Morgunblaðið - 19.07.2001, Qupperneq 20
LANDIÐ
20 FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
FJÖLDI ferðafólks sótti heim
uppsveitir Árnessýslu um síðustu
helgi og tjaldsvæði víða full af
ferðafólki, það svo að sums staðar
þurfti að vísa fólki frá. Segja um-
sjónarmenn svæðanna að þetta
hafi verið mesta ferðahelgi sum-
arsins enda veðrið með afbrigðum
gott, einkum á laugardaginn að því
er fram kom í spjalli fréttaritara.
Bergleif Joensen í Árnesi í
Gnúpverjahreppi sagði að tjald-
stæðin hefðu verið full enda um
300 manns á Kanaríeyjarhátíð sem
sem haldin er nú þriðja árið, aðra
helgina í júlí.
Það var mikil stemmning hjá
fólkinu, sem þekkist frá veru sinni
á Kanaríeyjum, dansleikir bæði
kvöldin, virkjanasvæði sótt heim
svo eitthvað sé nefnt. Aðsókn í
júlímánuði sem af er hefur verið
afar góð bæði að tjaldsvæðunum
og gistiheimilinu en júnímánuður
hefði verið fremur lélegur ferða-
mánuður, sagði Bergleif. Hann
sagðist bjartsýnn á sumarið og um
verslunarmannahelgina yrði haldin
barnahátíð líkt og í fyrra sem
tókst þá mjög vel.
Svava H. Þórðardóttir, umsjón-
armaður tjaldsvæðisins á Álfa-
skeiði í Syðra-Langholti, sagði að
200–300 manns hefðu verið á
svæðinu. Mikið væri um að starfs-
manna- eða niðjahópar kæmu til
útilegu, síðustu helgar hefði verið
mikil aðsókn og svo væri einnig í
Gistiheimilinu í Syðra-Langholti.
Tjaldsvæðið væri mjög stórt og
aldrei þyrfti að vísa neinum frá.
Jenný Magnúsdóttir hjá Ferða-
miðstöðinni á Flúðum sagði að
þetta hefði verið mesta ferðahelgin
á sumrinu til þessa, allt yfirfullt og
þurft hefði að vísa fólki frá. Síð-
ustu helgi hefði einnig verið margt
fólk hjá sér en júnímánuður hefði
verið slakur. Alltaf væri slangur af
fólki í miðri viku sem unir sér vel
enda oft veðursæld á Flúðum og
bærilega hátt hitastig hér inn til
landsins.
Snæbjörn Magnússon í Iðufelli í
Laugarási sagði að það hefði verið
troðfullt, 400–500 manns á svæð-
inu enda væri aðstaðan góð. Mikill
munur væri á hve Íslendingar
sæktu meira í útilegur en var og
hjá sér hefði verið gríðarlega mik-
ið af góðu fólki og engin vandamál
komið upp. Það er góð aðsókn um
hverja helgi, kökuhlaðborð á
sunnudögum og um verslunar-
mannahelgina verður hér harmon-
ikkuball eins og í fyrra, sagði Snæ-
björn.
Metaðsókn á tjaldsvæði
Morgunblaðið/Sigurður Sigmunds
Þessi fjölskylda frá Akranesi lét fara vel um sig á Flúðum um helgina eins og margir fleiri.
Hrunamannahreppur
LÍFSBARÁTTAN hjá lömbunum
byrjar fyrir alvöru þegar þeim er
sleppt á fjall. Þangað til eru þau í
vernduðu umhverfi fjárhúsanna og
hægt að fylgjast með hvernig þau
þrífast. Ekki ná öll lömb að lifa til
haustsins og getur þar ýmislegt
komið til, svo sem veikindi eða
slysfarir, en fjöldi lamba drepst á
hverju sumri þegar þau verða
undir bílum á þjóðvegum landsins.
Lambið sem Sveinn Pálsson
grenjaskytta fann dautt inni undir
jökli á Vesturöræfum hafði hins
vegar drepist úr hníslasótt. Nokk-
uð er um að lömb fái hníslasótt
eftir að þeim er sleppt þó að hún
smitist í húsi. Ganga lömbin stund-
um með hana svo lengi áður en
hún kemur fram að búið er að
sleppa þeim á fjall þegar þau
veikjast og ef hún er slæm er
þeim fátt til bjargar.
Norður-Hérað
Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteins
Lífsbarátt-
an er hörð
GUÐJÓN Jóhannsson er einn þeirra
sem setja svip á bæjarlífið í Stykk-
ishólmi. Hann er mjög verklaginn og
hefur lengi gengið undir nafninu
„Guðjón galdramaður“ því allt leikur
í höndunum á honum.
Það sem talið hefur verið ónýtt
hefur Guðjóni tekist að laga og
lengja lífdagana. Hann hefur komið
sér upp góðu safni verkfæra og þá
eru það merkin sem ráða valinu en
ekki verðið. Fyrir nokkru smíðaði
hann þennan handvagn úr áli. Hann
ferðast með hann um götur bæjarins
og segir að hann sé afbragðstæki.
Hann hafi fengið vottorð upp á að
vagninn sé náttúruvænn, því honum
fylgir hvorki hávaðamengun né út-
blástursmengun og orkan sem vagn-
inn notar kostar ekkert.
Hann hefur aldrei átt bíl en til að
komast ferða sinna notar hann reið-
hjól sem hefur fylgt honum í áratugi.
Guðjón er Hólmurum góð fyrirmynd
um að hægt er á auðveldan hátt að
komast ferðar sinnar innanbæjar án
þess að vera háður bensínknúnum
ökutækjum.
Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason
Guðjón Jóhannsson í Stykkishólmi getur flutt ýmsa hluti á nýja handvagninum sínum.
Mengunarlaus flutnings-
máti á götum Stykkishólms
Stykkishólmur
EINSTÖK veðurblíða og hiti var í
Ásbyrgi fyrstu helgina í júlí þeg-
ar héraðsmót Ungmenna-
sambands N-Þingeyinga í frjáls-
um íþróttum og fótbolta var
haldið. Þetta héraðsmót, sem er
árviss viðburður í N-Þingeyj-
arsýslu, er alltaf haldið í Ásbyrgi
og þess er jafnan beðið með eft-
irvæntingu.
Að sögn Vilborgar Stef-
ánsdóttur, frkvstj. Ungmenna-
sambandsins, var mótið venju
fremur fjölmennt en á unglinga-
mótinu voru 107 keppendur á
aldrinum frá sex ára upp í sextán
ára auk gesta sem voru þrettán.
Á öldungamótinu voru 53 kepp-
endur sem er töluvert meira en
verið hefur undanfarið en þeir
voru á aldrinum frá þrítugu og
yfir fimmtugt. Það vekur jafnan
kæti hjá börnunum þegar foreldr-
arnir sýna óvænt tilþrif í sprett-
hlaupi og öðrum greinum og er
ómissandi þáttur á mótinu.
Vilborg segir það mikilvægt
fyrir Ungmennasambandið hve
mikinn áhuga og velvilja for-
eldrar sýna þessu móti og stuðn-
ingur þeirra við undirbúning og
framkvæmd mótsins sé dýrmætt
framlag. Keppendurnir voru frá
ungmennafélögunum sex í sýsl-
unni en foreldrar fjölmenntu með
börnum sínum á mótið og slógu
upp tjaldbúðum umhverfis
íþróttavöllinn. Þeir rifja gjarnan
upp gamlar minningar frá hér-
aðsmótunum áður fyrr, sem
reyndar voru þá með nokkuð
öðru sniði en í dag og Ásbyrgi
ekki þjóðgarður eins og nú – en
það er ekki til frásagnar.
Mótið var vel skipulagt og
hófst með fótboltaleik elstu kepp-
endanna á föstudagskvöldi svo
hitað var vel upp fyrir laug-
ardaginn. Keppni í frjálsum
íþróttum og fótbolta var allan
laugardaginn en eftir hádegi kom
Solla stirða í heimsókn og söng
með mótsgestum, og þá var einn-
ig í gangi loftkastali og renni-
braut sem bæði börn og foreldrar
nýttu sér af mikilli kæti. Um
kvöldið var allsherjar grill og
kjötkynning hjá Fjallalambi svo
allir fengu nóg á grillið.
Ásbyrgismótinu lauk með verð-
launaafhendingu síðdegis á
sunnudegi en margir hefðu getað
hugsað sér að vera lengur á þess-
um fallega stað í veðurblíðunni
því inni í Ásbyrgi fór hitinn yfir
20 stig.
Þórshöfn
Fjörugt héraðsmót
Ljósmynd/Líney
Frá Héraðsmóti UNÞ (Ungmennasambands N-Þingeyinga) í Ásbyrgi.
Skagafirði
Sjöundu bekkingum
grunnskólanna í Skaga-
firði gefin myndbönd
Á VORMÁNUÐUM heimsóttu þeir
Þorsteinn Broddason, forstöðumað-
ur Hestamiðstöðvar Íslands, og
Ingimar Ingimarsson tamningamað-
ur alla grunnskóla í Skagafirði og af-
hentu nemendum sjöunda bekkjar
kennslumyndbandið Frumtamning,
eftir tamningameistarann Benedikt
Líndal.
Í spjalli við nemendurna skýrðu
þeir félagar frá starfsemi Hestamið-
stöðvarinnar og svöruðu margs kon-
ar spurningum nemendanna sem
sannarlega vildu fræðast um ýmsa
hluti varðandi þessa nýju stofnun.
Voru heimsóknirnar að sögn þeirra
félaga hinar ánægjulegustu og sér-
staklega fyrir þá sök hversu lifandi
áhugi unglinganna var á hestunum
og öllu því sem þeim viðkom.