Morgunblaðið - 19.07.2001, Síða 31
ÞJÓÐDANSAFÉLAG Reykjavík-
ur heldur norræna þjóðdansa- og
þjóðlagamótið Barnlek 2001 í ár.
Verður það formlega sett í dag og
stendur fram á sunnudag. Um er
að ræða mót fyrir börn og ung-
linga á aldrinum 8-16 ára sem hef-
ur verið haldið á Norðurlöndum á
þriggja ára fresti síðan árið 1992.
Íslendingar hófu þátttöku í Barn-
lek árið 1995 og taka börn frá öll-
um Norðurlöndum nema Græn-
landi þátt í mótinu, auk þess sem
gestahópur kemur frá Hjaltlands-
eyjum.
Setningarathöfnin fer fram kl.
10.30 í dag á íþróttavellinum í
Grafarvogi og er öllum velkomið
að koma á hana. Hápunktur hátíð-
arinnar er hins vegar á laugardag,
þegar barnahersingin marserar í
skrúðgöngu niður Skólavörðustíg
og endar með danssýningu á Ing-
ólfstorgi og víða um bæinn.
Á þriðja þúsund þátttakenda
Um 30 íslensk börn taka þátt í
Barnlek í ár, bæði hljóðfæraleik-
arar og dansarar, en alls koma um
2.100 erlendir gestir á hátíðina,
pabbi sagði að ég væri bara stelpa
ef ég ætlaði að fara að dansa!“
Þeim finnst þetta oft jafn spenn-
andi og stelpum, en þora ekki.“ El-
ín segir að það sé von þeirra að
Barnlek veki áhuga fólks á þjóð-
dönsum. „Það er svo mikill áhugi á
Norðurlöndum. Við vonum að
þetta geri okkur ef til vill kleift að
tefla fram stærri hópi á næsta
Barnlek.“
Eru íslenskir þjóðdansar frá-
brugðnir dönsum annarra Norð-
urlanda? „Já, en það eru til dansar
sem eru eins á öllum Norðurlönd-
um, við sama lag. En hvert land
hefur þó sinn karakter í dansi. Til
dæmis er sagt um Íslendinga að
við séum svolítið mikið á tánum og
hoppgjörn,“ segir Elín Svava.
Spennandi verður að sjá hvort það
eigi við rök að styðjast, því Reyk-
víkingar ættu varla að fara var-
hluta af syngjandi og dansandi
börnum um alla borgina á laug-
ardag. „Við hvetjum fólk til þess
að koma, því í raun er þetta ein-
stakur viðburður. Slík hátíð verður
ekki haldin hér á landi á næst-
unni,“ segir hún að lokum.
Morgunblaðið/Jim Smart
Frá æfingu fyrir Barnlek 2001, þjóðlaga- og þjóðdansamót barna á aldrinum 8–16 ára.
Um 2.100 erlendir gestir væntanlegir á norræna
þjóðdansa- og þjóðlagamótið Barnlek 2001
þar af um 1.400 börn. Um 200
hljóðfæraleikarar eru í hópnum.
Íslensku börnin sem taka þátt í
Barnlek eru á öllum aldri, milli
átta og sextán ára. Stelpurnar eru
þó fleiri í hópnum. „Ég held að það
sé oft heimatilbúinn vandi, að
strákar vilji ekki dansa,“ segir El-
ín Svava Elíasardóttir, danskenn-
ari og einn af aðstandendum móts-
ins. „Ég hef til dæmis heyrt frá
litlum strákum á leikskólum þar
sem ég hef kennt dans: „Hann
Dansað í fjóra daga
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 2001 31
ÚTSALAN
ER HAFIN
Allt að 50% afsláttur
KRINGLAN
s. 533 1740
KRINGLAN
s. 533 1730
NÝTT KORTATÍMABIL
NÝTT KORTATÍMABIL
OPIÐ TIL KL. 21:00
FIMMTUDAGA
OPIÐ TIL KL. 21:00
FIMMTUDAGA
ÚTSALA
ENN MEIRI
VERÐLÆKKUN
PÓLSKA forlagið Tower Press hef-
ur keypt réttinn til útgáfu á Englum
alheimsins eftir Einar Má Guð-
mundsson, Þar sem djöflaeyjan rís
eftir Einar Kárason og 101 Reykja-
vík eftir Hallgrím Helgason í raf-
bókarformi. Um 300 titlar eru nú fá-
anlegir í netklúbbi Tower Press
www.literatura.net.pl, aðallega sí-
gild verk og pólskar bókmenntir.
Vefurinn var opnaður í október sl.
og á sömu síðu er netverslun þar
sem hægt er að kaupa flesta þá
bókatitla sem pólsk forlög gefa út.
12.000 manns eru þegar skráðir í
klúbbinn og um 25.000 rafbækur
seldar.
Tower Press gefur aðallega út raf-
bækur en jafnframt gefur forlagið út
um 20 bækur á ári og mánaðarrit um
náttúru og heilsu.
Tower Press hefur nýverið keypt
útgáfuréttinn að Englum alheimsins
í bókarformi og mun hún kom út á
næsta ári. Þar sem djöflaeyjan rís
kom út fyrir nokkrum árum hjá
pólska forlaginu Marpress og hafa
þeir einnig keypt réttinn að Fyrir-
heitna landinu og Gulleyjunni. Einn-
ig hefur verið gengið frá samningi á
útgáfu bókarinnar 101 Reykjavík af
forlaginu Swiat Literacki.
Jacek Godek þýðir allar bækurnar
úr íslensku.
Íslensk skáldverk á
rafbækur í Póllandi
DÚETT Plús kemur fram á sumar-
tónleikum í Stykkishólmskirkju í
kvöld kl. 20:30. Leika þau tónlist sem
byggist á gömlum og klassískum
djass-standördum og spila hana í
eigin útsetningum, sem spanna allt
frá hefðbundinni sveiflu yfir í létt-
poppað fönk. Í Dúett Plús eru þau
Þóra Gréta Þórisdóttir söngkona,
Andrés Þór Gunnlaugsson á gítar,
Þorgrímur Jónsson á kontrabassa
og Birgir Baldursson á trommur.
Dúett Plús í
Stykkishólmi
LITLA-HYRNA fæðist fyrir
austan fjall en er ekki alveg eins og
önnur lömb. Á höfði hennar er eitt
snúið horn sem stendur út í loftið
og þegar hún hættir sér frá móður
sinni í fyrsta sinn skellihlæja hin
dýrin á bænum að því hvað hún er
skrýtin.
Þótt Litla-Hyrna sé óvenjuleg í
útliti þegar lömb eru annars vegar
er hún góðhjörtuð og ávinnur sér
virðingu og væntumþykju dýranna
með því að stanga alla þá sem
hrekkja minnimáttar og koma þeim
sem eru leiðir í gott skap.
Dag nokkurn kemur í heimsókn á
bæinn lítil stelpa með bakpoka og
ýmislegt í farteskinu, sem veldur
straumhvörfum í lífi Litlu-Hyrnu.
Í poka hennar er meðal annars
landakort og stór myndabók um
ýmsar furður veraldar og Litla-
Hyrna hrífst sérstaklega af sögu
um hinn dularfulla einhyrning, sem
kannski er frændi hennar. Langar
hana mikið til þess að vera eins og
hann „hugrakkur og góður, glæsi-
legur og fljótur að hlaupa“.
Leggur hún svo siglandi af stað
út í hinn stóra heim og verður
margs vísari, ekki síst þess að það
besta við ferðalög er að koma aftur
heim til þeirra sem manni þykir
vænst um.
Bókin um Litlu-Hyrnu er lit-
prentuð og texti og myndir eftir
sama höfund. Myndskreytingarnar
eru fjölbreyttar og skemmtilegar
en sums staðar hefði að ósekju
mátt slípa textann örlítið betur til.
Sagan um einhyrninginn er hins
vegar skemmtileg og lærdómsrík
bók fyrir börn á forskólaaldri.
Þroskasaga
einhyrndrar
gimbrar
BÆKUR
B a r n a b ó k
Texti og myndir eftir Guðrúnu
Hannesdóttur. Bókaútgáfan
Bjartur. 2001. 40 bls.
EINHYRNINGURINN
Helga Einarsdótt ir
Á ÁTTUNDU tónleikum sumar-
tónleikaraðar veitingahússins
Jómfrúarinnar við Lækjargötu á
laugardaginn kemur fram Jazz-
kvartettinn Major.
Kvartettinn skipa Snorri Sigurð-
arson trompetleikari, Ásgeir J. Ás-
geirsson gítarleikari, Valdimar K.
Sigurjónsson kontrabassaleikari
og Einar Scheving trommuleikari.
Tónleikarnir hefjast kl. 16 og
standa til kl. 18.
Tónleikarnir fara fram utandyra
á Jómfrúartorginu ef veður leyfir,
en annars inni á Jómfrúnni. Að-
gangur er ókeypis.
Major á
Jómfrúnni
♦ ♦ ♦