Morgunblaðið - 19.07.2001, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 19.07.2001, Qupperneq 26
ERLENT 26 FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞVERT á svartsýnisspár al- þjóðlegra umhverfisverndar- sinna um að alþjóðasamningar um aðgerðir gegn hlýnun lofts- lags á jörðinni séu að sligast undan nýjum kröfugerðum lýsti forseti framhaldsráðstefn- unnar um loftslagssáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem nú fer fram í Bonn í Þýzkalandi, því yfir í gær, að hann væri bjartsýnn á að takast myndi að koma Kyoto-bókuninni frá árinu 1997 í gildi, jafnvel án þátttöku Bandaríkjamanna. Jan Pronk, sem er umhverf- isráðherra Hollands og forseti framhaldsráðstefnunnar, játaði á blaðamannafundi í Bonn í gær að vonir hans um að Kyoto-bókunin kæmist til framkvæmda hefðu minnkað mjög við ákvörðun Bandaríkja- stjórnar í vor um að ætla ekki að staðfesta hana. Um fjórð- ungur alls útblásturs gróður- húsalofttegunda kemur frá Bandaríkjunum. En margt bendi til að í þeirri umræðulotu sem nú sé hafin í Bonn séu fulltrúar nægilega margra ríkja staðráðnir í að ná nýju samkomulagi um það hvernig draga skuli úr loftmengun; þetta mun að sögn Pronks hleypa nýju lífi í staðfestingarferli Kyoto-bók- unarinnar. „Þegar ég kom til Bonn var ég ögn svartsýnn með tilliti til þess hve margar pólitískar yfirlýsingar höfðu verið gefnar út um þetta efni á síðustu vikum,“ sagði Pronk, en „nú virðist mér mögulegt að ná nið- urstöðu.“ Sagðist Pronk heyra fulltrúa æ fleiri ríkja segjast vilja fyrir alla muni ná niðurstöðu. „Það kann að verða annars konar samkomulag en það sem áður var á teikniborðinu, en (...) samkomulag engu að síður.“ Ráðherraviðræður hefjast í dag Pronk vildi ekki segja neitt nánar um það hvaða mynd hann sæi fyrir sér að langþráð samkomulag myndi taka á sig, en viðræður embættismanna aðildarríkja loftslagssáttmál- ans síðastliðna daga hefðu ótvírætt skilað málinu áleiðis. Viðræðunum verður fram haldið á ráðherrastigi í dag og vonast Pronk til þess að sú viðræðulota verði sú síðasta sem þurfi til að ná samkomu- lagi. Markmiðið er að það kveði á um kjarnaaðgerðir sem leggi grundvöllinn að endan- legri fullgildingu Kyoto-bók- unarinnar, en til þess þurfa að minnsta kosti 55 lönd sem bera ábyrgð á að minnsta kosti 55% útblásturs í heiminum að stað- festa hana. Í Kyoto-bókuninni eru þær kvað- ir lagðar á iðnríkin að þau minnki heildarútblástur gróðurhúsaloftteg- unda fram til ársins 2012 um 5,2% miðað við magn útblásturs árið 1990. Ný lota viðræðna um loftslagssáttmála SÞ hafin í Bonn Aukin bjartsýni á lausn Kyoto-mála AP Jan Pronk, forseti loftslagsráðstefnunnar í Bonn, á blaðamannafundi í gær. Bonn. AP, AFP. TVEIR geimfarar fóru í geimgöngu aðfaranótt gærdagsins til þess að festa súrefnis- og vetnisgeyma á nýtt anddyri sem tengt hefur verið við alþjóðlegu geimstöðina Alpha. Skammæ en alvarleg tölvubilun tafði för þeirra um stundarsakir. Geimfararnir tveir, Michael Gernhardt og James Reilly, eru í áhöfn geimskutlunnar Atlantis sem flutti nýja anddyrið, svokallaðan loftlás, að geimstöðinni. Var loftlás- inn, sem kostaði um 16,7 milljarða króna að smíða, tengdur við hana um síðustu helgi. Nota þurfti vélknúna bómu geim- skutlunnar til þess að koma geym- unum fyrir - tveimur fylltum súr- efni undir miklum þrýstingi og einum vetnisgeymi - og er tölva notuð við að stjórna bómunni. Af þeim sökum tafði bilunin vinnu geimfaranna. Þriðja geimgangan á morgun Hefur bandaríska geimferða- stofnunin (NASA) lengt för geims- kutlunnar um einn dag. Er þriðja geimgangan í þessari ferð áætluð annað kvöld, en geimskutlan á að koma aftur til jarðar 24. júlí. Verð- ur þá einum vetnisgeymi enn komið fyrir utan á geimstöðinni. Í fyrstu geimgöngunni tengdu þeir Gernhardt og Reilly nýja loft- lásinn við stöðina. Er hann til þess gerður að hægt sé að fara í geim- göngur út úr bandaríska hluta geimstöðvarinnar. Geta þá bandarískir geimfarar notað sína eigin geimbúninga við geimgöngur, en hingað til hafa þeir orðið að nota rússneska þar eð bandarísku búningarnir henta ekki þegar farið er um rússneska and- dyrið. Það þykir ennfremur óþægi- lega þröngt og er ekki hægt að fara þar um með stóra hluti. / 0   1 1 .  0   ! ""#     $%& 2  30  0  + 0         0    / 0     0  0    +  4 30  "' ( ' (# "'   ) "  ""# !5#%0 &5%$0 $5$% $5)0  AP Geimfararnir Michael Gernhardt og James Reilly að störfum utan á al- þjóðlegu geimstöðinni Alpha í fyrrinótt. Gernhardt, t.v., er tengdur fraktbómu geimskutlunnar. Geim- ganga við Alpha Canaveralhöfða. AP. PÁFAGARÐUR hefur gefið erki- biskupnum Emmanuel Milingo frest til tuttugasta ágúst til að skilja við eiginkonu sína, yfirgefa Moon-hreyfinguna og sýna virð- ingu sína við páfann í verki að við- lagðri bannfæringu. Erkibiskupinn, sem er 71 árs að aldri, kvæntist suður-kóreskum lækni að nafni Maria Sung hinn 27. maí síðastliðinn, en hún er 43 ára. Var um að ræða fjöldabrúðkaup eins og tíðkast í hreyfingu Sun Myung Moons og höfðu brúðhjónin ekki hist áður er þau gengu í hjónaband. Eins og flestum er kunnugt er kaþólskum prestum og biskupum óheimilt að kvænast. Í kjölfar brúðkaupsins sendi Milingo páfanum bréf þar sem hann óskaði eftir því að vera leystur undan skírlífisheiti sínu svo hann gæti fullkomnað hjónabandið. Hann segist ekki hafa neinn hug á því að yfirgefa kaþólsku kirkjuna og sagðist mundu virða skírlífisheit sitt þar til því væri létt af honum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Milingo á í útistöðum við yfirvöld kaþólsku kirkjunnar. Meðan hann var erkibiskup í Lusaka, höf- uðborg Zambíu, þótti hann fara of- fari í því að reka illa anda úr fólki og einnig fóru heilunarsamkomur hans fyrir brjóstið á yfirboðurum hans í Róm. Reuters Brúðhjónin Emmanuel Milingo erkibiskup og Sung Ryae Soon sem gef- in voru saman í Moonista-hópbrúðkaupi í New York í lok maí sl. Umdeildur erkibiskup kvænist Á yfir höfði sér bannfæringu Vatíkanið. AP. EFTIR að hafa látið lítið fyrir sér fara í rúmt hálft ár er Al Gore, fyrrverandi for- setaframbjóðandi í Banda- ríkjunum, byrjaður að þoka sér aftur fram á sjónarsvið- ið í stjórnmálum. Aðstoðar- menn Gores segja að ekkert sé fastákveðið um hvenær varaforsetinn fyrrverandi hefji formlega þátttöku á ný. Á morgun hyggst Gore opna skrifstofu í Nashville í Tennessee-ríki, og verður hún bækistöð hans. Mun hann halda námskeið um grasrótarpólitík fyrir ungt fólk í Vanderbilt-háskóla 11. ágúst, ásamt repúblíkanan- um Lamar Alexander. Að- stoðarmenn hans vænta þess að hann muni smám saman koma aftur fram á vettvang stjórnmálanna, stofni pólitíska fram- kvæmdanefnd og berjist fyrir málstað demókrata. Helstu stuðningsmenn Gores í ríkjum á borð við Iowa og New Hampshire hafa beðið átekta. „Ég held að þetta sé eins og fyrir unnustu hermanns sem er saknað,“ sagði Raymond Buckley, reyndur demó- krati í New Hampshire, sem var einn helsti ráðgjafi Gores þar. „Maður veit ekki hvort hann kemur aftur, veit ekki hvort maður á að halda áfram og leita að nýrri ást. Mörg okkar sem eiginlega höfum helgað líf okkar stjórnmálaferli hans erum eig- inlega í lausu lofti.“ Nánir ráðgjafar Gores segja að ákvörðun um hvort hann muni bjóða sig fram til forseta í kosningunum 2004 verði tekin er fram líða stundir. Frá því Gore lét af embætti varafor- seta hefur hann verið almennur borgari í fyrsta sinn í aldarfjórðung. Varði hann tíma sínum til að fylgjast með útskrift barna sinna úr fram- halds- og háskóla, stækkaði sólpall- inn hjá sér, skrifaði bók ásamt konu sinni, Tipper, og kenndi á námskeið- um í háskólum. Gore hélt veislu fyrir um 100 starfsmenn sína á heimili sínu í Ar- lington, útborg Washington, í síðasta mánuði, og einnig veislu fyrir um þúsund manns sem unnu fyrir hann í kosningabaráttunni. Munu þar hafa komið fram háværar kröfur um að Gore bjóði sig aftur fram 2004, en hann mun engu hafa svarað. Sumir demókratar eru orðnir óþolinmóðir að heyra hvað taki við hjá Gore, en James Carville, reynd- ur ráðgjafi demókrata, er á annarri skoðun: „Það sem hann er að gera núna er mjög snjallt.“ Gore lætur til sín taka á ný Washington. AP. Al Gore í hlutverki gestalektors við Col- umbia-háskólann í New York í vor. AP
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.