöðu Keflvík-
inga í riffilskýli þeirra gegn
föstu lykilgjaldi. Þá hefur
Skotfélag Akraness boðið
félagsmenn SR velkomna
gegn innanfélagsgjaldi á
leirdúfuvöll félagsins á
Akranesi. Skotfélag Suður-
lands og Skotíþróttafélag
Hafnarfjarðar hafa einnig
boðið þjónustu sína, en ekki
hefur verið gengið til samn-
inga við þau félög.
Innigreinar í íþróttahúsi
Gert er ráð fyrir að nýtt
íþróttahús í Grafarvogi sem
er í byggingu, muni hýsa að-
stöðu SR í innigreinum í
framtíðinni. Um er að ræða
aðstöðu fyrir 50 m riffil-
brautir, 25 m skammbyssu-
brautir og 10 m loftbyssu-
brautir.
Skotfélag Reykjavíkur á hrak-
hólum með æfingaaðstöðu
Leita til ná-
grannafélaga
Reykjavík
LEIKJANÁMSKEIÐ fyrir
börn nýbúa hefur staðið yfir
í Reykjavík í sumar og hafa
75 börn tekið þátt í nám-
skeiðinu, sem skiptist þannig
að hálfan daginn eru börnin í
íslenskukennslu á vegum
Námsflokka Reykjavíkur og
hinn hluta dagsins tekur við
leikjanámskeið á vegum ÍTR.
Að sögn Þórdísar Rúnars-
dóttur, umsjónarmanns nám-
skeiðsins, stendur það til 31.
júlí og eru börnin sem taka
þátt í því frá 20 löndum og
má þar nefna Víetnam, Ástr-
alíu, Tailand, Pólland, Rúss-
land, Danmörku, Bandarík-
in, Kólumbíu, Namibíu og
Kína.
„Sum barnanna hafa búið
hér á landi í stuttan tíma, en
önnur alla ævi svo íslensku-
kunnátta þeirra er mjög mis-
munandi. Þrátt fyrir það
gengur börnunum mjög vel
að eiga samskipti hvert við
annað og nota hendur og
svipbrigði ef tungumálið
brestur.
Það hefur verið gaman að
sjá að tungumálið sem börn-
in tala virðist ekki skipta
höfuðmáli,“ segir Þórdís. Á
leikjanámskeiðinu í sumar
hafa börnin tekið sér ým-
islegt skemmtilegt fyrir
hendur og svo sem að fara í
sund, fjöruferðir, heimsókn á
Árbæjarsafn og í heimsókn
til lögreglunnar. Í fyrradag
kynntu yngri börnin á nám-
skeiðinu sér starfsemi
Slökkviliðsins í Reykjavík og
var líf og fjör á Slökkvistöð-
inni þegar blaðamaður og
ljósmyndari litu inn, en þar
fengu börnin að skoða og
reyna hluta af búnaði liðsins.
75 börn frá 20 löndum á leikjanámskeiði í Reykjavík
Morgunblaðið/Billi
Líf og fjör var þegar börnin heimsóttu Slökkvistöðina í Reykjavík og fengu að reyna búnað
slökkviliðsins með dyggri aðstoð slökkviliðsmanna.
Fjör í
heimsókn
hjá slökkvi-
liðinu
Reykjavík
ÍBÚAR í nágrenni væntan-
legra vegaframkvæmda við
Hallsveg í Grafarvogi eru
ósáttir við fyrirhugaða vegar-
lagningu þar, en framkvæmd-
ir vegna vegarins eru nú í
frekara mati á umhverfis-
áhrifum.
Samkvæmt upplýsingum
frá lögmanni íbúanna krefjast
þeir þess að skipulagsstjóri
hafni framkvæmdum við
Hallsveg í Reykjavík á þeim
grundvelli sem kynntur er í
viðbótarmatsskýrslu fram-
kvæmdaraðila.
Telja íbúarnir skýrsluna
mjög takmarkaða og byggja á
röngum forsendum og stað-
hæfingum sem og villandi
gögnum.
Jafnframt sé ekki unnt að
uppfylla kröfur laga og reglu-
gerða varðandi hljóðstig með
þeim hætti sem framkvæmda-
raðili ráðgerir, þ.e. með því að
reisa gríðarleg mannvirki fyr-
ir framan húseignir íbúanna.
Til vara krefjast íbúarnir
þess að skipulagsstjóri hafni
framkvæmdum við Hallsveg í
þeirri mynd sem þeim er lýst í
viðbótarmatsskýrslu, en sam-
þykki þann valkost að leggja
veginn í stokk eins og lýst er í
skýrslunni og framkvæmda-
raðila verði þá gert að skila
frekari gögnum um gerð
stokksins þar sem framlögð
gögn um hann geta ekki talist
fullnægjandi.
Eins og fram kom í Morg-
unblaðinu í gær eru athuga-
semdir íbúanna nú til skoðun-
ar og verður úrskurðað í
málinu 3. ágúst.
Íbúar ósáttir við
framkvæmdir
við Hallsveg
Grafarvogur