Morgunblaðið - 19.07.2001, Síða 18

Morgunblaðið - 19.07.2001, Síða 18
BÆJARSTJÓRN Sandgerðis hefur samþykkt umbótaáætlun í skólamál- um í bæjarfélaginu. Tilgangur áætl- unarinnar er að reyna að bæta náms- árangur nemenda sem verið hefur slakur, ekki síst undanfarin tvö ár. Þegar sveitarfélögin tóku að öllu leyti yfir rekstur grunnskólans breyttist hugarfar bæjaryfirvalda í til skólamála víða um land. Bæjar- stjórn Sandgerðis lagði til dæmis sérstaka vinnu í að meta stöðu skóla- mála í bæjarfélaginu. Sigurður Val- ur Ásbjarnarson bæjarstjóri segir að bæjaryfirvöld hafi talið að bæta þyrfti skólastarfið og aðbúnað skól- ans til að reyna að hækka meðalein- kunnir nemenda á samræmdum prófum en þær höfðu verið lágar. Ákveðið var að gera verulegt átak í skólamálunum, byggt við skólahúsið til að bæta aðstöðu nemenda og kennara og kennslumagn aukið. Sigurður Valur segir að með þessu hafi náðst ákveðinn árangur en vorið 2000 hafi komið bakslag í einkunn- irnar og staðan ekki lagast í vor. Bæjarstjórnarmenn séu óánægðir með þessa þróun og því hafi menn sest niður aftur til að athuga hvað hægt sé að gera til að bæta úr. Byggt við skólann Talið var að búið væri að byggja skólann upp miðað við kröfur um einsetningu. Við nánari athugun kom í ljós að bæta þyrfti við húsnæði þótt nemendum hefði ekki fjölgað. Segir bæjarstjórinn að það sé vegna þess að skólastofur hafi verið teknar undir tölvukennslu og kennslu fatl- aðra barna, auk annars. Ákveðið var að byggja fjórar nýjar kennslustofur og bæta vinnuaðstöðu að öðru leyti með stækkun skólahúsnæðisins. Þannig verða gerðir tveir nýir inn- gangar, viðtalsherbergi fyrir kenn- ara, aðstaða fyrir hjúkrunarfræðing, fundarherbergi fyrir skólastjórn- endur og skrifstofa fyrir aðstoðar- skólastjóra. Þá þarf að byggja tengi- byggingu milli gamla og nýja skólahússins og íþróttamiðstöðvar- innar. Framkvæmdir standa yfir og á ákveðnum þáttum að ljúka fyrir upp- haf skólastarfs í haust en ekki verður lokið við kennslustofurnar fyrr en í maí. Sigurður Valur telur að þá verði aðstaðan í grunnskóla Sandgerðis með því besta sem þekkist á landinu. Lægstu meðaleinkunnir á Suðurnesjum Síðastliðinn vetur var einnig sest yfir fyrri áform um umbætur á innra starfi skólans. Fengnir voru sér- fræðingar frá Rannsóknastofnun Kennaraháskóla Íslands til að veita ráðgjöf varðandi kennslu og rekstur skólans. Útkoma samræmdu prófanna í vor var svipuð og í fyrra. Grunnskól- inn í Sandgerði var með lægstu með- aleinkunn skóla á Suðurnesjum og margir nemendur náðu ekki prófum. Ýmislegt er nefnt til skýringar á þessari stöðu. Sigurður Valur segir að fram til þessa hafi verið mikil skipti á kennurum og erfitt að fá kennara með full réttindi. „Við sættum okkur ekki við að ekki náist betri árangur, eftir þann mikla vilja og fjármagn sem bæjar- stjórn hefur lagt í þennan mála- flokk,“ segir Sigurður Valur bæjar- stjóri. Hann telur þó að ákveðinn árangur hafi náðst og þróunin sé í rétta átt. Hann getur þess einnig að skólinn hafi komið vel út úr rann- sókninni Ungt fólk 2000 sem gerð var í apríl á síðasta ári. Rannsóknin byggðist á viðhorfskönnun meðal nemenda. Þá getur hann þess að núna sé við skólann öflugt kennara- lið og það ætli að halda áfram. Í þessu ljósi óskaði bæjarstjórnin eftir umbótaáætlun frá stjórnendum skólans. Unnu þeir að því verki með ráðgjöfum og fulltrúum frá bæjaryf- irvöldum og voru þær lagðar fram á fundi bæjarstjórnar fyrir skömmu. Var þeim vel tekið í bæjarstjórninni og rík áhersla lögð á að þeim yrði fylgt eftir. Þá er unnið að sjálfsmati í skólanum undir stjórn Rannsókna- stofnunar Háskólans á Akureyri. Kennarar og foreldrar taka þátt í umbótum Bæjarstjórinn leggur áherslu á að umbætur í skólastarfinu séu lang- tímaverkefni sem ekki megi missa sjónar á þótt bakslag verði. Þó bind- ur hann vonir við að einhver árangur komi fljótt í ljós í ljósi þess mikla vilja sem sé meðal bæjarstjórnar- manna, foreldra og kennara til að bæta stöðuna. Samstarf þessara að- ila sé forsenda framfara. Efnt til átaks í skólamálum í Sandgerði vegna slakra einkunna á samræmdum prófum í tvö ár Bæjarstjórn samþykkir umbótaáætlun Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Sigurður Valur Ásbjarnarson, bæjarstjóri í Sandgerði, með grunnskólann í baksýn. Sandgerði Keflavíkurverktakar tóku að sér viðbyggingu og aðrar endurbætur á grunnskólanum í Sandgerði og þessa dagana er unnið af fullum krafti. SUÐURNES 18 FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ HITAVEITA Suðurnesja hf. hefur kynnt matsáætlun um framkvæmd til nýtingar á jarðhitasvæðinu á Reykja- nesi. Um er að ræða annan og þriðja áfanga nýtingar svæðisins en heimild er fyrir borun á iðnaðarsvæðinu. Við- bótin er talin forsenda fyrir því að ráðist verði í framkvæmdir á svæð- inu. Hitaveita Suðurnesja hefur áður lagt fram frummatsskýrslu um nýt- ingu jarðhitasvæðisins á Reykjanesi. Féllust skipulagsstjóri og umhverf- isráðuneyti á að boraðar yrðu sjö hol- ur, 1.600-2.500 metra djúpar, á iðn- aðarsvæðinu, til viðbótar þeim tveimur holum sem eru í nágrenni saltverksmiðjunnar. Fallist var á borunina með skilyrðum, meðal ann- ars með því að gráa lónið stækkaði ekki frá því sem nú er. Hins vegar var úrskurðað að áform hitaveitunnar um niðurdælingu affallsvatns eða í sjó þyrftu að fara í frekara mat og til- greint hvað þar þyrfti að koma fram. Sú tillaga sem hitaveitan hefur nú lagt fram tekur á þeim málum. Meðal annars er framkvæmdasvæðið skil- greint að nýju til að reyna að ná um það sátt við skipulagsyfirvöld. Í til- lögunni koma fram upplýsingar um fyrirhugaðar framkvæmdir og starf- semi sem þeim fylgir, upplýsingar um framkvæmdasvæði, umhverfis- þætti, áhrifasvæði, matsaðferðir, kynningu og samráð vegna vinnu við matið. Hitaveitan ákvað að fylgja núver- andi lögum um mat á umhverfis- áhrifum við þetta áframhaldandi mat, í stað eldri laga svo sem heimilt hefði verið. Ástæðan er sú að Hitaveita Suðurnesja telur þau betur til þess fallin að ná fram faglegri og viðun- andi niðurstöðu fyrir alla málsaðila. Til iðnaðaruppbyggingar Meginmarkmið jarðhitanýtingar á Reykjanesi eru að tryggja gufu, jarð- hitavökva og kælivökva af jöfnum gæðum til nota fyrir fjölbreyttan iðn- að. Í tillögu að matsáætlun kemur einnig fram að litið er á framkvæmd- irnar sem leið til að leggja grunn að alhliða iðnaðar-, rannsókna-, fræðslu og ferðamannastarfsemi sem grund- vallast á auðlindum Reykjanessvæð- isins. Viðbótarframkvæmdinni sem mat- sáætlunin tekur til er skipt í tvo áfanga. Í fyrri áfanganum er gert ráð fyrir borun allt að þrigja hola á nið- urdælingarsvæðinu. Tilgangurinn er að koma jarðhitavökvanum aftur nið- ur í jarðhitageyminn. Kemur fram að það fyrirkomulag byggist á langri reynslu hitaveitunnar af niðurdæl- ingu í háhitasvæðið í Svartsengi. Stefnt verður að því að öllu því vatni sem upp kemur verði skilað aftur nið- ur í jarðhitageyminn en einnig er gert ráð fyrir hjárás til sjávar og neyðarlosun í gráa lónið. Í þriðja áfanga er gert ráð fyrir borun þriggja rannsóknahola utan núverandi iðnaðarsvæðis og verði þær hannaðar og fóðraðar sem vinnsluholur. Ekki er þó gert ráð fyr- ir að þær verði nýttar sem vinnslu- holur í þessum virkjanaáfanga, þær nýtist eingöngu til þess að kanna hugsanlega jaðra svæðisins og þar með landfræðilega stærð vinnslu- svæðisins. Fram kemur í tillögu að matsáætl- un að fyrirhugaðri framkvæmd sé fjárfrek, áætlað er að hún kosti um 7 milljarða króna. Er þess því getið að brýnt sé að svæðið sé þannig afmark- að að það rými stækkun í náinni framtíð og að sú stækkun sé tryggð að einhverju leyti áður en fram- kvæmdin er ákveðin. Því sé þriðji áfanginn mikilvæg forsenda þess að ráðist sé í framkvæmdina. Frestur til að gera athugasemdir VSÓ Ráðgjöf hefur umsjón með matsvinnunni og er tillaga að mats- áætlun birt í heild á vef fyrirtækisins, www.vso.is. Almenningi gefst kostur á að koma þar á framfæri athuga- semdum og fyrirspurnum til 1. ágúst næstkomandi. Búist er við ákvörðun Skipulags- stofnunar í ágústmánuði og að þá verði hafist handa við gerð mats- skýrslu. Stefnt er að því að hún verði lögð fyrir Skipulagsstofnun í október og þá jafnframt kynnt og að úrskurð- ur Skipulagsstofnunar liggi fyrir í janúar. Í tengslum við framkvæmdina er fyrirhugað að leggja háspennulínu frá framkvæmdasvæðinu. Áætlað er að leggja fram tillögu að matsáætlun fyrir hana síðar á þessu ári. Matsáætlun fyrir annan og þriðja áfanga jarðhitanýtingar á Reykjanesi Forsenda fyrir fram- kvæmdum á svæðinu Reykjanes FRAMKVÆMDA- og tækniráð Reykjanesbæjar vinnur að undir- búningi þess að stofna sérstakt hlutafélag um rekstur félagslegra íbúða í eigu bæjarfélagsins. Stefnt er að því að síðar verði allar fasteignir bæjarins færðar til félagsins. Reykjanesbær á 208 félagslegar leiguíbúðir. Bærinn á fjölda annarra fasteigna, meðal annars skóla- og skrifstofubyggingar og íþróttahús. Framkvæmda- og tækniráð hefur á grundvelli samþykktar bæjarstjórn- ar unnið að samræmingu á skipulagi og stjórn húseigna bæjarins. Formaður ráðsins, Björk Guð- jónsdóttir bæjarfulltrúi, segir að nefndin hafi lagt áherslu á að keypt yrði tölvukerfi til að halda utan um rekstur og viðhald fasteignanna. Einnig að stofnað verði sérstakt hlutafélag um rekstur félagslegra leiguíbúða, að meðtöldum íbúðum aldraðra, og síðar yrðu allar aðrar fasteignir í eigu bæjarins færðar til hlutafélagsins. Tillaga ráðsins þessa efnis var samþykkt í bæjarstjórn í vetur. Björk segir að nú sé búið að finna gott tölvukerfi til að halda utan um þessi mál, Byggingastjórann frá fyrirtækinuUmsýslu. Félagslegar íbúðir verða færðar í hlutafélag Reykjanesbær

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.